SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 37
’ Við höldum að sjósundið geri okkur andlega og líkamlega hraustari og hress- ari og svo er þetta líka félagslegt. Þessi höfðu gott útsýni yfir víkina og þar með keppnina. Húmorliðið Haf Haf. Skipuleggjandinn Ragnheiður er lengst til vinstri á myndinni. Samhæfingin var greinileg hjá sigurliðinu Bleiku fílunum. 5. september 2010 37 Ú tivistarfólk, og þá helst stangveiðimenn, göngu- og hestamenn, rekst af og til á mink á ferðum sínum úti í náttúrunni. Eigendur frístundahúsa verða iðulega varir við minka og sjá oft með eigin augum það mikla tjón sem minkurinn getur valdið í náttúrunni. Villiminkurinn er gríðarlega duglegur að veiða; hann er grimmur og drepur, að því er virðist, að óþörfu. Dæmi er um að læða með yrðlinga hafi nánast útrýmt öllu fuglalífi í nágrenni frístundahúss við Apavatn fyrir nokkrum árum. Eig- endur hússins sögðu að það hefði verið með ólíkindum hvað minkurinn var fljótur að drepa eða fæla burt alla fugla á svæði sem var um það bil 2 ferkíló- metrar að stærð. Innflutningur á minki hingað til lands árið 1931 er líklegast mesta umhverfisslys Íslandssögunnar. Framræsla votlendis á sínum tíma olli miklum skaða á fuglalífinu en hafa ber í huga að þessar fram- kvæmdir voru nauðsynlegar og menn vissu ekki betur. Hinsvegar er hægt að end- urheimta þetta votlendi með því að fylla upp í skurði og nú, á tímum atvinnuleysis, væri það góð fjárfesting að hefja átak í að færa land sem áður var votlendi til fyrra horfs. Eins og áður sagði hófst minkarækt hér á landi 1931 og árið eftir sluppu fyrstu dýrin úr búrum sínum. Fyrsta minkag- renið fannst svo við Elliðaárnar 1937. Árið 1939 var það orðið ljóst hve mink- urinn var gríðarlegur skaðvaldur. Var þá farið að greiða fyrir veiðar á minki og hefur svo verið allar götur síðan. Árið 1975 veiddust fyrstu minkarnir í Öræfa- sveit og má segja að þá hafi minkurinn verið búinn að nema allt Ísland. Und- anfarin ár hefur ríkið varið um 45 milljónum króna árlega til eyðingar minks. Líkamsbygging minksins einkennist af löngum búk og stuttum fótum. Full- vaxið karldýr er talsvert stærra en kvendýrið. Minkurinn er aðlagaður vatni og er með vott af sundfitjum á milli tánna og kafar sér til fæðuöflunar. Hann getur verið í kafi í allt að eina mínútu. Minkurinn helgar sér óðul eða ákveðin land- svæði sem hann slær eign sinni á gagnvart öðrum minkum. Minkurinn verður kynþroska á fyrsta vetri og tímgast ársgamall. Fengitíminn stendur yfir í mars og apríl og á þeim tíma yfirgefur steggurinn óðul sín og ferðast mikið um til að geta makast við sem flestar læður. Meðal gotstærð er um 7 hvolpar. Hvolparnir ná fullri stærð á 4 til 5 mánuðum. Læðan heldur sig nær vatni og þegar líður á júnímánuð fer hún á stjá með hvolpana og kennir þeim að veiða. Fæða minks- ins fer nokkuð eftir því hvar hann heldur sig en óhætt er að segja að hann sé alæta og tækifærissinni. Við sjávarsíðuna er 75% fæðunnar smáfiskur af ýmsu tagi. 20% fæðunnar eru fuglar, einkum mávar. Við ferskvatn eru laxfiskar og hornsíli 60% fæðunnar. Þegar líður fram á vorið eykst hlutfall fugla í fæðu minksins, einkum eru það ungar og egg spörfugla. Hlutfall músa á matseðl- inum er á bilinu 10 til 25%. Minkurinn er skilgreindur sem meindýr og þess vegna þarf ekki veiðikort eða önnur leyfi til að veiða hann. Neikvæð áhrif hans í náttúrunni eru óum- deilanleg, áhrif hans á vöxt og viðgang fugla og fiskistofna eru talsverð. Talið er að minkurinn hafi nánast útrýmt keldusvíni og höggvið stór skörð í aðra fuglastofna eins og flórgoða og teistu. Þrátt fyrir að talsverðu fé hafi verið varið til eyðingar minks þá hafa aðgerðir stjórnvalda gert lítið annað en að halda stofninum í skefjum. Betur má því ef duga skal. Veiðiálagið á mink er sennilega ekki meira en um 25%. Víða um land sjá meindýraeyðar og minka- veiðimenn um að vinna greni og leita minkinn uppi og drepa. Víða hefur vel tekist í þessum efnum og mætti í því sambandi nefna Mývatnssveit. Til þess að árangur eigi að nást með þessum hætti þarf að leggja til talsvert meira fé en eins og staðan er í dag liggur það fé ekki á lausu. Þess vegna er brýnt að grípa til annarra og róttækari aðferða í herferðinni gegn minknum. Áhrifaríkasta að- ferðin við veiðar á minki er notkun veiðihunda. Gildruveiðar eru einnig árang- ursríkar sé þeim rétt beitt. Árangursríkast er því að virkja fólkið í landinu og stórauka gildruveiðar. Ef eigendur frístundahúsa og annað útivistarfólk tæki sig saman og legði út minkagildrur í stórum stíl mætti fækka verulega í ís- lenska minkastofninum; en minknum verður aldrei útrýmt, því miður. Ef stjórnvöld gengju fram með sama áhuga um eyðingu minks og í stríðinu gegn lúpínunni ætti árangur að nást. Þetta mætti gera með þeim hætti að fræða fólk um gildruveiðar og að sveitarfélög myndu lána fólki minkagildrur gegn lágu tryggingargjaldi. Vitaskuld geðjast mörgum ekki að því að veiða dýr en gildruveiðar á minki eru spennandi og ættu að geta verið áhugaverð viðbót fyrir skot- og stang- veiðimenn og jafnvel fyrir þá sem ekki eru veiðimenn. Gildruveiðar á minki eru nefnilega náttúruvernd í verki. Það fé sem með tíð og tíma myndi sparast vegna samdráttar minkastofnsins mætti svo nota til endurheimtu votlendis. Frekari upplýsingar um gildruveiðar á minki má finna á www.skotvis.is og í bókinni „Veiðar á villtum fuglum og spendýrum“ eftir Einar Guðmann. Þá hefur Bjarmaland sem er samtök minka- og refaveiðimanna gefið út afar vandaða fræðslumynd um gildruveiðar á minki. „Að veiða mink“, sem hægt er að fá í veiðibúðum og víðar. Höggormur í Paradís Minkur Sigmar B. Hauksson ’ sædlfjæ lsk fjæskj flks fælksjf ækjfdlæ kjæflksjlæ fkjslæk fslækfj slækf slækj fælskjfælk sjfæ lksjfæ lkjsfkl æjsælkfj ælkj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.