SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 10
10 5. september 2010 A rion banki er enn við sama heygarðshornið og dælir fjármunum í hítina sem kostað hefur okkur lands- menn stórkostlega í lífskjörum. Þar á ég að sjálfsögðu við sjötugsafmælisbarn vikunnar, Jóhannes Jónsson, sem hét Jói í Bónus, allt til síðasta mánudags, og allt hans hyski. Nú ákveður bankinn að losa sig við Jóhannes og gerir við hann 12 mánaða starfslokasamning, pungar út 90 milljónum króna í ein- greiðslu, til þess að losna nú við karlinn fyrir fullt og fast, selur honum á 41 milljón króna bíl, íbúð og sumarhús, sem Höskuldur H. Ólafsson, nýr bankastjóri Arion banka, sagði hér í Morg- unblaðinu sl. þriðjudag að væri eðlilegt matsverð á eignunum. Eðlilegt matsverð að mati hverra? Að mati Jóa sjálfs? Eða var karlinn bara að kaupa Trab- ant, kjallaraíbúð og húskofa fyrir austan? Og meðal ann- arra orða, hvernig réttlætir bankastjórinn að Jóhannes fái tvær milljónir króna á mánuði í 12 mánuði eftir um tíu mánaða setu sem stjórnarformaður 1998 ehf.? Starfslokasamn- ingur Jóhannesar nemur því 114 milljónum króna samtals. Er þetta eðlilegt? Myndu ekki einhverjir telja að bankinn væri að kaupa sig dýru verði frá Jó- hannesi, án þess þó að hafa nokkra tryggingu fyrir því að karlinn reyni ekki aftur að eign- ast Haga? Hvað hefur Jóhannes greitt í skatt af þeim hlunn- indum sem hann hefur haft frá Arion banka í formi þess að hafa haft afnot af íbúð, sumarhúsi og bíl í eigu Haga frá því hann tók við stjórnarformennskunni og líkast til miklu lengur? Svo færir Arion banki Jóhannesi á silfurfati Top Shop, Zöru og All Saints auk helmings eignarhlutar í færeysku verslanakeðj- unni SMS fyrir 1.237,5 milljónir króna, sem áðurnefndur Hösk- uldur segir að Jóhannes muni greiða fyrir með peningum. „Ef hann greiðir ekki með peningum fær hann ekki hlutabréfin. Þetta eru engin lán frá bankanum. Hann kemur með peningana einhvers staðar annars staðar frá, ég veit ekki hvaðan,“ sagði bankastjórinn. Eins og kunnugt er yfirtók Arion banki Haga í október sl. vegna tugmilljarða skulda félagsins við bankann. Samkvæmt álagningarskrá frá því í sumar voru framtaldar eignir Jóhannesar áætlaðar 386 milljónir króna. Er það nema von að spurning vikunnar meðal fólks hafi einmitt verið þessi: Hvað- an koma peningarnir? Er eitthvert samhengi á millli þess að Jóhannes fær að yfirtaka Top Shop, Zöru og All Saints, að helstu umboð þeirra verslana eru í eigu viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til margra ára, Philips Green og Kevins Stanford? Opnast kannski með þessum samningi lítill gluggi fyrir Jóhannes karlinn að flyta illa fengið fé úr felum á aflandseyjum á nýjan leik inn til landsins, kannski í skjóli þeirra Stanford og Green? Hvenær ætla þeir sem eiga að gæta þess og hafa eftirlit með að fjármagnsflutningar séu lögum samkvæmt, að fara af alvöru í það sem Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, lagði ofuráherslu á þegar hún var fengin til verkefnisins, að rekja slóð peninganna? Er það ekki einmitt með því sem fyrst verður hægt að varpa raunverulegu ljósi á það hvert fjármagnið fór? Vitanlega ætti hið sama að gilda um Sigurð nokkurn Einarsson, sem var í slíku makalausu sjálfsupphafningar-, sjálfsréttlæt- ingar-, sjálfsvorkunnar- og hrokaviðtali við Fréttablaðið fyrir réttri viku, að ég neyddist til þess að lesa það í áföngum. Það sama á að gilda um alla aðra útrásarvíkinga og bankamenn sem grunaðir eru um að hafa flutt fjármagn í stórum stíl í skattaskjól erlendis. Það er lágmarkið að þessir menn, sem hafa með græðgi sinni, ábyrgðarleysi og subbuskap ráðist eins og hryðjuverka- menn á lífskjör heillar þjóðar, sem hafði það bara skratti gott fyrir útrás, skili ránsfeng sínum óskiptum til þjóðarinnar sem sínu lítilsiglda framlagi til endurreisnar í þessu Guðs volaða landi. Hvað segið þið, lesendur góðir? Er þetta til of mikils mælst?! Og ruglið heldur áfram Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Höskuldur H. Ólafsson Jóhannes Jónsson ’ Það er lág- markið að þessir menn, sem hafa ráðist eins og hryðjuverkamenn á lífskjör heillar þjóðar, skili ránsfeng sínum óskiptum til þjóðarinnar. 7:00 Vakna við að frúin læðist fram úr og heyri í henni í sturt- unni. Nýt þess að dorma aðeins áfram. 7:10 Heyri í litlum fótum trítla upp á efri hæð. Þriggja ára dóttir mín komin á ról og þá er víst mál að vakna. 7:20 Stekk hinn hressasti fram úr, tek stigann í tveimur stökkum eða þannig. Ræsi verðandi unglinginn, þann 11 ára, í leiðinni. 8:10 Nýt þess að hjóla með dótturina á leikskólann í mildu og góðu haustveðri. 10:10 Stutt nágrannaspjall um daginn og veginn áður en ég legg af stað út í umferðina á leið niður í dansskóla. 10:30 Mættur á skrifstofu Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Fæ mér langþráðan kaffibolla og byrja að grúska í hinum og þessum málum sem lúta að stjórn og rekstri dansskóla. Meðal annars þarf að skipu- leggja kennslu á landsbyggðinni sem við reynum að þjóna sem best, svo þarf að skrá nemendur í skólann, gera danssalina klára og annað slíkt. Það er nóg að gera í undirbúningi fyrir kom- andi kennsluár. 12:00 Léttur snæðingur á hlaupum. Í þetta sinn vínber og Ab-mjólk en finn að mig langar helst í SS-pylsu með öllu. Læt það ekki eftir mér því ég verð að halda áfram að vinna. 15:40 Heyri í konunni minni og eigum stutt spjall um atburði dagsins. 16:15 Fer í útréttingar fyrir dansskólann og vel að sjálfsögðu versta tíma til þess, því umferð- in er skelfileg. Enda á því að þræða hinar ýmsu götur til að sleppa við helstu bílaraðirnar. 17:15 Undirbý dansæfingu keppnispara dansskólans. Í kjölfarið byrja pörin að mæta á svæðið og innan skamms dunar dansinn í sal skólans. 19:15 Æfingu lýkur og skelli mér í að hringja nokkur símtöl áður en ég held heim. 21:00 Allt komið í ró og börnin komin upp í rúm og það yngsta löngu sofnað þegar ég kem heim. Skelli mér í sturtu og næ seinnifréttunum og smá tíma með konunni minni þar sem heimilismálin eru rædd og heimsmálin leyst. 23:20 Góða nótt! Dagur í lífi Jóns Péturs Úlfljótssonar, dansara og danskennara Morgunblaðið/Golli Dansinn dunar Pandabjörninn, einnig kallaður risa- pandan, er í bráðri útrýmingarhættu af mannavöldum og talið er að aðeins um 1.500-2.000 pöndur lifi villtar í fjall- lendi í Kína en um 250 pöndur má finna í dýragörðum og á verndarsvæðum víða um heim. Þessi litli pönduhúnn kom í heiminn í dýragarðinum í Vín 23. ágúst síðastlið- inn. Ekki er enn hægt að greina hvers kyns hann er en hann vegur tveggja vikna gamall aðeins 200 grömm og er þó orðinn helmingi þyngri en hann var við fæðingu. Hann liggur ennþá í boxinu þar sem hann fæddist á meðan mamm- an hefur skroppið frá til að finna sér eitthvað að éta. Veröldin Í bráðri út- rýmingar- hættu Litli pandahúnninn liggur og bíður eftir mömmu sinni. Strax má greina svörtu skellurnar sem einkenna tegundina en enn er óljóst af hvoru kyninu hann er. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.