SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 42
42 5. september 2010 B andaríkjamenn hafa sannarlega verið fundvísir á efni í afþrey- ingarmyndir sínar og gert þær að risavöxnum iðnaði sem er ein traustasta útflutningsvara þjóðarinnar á meðan önnur geldur afhroð. Nú er annað upp á teningnum; The American, sem leikstýrt er af Anton Corbijn, er sögð ná fjarska vel evrópsku andrúmi, gerist á meginlandinu með fjölda evrópskra leik- ara og er ætlað að ná sérstaklega til Evr- ópubúa. Þar skilur á milli The American og hinnar almennu bandarísku afþrey- ingar. Vissulega fer ein glæstasta Holly- woodstjarnan, sjálfur George Clooney, með aðalhlutverkið, en leikarinn, sem nýtur alheimsvinsælda, er þekktur fyrir að velja sér hlutverk á öðrum forsendum en kollegar hans flestir. Hugsar fyrst og fremst um gæði hlutverkanna, ekki gróðamöguleikana. Svo mikið er víst að hann er einn fárra toppleikara sem hefðu tekið aðalhlutverkið í mynd Hollendings sem er kunnastur fyrir hljómleikamyndir (Metallica, Depeche Mode o.fl.) og tekið sér stöðu í miðjum hópi lítt þekktra meg- inlandsleikara og -kvikmyndagerð- armanna. Fyrstu atriðin í The American innihalda – líkt og bókin – knappar samræður. Þau gerast í tómlegri, snævi þakinni Svíþjóð, þar sem Jack (Clooney) er í fjallgöngu ásamt Ingrid (Björklund), en samband þeirra er ekki kynnt nánar. Byssukúla leyniskyttu klýfur frostkalt loftið og næstu mínútur verða áhorfendur að spyrja sig veigamikilla spurninga. Hver er Jack (sem gæti heitið Edward)? Hver er ástæðan fyrir því að einhver vill koma honum fyrir kattarnef? Því bregst hann eins við og hann gerir, einkum hvað varð- ar stúlkuna, sem hann yfirgefur? Fæstar kvikmyndir frá stóru kvik- myndaverunum vestra láta áhorfendur vera að velkjast í vafa um slíkt, en The American skilur fúslega eftir margar ósvaraðar spurningar, m.a. gleggri upp- lýsingar um hvað er í gangi á upphafs- mínútunum, hvað er skilið eftir ósvarað og ósagt. Myndin er lauslega byggð á bók- inni A Very Private Gentleman eftir Mart- in Botth sem kom út 1991. Hún var frum- sýnd í vikunni og er áberandi frávik frá „norminu“: Bandarísk framleiðsla sem lítur út fyrir að vera evrópskari en villan hans Clooneys á Ítalíu. Corbijn hefur sagt að hann gruni að mörgum þyki The American hæggeng. Control, sem hann lauk við 2007, hlaut góða dóma, en hún var sjálfsævisöguleg, byggð á lífshlaupi Ians Curtis, söngvara breska pönkbandsins Joy Division, sem framdi sjálfsmorð 1980. Hann telur að alltof miklar upplýsingar komi iðulega fram í kvikmyndum samtímans. Svo sé ekki um persónu George, en þær nægi til að fylgja eftir hamskiptunum sem hann er að reyna að framkvæma. Eins og í bókinni er Jack völundur í höndunum, en það sem hann er að bauka við á verkstæðinu eru ekki handsmíðaðar fiðlur eða gauksklukkur, heldur öflug vopn, sérsmíðuð fyrir launmorðingja og álíka geðuga viðskiptavini. Jack hefur mátulegar siðferðilegar áhyggjur af smíð- um sínum, þær eru vinnan hans og hann er fær á sínu sviði. Líkt og flestir með vafasama fortíð lætur Jack lítið fara fyrir sér og er sífellt á verði. Þegar myndin hefst er hann að losa sig við síðasta veiðiriffilinn sem hann hefur smíðað fyrir kvenkyns viðskiptavin, skyttu að nafni Mathilde (Thekla Reuten). Hann heldur til miðaldabæjar í Abruzzo til að losa sig við þá sem eru á hælum hans, og ljúka við smíðisgripinn. Gleðikona og prestur komast að leyndarmálum hans og reyna að létta á hans langþreyttu sál. The American er að miklu leyti saga um einfara, því skiptu kvikmyndagerð- armennirnir um þjóðerni hans og fylltu myndina af evrópskum leikurum og tæknimönnum. Á hinn bóginn kemur fjármagnið frá bandaríska dreifingarað- ilanum Focus, sem lagði fram 20 milljónir dala í framleiðsluna. Jack er umhugað um að fara að hægja á sér. En getur hann breytt lífi sínu? Á að gefa honum tækifæri til þess? Er hægt að skella byssunni í slíðrið og hætta? Það eru spurningarnar bak við myndina. Corbijn lítur á myndina eins og vestra; siðferðilega sögu af góðu gegn illu. Ein- hver hefur gert öðrum rangt til og vill flýja af hólmi en fortíðin eltir hann uppi. Clooney, sem kemur fyrir augu bíógesta að ári í The Descendants eftir Alexander Payne (Sideways), hafði áhyggjur af því hvernig myndin ætti að enda og valdi óvenjulegan kost. Þetta er ekki mynd sem má líkja við Ocean’s Eleven. Uppbygg- ingin og tónninn er evrópskur inn að beini. 70 milljón dala mynd er einnig fjarri því að teljast „listræn“. Clooney hefur gefið upp hvers vegna hann valdi og hvað hann vildi sjá í The American. Ætlunin var að gera mynd í anda erlendra mynda áttunda áratugarins sem hafa haft svo sterk ítök í huga leik- stjóra í dag. Halda kostnaðinum niðri og hafa áhrif kvikmyndaversins sem allra minnst. Svo er að bíða og sjá hvernig til tekst. George Clooney er þekktur fyrir að velja sér hlutverk á öðrum forsendum en flestir kollegar. Gráhærður gæðadrengur Þar kom að því: Bandaríkjamenn gera mynd markvisst fyrir Evrópubúa. Þessa dagana er ver- ið að frumsýna The American, með George Cloo- ney. Efnis- og útlitslega höfðar hún meira til íbúa gamla heimsins en við eigum von á úr vesturátt. Sæbjörn Valdumarsson saebjorn@heimsnet.is Leikstjóri: J. Lee Thompson. Að- alleikarar: Tony Curtis, Yul Brynner, Sam Wanamaker, Christine Kauf- mann, Brad Dexter. 122 mín. Bandaríkin/Júgóslavía 1962. TIL að byrja með er gott að hafa í huga að myndirnar sem teknar eru til umfjöllunar í þess- um dálki þurfa ekkert endilega að vera háklassískar frá kvik- myndasögulegu sjónarmiði. Hér er einnig pláss fyrir verk sem af einhverjum ástæðum eru mér einkar minnisstæð, jafnvel hjart- fólgin eins og það sem nú verður rifjað upp og liggja ástæðurnar í augum uppi! Taras Bulba er flestum gleymd, stórmynd um átök milli Pólverja og kósakka á 17. öld. Upphafið má rekja til þess er kósakkar gengu í lið með pólskum herjum til að stöðva innrás Tyrkja í Evr- ópu. Pólverjar hugðust innleiða kósakka í ríki sitt í framhaldinu en mættu yfirgnæfandi mótstöðu undir forystu kósakkahöfðingjans Taras Bulba. Árin líða, Taras eignast soninn Andre (Curtis), sem hann sendir í nám við há- skólann í Kænugarði. Þar kynnist hann Natalíu (Kaufmann), dóttur pólska landstjórans, og ástir þeirra eru fyrirfram dauðadæmd- ar. Kaufmann var (og er) stór- glæsileg, jafnvel svo að undirrit- aður var gjörsamlega friðlaus í sínum 17 ára kroppi fyrr en hann hafði lagt heiður sinn að veði og rænt plakati með henni úr út- stillingunni þar sem hann sá myndina. Það var í fimbulkulda í Helsinki í Finnlandi, ég man ekki hvort ég skalf meira af hræðslu eða kulda meðan á gripdeildinni stóð. Plakatinu hef ég glatað en athöfnin lifir þótt ástin sé kuln- uð. Myndin er epísk stórmynd, einföld en mögnuð, byggð á sögu Gogols. Hástemmd, harmræn og gott dæmi um slíkar myndir, sem eru löngu úr sögunni. Það er af Curtis og Kaufmann að segja að hann hafði betur en undirritaður; þau giftust og eignuðust tvö börn. Þá sneri hún aftur til Aust- urríkis og er enn þann dag í dag geysivinsæl leikkona á meðal þýskumælandi þjóða. saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndaklassík: Taras Bulba Ástarharmar í austri Taras Bulba er flestum gleymd. Sunnudagur 5. sept. 2010 kl. 21.00 Leikstjóri: David Lynch. Leikarar: John Hurt, Ant- hony Hopkins, Anne Banc- roft, John Gielgud. 124 mín. Bandaríkin 1980. Áhrifamikil bíómynd um einstakt lífshlaup Johns Merricks (John Hurt), sem kallaður var Fílamaðurinn vegna hryllilegs vanskapn- aðar. Þar sem fólk hélt að færi skrímsli bjó undir við- kvæm, falleg sál og heið- ursmaður, sem Hurt tekst að lýsa á ógleymanlegan hátt í erfiðu hlutverki undir hrikalegu og fyrir- ferðarmiklu gervi. Hopkins fer mikinn sem hjálparhella Fíla- mannsins og kemur honum úr eymd viðundurs fjölleikahúsa í álit og eftirlæti góðborgaranna. Sérlega vel tekin í svart/hvítu, af Freddie Francis sem færir okkur listilega inn í dimma og drungalega London aldamótaáranna 1900. Myrk, áhrifarík og ógleymanleg, þökk sé ásækinni leikstjórn Lynch, leik, förðun, búningum og handriti, allt ósvikið afbragð.  Mynd helgarinnar á skjánum Fílamaðurinn – The Elephant Man Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.