SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 44
44 5. september 2010 Snoop Doggy Doog. Reuters Snoop Dogg, eða Snoop Doggy Dogg eins hann var einu sinni þekktur verður alltaf minnst fyrir glæstan frumburð sinn, Doggy- style, ef hans verður minnst fyrir eitthvað. Plötur og bíómyndir síðan þá hafa verið í kauðskara lagi. Það ætti því ekki að koma á óvart að Snoop er að leggja í framhald af nefndri gullnámu, sem heitir hinu frumlega nafni Doggystyle II: The Doggymentury. Plöt- una vinnur hann með hinum sjóðandi heita Swizz Beatz. Átján lög verða á gripnum eða „átján skott í andlitið“ eins og Snoop gamli orðar það. Snoop Dogg gerir Doggystyle II Kings of Leon: 13 lög verða á nýju plötunni. Næsta Kings Of Leon plata er líklega sú rokkplata sem fólk hefur beðið hvað spenn- tast eftir í ár. Platan kemur út 18. október næstkomandi og kallast Come Around Sun- down. Fyrsta smáskífan, „Radioactive“ kem- ur hins vegar út viku fyrr en lagið fer í út- varpsspilun eftir viku. Platan mun bera með sér 13 lög og sérstök viðhafnarútgáfa mun innihalda tónleikaupptökur frá Hyde Park, en sveitin lék þar í júní í sumar. Platan var tekin upp í New York og voru það þeir Angelo Petraglia og Jacquire King sem upptök- ustýrðu. Af lagatitlum má nefna „The End“, „Pyro“, „Mary“, „The Face“ og „The Immor- tals“. Nýtt með Kings of Leon í október Made in Japan er ein af þessum sjaldgæfu tónleikaplötum sem ekkert er átt við. Engar lagfær- ingar – tónleikarnir eru einfald- lega settir hráir á band og hljóð- blandaðir. Þrennir tónleikar í Tókýó og Osaka í Japan 15.-17. ágúst 1972 sköpuðu sarpinn sem lögin voru valin úr. Þrátt fyrir allt þetta og að Ian Gillan, þá ennþá búinn leð- urlungum og látúnsbarka, væri að ná sér af slæmum bronkítis er platan hreint stórkostleg. Ritchie Blackmore er nánast óaðfinnanlegur þótt tæknileg færni hans sé áberandi minni en hún varð síðar. Ruddalegir gítarfrasar og taktar, sem síðar viku fyrir fágaðari tónum, eru hér í aðal- hlutverki og þeir svínvirka. Blúsinn er í fingrum hetjunnar og skilar sér alla leið til hlustanda – Ritchie er ekki bara að tæta, hann er að tjá sig. Það er unun að hlusta á Hammond-leik Jons Lords, hvort sem er melódískt upphaf „Child in Time“ eða hávaða- bramlið í „Space Trucking“. Hann leikur á orgelið á svipaðan hátt og sannur rokkgítarleikari; af taumlausri greddu og sprengikrafti en þegar það á við af varfærni og hlýju. Hann tekur þátt í tónlistinni, teppaleggur hana ekki bara eins flestir hljómborðsleikarar gera. Gillan gargar sig upp í hæstu hæðir og er hreint stórkostlegur, hæstu nóturnar í „Child in Time“ (þessar ómannlegu) eru svo tærar að hrollur hríslast niður hrygg hlustand- ans og röddin er full af karakter frá upp- hafi til enda. Roger Glover og Ian Paice spila eins og einn maður og það sem þeir hafa á síðari árum áunnið sér í færni bæta þeir hér upp með ungæðislegum ofsa, spilagleði og spennu. Made in Japan er ein besta tónleikaplata fyrr og síðar, ef ekki sú besta, og að vissu leyti í sérflokki þar sem fáar tónleikaupptökur rata á vínil eða plast án þess að átt sé við þær. Hér er ekkert svindlað; þessi er alvöru. Hljóm- sveitin skapar nánast fullkomna heild- armynd, jafnvægið milli tónlistarmann- anna er frábært og allir fá tækifæri til að standa í sviðsljósinu en aldrei á kostnað félaga sinna; Deep Purple er hér ein fimm arma stjarna. Og skín skært. skulias@mbl.is Poppklassík: Deep Purple – Made in Japan Skær fimm arma stjarna S íðasta plata Eels, sem í raun er eins manns síbreytileg hljómsveit Everetts, End Times, þótti heldur sorgleg. Þar var dapur Everett enda nýskilinn við eiginkonu sína. Tónlist Everett, eða E, þykir dansa skemmtilega á línu popps í markaðs- vænni kantinum og tilraunamennsku, ekki ósvipað kollega sínum Beck. Og poppaður er E og hress á nýjustu plötunni, Tomorrow Morn- ing, nú er rís sól upp úr sæ, ekkert myrkur á ferðinni. Og lýkur þar með tilfinningaþrungn- um platnaþríleik sem hófst með Hombre Lobo: 12 Songs of Desire, en helsta viðfangsefni þeirr- ar skífu var þráin og það ólgandi þrá. En nú er bara fjör og skemmtilegheit, meira að segja gospelstemning með tilheyrandi gleðiópum, klappi og stappi. Everett, eða E, skaust fram á tónlistarsviðið árið 1992 þegar útgáfan Polydor gaf út plötuna A Man Called E, eða Maður að nafni E og varð lag af þeirri plötu, „Hello Cruel World“ minni- háttar smellur í Bandaríkjunum. Í kjölfarið lagði E í tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir og hitaði upp fyrir Tori Amos. Ári síðar, 1993, kom út önnur plata hans, Broken Toy Shop og hóf hann sama ár að starfa með trommaranum Jonathan „Butch“ Norton. E og Butch kynntust svo bassaleikaranum Tommy Walter og stofn- uðu sveitina Eels. Sagan á bak við nafnið er einföld og skemmtileg, Eels vildi vera sem næst E í rekkum hljómplötuverslana. Þó varð hljómsveitin að bíta í það súra epli að vera á eftir hljómsveitunum Eagles og Earth, Wind and Fire. Eels varð svo ein fyrsta hljómsveitin sem komst á mála hjá DreamWorks Records. Árið 1996 kom út fyrsta plata Eels, Beautiful Freak, heldur þunglyndisleg poppplata og mátti greina ýmis áhrif á henni, m.a. af gruggi og hipphoppi. Platan naut almennrar hylli og Eels hlaut viðurkenningu á Brit-verðlaunahá- tíðinni sem besta alþjóðlega hljómsveitin sem væri að stíga sín fyrstu spor, árið 1998. Erfiðir tímar tóku við hjá E í kjölfar vel- gengni Beautiful Freak. Nokkrir vina hans lét- ust, systir hans svipti sig lífi og móðir hans greindist með krabbamein. Þessar hörmungar urðu E innblástur að plötunni Electro-Shock Blues sem kom út 1998 og er önnur plata Eels. Umfjöllunarefnin á þeirri plötu eru óhugn- anleg; m.a. sjálfsvíg, dauði og krabbamein, ekkert léttmeti sú skífa. Og nú lýkur glæsi- legum þríleik Eels þar sem kafað var í þrá, missi og iðrun mannsins. Þrátt fyrir öll áföllin, sorg- ina og missinn, er bjart yfir E. Álar vonarinnar Mark Oliver Everett, E, er léttleikandi og fullur vonar á nýjustu plötu hinnar síbreytilegu hljómsveitar Eels, Tomorrow Morning, þeirri síðustu í þríleik sem hófst með Hombre Lobo. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Mark Oliver Everett, E, er í fullu fjöri á nýjustu plötu Eels, Tomorrow Morning. Mark Oliver Everett, E, lenti í undarlegri uppákomu í Lund- únum í sumar. Hann var á göngu um Hyde Park í róleg- heitum en þá stöðvuðu lög- regluþjónar hann. Ástæðan var sú að þeir töldu hann vera hryðjuverkamann en leit stóð yfir að honum í borginni. E þurfti að sannfæra laganna verði um að hann væri enginn hryðjuverkamaður, bara E í göngutúr. Fór svo að lög- reglumennirnir leyfðu honum að ganga sinn veg. E greindi frá þessu í samtali við tónlist- arblaðið NME og benti í því á að síðskeggjaðir menn væru ekki endilega hryðjuverkamenn. Osama bin Laden er síðskeggj- aður hryðjuverkaleiðtogi. Reuters Stöðvaður af lögreglu Tónlist Cosby, Stills & Nash eru að vinna að plötu með Rick Rubin, töfralækninum sem getur tekið hvaða úr sér gengna tónlistarmann sem er og breytt honum í skapandi lista- mann. Nash lét hafa það eftir sér í Billboard að það væri „athyglisvert“ að vinna með Rubin, og það væri sannanlega erfitt að taka við skipunum frá sér yngri manni eftir öll þessi ár. Um tökulagaplötu er að ræða þar sem lög Stones, Bítlanna, Allman Brothers, Bob Dylan og fleiri samtíðarmanna. Síungir: Crosby, Stills & Nash. Crosby Stills og Nash tækla Bítla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.