SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 22
af á mörkum þess að verða eins og kvikmyndatónlist frá Hollywood, allt að því sykrað, en leiðist samt aldrei út í klisjur. Nema menn falli á þá gryfju að spila verkið þann- ig, en þá getur maður líka kúgast yfir því. Fyrir mér er þetta karlmannlegt verk, beitt og rytmískt, og næstum því hart. Það þarf reisn til að vega upp á móti Hollywood- lýrikinni. Svo heyrist seiður djöfulsins undir niðri. Þetta er afar leikhúsvænt, 24 tilbrigði við sama stef, hvert og eitt afmarkað, og maður gæti hæglega séð fyrir sér stutta leikþætti eða dansþætti við þau.“ – Svo er kemur önnur sólóplata þín út í lok nóvember? „Hún verður tekin upp í október. Ég ætla að loka mig af í Stokkalæk, þar er ekkert farsímasamband, og undirbúa upptökurnar sem fara fram í Gewandhaus-tónlistarhús- inu í Leipzig. Ég mun spila tónlist eftir Chopin og Bach, meðal annars partítur númer 2 og 5 eftir Bach og 24 pre- lúdíur Chopins.“ – Það hlaut að vera Bach í Leipzig! „Nákvæmlega. Og ég held að Bach hafi verið uppá- haldstónskáld Chopins. Þeir passa fullkomlega saman, þó að þeir séu ólíkir. Í Bach er þessi tæra lógík, sem sameinar það mennska og himneska, á meðan Chopin leikur sér að því að stöðva tímann og ganga á vatni. En á bak við allt flugið í Chopin er rosalega sterkur strúktúr og lógík, á sama hátt og allri lógík Bachs fylgir óheflað flug.“ – Hvers vegna gefurðu plöturnar út sjálfur? „Af því að landslagið er svo breytt í þessum geira. Ég hefði auðvitað getað gefið út hjá einhverjum fyrirtækjum og það hefði verið minni vinna. En þá hefði ég fengið minni hagnað af plötunni, sem ég vissi að myndi seljast, og haft minna um hana að segja. Ég vil að allt við plötuna kallist á, allt frá ljósmynd, leturgerð og texta, sem ég skrifa sjálfur, yfir í verkin og túlkunina á plötunni sjálfri. Þannig að upplifunin verði sterkari af því að eiga plötuna, en að hala henni niður. Ég hef trú á geislaplötunni sem heildarformi, en ekki sem niðurhali. Ef ég ætlaði að gefa út hjá fyrirtæki, þá þyrfti það að vera EMI eða DeutscheGramophone; ég hef engan áhuga á millistiginu, sem er hvorki með mikla útbreiðslu, óbundið listrænt frelsi né skilar góðum tekjum. Annars hef ég bara haft lífsviðurværi af spilamennsku í tvö ár og mér líður eins og ég sé að leika mér í vinnunni. Ég hef gaman af því að taka upp og var ánægður með fyrri diskinn. Þó að það væri mikil vinna og ekki hátt tíma- kaup, þá hafa mörg skemmtileg verkefni skapast af því einu að senda diskinn eitthvað út í heim.“ Með Ashkenazy í Hörpu – Svo er það Carnegie Hall í byrjun desember? „Það verða tónleikar með Denis Bouriakov. Það er strákur sem ég kynntist fyrir tveimur árum þegar hann kom til Íslands og við spiluðum saman á tvennum tón- leikum. Hann er fyrsta flauta hjá Metropolitan-óperunni á móti Stefáni Rögnvaldi Höskuldssyni, sem er mikil dúndurstaða. Eftir það vinn ég með Martin Fröst, sem var staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands í fyrra. Þá unnum við saman og hann er sá tónlistarmaður sem ég lít einna mest upp til – svona listamaður sem brýtur múra án þess að taka eftir því. Við ætlum að taka fyrir skandínav- íska og íslenska þjóðlagatónlist.“ – Af hverju er ungur maður eins og þú að sækja alla leið aftur í gömlu þjóðlögin? „Þetta eru þjóðlög sem hafa lifað það af að vera sungin af kynslóð eftir kynslóð í árhundruð og aðeins verið til í munnlegri geymd. Þá hefur síast út svo mikið af lögum og aðeins kjarninn situr eftir, allra bestu þjóðlögin. Ég veit ekki af hverju þau orka svona sterkt á mig. Þá á ég ekki við krúttlegu þjóðlögin, heldur þau dimmu, sem fanga óhugnað. Frægasta dæmið um það er Móðir mín í kví, kví. En það eru til enn skrítnari og sérstæðari þjóðlög. Þarna er ég að fara að vinna með sænskum þjóðlagamúsíköntum, flestir þeirra lesa ekki einu sinni nótur, og ég veit ekkert hvað kemur út úr því. Ég hef langminnsta reynslu af því að impróvísera, því ég hef unnið meira í klassísku sam- hengi. En við verðum með tónleika á vetrarhátíð í Döl- unum í Svíþjóð, þar sem Fröst er listrænn stjórnandi. Þar verður líka flutt tónlist Björk og Ennio Morricone, sem nýverið fengu Pólar-verðlaunin.“ Nú er hann kominn á flug. „Svo er það Harpa. Ég er að vinna með Ashkenazy að upphafstónleikunum þar. Það er mjög spennandi, hann var átrúnaðargoð mitt í æsku og ég lít mikið upp til hans.“ Hann þagnar. „En ég veit ekki hvort ég má segja frá því!“ En hann stenst ekki mátið. „Það er til dæmis verkefni sem er tilkomið fyrir tilstilli fyrstu sólóplöturinnar minnar. Vonandi á ég eftir að spila á fleiri tónleikum með honum. Draumurinn er að taka upp með honum þriðja píanókonsert Rachmaninoffs. Ég á þrjár eða fjórar slíkar upptökur með honum og hann hef- ur unnið með þetta verk meira og minna allt sitt líf. Það er því margt skemmtilegt á döfinni. Ég elska tarnavinnu, en svo er líka gott að taka sér frí frá erlinum í þrjár til fjórar vikur í senn.“ – Gerirðu svolítið af því? „Ég uppgötvaði það eiginlega í sumar. Það frestaðist risaverkefni sem ég hafði lagt drög að, tökur á sjónvarps- þáttaröð um tónlist, að minnsta kosti tíu þáttum. Ég lít á það sem hluta af skilgreiningu á listamanni 21. aldarinnar, ef hann er ekki þeim mun feimnari, að nýta fjölmiðla í listsköpun sinni. Í þeim efnum horfi ég til dæmis til Leonards Bernsteins, sem gerði þætti í Banda- ríkjunum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og breytti viðhorfi heillar kynslóðar. Þættirnir duttu upp fyrir, en verða vonandi teknir upp næsta sumar. Ég sat því uppi verkefnalaus í þrjá mánuði, hafði tekið þennan tíma algjörlega frá, og það er það besta sem ég hef lent í. Allt í einu uppgötvaði ég að ég hef alltaf verið að undirbúa næsta viðburð, oft eitthvað sem aðrir hafa ákveðið fyrir mann; ég er eins og leikari sem gengur í hlutverkið og nær valdi á því. En allt í einu var ég farinn að hlusta á tónlist sem kom óvænt til mín og spila ólíklegustu verk án þess að hafa hugmynd um af hverju. Ef ég hef efni á því að vera aftur atvinnulaus, ætla ég að endurtaka leikinn næsta sumar. Eftir slíka hvíld, er líka skemmtilegra að byrja aft- ur að spila á tónleikum.“ – En þú býrð ytra? „Ég er mest í Oxford og bý þar. Halla Oddný [Magn- úsdóttir], kærastan mín, er að læra fag sem nefnist mann- vísindi eða „human sciences“, en það er hannað af Oxford með það lítilláta markmið að takast á við vandamálin sem mannkynið býr við á 21. öldinni. Hún er búin með tvö ár og á eitt ár eftir. Nú er hún á Þjóðarbókhlöðunni að skrifa lokaritgerð, held hún sé að velja á milli lyga og kossa. Þegar ég kem til Íslands fer ég helst beint í Selið á Stokka- læk, án þess að láta neinn vita af því. Maður vinnur á þreföldum hraða þar.“ – Finnst þér þægilegt að vera einn? „Já, það á vel við mig. Mér finnst reyndar best að vera með Höllu, en svo er líka gott að vera út af fyrir sig, sér- staklega ef maður hefur góðar bækur og kvikmyndir í far- teskinu, eitthvað til að vega upp á móti tónlistinni. Ég er auðvitað einn allan daginn í vinnunni og elska það.“ – Hvernig myndir horfirðu á? „Mest evrópskar myndir, 30 til 40 ára gamlar. Þessa dagana eru það ítölsku leikstjórarnir Fellini og Antonioni. Annars er Ingmar Bergmann í mestu uppáhaldi. Hann tekur alltaf fyrir afmarkaðan þátt í mannlegum sam- skiptum, gerir það að heilli kvikmynd og kemst upp með það. Það eru einhverjar hræringar í myndinni, sem gleypa mann. Mér finnst spennandi að sjá hvernig kvikmyndir eru byggðar upp, skoða kvikmyndaformið sem slíkt, eins og það er í alvöru kvikmyndum, sem eru alltof fágætar. Ég geri meira af því að horfa á kvikmyndir en hlusta á tónlist eða lesa og væri alveg til í að læra meira í þeim fræðum, ekki til að verða kvikmyndagerðarmaður, held- ur til að fræðast um hvernig maður býr til framvindu í þessu formi. Ég las viðtal sem tekið var við Tarkovsky árið 1986, skömmu áður en hann dó, þar sem hann lýsti því hvernig landslagið hefði breyst á tíu árum. Ekki væri lengur hægt að gera mynd, án þess að það miðaðist við takmarkaða athyglisgetu fólks. Antonioni og slíkir snill- ingar þurfi hinsvegar tíma til að segja sögu. Bergman tók í sama streng í viðtali sem ég las við hann á Netinu í Playboy af öllum blöðum frá árinu 1964. Þá voru þessar myrku og skrítnu myndir hans á meðal aðsóknarmestu mynda í Bandaríkjunum.“ Þá vilja allir heyra póesíu – En þú kafar líka inn á við í einverunni? „Já, þegar ég spila á tónleikum og æfi tónlist, þá er það líkamleg vinna. Ég er alltaf að leita leiða til að spila enn betur á píanóið, komast á næsta þrep, en á sama tíma þarf ég að hafa yfirsýn og átta mig á því hvar ég stend. Þetta er eins og að fara 50 metra upp í loftið og skoða sjálfan sig úr fjarlægð. Það getur verið erfitt að finna jafnvægið á milli þess að vera tónlistarmaður og íþróttamaður. Maður þarf að vera í toppþjálfun, hafa vald á öllum þessum hreyf- ingum, en um leið að vera algjörlega yfir það hafinn. Þeg- ar ég stíg á svið hefur enginn áhuga á því hvernig ég hugsa um fingurna á mér eða hvernig ég sit. Þá vilja allir heyra póesíu, fá innsýn í sálarlíf skáldsins. Þetta er nokkuð sem ég glími stöðugt við, að æfa mig mikið teknískt, til að geta gjörsamlega gleymt þeirri hlið á tónleikum. Þetta getur verið erfitt hjónaband. En ef ég hef ekki teknísku hliðina í undirmeðvitundinni, þá hef ég miklu minni möguleika á að komast á flug á sviðinu.“ – Lyftirðu þá í tækjasal? „Upp að vissu marki. Það er mikilvægt að fara í ræktina og gera æfingar. En ég er með rosalega fínstillta vöðva, ekki hendur lyftingakappa. Og ég fer aldrei í bekkpressu. Ég lyfti á öðrum forsendum – það er til að hafa úthald í fínhreyfingarnar.“ – Sambúðin við tónlistina getur verið ströng? ’ Hendurnar eru svo mikið atvinnutæki. Ég er alltaf að hugsa um það, að passa upp á hendurnar, hvort sem það er meðvitað eða ekki. Ég hef dottið niður stiga án þess að bera þær fyrir mig.“ 22 5. september 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.