SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 31
5. september 2010 31
Morgunblaðið/RAX
eru á móti þeirri starfsemi af því að þeir eru af
gömlum vana á móti her og sérstaklega í Kefla-
vík. Nú er hæpið að halda því fram að í þessu
tilviki væri um hernaðarlega starfsemi að ræða.
En Vinstri grænir láta sér ekki segjast. Þeir
gætu eins verið á móti því að tindátar væru
seldir í leikfangabúðum við Laugaveg. Sjálfsagt
eru þeir það.
Desjavú
En svona ágreiningur er reyndar alþekktur í
svokölluðum vinstristjórnum. Steingrímur Sig-
fússon sagði að Kristján Möller hefði ekki haft
pólitískt umboð til sinnar gjörðar. Hinn 2.
október 1990 voru fréttir heitar innan úr rík-
isstjórninni, sem þá var, og minna mjög á her-
þotumálið: „Það er pólitískt útilokað að ráð-
herra í þessari ríkisstjórn skrifi undir með fullu
pólitísku umboði í þessari viku. Það hlýtur að
vera misskilningur að hann sé með í hönd-
unum álsamning tilbúinn til undirritunar. Við
munum leggja áherslu á að ræða málin og
breyta því sem er ekki fullnægjandi að okkar
mati, segir Svavar Gestsson við DV. Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir að ekki
hafi heldur náðst neitt samkomulag um skatta-
málin á fundi viðræðunefndar iðnaðar- og fjár-
málaráðuneytanna með Atlantsálshópnum í
síðustu viku. En Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra segir hins vegar að gott samkomulag sé
um skattamálin.“
Svona var það þá og menn vita hvernig það
er núna. Þau Jóhanna og Steingrímur sátu í
þessari ríkisstjórn sem gat ekki þá fremur en
nú komið sér saman um hvað var samþykkt
innan hennar og hvað ekki. Þau eru enn að. Og
hinir leikendurnir, sem nefndir voru til sög-
unnar, Ólafur Ragnar, Svavar Gestsson og Jón
Sigurðsson, eru reyndar ekki langt undan.
E
va Joly hefur haft afgerandi áhrif á það hvernig að rannsókninni á banka-
hruninu hefur verið staðið. Óhætt er að fullyrða að embætti sérstaks saksókn-
ara hefði orðið mun máttlausara og kraftminna hefði hún ekki sett fram skýra
sýn á það hvernig ætti að hátta málum. Nú hefur Joly lýst yfir því að hún ætli í
forsetaframboð í Frakklandi árið 2012 undir merkjum nýs stjórnmálaafls, sem hefur látið
að sér kveða í Evrópukosningum og héraðsstjórnarkosningum í landinu í fyrra og á þessu
ári. Umhverfismál verða lykilatriði í framboði Joly. Hún segir í viðtali í Sunnudagsmogg-
anum brýnt að fólk breyti hegðun sinni, en ætlar ekki að vera með hræðsluáróður.
Klukkuna vanti ekki fimm mínútur í miðnætti, en engu að síður sé orðið áliðið.
Í viðtalinu segir Joly að ekki hafi staðið til að ráðgjafarhlutverk hennar hér á landi
myndi „vara að eilífu og störfum mínum mun ljúka með eðlilegum hætti“. Hluti þess var
að ræða við 24 nýliða hjá embætti sérstaks saksóknara á föstudag og gera þeim grein fyrir
því starfi, sem væri í vændum. Joly vill ekki ræða efnisatriði rannsóknarinnar, en er
ánægð með uppbygginguna, þá þekkingu, sem safnað hefur verið saman, og útkomuna
þegar margir hugir leggjast á eitt. „Einnig höfum við smám saman áttað okkur á ferli af-
brotanna,“ segir hún. „Hlutirnir eru mun skýrari nú en þeir voru í upphafi.“
Hún svarar yfirlýsingum Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaup-
þings, í Fréttablaðinu fyrir viku um óskiljanlegan yfirgang og valdníðslu sérstaks sak-
sóknara með því að þessi viðbrögð hafi verið fullkomlega fyrirsjáanleg. Það sé dæmigert í
efnahagsbrotamálum að þeir, sem böndin berast að, reyni að „láta rannsakendurna líta út
fyrir að vera jafn miklir glæpamenn og þeir sjálfir“ og þeir muni beita öllum brögðum til
að reyna að hefta framgang rannsóknarinnar.
Joly horfir á efnahagsbrot í alþjóðlegu samhengi. Hún hefur skorið upp herör gegn
skattaskjólum, sem hún segir að séu ekkert annað en skálkaskjól. Þar geti spilltir ráða-
menn í þriðja heiminum falið peninga sem þeir eiga ekki og glæpamenn komið peningum
undan. Í viðtalinu veltir hún fyrir sér valdi peninganna og spyr hvers vegna í ósköpunum
einstaklingar, sem hafi farið á tveggja vikna námskeið um verðbréf og geti talið það eitt
sér til tekna að geta keyrt flókin tölvuforrit, eigi rétt á yfirgengilegum launum miðað við
fólk, sem vinni í þágu almannahagsmuna.
Forsetaframbjóðandinn gagnrýnir spillingu í Frakklandi og segir stjórn Nicolas Sarkozy
forseta hafa gert sig seka um kynþáttafordóma á vegum ríkisins með því að flytja sígauna
úr landi. Joly gagnrýnir hjarðhugsun og hvetur einstaklinginn til dáða. Það geti verið
þægilegt að fela sig í skjóli fjöldans, en það sé hættulegt þegar það er á kostnað hugrekk-
isins. Hún vill berjast gegn spillingu valdhafanna og það verði aðeins gert með því að
bjóða þeim byrginn. „Það hefur verið grafið undan einstaklingsábyrgðinni og við þurfum
að snúa aftur til hugrekkisins, hafa sýn á framtíðina og eitthvað til að trúa á,“ segir Eva
Joly.
Þegar Joly er spurð hvernig hún telji að málflutningi sínum verði tekið þegar út í kosn-
ingaslaginn kemur kveðst hún ekki vita það og bætir við: „Og mér er sama.“ Eva Joly ætl-
ar greinilega ekki að láta skoðanakannanir ráða því hvað hún segir, heldur fylgja sinni
sannfæringu. Gagnrýni hennar fylgir ferskur blær.
Áhrif Evu Joly
„Segðu frænda þínum að hoppa upp
í rassgatið á sér“
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks
Samfylkingarinnar, eftir viðtal á Rás tvö þegar
hún hélt að útsendingu væri lokið.
„Má bílstjórinn skutla mér heim?“
Kristján Möller við Ögmund Jónasson, eftir að
hafa afhent honum lyklana að samgöngu-
og sveitarstjórnarmálaráðuneytinu.
„Ég sat eiginlega bara og
grét út í eitt“
Björk Guðmundsdóttir eftir að hún tók
við Polar-verðlaununum, sem stundum eru
kölluð Nóbels-verðlaun tónlistarinnar.
„Það er búið að þurrka út
krata og kvennalistakonur. Það
eru bara gamlir kommar eftir.“
Viðmælandi Morgunblaðsins um breyting-
arnar á ríkisstjórninni.
„Ég hef eiginlega ekki vilj-
að yfirgefa bygginguna, hún
hefur einhvern veginn
allt, maður þarf ekki
einu sinni að fara út til
að njóta náttúrunnar.“
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari eftir
nokkra daga í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
„Strákarnir í liðinu væru tilbúnir
að hlaupa fyrir steypubíl fyrir
þessa stuðningsmenn“
Páll Gíslason, þjálfari Þórs, hrósar áhorf-
endum eftir sigur á KA í 1. deildinni í fót-
bolta.
„Ef ég hefði lagt það til að
eftirlaunavandinn yrði
leystur með því að þröngva
líknardrápi upp á
fimmta hvern líf-
eyrisþega, þá
hefði það ekki
valdið mér jafn
miklum erf-
iðleikum“
Tony Blair fv. forsætis-
ráðherra Breta um
hve hörð viðbrögð
voru við hugmyndum
um banni á refaveiðar
í landinu.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal