SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Qupperneq 40
40 1. ágúst 2010
Þ
að var ótrúlega skemmtilegt
að hafa tækifæri til að stoppa
í Húnavatnssýslunum í sumar
þegar við hjónin heimsóttum
Hótel Eddu á Laugarbakka. Það verður
nú að viðurkennast að yfirleitt hefur
maður keyrt í gegn án þess að stoppa,
með örfáum undantekningum þó þeg-
ar maður hefur stoppað stutt á
Blönduósi eða í Staðarskála, sem hefur
að mínu mati misst sjarmann, og
minnir á endurgerð á gamalli bíó-
mynd sem heppnast ekki vel. Hvað
kemur í hugann þegar maður
veltir fyrir sér mat á svæð-
inu? Margir hugsa ef-
laust um vegasjopp-
urnar sem eru í
Af silungi, lax og sel
Matur
Hrár íslenskur silungur (sushí)
400 g shirakikugrjón soðin eftir leiðbein-
ingum á umbúðum
Sushiedik, salt og sykur til að bragð-
bæta grjónin
Tvö falleg silungsflök, bein og roðlaus
Vasabi (japanskt piparrótarmauk)
Sushi-engifer (sæt súrsuð galingalrót)
Japönsk soyasósa til að bera fram með
Silungsrúlla með papriku og hundasúrum
4-5 msk. soðin grjónræma af silungi
10 hundasúrur
1 paprika (grilluð afhýdd og kjarnahreins-
uð, skorin í lengjur)
Sterk sriracha-chilisósa
1 noriblað
Setjið þarablaðið á þar til gerða bamb-
usmottu til að búa til rúllu (maki-rúllu) setjið
grjónin ofan á og þrýstið þeim ákveðið ofan
á svo þau tolli við þarablaðið. Passið að
grjónin séu jöfn. Raðið paprikunni á grjónin
og hundasúrunum þar á ofan. Efst setjum
við svo silungsræmuna. Áður en þaranum
er rúllað upp skulum við sprauta yfir mjórri
ræmu af chilisósu. Látum svo rúlluna
standa svolítið áður en við berum hana
fram.
Silungsrúlla með gulrótum, snjóbaunum
og sesam
4-6 msk. soðin grjónræma af sil-
ungi
Sushi-sinnep
4 snjóbaunir, snyrtar og soðnar í 3 mín-
útur
1 gulrót, skorin í ræmur
msk. sesamfræ, svört og ljós
1 noriblað (þarablað)
Þrýstið grjónunum vel ofan á þarann svo
þau tolli örugglega. Gætið þess að dreifa
grjónunum jafnt yfir. Setjið plastfilmu yfir,
snúið rúllunni við. Leggið svo silunginn á
miðjan þarann, ásamt baunum og gulrót-
um. Grípið sushi-sinnep og sprautið mjórri
rönd eftir endilöngum fiskinum. Rúllið svo
þétt saman og veltið upp úr sesamfræjum.
Munið að láta silungsrúlluna standa ögn
áður en hún er borin á borð.
Greinarhöfundur í essinu sínu í eldhúsinu.
Uppskriftir helgarinnar
Gott í
grenndinni
Friðrik V.
Sushí að hætti
Friðriks V.