SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 13
5. september 2010 13 G leðin var ósvikin í at- hvarfi fyrir heim- ilislaus ungmenni í þorpinu Santo Antão do Tojal í Portúgal í vikunni þeg- ar gamall heimilismaður sneri aftur eftir tveggja mánaða fjar- veru. Bebé staldraði að vísu stutt við að þessu sinni en vildi endi- lega eiga eina nótt til viðbótar með vinum sínum áttatíu í Casa do Gaiato áður en líf hans breytist fyrir fullt og fast. Enginn hafði heyrt Tiago Manuel Dias Correia nefndan fyr- ir tveimur mánuðum en í dag er þessi tvítugi piltur á mála hjá einu frægasta knattspyrnufélagi heims, Manchester United, sem borgaði hátt í hálfan annan millj- arð króna fyrir þjónustu hans í sumar. Hann var ekki bara í kurteisisheimsókn í heimaland- inu í vikunni, heldur mættur til að leika sinn fyrsta leik með landsliði Portúgala skipuðu leik- mönnum 21 árs og yngri. Breska blaðið Daily Mail hefur eftir forstöðumanni athvarfsins að Bebé, eða Barnið eins og gælu- nafn hans myndi útleggjast á ís- lensku, hafi kvatt hvern einasta mann með handabandi áður en útsendari knattspyrnu- sambandsins sótti hann morg- uninn eftir og fært þeim þakkir. „Hann bjó hérna hjá okkur í átta ár og veit að án okkar væri hann bara enn eitt vegalaust ung- mennið.“ Foreldrar Bebés yfirgáfu hann í bernsku og ólst hann upp hjá ömmu sinni í Lissabon til tólf ára aldurs. Þá stigu dómstólar inn í líf hans og gáfu fyrirmæli um að hann skyldi vistaður á Casa do Gaiato. Hann var hvorki læs né skrifandi á þeim tíma og að mati barnaverndaryfirvalda á hraðri leið til glötunar. Það breyttist. Hann var skólaður til og lærði að leika knattspyrnu. Það reyndist ekki amaleg viðspyrna í lífinu. Bebé vakti fyrst athygli á Evr- ópumótinu í götufótbolta í Bosn- íu sumarið 2009 og samdi í kjöl- farið við Estrela da Amadora sem leikur í 2. deild í Portúgal. Orð- rómur um að Bebé hafi tekið þátt í heimsmeistaramóti heim- ilislausra á síðasta ári mun ekki á rökum reistur. Vaskleg framganga hans með Amadora varð til þess að úrvals- deildarfélagið Vitória de Guim- arães krækti í hann. Ekkert fé skipti um hendur enda hafði Amadora láðst að standa skil á greiðslum til leikmannsins. Vi- tória hafði vaðið fyrir neðan sig, setti klásúlu í samninginn þess efnis að Bebé mætti fara fyrir hálfa áttundu milljón sterlings- punda. Á það reyndi nokkrum vikum síðar en framganga drengsins í æfingaleikjum í sum- ar vakti athygli ekki minni liða en Manchester United og Real Ma- drid. Sir Alex Ferguson keypti svo kappann fyrir orð síns gamla aðstoðarmanns, Carlosar Quei- roz. Í Manchester vinna menn nú að því að koma Bebé í leikhæft ástand en nokkuð vantaði víst upp á þrek og þol miðað við enskar forsendur. Það verða að vonum gríðarleg umskipti fyrir Bebé að búa í Man- chester en að sögn forstöðu- mannsins grét hann og gnísti tönnum þegar hann yfirgaf at- hvarfið í sumar. Forstöðumað- urinn stappaði hins vegar í pilt- inn stálinu og tilkynnti honum að nú væri mál til komið að standa á eigin fótum. „Hann mun pluma sig í Manchester,“ segir for- stöðumaðurinn. „Ég hef heyrt Sir Alex Fergusons getið. Hann er leiðtogi og það er það sem Bebé þarfnast. Hann er orðinn stór og stæðilegur en ennþá bara barn. Hann þarf á umhyggju að halda.“ Varð ekki barnið blauta Salan á portúgalska sóknarmanninum Bebé til Manchester United er eitt mesta ævintýri sem um getur í sögu sparkmennta í þessum heimi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bebé (hvítklæddur) á æfingu með Vitória. Hann staldraði stutt við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.