Morgunblaðið - 04.01.2010, Qupperneq 23
Útsölustaðir:
Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum,
Maður lifandi, Blómaval, Á grænni
grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa
og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík,
Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin,
Hagkaup, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykja-
víkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek
Vesturlands, Barnaverslanir og sjálfstætt
starfandi apótek um allt land.
Ekki gleyma að drekka Birkisafann
frá eftir
jólahátíðina Safinn virkar vel á eðlilega
úthreinsun líkamans
Lífrænt ræktaður, án aukaefna
Losar bjúg
Léttir á liðamótum
Losar óæskileg efni úr
líkamanum
Góður fyrir húð, hár og neglur
Blanda má safann með vatni
Má einnig drekka óblandað
Velkomin að skoða
www.weleda.is
MORGUNBLAÐIÐ | 23
Morgunmaturinn er mikilvægasta
máltíð dagsins en margir verða
leiðir á því að borða yfirleitt eða
alltaf það sama og sleppa því þá
kannski frekar að borða. Það er
ekki gott fyrir meltingu og
brennslu líkamans og hér koma
nokkrar hugmyndir að nýstár-
legum morgunverðaruppskriftum
sem vert er að prófa. Prófaðu þig
áfram og breyttu reglulega til, það
ætti að virka vel.
Bragðbættur hafragrautur
Til að lífga upp á hafragrautinn
er upplagt að setja út á hann
smápúðursykur eða niðurskornar
döðlur, rúsínur eða möndlur.
Hafragrautur fyllir vel upp í mag-
ann og næringarefnin í honum sí-
ast hægt og rólega út í blóðið.
Ávaxtablanda
Gufusoðnir ávextir eru einföld
og fljótleg aðferð við að fá sér
ávexti á morgnana. Blöndu af
niðurskornum ávöxtum má útbúa
og eiga í ísskápnum og nota síðan
í nokkra daga eftir þörfum. Epli
og perur með rúsínum, og þurrk-
uðum apríkósum eru til dæmis til-
valin í þessa blöndu. Látið ávext-
ina malla í potti í ávaxtasafa eða
vatni þar til þeir eru orðnir mjúk-
ir og volgir. Út í má setja smá-
hunang eða agavesíróp eftir
smekk og borða síðan með hreinni
jógúrt eða nota með morgunkorni.
Appelsínujógúrt
Búa má til nýja bragðtegund af
jógúrt og breyta þannig til með
því að blanda sjálfur hreinni jóg-
úrt saman við ákveðna bragðteg-
und. Það er til dæmis sniðugt að
nota appelsínuna sem er ein eftir
inni í ísskáp til að kreista út í
hreina jógúrt og nota smáhunang
með ef vill svo og appelsínubörk-
inn. Gott er að dreifa kókosmjöli
og/eða þurrkuðum ávöxtum yfir
jógúrtið.
Ávaxta-crêpes
Inn í þunnar pönnukökur að
hætti Frakka má setja í ávexti og
fá sér í morgunmat. Það getur
verið sniðugt að nota afganginn af
pönnukökum á þennan hátt og
hita þær þá stutta stund í ör-
bylgjuofninum áður en sett er inn
í þær. Hægt er að setja kalda
ávexti eins og banana og jarð-
arber inn í pönnukökurnar eða
gufusjóða ávexti og nota þá.
Brauð og álegg
Það er alltaf þægilegt að grípa í
brauð á morgnana og ótalmargt
sem má nota sem álegg ofan á
brauð, til dæmis banana og smá
hnetusmjör, ýmiss konar sultu
með afgangi af fínt skornu kjöti
svo og tómat og gúrku. Leyfðu
hugmyndafluginu að ráða og fáðu
þér brauð með góðu áleggi í stað-
góðan morgunverð.
maria@mbl.is
Gott morgunsnarl fyrir alla
Fjölbreytt Það er tilvalið að breyta aðeins til og setja hunang, hnetur, rús-
ínur eða jafnvel þurrkaða ávexti út í jógúrt fyrir morgunmatinn.
Það eru ekki allir sem nenna að fara inn á líkamsræktarstöð til að æfa
og því tilvalið að nýta náttúruna. Ef það er snjór úti þá er enn betra að
æfa sig úti því öll hreyfing reynir þeim mun meira á þar. Það má til
dæmis fara út að ganga í miklum snjó en allir sem hafa reynt það vita
að það tekur mjög á. Hvert skref verður erfiðara sem þýðir enn meiri
brennslu. Í miklum snjó má líka fara á gönguskíði en þau geta tekið
mjög á, sérstaklega ef skíðað er í dágóðan tíma. Á gönguskíðum er
allur líkaminn á hreyfingu og brennslan því töluverð. Það getur líka
tekið á að fara á skauta og mikilvægt að passa sig að vera alltaf á ferð.
Enn skemmtilegra er að renna sér niður háa brekku á sleða en þá er
það einungis ferðin upp sem tekur á. Það er því ýmislegt sem má gera
í snjó sem er bæði skemmtilegt og tekur á.
Morgunblaðið/Golli
Hreyfing Það getur verið góð hreyfing að skella sér út á gönguskíði.
Líkamsrækt úti við