Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 18

Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is O kkur fannst aðgengi al- mennings að næringar- fræðingum ábótavant og því var stofnun Næringarsetursins ákveðin hug- sjón hjá okkur. Við erum allar með MS gráðu í næringarfræði en sérhæfum okkur á vissum sviðum. Þannig sérhæfir ein sig til dæmis í meðferð sykursjúkra og önnur hefur mikið unnið með börnum og mæðrum. Við erum meðvitaðar um að þessi þjónusta þyrfti helst að vera tengd heilsugæslunni eða niðurgreidd. Draumur okkar er sá að þjónustan verði hluti af heilsu- gæslu og læknar geti til dæmis sent til okkar fólk sem glímir við ofþyngd áður en í óefni er komið og grípa þarf til kostnaðarsamra aðgerða. Næringarráðgjöfin yrði þá hluti af þessum forvörnum sem ætíð er verið að boða. Eitt af því er að kenna fólki að borða rétt, þó við setjum engin boð og bönn,“ segir Guðrún Kristín Sigurgeirs- dóttir, matvæla- og næringar- fræðingur. Engar mataræðisflækjur Fólk getur leitað ráðgjafa hjá Næringarsetrinu, ýmist sem ein- staklingar eða hópar. Guðrún Kristín segir til dæmis nokkuð al- gengt að fjölskyldur komi saman. Hún segir fólk geta leitað faglegra ráða hjá næringarfræðingunum og þær leitist við að kenna fólki að umgangast mat á heilbrigðan hátt. Auk ráðgjafar hafa þær einnig haldið fyrirlestra og verið með fræðsluerindi. Guðrún segir miklu skipta að almenningur fái grunn- þekkingu í næringarfræði og reyni að einfalda líf sitt frekar en að flækja það hvað varðar mataræðið. Klúbbar gera ekkert til „Þetta þurfa ekki að vera boð og bönn heldur frekar að laga ákveðið hegðunarmynstur. Fólk er oft í endalausu narti en betra er að einblína á þrjár góðar og næringarríkar máltíðir á dag og einn til tvo millibita. Auk þess að festa niður máltíðir tölum við líka um að hreyfingin sé mjög mik- ilvæg og kennum fólki að lesa á umbúðir og meta orkuinnihald á umbúðum. Ef fólk er að innbyrða of mikla orku þá er algengt að það sé vegna of mikillar gosneyslu og mikilvægt er að reyna að draga úr slíkri daglegri neyslu. Það er þessi daglega neysla sem setur fólk í stórkostleg vandræði en ekki hvort það fer í einn saumaklúbb eða stöku veislu. Við teljum farsælast að gera þetta í litlum skrefum þar sem við erum að tala um breytingu til frambúðar en á ársgrundvelli verður breytingin mikil,“ segir Guðrún Kristín. Léttari máltíðir í janúar Næringarfræðingar Næringar- setursins vinna samkvæmt grunn- ráðleggingum Lýðheilsustöðar. Þó segir Guðrún að ekkert sé bannað en frekar leggi þær til að nota olíu eða mjúka fitu í staðinn fyrir harða og fikra sig áfram með breytingar eins og að bæta inn ávöxtum og grænmeti í mataræðið og að borða grófara og trefja- ríkara kornmeti ásamt því að taka D vítamín eða lýsi. „Fólk þarf að bera ábyrgð á sinni eigin neyslu. Eftir hátíðarnar er gott að breyta í rólegheitum yfir í meiri hollustu, borða meira af grænmeti, ávöxtum og fisk. Þetta er yfirleitt ekki mjög flókið, nema um eitthvað sértækt eins og til dæmis ofnæmi eða óþol sé að ræða,“ segir Guð- rún Kristín. Fólk ber ábyrgð á eigin neyslu Morgunblaðið/Golli Sérfræðingar Næringarfræðingar Næringarseturins eru fjórir og hver og einn sérhæfir sig á ákveðnum sviðum. Margir vilja breyta matar- æði sínu til betri vegar og þá getur verið gott að leita ráða hjá sérfræðingi. Hjá Næringarsetrinu starfa fjórir næringarfræð- ingar, hver og einn sér- hæfður á sínu sviði. » Það er þessi daglega neysla sem setur fólk í stórkostleg vandræði en ekki hvort það fer í einn saumaklúbb eða stöku veislu. Eftirréttir þurfa ekki að vera svo ýkja óhollir né þungir í maga. Ástaraldin eru mjög góð til að nota í eftirrétti eða bara til að fá sér á milli mála. Hér er uppskrift að einföldu ástaraldinfrauði þar sem styttri leiðin er farin við frauðgerðina en frauðin verða alveg jafn góð fyrir það. Þó skal hafa í huga að um leið og frauðin koma út úr ofn- inum byrja þau að falla saman og því skal bera þau fram um leið og þau eru tekin út. Fallegur og einfaldur eftirréttur í matar- boðið eftir ljúfa máltíð. Ástaraldinfrauð með súraldini 400 ml fitusnauður eggjabúðingur eða vanillusósa (vanillusósu má kaupa í IKEA en uppskriftir einnig finna víða á netinu) 3 msk. flórsykur 2 súraldin, hýðið aðeins raspað niður 3 ástaraldin, aðeins aldinkjötið 3 eggjarauður 1 msk. sykur Aðferð: Byrjið á því að hita ofninn í 190 gráður. Hrærið eggjabúðinginn eða vanillu- sósuna saman við flórsykurinn, súraldin- hýðið og ástaraldinið. Stífþeytið eggjahvít- urnar og blandið þeim síðan varlega saman við blönduna. Setjið blönduna á þar til gerða frauðdiska og stráið sykrinum yfir. Setjið frauðið fyrst undir grill í um þrjár mínútur, eða þar til sykurinn hefur bráðn- að. Fylgist vel með því, þar sem þetta getur tekið styttri tíma, ljúkið síðan við að baka frauðið í ofninum í um 20 mínútur, þar til það hefur lyft sér vel. maria@mbl.is Ljúffengt ástaraldinfrauð Frískandi Ástaraldin er ljúffengur ávöxtur sem gott er að nota í ýmiss konar eftirrétti sem og að borða eitt og sér. Aloe Vera auðlind náttúrunnar Heimsins stærsti framleiðandi af AloeVera Forever Living Products Frábær heilsudrykkur, hrein náttúruafurð sem inniheldur öll vítamín, steinefni og snefilefni sem líkaminn þarfnast til að viðhalda heilbrigði. Eflir ónæmiskerfið. Hann nýtist vel við: Meltingarvanda, bólgum, exemi, sóríasis, hægðarvanda, brjóstsviða, liðagigt, slitgigt, síþreytu og hverskonar vanda því safinn bætir ástand þarmanna og gefur líkamanum aftur færi á að nýta betur það sem þú borðar. Markaðssvið: Næring - Baðvörur - Snyrtivörur - Húðumhirða - Heimilisvörur - Þyngdarstjórnun - Dýraumhirða. Hlíf og Magnús, sjálfstæðið dreifingaraðilar 822 8245 • 822 8244 flp1@flp1.is • www.flp1.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.