SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 12
12 5. september 2010
Sunnudagur
Margrét H. Blöndal
hrærir egg við
klukknahljóm.
Mánudagur
Gerður Kristný bað
kjötkaupmanninn í Söbeck afsök-
unar í gær fyrir að hafa brotið lýs-
isflösku við mjólkurkælinn. Hon-
um létti stórum þegar hann áttaði
sig á því að þetta hefði gerst árið
1973 eða ’74.
Þriðjudagur
Sigga Víðis Jónsdóttir veit sem
fyrr ekki hvort hún er að koma eða
fara en var allavega í himnaríki
um helgina. Það er við Selvatn og
þar eru englar sem borða hum-
mus og pönnukökur og þar er líka
appelsínugul birta og norðurljós.
Fimmtudagur
Bragi Guðmundsson Sprarar
okru, þessi statsu er uppfræðrur
á vitrél í mykri. Fjadnas Okru-
veiatn!
Föstudagur
Vigdís Grímsdóttir er
á leið í feisbókarfrí
með nesti og nýja
skó, arkar þangað
sem vindurinn hvín
og veggina ber.
Fésbók
vikunnar flett
M
argvísleg rök hníga gegn
þessu „mikilvæga“ máli í
endurreisn íslensks efna-
hagslífs: Að banna með
öllu auglýsingar á áfengum vörum.
Sagan hefur að geyma fjölmörg dæmi
þess að vandi áfengisfíkla er ekki
leystur með boðum og bönnum heldur
er honum einungis sópað undir borð.
Sala og neysla áfengis hefur verið
lögleg frá því á þriðja og fjórða áratug
síðustu aldar en algjört bann ríkti við
sölu og neyslu á bannárunum svoköll-
uðu. Það eru þó ekki nema rúm tutt-
ugu ár síðan bjórinn var leyfður en
hann hafði verið löglegur fyrir 1915,
áður en áfengisbannið var sett. Þrátt
fyrir þessi boð og bönn var áfeng-
isvandinn enn til staðar.
Það er betra að umræða um áfengi sé
á yfirborðinu og að almenningur sé
meðvitaður um áfengar vörur. Áfeng-
isneysla verður aldrei stöðvuð og það
er mikilvægur liður í því að bæta vín-
menningu þjóðarinnar að fólk sé upp-
lýst um þær vörur sem standa til boða
og hver áhrif þeirra eru m.t.t. styrk-
leika og fleiri þátta. Með vitneskju og
fróðleik vinnum við bug á áfeng-
isvandanum en ekki með fordómum
eins og sést í hugmyndum um bann
við áfengisauglýsingum.
Á undanförnum árum hefur íslensk-
um frumkvöðlum í bjórframleiðslu
farið fjölgandi og nú er svo komið að
fjöldi íslenskra sprotafyrirtækja eru
starfandi í greininni. Algjört bann við
auglýsingum á áfengi gerir þessum að-
ilum gífurlega erfitt fyrir í samkeppni
við erlenda framleiðendur sem geta
komið skilaboðum sínum áleiðis í
kvikmyndum, á íþróttaviðburðum og
með öðrum hætti.
Þá er vörumerkjum þekktra áfeng-
isframleiðenda gert hærra undir höfði
með banni sem þessu enda vandséð
hvernig nýir aðilar á markaði eiga að
skáka þeim sem fyrir eru þegar þeim
er meinað að kynna vörur sínar. Til
lengri tíma litið er því verið að ýta
undir einokun á markaðnum.
Bann við auglýsingum er samkeppn-
ishamlandi og mun því til lengri tíma
hækka áfengisverð enn frekar. Það
hefur sýnt sig að bein tenging er á
milli sölu á landabruggi og aðgerða
sem miða að því að stýra áfengisneyslu
almennings. Þegar ríkisvaldið grípur
til aðgerða sem hækka áfengisverð er
eins og við manninn mælt að sala og
neysla á ólöglegu bruggi eykst í kjöl-
farið.
Með algjöru banni við auglýsingum á
áfengi er ríkisvaldið að segja við fólkið
í landinu að því sé ekki treystandi að
taka ákvarðanir um neysluvenjur sínar
út frá eigin forsendum. Þess fyrir utan
er þetta mál lagt fram í þeirri trú að
það leysi einhvern vanda. Með boðum
og bönnum er vandinn hins vegar
færður þangað þar sem enginn sér
hann. Er markmiðum þeirra sem allt
vilja banna þá ef til vill náð?
MÓTI
Ólafur Örn
Nielsen
formaður Sam-
bands ungra sjálf-
stæðismanna
Í
vikunni barst tilkynning um að herða
ætti 20. gr. áfengislaga um auglýs-
ingar á áfengi og þykir eflaust mörg-
um það löngu tímabært. Án efa þykir
þó einhverjum vegið að frelsi til að auglýsa
vöru en aðgreina verður áfengi frá öðrum
vörum; áfengi er engin venjuleg neysluvara
og það ber að umgangast hana sem slíka. Ég
geri ráð fyrir að flestir séu sammála um að
koma beri í veg fyrir að börn og ungmenni
undir áfengiskaupaaldri (20 ára) drekki
áfengi og að beita eigi til þess öllum til-
tækum ráðum. Ein af þeim leiðum er að
draga úr væntingum þeirra til áfengis. Gíf-
urleg aukning á markaðssetningu áfengis
hefur átt sér stað undanfarin ár. Í auglýs-
ingum í prent- og ljósvakamiðlum er gefið
til kynna að jákvæður ávinningur sé af því
að neyta áfengis. Áfengi er þannig gert að
eftirsóttri vöru, með beinum eða óbeinum
hætti, án þess að fram komi nokkrar við-
varanir um þau skaðlegu áhrif sem neysla
áfengis getur haft, sérstaklega á þroskaferil
ungs fólks.
Í ráðleggingum Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar, um samræmdar að-
gerðir á heimsvísu vegna áfengisneyslu, eru
aðildarþjóðir hvattar til aðgerða, sem taldar
eru vera árangursríkastar, til að draga úr
skaðlegum áhrifum áfengisneyslu. Meðal
aðgerða sem metnar eru sem árangursrík-
astar, og um leið með minnstum tilkostn-
aði, eru aðgerðir sem snerta aðgengi að
áfengi og verðlagning. Lykilatriði til að
draga úr skaðlegum áhrifum áfengis að
sögn helstu sérfræðinga í áfengismálum
snúa að stefnumörkun stjórnvalda í
áfengismálum, þá er átt við einkasölu
áfengis, takmörkun á fjölda sölustaða og
sölutíma, lágmarksaldur til áfengiskaupa,
lág viðmið vegna leyfilegs magns áfengis í
blóði, skimun og stutt inngrip, t.d. heilsu-
gæslu, og gott aðgengi að meðferð. Auk
ofantalinna aðgerða er takmörkun á
markaðssetningu á áfengi, þ.m.t. auglýs-
ingar, metin sem góður kostur til að
sporna við áfengisneyslu ungs fólks.
Í framhaldinu er vert að rifja upp yf-
irlýsingu Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar um ungt fólk og áfengi frá árinu
2001. Þar kemur m.a. fram að markmiðið
með yfirlýsingunni sé að vernda ungt fólk
gegn þrýstingi til að neyta áfengis og að
draga úr þeim skaða sem það getur orðið
fyrir, beint eða óbeint, af völdum áfengis.
Eitt af þeim atriðum sem dregin eru sér-
staklega fram er að börn og ungmenni eigi
rétt á því að alast upp í umhverfi þar sem
þau eru vernduð gegn neikvæðum afleið-
ingum áfengis og, eins og hægt er, að
vernda þau fyrir áreiti og markaðs-
setningu áfengis, s.s. auglýsingum og
kostun. Tillaga ríkisstjórnarinnar um
hertar aðgerðir gegn áfengisauglýsingum
er því í takt við ályktanir Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar og til þess fall-
in að draga úr eða koma í veg fyrir skaðleg
áhrif vegna áfengisneyslu ungmenna.
Frá lýðheilsusjónarmiði ber því að
styðja við allar þær aðgerðir sem þykja
vænlegar til árangurs og hertar aðgerðir
gegn áfengisauglýsingum eru mikilvægt
skref í rétta átt.
MEÐ
Rafn M. Jónsson
verkefnisstjóri
áfengis- og vímu-
varna hjá Lýð-
heilsustöð
Ert þú fylgjandi breytingum á
lögum um áfengisauglýsingar?