SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 27
5. september 2010 27 T ryggvi Gíslason tók við starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri 1972, 34 ára gamall, og gegndi því í 27 ár eða lengur en nokkur annar. Hann hefur að auki komið víða við og lét sér ekkert óviðkomandi sem blaðamaður, kennari, fréttamaður RÚV og fréttaritari útvarpsins í Noregi, kennari við Háskólann í Björgvin og deildarstjóri í menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Tryggvi sat í bæjarstjórn Akureyrar og var formaður framhaldsskóla- nefndar og skipulagsnefndar, í stjórn Amtsbókasafnsins og Fjórðungs- sjúkrahússins, fulltrúi í nefnd ríkisstjórnarinnar til að efla Akureyri sem miðstöð mennta og vísinda utan höfuðborgarinnar, í ráðgjafarnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um almenn menningarmál, í nefnd for- sætisráðherra um framtíðarkönnun, í stjórn Samtaka herstöðva- andstæðinga og Friðarsamtaka Íslands, formaður Hollvinasamtaka RÚV og stjórnar Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal frá upphafi 2003. Tryggvi fæddist á Bjargi í Norðfirði, yngstur sex barna Fannyjar Ingv- arsdóttur frá Ekru í Norðfirði og Gísla Kristjánssonar frá Sandhúsi í Mjóafirði, en ólst upp á Akureyri frá sjö ára aldri, stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1958 og tók meistarapróf í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein. Tryggvi er kvæntur Margrétu Eggertsdóttur kennara og eiga þau sex börn og 17 barnabörn. Tryggvi og Margrét með börnunum á Akureyri 1997: Eggerti, Fannyju, Gísla, Arnheiði, Sveini og Tryggva. Systkinin frá Bjargi í Norðfirði með foreldrum sínum Fannyju og Gísla: Tryggvi, Kristján, Ingvar, María, Ásdís og Margrét. Í skrifstofu skólameistara við beinið góða en frá því er runnið orðtakið „að taka á beinið.“ Með börnunum á jólum 1975: Gísli, Tryggvi eldri, Tryggvi yngri, Margrét, Arnheiður, Sveinn, Eggert og Fanny Kristín. Gamlir vinir í Laugardal 1998: Eysteinn, Aðalsteinn, Sigrún, Álfhildur, Þorgerður, Svavar, Páll, Margrét, Tryggvi, Gyða, Kristinn, Vésteinn og Unnur. Ekkert mannlegt óviðkomandi Fermingardrengur á Akureyri vorið 1952. Gengið í kirkju á Möðruvöllum á 100 ára afmæli MA 1980. Að baki: Hulda Á. Stefánsdóttir og Tómas Ingi Olrich. Margrét og Tryggvi í ágústsól á hjólreiðaferð umhverfis Furusøen á Sjálandi 1988. Friðarfána veifað til verðandi stúdenta vorið 1973 eftir átakamikinn fyrsta vetur sem skólameistari. Deildarstjóri í skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar við Nyhavn í „Kon- gens København“ 1987. Úr myndaalbúminu Tryggvi Gíslason hefur komið víða við á langri leið og varð ungur skólameistari á umbrotatímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.