SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Page 27

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Page 27
5. september 2010 27 T ryggvi Gíslason tók við starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri 1972, 34 ára gamall, og gegndi því í 27 ár eða lengur en nokkur annar. Hann hefur að auki komið víða við og lét sér ekkert óviðkomandi sem blaðamaður, kennari, fréttamaður RÚV og fréttaritari útvarpsins í Noregi, kennari við Háskólann í Björgvin og deildarstjóri í menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Tryggvi sat í bæjarstjórn Akureyrar og var formaður framhaldsskóla- nefndar og skipulagsnefndar, í stjórn Amtsbókasafnsins og Fjórðungs- sjúkrahússins, fulltrúi í nefnd ríkisstjórnarinnar til að efla Akureyri sem miðstöð mennta og vísinda utan höfuðborgarinnar, í ráðgjafarnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um almenn menningarmál, í nefnd for- sætisráðherra um framtíðarkönnun, í stjórn Samtaka herstöðva- andstæðinga og Friðarsamtaka Íslands, formaður Hollvinasamtaka RÚV og stjórnar Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal frá upphafi 2003. Tryggvi fæddist á Bjargi í Norðfirði, yngstur sex barna Fannyjar Ingv- arsdóttur frá Ekru í Norðfirði og Gísla Kristjánssonar frá Sandhúsi í Mjóafirði, en ólst upp á Akureyri frá sjö ára aldri, stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1958 og tók meistarapróf í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein. Tryggvi er kvæntur Margrétu Eggertsdóttur kennara og eiga þau sex börn og 17 barnabörn. Tryggvi og Margrét með börnunum á Akureyri 1997: Eggerti, Fannyju, Gísla, Arnheiði, Sveini og Tryggva. Systkinin frá Bjargi í Norðfirði með foreldrum sínum Fannyju og Gísla: Tryggvi, Kristján, Ingvar, María, Ásdís og Margrét. Í skrifstofu skólameistara við beinið góða en frá því er runnið orðtakið „að taka á beinið.“ Með börnunum á jólum 1975: Gísli, Tryggvi eldri, Tryggvi yngri, Margrét, Arnheiður, Sveinn, Eggert og Fanny Kristín. Gamlir vinir í Laugardal 1998: Eysteinn, Aðalsteinn, Sigrún, Álfhildur, Þorgerður, Svavar, Páll, Margrét, Tryggvi, Gyða, Kristinn, Vésteinn og Unnur. Ekkert mannlegt óviðkomandi Fermingardrengur á Akureyri vorið 1952. Gengið í kirkju á Möðruvöllum á 100 ára afmæli MA 1980. Að baki: Hulda Á. Stefánsdóttir og Tómas Ingi Olrich. Margrét og Tryggvi í ágústsól á hjólreiðaferð umhverfis Furusøen á Sjálandi 1988. Friðarfána veifað til verðandi stúdenta vorið 1973 eftir átakamikinn fyrsta vetur sem skólameistari. Deildarstjóri í skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar við Nyhavn í „Kon- gens København“ 1987. Úr myndaalbúminu Tryggvi Gíslason hefur komið víða við á langri leið og varð ungur skólameistari á umbrotatímum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.