Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 6

Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Þ að er ekki ýkja langt síðan gervi- tennur voru þrifnar með sápu og vatni en það er önnur saga í dag því þrífa þarf gervitennur með þar til gerðum efnum og kremum. Íris Bryndís Guðnadóttir, klínískur tannsmíðameistari og tanntæknir, segir minna um að fólk sé með gervitennur nú orðið en samt sé ótrúlega mikið um það. „Margt fullorðið fólk hafði ekki tækifæri til að fara til tannlæknis þeg- ar það var lítið og fólk missti því tennurnar af ýmsum ástæðum, munnhirðu, lausum tönnum, tannlæknar voru ekki til staðar og svo framvegis. Samt er ég líka að smíða upp í yngra fólk, til dæmis fólk á aldrinum 20-30 ára,“ segir Íris Bryndís sem smíðar heilgóma og parta. „Það er mjög algengt hjá eldra fólki að fá heilgóma en það sem skiptir máli þar er að heilgómar séu það vel gerðir að það sjáist ekki að þetta séu gervi- tennur.“ Mikilvægt að tennurnar passi Íris Bryndís talar um að klínískir tann- smiðir leggi sig fram við bein og persónuleg samskipti við viðskiptavinina sem er mun auðveldara þegar tannsmiðir eru í sambandi við þann sem þeir vinna fyrir. „Áður voru það tannlæknar sem tóku mót af við- skiptavinunum og mátuðu tennurnar í þá en nú getur fólk farið beint til tannsmíðameist- ara. Þannig hefur klínískur tannsmiður kost á að vera í beinu sambandi við viðskiptavin- inn og getur þar með uppfyllt þær kröfur að láta tennurnar líta vel út og eins getur viðskiptavinurinn haft heilmikið um það að segja sjálfur hvernig hann vill líta út. Þetta er þá gert í sameiningu sem er mjög mikil- vægt,“ segir Íris Bryndís og bætir við að klínískir tannsmiðir hafi ákveðna tækni til að sjá á andlitsfallinu hvernig tennur voru upphaflega hjá þeim sem hafa misst þær. „Þannig er hægt að finna réttu týpuna fyrir viðkomandi en það er úr mörgum týpum af tönnum að velja. Þótt þetta sé alltaf sama handverkið þá eru engir tveir eins þannig að það er mikilvægt að tennurnar falli vel að og fari vel upp í munninum þannig að viðkomanda líði vel með þær, líti vel út og brosi fallega. Hins vegar þurfa gervitennur ekkert endilega að vera mjög hvítar heldur eru þær bara á litinn eins og viðkomandi óskar sér að hafa þær. Þær geta þess vegna verið tóbaksgular og reyndar höfum við tennurnar oft þannig til að gæta samræmis á milli efri og neðri góms.“ Gervitennur eru feimnismál Spurð hvort fólki finnist skammarlegt að vera með gervitennur segir Íris Bryndís að því miður finnist sumum það enn vera skammarlegt. „Það er vegna þess að það er ekki talað nægilega mikið um gervitennur og þá er þetta feimnismál. Svo er fólk oft með illa passandi tennur allt of lengi því gervitennur endast ekki endalaust. Gervi- tennur þarf að endurnýja á 6-10 ára fresti og eins er gott að fóðra þær á þriggja ára fresti. Þegar gervitennur eru fóðraðar þá er skipt um plastið, sett nýtt mót á tennurnar og þá passa þær upp á nýtt. Þetta er nauð- synlegt vegna þess að tannholdið rýrnar og tennurnar fara að losna. Þegar tennurnar fara að losna þá skrölta þær og rýra góm- inn ennþá hraðar.“ Alls ekki tannkrem Íris Bryndís leggur líka áherslu á að nauðsynlegt sé að hirða gervitennur mjög vel en vitanlega eigi bæði tannlausir og tenntir að hirða tennurnar sínar vel. „Það stuðlar að góðri sjálfsvirðingu en auk þess er meiri hætta á að fá alls kyns munn- sjúkdóma ef maður hirðir ekki um gervi- tennur, til að mynda sveppasýkingu, slím- húðarbólgur og fleira. Fólk án gervitanna getur líka fengið þessa sjúkdóma en það er mikið sjaldgæfara. Hins vegar má alls ekki nota tannkrem á gervitennur því í tann- kremi er slípimassi sem rispar plastið í gervitönnunum. Þá er notuð sérstök sápa og hreinsiefni sem eru sérstaklega fram- leidd fyrir gervitennur. Tennurnar eru þá teknar út úr munninum og burstaðar að ut- an og innan. Það er líka gott að vera með mjúkan bursta til að bursta líka yfir slím- húðina í gómnum og á tungunni en það örv- ar blóðrásina auk þess að styrkja slímhúð- ina og halda henni hreinni.“ Morgunblaðið/RAX Íris Bryndís Guðnadóttir: „Þótt þetta sé alltaf sama handverkið þá er enginn eins þannig að það er mikilvægt að tennurnar falli vel að og fari vel upp í munninum þannig að viðkomandi líði vel með þær, líti vel út og brosi fallega.“ Gervitennur Það eru notuð sérstök hreinsiefni til að þrífa gervitennur því það má alls ekki nota tannkrem á þær þar sem í tannkremi er slípimassi sem rispar plast í gervitönnum. Gervitennur eru ekki þvegnar með sápu lengur Það er nauðsynlegt að endurnýja gervitennur á 6-10 ára fresti því tannholdið rýrnar með ár- unum og tennurnar losna. Eins þarf að kaupa sérstök hreinsiefni til að halda tönnunum hrein- um því það má alls ekki nota tannkrem. » Gervitennur þarf að endurnýja á 6-10 ára fresti og eins er gott að fóðra þær á þriggja ára fresti. Vatn er líkamanum afar mikilvægt og flestir hafa margoft heyrt hversu mikið á að drekka af vatni á dag. Þótt við fáum alltaf eitthvert vatn úr þeim mat sem við borðum þá er nauðsynlegt að drekka um tvo lítra af vatni utan þess, eða um 8 stór vatnsglös á dag. Til að auðvelda sér það er þægilegt að eiga alltaf flösku eða fallega karöflu í ísskápnum. Þannig er vatn- ið alltaf kalt og frískandi en mörgum finnst mun betra að drekka kalt vatn en vatn sem er volgt eða beint úr krananum. Eins er sniðugt að venja sig á eitt vatnsglas áður en farið er að sofa og annað fyrst á morgnana. Það er talið vera heilnæmt að byrja daginn á þann hátt og auk þess er þá eitthvað komið í magann áður en ráðist er á morgunmatinn. Þegar farið er í ræktina má ekki gleyma vatnsbrúsanum til að væta kverkarnar reglulega en passa sig samt að drekka ekki of mikið því þá getur fólki orðið bumbult. Vatnið er sérstaklega mikilvægt í ræktinni því þá þarf líkaminn svo mjög á vökva að halda því verið er að reyna á líkamann. Frískandi Mikilvægt er að drekka nóg af vatni yfir daginn. Kverkarnar vættarKRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Hæfileg hreyfing léttir lífið Alhliða líkamsþjálfun jafn fyrir byrjendur sem lengra komna. Vetrarstarfsemin hefst mánudaginn 11. janúar nk. Sjá tímatöflu á kraftganga.is Skráning og fyrirspurnir sendist á netfangið kraftganga@kraftganga.is eða í síma 899 8199. Frekari upplýsingar á www.kraftganga.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.