SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Side 20

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Side 20
20 1. ágúst 2010 S amningarnir virðast hafa verið í öllum regnbogans litum,“ segir hæstaréttarlögmaður einn um myntkörfulán og fjármögn- unarsamninga, sem nú eru einhver um- deildustu fyrirbæri á Fróni. Hann er að vinna fyrir lánveitendur. Hann orðar það svo að spurningin, sem allir bíði eftir svarinu við, sé hvort Hæstiréttur Íslands ætli að bæta í eða slaka á. Fyrstu málin sem lögð voru í dóm Hæstaréttar hafi verið þau augljós- ustu, þar sem orðalagið í samningum var hvað „allra klaufalegast“ af hálfu lán- veitenda. Síðan taki við önnur mál sem ekki séu jafnklippt og skorin. Þá komi í ljós hvort Hæstiréttur ætlar að líta til peninganna sem voru afhentir, í hvaða mynt þeir voru, hvernig afborganir voru rukkaðar og svo framvegis. Eða hvort hann ætlar að líta til þeirrar skuldbindingar sem stofnað var til í samningum. „Skuld- binding“ er einmitt orð sem talsvert er notað í ákvæðum laga um vexti og verð- tryggingu. Í þessu segir hann að liggi talsverður munur, enda hafi báðir aðilar oftast verið sammála um að verið væri að stofna til „skuldbindingar“ í erlendri mynt. Eigi niðurstaðan að verða sú að er- lend lán verði með víðtækum hætti talin ólögmæt sé Ísland orðið eitt fárra ríkja heimsins sem banni erlend lán og það horfi undarlega við ríki á EES-svæðinu. Hvað sem þessu sjónarmiði líður verð- ur ekki deilt við lögmanninn um að gjaldeyrislán og gengistryggðir samn- ingar í krónum (óvissan snýst um það hvað er í raun hvað) séu fjölbreytilegir. SP-fjármögnun notaðist til að mynda við bílasamninga, bílalán, kaupleigu-, fjár- mögnunarleigu-, rekstrarleigu- og einkaleigusamninga. SP sendir enn út óbreytta greiðsluseðla vegna hinna þriggja síðastnefndu og telur dóma Hæstaréttar ekki eiga við um þá. Undir hverri af þessum gerðum samninga voru svo nokkrar undirtýpur. Með líkum hætti var þessu farið hjá hinum fjármögnunarfyrirtækjunum, Lýsingu og Avant. Þau höfðu margar gerðir í gangi hvort. Samkvæmt upplýsingum frá Íslands- banka voru á bilinu 10-20 mismunandi gerðir notaðar hjá bankanum, auk þess sem Íslandsbanki Fjármögnun notaðist við fjögur eða fimm form að grunni til. Bankinn telur að á níunda þúsund bíla- lána og kaupleigusamninga frá Fjár- mögnun heyri undir dóma Hæstaréttar hingað til. Samkvæmt Arion banka var hann einnig með á milli tíu og tuttugu gerðir erlendra lánasamninga. Ekki hefur enn reynt á lögmæti þeirra, en nokkur mál sem varða slíka samninga eru til máls- meðferðar í dómskerfinu. Skiptar skoð- anir eru um það á meðal lögfræðinga hvort héraðsdómstólar eigi að láta slík mál bíða þar til Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í vaxtamáli Lýsingar gegn skuldara kaupleigusamnings. Þeir eru að því. Sumir telja að þeir ættu að dæma í sem flestum svona málum svo fleiri sjón- armið komi fram áður en Hæstiréttur kveður upp úr. Landsbankinn viðurkennir aðeins að ein tegund lána sinna geti talist ólöglega gengistryggðir, en var með fleiri teg- undir erlendra lána, sem veitt voru í er- lendri mynt. Þeim var síðan skipt í krón- ur í umboði viðskiptavinarins. Landsbankinn telur um 1.500 íbúðalán sín falla undir dóma Hæstaréttar. Fjármálaþjónustan fór með það Eflaust er hægt að finna margar tegundir erlendra lána sem ekki verða talin inni- halda ólöglega gengistryggingu. Hér til hliðar má sjá mynd af svokallaðri kaup- nótu sem gefin var út hjá bankanum í til- fellum sem hann telur sig hafa fram- kvæmt með löglegum hætti. Nótan er sönnun þess að gjaldeyrir var hafður um hönd og honum skipt í krónur af við- skiptavininum eða fyrir hann. Þetta var líka valkvætt hjá Arion banka og – eins og segir í svari bankans við fyrirspurn Morgunblaðsins um þetta – í raun þjón- usta við viðskiptavininn að bankinn skipti myntinni fyrir hann. Fyrrnefndur hæstaréttarlögmaður nefnir einmitt þetta sem rót þess að bannið við geng- istryggingu einfaldlega gleymdist. Það Völundarhús skuldarans Júlí 2007 Október 2008 Dese Lántaka 14.968.750.- 72.316.- 32.575.418.- 154.108.- Gera Ekkert 28.503.113.- 135.413.- 32.645.776.- 83.751.- 32.647.027.- 82.500.- 37.729.527.- 0.- Greiða eingöngu vexti í 12 mánuði Borga 5.500þús. kr.af hverri milljón í 12 mánuði Frysta vexti og afborganir í 4 mánuði. Borga síðan eingöngu vexti eftir það HRUN Gera ekkert Greiðslujöfnun Greiðslujöfnun Gera ekkert Greiðslujöfnun Gera Ekkert Greiðslujöfnun Gera Ekkert Eftir á að hyggja var ekki einfalt mál að velja rétta lánið í góðærinu. Í erlendum og gengistryggðum lánum einum og sér voru margar útgáfur í boði, mismunandi myntkörfur, vaxtakjör og skilmálar. Ef tekið er dæmi af einu 15 milljón króna gengistryggðu íbúðaláni, teknu í júlí 2007, má sjá að skuldarinn hefur síðan þá mátt horfa á lánið sitt skoppa upp og niður hvað eftirstöðvar og afborganir varðar. Þegar safnað er saman helstu úrræðum sem boðin hafa verið af bönkum og stjórnvöldum koma í ljós þær leiðir sem skuldarar, gátu valið um hverju sinni, gáfu æði mismunandi útkomu. Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Nordik Finance, reiknaði þróunina út miðað við mismunandi forsendur að beiðni Morgunblaðsins, en framsetningin er alfarið blaðsins. Miðað er við lán til 40 ára, með jöfnum afborgunum.Vextir eru 1,65% ofan á LIBOR-vexti á hverjum tíma og lánið er tengt við gengi japanska jensins og svissneska frankans til helminga. Kemur þú skuldaranum rétta leið í gegnum kreppuna? Í myndinni er ekki gert ráð fyrir að eftir skuldbreytingu í verðtryggt lán og höfuðstólslækkun, vilji fólk aftur fara til baka í gengislán. Það skal þó tekið fram að skuldarar sem hafa þegið slíka skuldbreytingu geta látið breyta lánum sínum aftur í gengistryggð. Afborganir á mánuði Höfuðstóll / eftirstöðvar Beðið eftir Hæstarétti Erlend og gengistryggð lán voru veitt í öllum regnbogans litum fram að hruni og nú er hafin hrina málaferla vegna þeirra. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.