SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 45
5. september 2010 45
Menningarstarf
í Kópavogi
�
��
�
��
�
��
��
�
��
�
�
���
�
�
�
�
�
Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til
verkefna/viðburða á sviði menningar og lista í Kópavogi.
Einstaklingar, félagasamtök og stofnanir geta sótt um styrki úr sjóðnum.
Styrkþegum ber að skila greinargerð um nýtingu styrks
eigi síðar en 6 mánuðum eftir úthlutun.
Umsóknum skal skilað á þar til gerðum umsóknareyðublöðum
fyrir 1. október nk., ásamt fylgiskjölum.
Eyðublöðin fást í Þjónustuveri Kópavogsbæjar, Fannborg 2,
og á heimasíðu Kópavogs, www.kopavogur.is
Lista- og menningaráð Kópavogs veitir styrki til verkefna/viðburða
í Kópavogi tvisvar á ári, í nóvember og maí en styrkir til félaga og
stofnana í formi rekstrarstyrkja eru veittir einu sinni á ári, í maí.
Umsóknum skal skilað til:
Lista- og menningarráð Kópavogs
Verkefna- og viðburðastyrkir
Fannborg 2
200 Kópvogi
Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri menningarmála,
Linda Udengård í síma 570- 1500 eða linda@kopavogur.is
F
átt er nokkuð betra en
íslenska lambakjötið.
Læri og hryggur með
Ora grænum, kart-
öflum og rabarbarasultu er með
því besta sem hægt er að bjóða
upp á,“ eins og vinur minn Villi
Naglbítur segir iðulega og ég er
honum svo sannarlega sam-
mála.
En nú finnst mér við hæfi þar
sem sláturtíðin er hafin og blá-
berjatíðin í blóma að gefa ykkur
uppskrift af fersku bláberja
lambalæri. Ég mæli með því að
þið eldið ferskt lamb sem ekki
hefur frosið á þessum árstíma og
svo náttúrlega að taka slátur
sem er fallegur þjóðlegur fjöl-
skyldusiður sem aftur er að
komast í tísku.
Sá siður, alveg eins og laufa-
brauðsbaksturinn, er okkur
gríðarlega verðmætur þar sem
hefðir og sérviska hverrar fjöl-
skyldu lærist á milli ættliða,
hugsanlega er það líka að gerast
í sultugerð sem er aftur að kom-
ast í tísku. Mér finnst lamba-
kjötið aldrei sóma sér betur en
með íslensku hráefni. Nú er lag
þar sem við höfum nýuppteknar
kartöflur, nýupptekið græn-
meti, bláberin og kryddjurt-
irnar.
Ofnbakað bláberja lambalæri með sætri sósu
Athugið að það tekur u.þ.b. 5 klukkustundir
að elda þennan rétt.
fyrir 4 til 8 manns
1 lambalæri af nýslátruðu, fituhreinsað
Marinering á lambalæri
200 g nýtínd bláber
½ dl góð ólífuolía
1 msk. sjávarsalt
2 msk. krydd edik u.þ.b. 4-5%
2 msk. hunang
Svartur pipar
Aðferð
Maukið saman berin, olíuna, edikið og hunangið smakkið til
með salti og pipar, hellið yfir lærið og geymið yfir nótt eða frá
morgni fram á kvöld í lokuðu íláti í kæli. Gott er að snúa því
nokkrum sinnum.
2 gulrætur
1 laukur
2 sellerýstilkar
1,5 l kalt vatn
100 g smjör
3 dl nýtínd bláber
1 dl maltöl
Komið lærinu fyrir á grind með ofnskúffu fyrir neðan og setjið
neðarlega í 120°C heitan ofninn, bakið í hálfa klukkustund.
Skerið lauk, gulrætur og selleri gróft niður. Setjið í skúffuna
undir lærinu og eldið með því í 30 mínútur en takið þá út og
setjið í pott, hellið vatninu yfir og látið suðuna koma hægt
upp. Geymið lærið á meðan, gott er að setja álfilmu yfir. Þegar
soðið fer að sjóða er gott að fleyta allri fitu og gruggi sem flýt-
ur upp á yfirborðið af strax, lækkið hitann undir soðinu og lát-
ið sjóða í hálfa klukkustund við vægan hita. Sigtið soðið í
gegnum fínt sigti, þvoið pottinn, setjið soðið aftur í hann
ásamt berjunum og maltölinu, látið sjóða í 15-20 mín
jafnið ef með þarf smakkið til með salti, pipar,
smjöri e.v.t. kjötkraft.
Hækkið hitann á ofninum í 175°C og bakið lærið í
15 mínútur áður en það er tekið út og látið
standa í 20 mín. áður en það er borið
fram með nýsoðnu kartöflusmælki
og soðnu eða pönnusteiktu nýju ís-
lensku grænmeti.
Gott
í grendinni
Friðrik V
Íslenska sauðkindin er ekki aðeins hugguleg skepna á velli, heldur þykir hún einnig ljúf undir tönn.
Siðir sem lærast
milli kynslóða
Golden North Hotel í Skagway í Alaska er einna þekktast fyrir draugagang
í herbergjum 14 og 23. Ung kona, sem starfsfólk hótelsins hefur nefnt
Mary, gisti þar fyrir mörgum áratugum og beið eftir eiginmanni sínum sem
var að grafa eftir gulli. Það fór lítið fyrir Mary og hafði hún hljótt um sig
enda mikið af misindismönnum í nágrenninu sem vildu eignast gull án
þess að þurfa að grafa eftir því.
Áður en eiginmaður Mary sneri aftur lést hún úr lungnabólgu og hefur
vofa hennar sést reglulega síðan í herbergi 23.
Yfirleitt hefur það verið starfsfólk hótelsins sem hefur séð hana vafra
um en einnig hefur hún sést horfa út um gluggann, væntanlega að bíða
eftir eiginmanninum. Sumir þeirra sem hafa gist í herbergi 23 á hótelinu
hafa kvartað undan því að þeim líði illa í herberginu, eins og þeir séu veik-
ir og það sé að fara að líða yfir þá. Aðrir hafa átt í erfiðleikum með að
anda, svipuð tilfinning og fólk með lungnabólgu kannast við, og jafnvel
vaknað upp um miðja nótt og liðið eins og þeir væru að kafna.
Þá er eitthvað undarlegt talið vera á seyði í herbergi 14. Margir hafa
séð þar undarlegan ljóshnött sem svífur um herbergið að nóttu til. Hvort
Mary hafi eitthvað með það að gera er ekki vitað.
Golden North Hotel Gestir þar hafa kvartað yfir draugnum Mary sem
bíður eftir eiginmanni sínum.
Draugagangur á
Golden North Hotel