SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 15
5. september 2010 15 Joly gagnrýndi brottflutning sígaun- anna harðlega og sagði að hann bæri vitni kynþáttafordómum á vegum ríkisins. „Ég notaði þau orð og var á undan Sameinuðu þjóðunum og katólsku kirkj- unni, sem notuðu svipað orðalag,“ segir hún. „En þessar aðgerðir voru einnig ólöglegar og stönguðust á við tilskipanir Evrópusambandsins um ferðafrelsi fólks. Þetta er leið til að höfða til verstu til- hneiginga fólks. Sumir hugsa þegar þeir sjá fólk betla að þeir vilji ekki þurfa að hafa það fyrir augunum. Ef hægt væri að láta þetta fólk hverfa yrði heimurinn betri. Raunveruleikinn er sá að við höf- um ekki fundið lausn á innflytj- endavandanum í Evrópu og innflytj- endur skipta milljónum.“ Ómennskt og stangast á við lög Joly segir að flökkulíf sígaunanna sé ekki í takti við kyrrsetusamfélög samtímans í Evrópu. „Við tókum ákvörðun og ætlum í næstu viku að leggja ályktun fyrir Evr- ópuþingið í Strasbourg, sem ég vona að fái meirihluta, þess efnis að tekið verði á málefnum innflytjenda, ekki bara sí- gauna, því að þeir eru evrópskir rík- isborgarar og eiga rétt á heilbrigðisþjón- ustu og menntun. Það er skylda okkar að tryggja að börnin þeirra geti gengið í skóla. Kannski verður það gert með því að fá þeim kennara, sem getur ferðast með þeim, ég veit það ekki. En þetta verður ekki leyst í hverju þjóðríki fyrir E va Joly er komin í forseta- framboð. Árið 2012 ætlar hún að bjóða Nicolas Sarkozy, for- seta Frakklands, byrginn undir merkjum nýs stjórnmálaafls, sem heitir Europe Ecologie og leggur áherslu á um- hverfismál án þess að geta kallast hefð- bundinn græningjaflokkur. Joly segir að hugmyndafræðilegur grunnur framboðs hennar verði margþættur og áhersla verði lögð á umhverfismálin. „Við teljum að það sem Europe Ecolo- gie hefur fram að færa, sé það sem fólk þurfi og vilji,“ segir hún. „Þetta getur orðið til að breyta lífi fólks, gefa athöfn- um einstaklinga merkingu og þá tilfinn- ingu að vinna í þágu framtíðarinnar, fyr- ir barnabörnin, að stöðva eyðingu umhverfisins með því að breyta venjum okkar, til dæmis einangra húsin okkar betur og fara betur með orkuna. Við verðum að búa okkur undir það að auð- lindirnar þverri og breyta neyslunni. Þessum skilaboðum mun ég koma á framfæri.“ Út með kjarnorkuna Joly bendir á að Frakkar hafi gengið þjóða lengst í Evrópu í að nota kjarnorku til að framleiða rafmagn. „80% af raforkunni okkar koma frá kjarnorkuverum,“ segir hún. „Við viljum hætta að nota kjarnorku til að framleiða rafmagn, en munum gera það með skyn- samlegum og yfirveguðum hætti. Það verður ekki gert með því að skrúfa fyrir daginn eftir kosningar. Við munum byrja á að fjárfesta í sólarorku, vindmyllum og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum. Í Frakklandi hefur fjárfesting í kjarnorku tekið fé frá öðrum kostum. Í heiminum er kjarnorka aðeins notuð til að framleiða 2% af orkunni, sem er notuð. Jafnvel þótt við tvöfölduðum kjarnorkunotk- unina myndi það aðeins draga úr út- blæstri koltvísýrings um 5% og auk þess myndi þá ganga hratt á birgðirnar af úrani. Þannig að það er ekki lausn og er auk þess hættulegt vegna þess að við vit- um ekki hvernig á að fara með úrgang- inn. Þá er þetta dýr kostur. Í verðið á raf- magninu er ekki reiknaður kostnaðurinn við að reisa kjarnorkuverin og rífa þau. Við teljum að þetta sé gamaldags tækni í ætt við jarðefnaeldsneyti. Ég vil draga úr neyslunni og leita annarra kosta.“ Joly segir einnig að hún vilji að land- búnaður verði sjálfbær og maturinn framleiddur í grennd við heimili neyt- enda. „20% af útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda má rekja til viðskipta,“ segir hún og vísar þar til hinna gríðarlegu flutn- inga, sem eiga sér stað á varningi heims- horna á milli. „Það þýðir að ef við mynd- um hætta að borða vínber frá Argentínu í janúar myndum við spara. Þetta er nýr hugsunarháttur.“ Joly hefur áhyggjur af fjölbreytni í líf- ríkinu. „Allt í einu eru býflugur, sem frjóvga blóm, að hverfa. Við verðum að taka náttúruna með í reikninginn. Þetta er til marks um að við þurfum að breyta viðmiðunum, sem við notum til að mæla auðlegð. Kostnaðurinn við tortímingu býflugnanna er hvergi mældur í þjóð- arframleiðslunni. Hins vegar eru slys og útfarir jákvæðir þættir í þjóðarfram- leiðslunni. Þess vegna viljum við breyta því hvernig hún er mæld.“ Hvernig á að tryggja öllum hlutdeild? Næst víkur Joly að þjóðfélaginu sjálfu: „Við teljum einnig að við höfum búið til hræðilegt samfélag, auði er safnað á fáar hendur og stöðugt fleiri eru útilokaðir. Í Frakklandi eru fjórar og hálf milljón manna án atvinnu. Milljónir innflytj- enda, sem við sóttum á sjöunda áratugn- um, eru einangraðar. Þetta er annað stórmál: hvernig á að tryggja að enginn verði útilokaður frá þjóðfélaginu, að allir fái hlutdeild í því.“ Mál innflytjenda hafa klofið franskt samfélag. Komið hafa fram tillögur um að banna múslímskum konum að bera slæður og hart hefur verið deilt um ákvörðun stjórnar Sarkozys um að flytja sígauna úr landi. Spjótin beinast meira að segja að framboði Joly, sem fluttist til Frakklands frá Noregi á yngri árum. „Hægri öfgamenn hafa stigið fram og sagt: Hún getur ekki boðið sig fram til forseta vegna þess að hún er ekki með beina tengingu við franska jörð, við Frakkland. Þetta þýðir að skilningur ný- lendutímans á þjóðerni er enn við lýði, það eru fyrsta flokks ríkisborgarar og annars flokks. Ég held að í höfði núver- andi forseta séu hinir raunverulegu Frakkar hvítir, ungir, fallegir, klárir og svo framvegis. En heimurinn er ekki svona lengur. Við erum land margra kynþátta og menningarheima. Ef það á að reyna að afneita því komumst við ekki áfram.“ sig. Ísland, Noregur og Belgía geta ekki gert þetta hvert í sínu lagi. Það þarf að gerast innan Evrópu. Sá sem heimsækir búðir sígauna sér að þeir búa við skelfilega fátækt og að- stæður. Óbærilegt er að horfa upp á þeg- ar ruðst er á jarðýtum inn í búðir þeirra og vagnalestirnar eyðilagðar. Við verðum að byrja á að segja að reglurnar verði virtar, sem þýðir að hætta verður að fara í búðirnar og senda hópinn burt. Þess í stað á að taka fyrir mál hvers og eins og fara yfir það hvort viðkomandi hafi verið í landinu þrjá mánuði eða meira. Þeir, sem hafa verið lengur, verða að fara, en þeir, sem aðeins hafa verið í tvær vikur, fá að vera. Þetta er ómennskt og stangast á við lagalegar skuldbindingar í Evrópu. Ekki bætir úr skák þegar maður veit hvers vegna hann gerir þetta. Hvers vegna byrjaði Sarkozy þessa herferð? Vegna þess að hann hélt að það mundi auka vinsældir sínar og draga athyglina frá máli Liliane Bettencourt, erfingja L’Oreal, og ráðherrans Erics Woerth sem er hættulegt fyrir hann. Þetta finnst mér einnig óbærilegt. Svona viljum við ekki hafa stjórnmál.“ Sama dag og viðtalið fór fram kom í ljós að Woerth hafði þvert á yfirlýsingar um að hann hefði engin afskipti haft af málinu sent bréf til að þrýsta á að vinnu- veitandi konu hans yrði heiðraður af rík- inu. Sami maður stjórnar hluta af auð- æfum Bettencourt og því hafa komið fram ásakanir um hagsmunaárekstur. „Daglega komumst við að því að þeir ljúga upp í opið geðið á okkur og þetta er skelfilegt fyrir trúverðugleika stofnana okkar.“ Joly rekur annað spillingarmál, sem á sér lengri aðdraganda. „Flokkur Sarkozys, UMP, hefur und- irritað samkomulag við borgarstjóra Par- ísar um að hann greiði borginni 2,2 millj- ónir evra vegna tjónsins út af skálduðum störfum, sem Jacques Chirac veitti vin- um sínum þegar hann var við völd. Það er engin ástæða í heiminum til að þessi stjórnmálaflokkur borgi persónulegar skuldir Chiracs eða persónulegar skuldir eiginkvenna ráðherra, ráðherrasona eða annarra einstaklinga, sem Chirac vildi gera vel við. Þetta er ólöglegt og það er það ótrúlega: hvernig dirfast þeir að gera ólöglegt samkomulag. Stjórnmálaflokkar eða fyrirtæki þurfa að virða tilgang sinn. Það má ekki nota peninga félaganna til að Eva Joly ætlar að bjóða sig fram til forseta í Frakk- landi árið 2012. Verkefni hennar á Íslandi áttu ekki að vera til frambúðar og nú hillir undir lok þeirra, en hún er ánægð með gang rannsóknar sérstaks saksóknara á bankahruninu. Karl Blöndal kbl@mbl.is Þurfum að endur- heimta hugrekkið ’ Og ég trúi því að hægt sé að breyta hlutum og það geti smitað út frá sér. Ég hef fundið það á fundum græningja í Frakk- landi. Þúsundir manna koma og maður finnur og vonar að hægt sé að vekja meiri vonir. Ekki er vanþörf á, við höfum aldrei verið ríkari en í dag, en þessi til- finning óréttlætis og ein- angrunar gerir fólk mjög óhamingjusamt. Mikilvægi einstaklingsins hefur aldrei verið meira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.