SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Page 47
1. ágúst 2010 47
LÁRÉTT
1. Fyrir Orkustofnun fór frumefni. (6)
4. Hik, von og bænir í bónorði. (9)
9. Hlaupið frá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hljóðfærið.
(7)
10. Kýr hvers villist í vinnu? (7)
12. Kefli verður ekki einfaldlega að þeirri sem er
hægt að splitta. (5)
13. Hæfði það á undan fyrir 2 árum. (10)
14. Of mikil átök hjá mjög strekktri. (7)
15. Vegsummerki eftir hnoðra í höndum. (5)
16. Numdi flærðina. (5)
17. Linna ótt með því að blanda lit. (8)
19. Ópin sem fylgja áfengi valda áhyggjunum. (8)
21. Hey! Mild fá einfaldlega leyfi. (7)
24. Stutt í pílumagn. (8)
27. Sársaukastingur í munni er málvenja. (8)
29. Við fyrstu grös í bendu getur leynst tól. (8)
30. Fór sá sem er giftur Eglu enda bytta. (11)
31. Skammið gyðju og óþokkann. (8)
33. Auglýsingahefti frá matvörubúð finnst á blómi. (9)
34. Í bolla lét vökva að sögn þrátt fyrir skerðingu (8)
35. Rakka teymir fyrir þá sem eru þreyttir. (10)
LÓÐRÉTT
1. Flott kind lendir næstum því í veiðarfæri (9)
2. Ekki kló út íláti finnst hjá vitlausum. (7)
3. Hver er full og með óstöðugum? (8)
5. Náð alltof vel í hundelta. (6)
6. Flokkarnir missa afl fáeinna. (7)
7. Kjagaði áfram að baði. (7)
8. Faðernið getur flækst fyrir verklaginu. (8)
10. Lækna bæ í hjarna. (7)
11. Fór með út og gaf lagi nýjan búning. (7)
16. Kvenmaður sem er fyrir söngva er frilla. (8)
18. Staður þar sem á fellur til sjávar er ekki þungur
heldur hrjúfur. (8)
20. Kölski með tveimur þriggja af hviklyndi sínu býr til
sérstakt ílát. (12)
21. Harka með ofni til finna hljóðfæri. (9)
22. Snögg mál lenda einhvern veginn í skjölum. (8)
23. Öldruð borðar fimm hjá þeirri á fyrsta ári. (10)
25. Erlendri frú er skylt að valda deilum. (8)
26. Falsgoð sniðinnar. (6)
28. Líkneski orðin að landsvæðum. (8)
32. Tælir maskínur. (5)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta
lausn krossgátunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn ásamt úr-
lausninni í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins, Há-
degismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn kross-
gátu 1. ágúst rennur út fimmtu-
daginn 5. ágúst. Nafn vinnings-
hafans birtist í blaðinu 8. ágúst. Heppinn
þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi
krossgátunnar 25. júlí er Ásdís Viggósdóttir. Hún
hlýtur í verðlaun bókina Sítrónur og saffran eftir
Kajsa Ingemarsson. Mál og menning gefur út.
Krossgátuverðlaun
Samskipti Íslendinga og Færey-
inga á skáksviðinu hafa verið
mikil allar götur frá fyrstu
landskeppni þjóðanna sem
haldin var árið 1975 en þar tefldi
Friðrik Ólafsson á 1. borði fyrir
Íslands hönd. Eftir það var
keppnin gerð að föstum lið og
hafa norðlenskir skákmenn
haldið uppi merki Íslands á
þeim vettvangi. Færeyingar hafa
í gegnum tíðina eignast marga
ágæta skákmenn og á síðasta
Ólympíumóti í Dresden varð
sveit þeirra fyrir ofan þá ís-
lensku.
Miklir aufúsugestir jafnan á
Reykjavíkurskákmótunum og
einn þeirra, Heini Olsen, í mikl-
um metum. En í vor bárust vin-
um hans þau hörmulegu tíðindi
að Heini Olsen úr Klakksvík
hefði látist af slysförum. Þeir
minntust hans á dögunum með
veglegu minningarmóti sem
haldið var í Klakksvík. Héðan
fór vel samsettur hópur: Róbert
Harðarson tefldi í opna flokkn-
um ásamt nokkrum félags-
mönnum í Ósk, skákfélagi
kvenna, en þar er Róbert þjálf-
ari. Hann hlaut 7 vinninga af
níu mögulegum, Saga Kjartans-
dóttir varð efst þeirra stallsystra
hlaut 5 vinninga, Ásrún Bjarna-
dóttir, Þorbjörg Sigfúsdóttir og
Guðný Erla Guðnadóttir hlutu 4
vinninga, Stefanía R. Ragnars-
dóttir 3 vinninga, Eyrún
Bjarnadóttir 2 vinninga og
Þrúða Sif Einarsdóttir og Halla
Norðfjörð Guðmundsdóttir
hlutu ½ vinning hvor. Meðal
gesta á mótinu var fyrrverandi
heimsmeistari, Anatoly Kar-
pov, sem hefur boðið sig fram
gegn sitjandi forseta FIDE,
Kirsan Ilyumzinhov, og var
ferð hans til Færeyja hluti af
kosningabaráttu hans. Karpov
tók eina „bröndótta“ við Sögu
Kjartansdóttur, formann Ósk-
ar, og hafði betur.
Í efsta flokki sem var í 6.
styrkleikaflokki varð Henrik
Danielsen efstur ásamt enska
stórmeistaranum Gawain Jon-
es en þeir hlutu báðir 7 vinn-
inga af níu mögulegum en ár-
angur Henriks reiknast upp á
2596 elo-stig. Í 3. sæti varð
Helgi Dam Ziska með 6 vinn-
inga. Bitastæðasti sigur Hen-
riks var í uppgjöri hans við
helsta keppinautinn. Í skákinni
sem hér fer á eftir virðist Hen-
rik eiga undir högg að sækja og
Englendingurinn teflir eins og
sá sem valdið hefur. En ekki er
allt sem sýnist; lengi vel bíður
Henrik eftir heppilegu tækifæri
til að skipta upp á biskupum og
þegar það næst gildir einu þó
hvítur eigi peði meira, upp er
komin vonlaus staða þar sem
riddarinn er mun sterkari en
biskupinn. Svartur tínir síðan
upp hvert peðið á fætur öðru.
Gawain Jones –Henrik Dani-
elssen
Pirc vörn
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 Bg7 4.
f4 Rf6 5. Rf3 O-O 6. Bd3 Rca6 7.
O-O c5 8. d5 Bg4 9. Bc4 Rc7 10.
h3 Bxf3 11. Dxf3 a5 12. a4 b6
13.Dd3 e6 14. Hb1 exd5 15. exd5
He8 16. Bd2 De7 17. Hbe1 Dd7
18. f5 Hxe1 19. Bxe1 g5 20. b4
cxb4 21. Re4 b5 22. axb5 axb5
23. Bb3 Rxe4 24. Dxe4 Re8 25.
De3 h6 26. Bxb4 Rf6 27. Bc3 He8
28. Dd3 Da7+ 29. Bd4 Da5 30. c3
b4 31. c4 Ha8 32. Dc2 Dd8 33.
Db2 De7 34. Bc2 Hb8 35. Ba4
Kh7 36. Bc6 Bh8 37. Da1 b3 38.
He1 Dd8 39. da7 Kg8 40. Hb1
Bg7 41. Da3 Re4 42. Bxg7 Kxg7
43. Hxb3 Hxb3 44. Dxb3 Df6
45. Df3 Dd4+ 46. Kh2 Dxc4
47. De3 Rf6 48. Dd2 De4 49. g4
De5+ 50. Kg2 Re4 51. De2 Kf6
52. Kf3 Rc3 53. Dd2 De4+ 54. Kf2
Dc4 55. Db2 Ke5 56. Be8 f6 57.
Bf7 Da2 58. Dxa2 Rxa2 59. Kg3
Rc3 60. h4 Rxd5 61. hxg5 hxg5
62. Kf3 Kd4 63. Be8 Rb4 64. Bf7
Rd3 65. Be6 Re5+ 66. Kg3 d5 67.
Bg8 Ke4 68. Be6 d4 69. Bb3 Ke3
- og hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Henrik vann minningar-
mótið um Heini Olsen
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang