SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 17
5. september 2010 17 boðskap verði tekið í kosningabaráttu. „Og mér er sama,“ segir hún. „Ég held að nú sé sögulegt augnablik og við höfum algerlega vanmetið greind fólks og vænt- ingar. Ég held að trúin á að hagvöxturinn muni snúa aftur og leysa allan vanda og heimurinn verði það sem hann var á átt- unda áratugnum fái ekki staðist og við þurfum að vakna og skilja að við höfum ekki haft neinn raunverulegan hagvöxt í 30 ár og hann kemur ekki aftur og mun ekki leysa öll vandamálin. Við verðum að leysa vandamálin með því, sem við höf- um nú á milli handanna, með því sem ríkið hefur, og við verðum að skapa meiri jöfnuð í samfélaginu. Ég er ekki að tala um áætlunarbúskap í hagkerfinu, ég held að við getum haldið okkur við markaðs- öflin, en við þurfum að setja þeim reglur og það gengur ekki að einn maður geti verið með þúsundfaldar tekjur venjulegs manns.“ Joly gerir sér grein fyrir því að það er erfitt að koma þessu í verk. „Í Evrópu höfum við reynt að setja fjármálamörk- uðum reglur,“ segir hún. „Við höfum samið þrotlaust, en til að breyta banka- reglum þarf samkomulag milli þingsins og ríkjanna. Þingið er íhaldssamt, en var þó mun hlynntara reglusetningu en rík- in. Við munum gera málamiðlun og um það snýst þingmennskan. Reglurnar verða ekki það sem við vonuðumst til, en þokast þó í rétta átt. Sett verða mörk á kaupauka og það var mjög erfitt að koma því í gegn. Fólk þarf að gera sér grein fyr- ir því að þetta sé hægt, að það sé hægt að búa saman með öðrum hætti. Fólk þarf að átta sig á að fjármálaiðnaðurinn – og þetta er eitt af því sem má læra af banka- hruninu hér – er geggjuð vél, sem var ekki smíðuð í þeim tilgangi að þjóna fólki eða hinu raunverulega hagkerfi, hann er eins og risastórt spilavíti þar sem eru örfáir sigurvegarar.“ Joly telur að kaupaukar séu eitt sjúk- dómseinkennið. „Það er ekkert vit í þeim,“ segir hún. „Það eru svo margar geggjaðar bókhaldsleiðir. Bókhaldi bank- anna er ekki treystandi. Oft er hagnaður- inn ýktur þannig að hann eykst eftir því sem verr gengur og stjórnendurnir fá bónusa í samræmi við það. Í nýju regl- unum er gert ráð fyrir því að bónusar verði ekki greiddir fyrr en lengra er liðið frá viðskiptunum og reynsla komin á þau og það er skref fram á við, en ég skil ekki hvers vegna á að borga bónusa. Menn virðast halda að þetta sé einhver galdur, að þeir eigi sameiginlega hagsmuni með almennum hluthöfum, en hvað þurfum við mörg dæmi til að sýna að þetta er ekki satt og felur meira að segja í sér hvata til afbrota. Og af hverju í ósköp- unum eiga einstaklingar, sem hafa farið á tveggja vikna námskeið um verðbréf og geta talið það eitt sér til tekna að geta keyrt flókin tölvuforrit, rétt á þessum yf- irgengilegu launum miðað við fólk, sem er að gera eitthvað í þágu sameiginlegrar framtíðar okkar, finna lækningu við sjúkdómum eða þróa ný lyf. Það er okkar að ákveða þetta og ég trúi ekki að pen- ingar séu eini hvati fólks.“ Þjóðfélaginu ekki breytt á einum degi Joly segir að gera þurfi breytingar, en þjóðfélaginu verði ekki breytt á einum degi, hvort sem um er að ræða notkun kjarnorku eða fjármálakerfið. „Það er aðeins hægt að breyta skref fyrir skref, en það verður að vera mark- mið við sjóndeildarhringinn,“ segir hún. „Ég held líka að undirliggjandi sé gamla nýlendukerfið. Auður Evrópu varð til með því að arðræna þriðja heiminn. Okkur finnst kannski óþægilegt að við- urkenna það, en svona er það. Við feng- um ókeypis mannafla í gegnum þræla- haldið, á því grundvallaðist auður Englendinga, Frakka, Portúgala og Spán- verja.“ Joly var meðal þeirra, sem skrifuðu undir áskorun til franskra stjórnvalda um að endurgreiða 17 milljarða evra, sem Haítí þurfti að greiða Frökkum í skaða- bætur fyrir sjálfstæði sitt. Gömul nýlenduhugsun „Við þurfum að taka þetta alvarlega,“ segir hún. „Þetta kallast á við gamla sýn á heiminn þar sem við vorum hvítu drottnararnir og ræddum í alvöru hvort indíánar væru með sál, þetta var graf- alvarleg guðfræðileg deila og á endanum komust menn að þeirri niðurstöðu með eins atkvæðis meirihluta að þeir hefðu sál. Þetta er úrelt sýn á heiminn, en það eimir enn eftir af henni í Frakklandi þeg- ar sagt er að ég geti ekki farið í forseta- framboð vegna þess að ég sé ekki fædd þar, þeirri sýn að sumir séu fæddir til að drottna yfir öðrum.“ Joly segir að eftir að nýlendustefnan leið undir lok hafi gömlu nýlenduveldin fundið aðrar leiðir til að arðræna auð- lindir þriðja heimsins. „Þetta á við um fjölþjóðlegu fyrirtækin og fjármálakerfið,“ segir hún. „Aðferðin er sú að borga ekki sanngjarnt verð fyrir auðlindirnar, en í þetta sinn er sagt að ekkert sé hægt að gera í málinu, ef við komum ekki og tæmum hjá þeim höfin komi Kínverjar og geri það þannig að við getum alveg eins gert það. Svona er hugsunarhátturinn. Þetta hefur getið af sér þá hugmynd að við eigum heimtingu á að vera rík og drottna yfir heiminum.“ Joly tekur hafið undan vesturströnd Afríku sem dæmi. „Ég reyndi í sjáv- arútvegsnefnd Evrópuþingsins að tala fyrir því að við ættum að leggja áherslu á þróunarþáttinn og stunda sjálfbærar veiðar,“ segir hún. „Þá taka til máls bál- reiðir spænskir sjómenn og tala um sínar áhyggjur. Það er mjög erfitt að hafa hnattræna sýn, en ég veit að ef við áttum okkur ekki á því að við þurfum heim með meira réttlæti, í hverju landi fyrir sig en einnig milli norðurs og suðurs, munum við ekki geta lifað í friði um langan aldur. Þetta er forsendan fyrir því að koma á friði í heiminum.“ Joly segir að með sama hætti sé hægt að tala um umhverfisskuld: „Ef við höldum áfram að draga niðurstöður vísinda- manna í efa verður heimurinn líkur því, sem við höfum orðið vitni að í sumar: flóð í Pakistan þar sem fimmtungur landsins er undir vatni og tuttugu millj- ónir manna hafa misst lífsviðurværi sitt, gróðureldar í Rússlandi og þurrkar á Sa- hel-svæðinu í Afríku. Í Evrópu höfum við gefið 70 milljónir evra og þegar framlögin til Haítí er lögð saman við eru engir pen- ingar eftir. Við erum komin að mörkum hins alþjóðlega samstöðukerfis. Þessir viðburðir eru enn undantekn- ingar, en það mun breytast. Hvernig eig- um við að byggja upp heiminn þegar ekki er hægt að ganga að uppskeru næsta árs vísri. Fyrir mér er þetta augljóst, margt þarf að breytast og það er orðið áliðið. Það væri þó of dramatískt að segja að klukkuna vantaði fimm mínútur í mið- nætti. Við teljum ekki að fólk eigi að fara í kalda sturtu í dimmu herbergi. Fólk á að fara í heitt og gott bað í upphituðu her- bergi, en við teljum að fólk eigi að gera eins og á Íslandi og nota endurnýjanlegar auðlindir. Það gerum við ekki í Frakk- landi þótt við séum með svæði þar sem er mikið sólskin.“ Joly segir að Íslendingar eigi við sömu vandamál að glíma og aðrir. „En þið eruð í betri upphafsstöðu. Ísland er lýðræð- isríki, hér býr menntað fólk og þið eruð fá. Þið getið gert ykkur dásamlegt og gagnsætt lýðræðissamfélag og ef ykkur tækist það yrði það ekki bara gott fyrir Ísland heldur allan heiminn.“ Joly er hrifin af hugmyndinni um að Ísland verði griðastaður alþjóðlegrar fjöl- miðlunar. „Mörg mikilvæg skjöl fá ekki lýðræðislega skoðun, en fengju aldrei samþykki almennings ef hann vissi af þeim. Þetta yrði upplýsingaveita fyrir al- menning og ekki yrði hægt að fjarlægja efnið. Griðastaðurinn myndi ekki veita uppljóstrurum skjól, en það er ekki hægt að leysa öll vandamál í einu og ég held að þetta frumkvæði og samþykkt Alþingis á ályktuninni sé mjög mikilvæg fyrir mál- frelsið.“ Hugrekkið og skjólið í fjöldanum Joly eru einstaklingar, sem rísa gegn valdinu, hugleiknir og hún hefur skrifað bók, sem kom út á íslensku fyrir jólin undir heitinu Hversdagshetjur. „Venjulegt fólk, sem tekur órétti ekki þegjandi, er svo mikilvægt. Við þurfum lög til að vernda uppljóstrara, en ekkert kemur í stað hugrekkis einstaklinganna og að þeir láti sig hlutina varða. Í okkar samfélagi eru þessir eiginleikar ekki lengur metnir að verðleikum. Þetta teng- ist öðru vandamáli í menningu okkar, sem snýst um að tilheyra fjöldanum. Eli- as Canetti hefur útfært þessa hugsun um að það að tilheyra hópi fær einstaklinga til að líða vel og finnast að þeir þurfi ekki að taka ábyrgð. Það hefur verið grafið undan einstaklingsábyrgðinni og við þurfum að snúa aftur til hugrekkisins, hafa sýn á framtíðina og eitthvað til að trúa á.“ Joly segir að það sé misskilningur að halda að smæð einstaklingsins útiloki að hann geti haft áhrif. Bók sín sýni að það sé ekki satt. „Og ég trúi því að hægt sé að breyta hlutum og það geti smitað út frá sér. Ég hef fundið það á fundum græningja í Frakklandi. Þúsundir manna koma og maður finnur og vonar að hægt sé að vekja meiri vonir. Ekki er vanþörf á, við höfum aldrei verið ríkari en í dag, en þessi tilfinning óréttlætis og einangrunar gerir fólk mjög óhamingjusamt. Mik- ilvægi einstaklingsins hefur aldrei verið meira.“ Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Allir velkomnir Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn og þriðjudaginn 6. og 7. september, kl. 18 báða dagana í Galleríi Fold, við Rauðarárstíg Jón Engilberts Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: í dag sunnud. 12–17, mánud. 10–17 (öll verk) þriðjud. kl. 10–17 (verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listamannaspjall í dag 14–16 Hjalti Parelius Síðasta sýningarhelgi Þeir sem eru í hárri stöðu í samfélaginu og eiga peninga eru ekki vanir að þurfa að svara spurningum. Þeir eru með góða lögfræðinga sem kunna öll brögðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.