SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Page 13
5. september 2010 13
G
leðin var ósvikin í at-
hvarfi fyrir heim-
ilislaus ungmenni í
þorpinu Santo Antão
do Tojal í Portúgal í vikunni þeg-
ar gamall heimilismaður sneri
aftur eftir tveggja mánaða fjar-
veru. Bebé staldraði að vísu stutt
við að þessu sinni en vildi endi-
lega eiga eina nótt til viðbótar
með vinum sínum áttatíu í Casa
do Gaiato áður en líf hans breytist
fyrir fullt og fast.
Enginn hafði heyrt Tiago
Manuel Dias Correia nefndan fyr-
ir tveimur mánuðum en í dag er
þessi tvítugi piltur á mála hjá
einu frægasta knattspyrnufélagi
heims, Manchester United, sem
borgaði hátt í hálfan annan millj-
arð króna fyrir þjónustu hans í
sumar. Hann var ekki bara í
kurteisisheimsókn í heimaland-
inu í vikunni, heldur mættur til
að leika sinn fyrsta leik með
landsliði Portúgala skipuðu leik-
mönnum 21 árs og yngri.
Breska blaðið Daily Mail hefur
eftir forstöðumanni athvarfsins
að Bebé, eða Barnið eins og gælu-
nafn hans myndi útleggjast á ís-
lensku, hafi kvatt hvern einasta
mann með handabandi áður en
útsendari knattspyrnu-
sambandsins sótti hann morg-
uninn eftir og fært þeim þakkir.
„Hann bjó hérna hjá okkur í átta
ár og veit að án okkar væri hann
bara enn eitt vegalaust ung-
mennið.“
Foreldrar Bebés yfirgáfu hann í
bernsku og ólst hann upp hjá
ömmu sinni í Lissabon til tólf ára
aldurs. Þá stigu dómstólar inn í líf
hans og gáfu fyrirmæli um að
hann skyldi vistaður á Casa do
Gaiato. Hann var hvorki læs né
skrifandi á þeim tíma og að mati
barnaverndaryfirvalda á hraðri
leið til glötunar. Það breyttist.
Hann var skólaður til og lærði að
leika knattspyrnu. Það reyndist
ekki amaleg viðspyrna í lífinu.
Bebé vakti fyrst athygli á Evr-
ópumótinu í götufótbolta í Bosn-
íu sumarið 2009 og samdi í kjöl-
farið við Estrela da Amadora sem
leikur í 2. deild í Portúgal. Orð-
rómur um að Bebé hafi tekið þátt
í heimsmeistaramóti heim-
ilislausra á síðasta ári mun ekki á
rökum reistur.
Vaskleg framganga hans með
Amadora varð til þess að úrvals-
deildarfélagið Vitória de Guim-
arães krækti í hann. Ekkert fé
skipti um hendur enda hafði
Amadora láðst að standa skil á
greiðslum til leikmannsins. Vi-
tória hafði vaðið fyrir neðan sig,
setti klásúlu í samninginn þess
efnis að Bebé mætti fara fyrir
hálfa áttundu milljón sterlings-
punda. Á það reyndi nokkrum
vikum síðar en framganga
drengsins í æfingaleikjum í sum-
ar vakti athygli ekki minni liða en
Manchester United og Real Ma-
drid. Sir Alex Ferguson keypti
svo kappann fyrir orð síns gamla
aðstoðarmanns, Carlosar Quei-
roz. Í Manchester vinna menn nú
að því að koma Bebé í leikhæft
ástand en nokkuð vantaði víst
upp á þrek og þol miðað við
enskar forsendur.
Það verða að vonum gríðarleg
umskipti fyrir Bebé að búa í Man-
chester en að sögn forstöðu-
mannsins grét hann og gnísti
tönnum þegar hann yfirgaf at-
hvarfið í sumar. Forstöðumað-
urinn stappaði hins vegar í pilt-
inn stálinu og tilkynnti honum að
nú væri mál til komið að standa á
eigin fótum. „Hann mun pluma
sig í Manchester,“ segir for-
stöðumaðurinn. „Ég hef heyrt Sir
Alex Fergusons getið. Hann er
leiðtogi og það er það sem Bebé
þarfnast. Hann er orðinn stór og
stæðilegur en ennþá bara barn.
Hann þarf á umhyggju að halda.“
Varð ekki
barnið blauta
Salan á portúgalska sóknarmanninum
Bebé til Manchester United er eitt
mesta ævintýri sem um getur í sögu
sparkmennta í þessum heimi.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Bebé (hvítklæddur) á æfingu með Vitória. Hann staldraði stutt við.