SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 30
30 5. september 2010 F rétt Morgunblaðsins bar yfirskriftina „Endurskipulögð ríkisstjórn“. Þekkt er erlendis frá að þegar halla tekur undan fæti hjá starfandi ríkisstjórn er gjarnan reynt að gera á henni útlitsbreytingu og halda því fram að sú vítamínsprauta hafi gert hana heila heilsu. Það á þó oftast við þegar stjórn hefur setið óbreytt lengi og þreytu því mjög tekið að gæta. Núverandi ríkisstjórn hefur að- eins setið í rúmt ár en áður sat minnihluta- stjórn sömu flokka í fáeina mánuði. Og það hafði reyndar verið gerð breyting á henni þegar Ögmundur lét af störfum og Álfheiður tók sæti hans. Þannig að þreytumerkin hafa ein- kennilega fljótt sótt á þessa stjórn. Reyndar er ekki ofmælt að halda því fram að hún hafi allan sinn stutta feril haft skýr einkenni svokallaðrar síþreytu. Enda voru flokksformenn hennar fyrstu mánuðina í síbylju að tala um hve starf- samir þeir væru og hve verkefni þeirra væru mikilfengleg og þar fram eftir götunum. Létu þau einatt eins og aldrei áður hefði verið unnið í ríkisstjórn á Íslandi. Skrítið upplit Hafi þreytan verið meginástæðan fyrir breyt- ingunum sem gerðar voru var óneitanlega skrítið að taka út af þann ráðherrann sem skemmst hefur setið, svo knattspyrnumál sé notað. Og svo áfram sé stuðst við það mál og þekkta reynslu: Menn eru gjarnan teknir út af þegar þeir hafa fengið gula spjaldið frá dóm- aranum og ekki þykir hættandi á að leikmað- urinn nái sér í það rauða. Gylfi Magnússon var raunar kominn með rauða spjaldið og vitað var að litlar líkur voru á að hann stæði af sér til- lögu um vantraust á Alþingi. Af ýmsum ástæð- um, sem áður hafa verið ræddar, var honum sýnd sú mildi að fá að hanga inni á þessar fáu vikur til viðbótar, þótt illa haltur væri, svo ástæður hvarfs hans úr ráðherrastóli yrðu ekki eins augljósar. Árni Páll Árnason hefur þegar fengið svo mörg gul spjöld að varla sést í hann og samkvæmt knattspyrnureglunum væri hann kominn í sturtu fyrir langa löngu. Látið er nægja að veita honum skriflega áminningu um að hann sé ekki talinn valda hinu ofvaxna vel- ferðarráðuneyti sem sagt er að verið sé að stofna til. Kristján Möller er tekinn útaf líka, þótt hann hafi tiltölulega flekklausan feril, ekki síst í samanburði við þá sem nefndir voru hér að framan. Og augljóst er að hann hvorki nýtur virðingar né velvildar af hálfu formanns flokksins síns. Ella hefði hann fengið að gegna sinni stöðu að minnsta kosti fram yfir vígslu Héðinsfjarðarganga. Innkoma Ögmundar Flestir virðast telja að innkoma Ögmundar Jón- assonar muni styrkja ríkisstjórnina. Það er ekki fráleit ályktun en væntanlega af öðrum ástæð- um en þeim sem haldið er á lofti. Sagt er að með nýskipun hans sé búið að færa andófið úr opinberri umræðu þinghússins í leyndarsali gagnsæju ríkisstjórnarinnar. Ögmundur sé mýldur. Góðlátlega er sagt að villiköttur sé tekinn inn fyrir heimiliskött og var þá verið að vísa til Kristjáns Möllers annars vegar og ógætilegra ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur um samstarfsflokkinn hins vegar. En aðrar at- hugasemdir eru þó ekki svo góðlátlegar. Þing- menn Samfylkingar koma fram fleiri en einn og fleiri en tveir og lýsa því yfir að þeim sé það þvert um geð að Ögmundur Jónasson komi á ný inn í ríkisstjórnina. Og formaður Samfylk- ingarinnar lætur sig hafa að setja upp fyrir þá þingmenn leikþátt, sem á að gefa þá mynd að Ögmundur og Jón Bjarnason hafi verið svín- beygðir eða keyptir. Lýsingar Jóhönnu af þeim fundum, sem fólust í hinti og hálfkveðnum vís- um, áttu að ýta undir þetta. Og það vekur at- hygli að ráðherrarnir tveir láta auðmýkinguna yfir sig ganga. En þau útgjöld skiluðu engu. Þau dugðu ekki samfylkingarþingmönnunum. Þeir töluðu áfram niður til Ögmundar og gáfu skýrt til kynna að hann ætti ekki þeirra stuðn- ing vísan. Þeir þurftu ekki á þessu stigi að bæta í árásirnar á Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Því var þó komið ræki- lega á framfæri við fjölmiðlamenn að Jón færi um áramótin. Er þar með búið að gera þann ráðherra að andstuttri önd (lame duck). Það hefði verið lágmarksjafnræði í því að Stein- grímur J. hefði fengið yfirlýsingu um að Össur Skarphéðinsson myndi láta af ósmekklegum árásum á samráðherra sinn Jón Bjarnason. Misheppnuð lýtalækning Það er ekki margt sem bendir til að þessi til- raun ríkisstjórnarinnar til andlitslyftingar hafi heppnast vel. Sjálf aðgerðin var fremur klaufa- leg og ótrúverðug og lýsti ekki af þeirri festu sem iðulega hefur einkennt slíkar breytingar á síðustu áratugum. Það er þó ekki þýðing- armikið. Verra er að innri styrkur ríkisstjórn- arinnar virðist ekki hafa aukist við þessa að- gerð sem ekki var vanþörf á og augljóst er að á sama tíma hefur óánægja aukist innan baklands hennar en ekki minnkað. Steingrímur J. Sig- fússon kveður burtrekinn samráðherra sinn með yfirlýsingum um að sá fari með ósannindi og síðasta embættisverk hans er afturkallað með auðmýkjandi hætti. Hann gefur til kynna að Kristján Möller hafi vísvitandi rangtúlkað samþykki sitt og forsætisráðherra um aðstöðu fyrir hollenskt fyrirtæki sem vill vera hér með óvopnaðar herþotur til æfinga. Vinstri grænir Reykjavíkurbréf 03.09.10 Ríkisstjórnin endurræst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.