Morgunblaðið - 04.01.2010, Qupperneq 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Á
huginn á hreyfingu kvikn-
aði snemma en ég var í
fimleikum frá níu ára
aldri og hef alltaf verið í
íþróttum. Síðan byrjaði ég að
kenna Jane Fonda-leikfimi þegar
hún var sem vinsælust og þá var
ég 15 ára. Það er einmitt
skemmtilegt frá því að segja að ég
verð með Jane Fonda-flipp á
laugardögum á stöðinni til að fífl-
ast dálítið og hafa gaman,“ segir
Sigríður Halldóra Matthíasdóttir,
betur þekkt sem Sigga Dóra. Hún
hefur í áratugi starfað sem einka-
þjálfari og opnaði líkamsræktar-
stöðina Heilsumiðstöðina í nóv-
ember síðastliðnum.
Að halda heilsu og eldast vel
Sigga Dóra hefur í nokkur ár
haldið með hópa til Flórída í
heilsubúðir þar sem hún leggur
áherslu á reglulega næringu auk
hreyfingar. Upp úr því varð til
námskeiðið Lifðu lífinu lifandi.
Námskeiðið er byggt á klukkutíma
fræðslu einu sinni í viku þar sem
Sigga Dóra tekur meðal annars
fyrir hvað hægt sé að gera til að
auka brennslu, hvað séu andox-
unar- og sindurefni og hvað kol-
vetni og prótein geri fyrir líkam-
ann. Auk þess verða þátttakendur
að mæta tvisvar í viku í rope-
action-æfingatíma. „Eftir að hafa
þjálfað konur í tugi ára sá ég að
fólk kann ekki að næra sig og
heldur að það sé í góðum málum
ef það spriklar og hamast. Það
gerist þó í raun ekkert af viti
nema mataræðið sé í lagi þar sem
það verður alltaf 70% af þessu öllu
saman. Lykilatriðið er að vita að
líkaminn er ein formúla sem við
breytum ekki og hann þarf alltaf
að fá sitt. Í Flórídaferðunum lærir
fólk af því að sjá og gera og þann-
ig fer smám saman að síast inn í
kollinn á því hvað næringin skiptir
miklu máli. Það þýðir ekkert að
henda í fólk stórum möppum og
treysta því að það lesi sér til. Til
að geta leyft sér ýmislegt verður
fólk að hafa grunninn góðan og
þetta námskeið snýst um að kenna
hvað er auðvelt að hafa líkamann í
lagi og bera ábyrgð á honum.
Þetta snýst ekkert um töluna á
vigtinni heldur er lykilatriði að
halda heilsu og eldast vel,“ segir
Sigga Dóra.
Brennslunni komið af stað
Á námskeiðinu er notaður svo-
kallaður Body Composition Moni-
tor til að mæla ástand líkamans.
Það er öflugt mælitæki sem segir
nákvæmlega til um í hvernig ásig-
komulagi líkaminn er með því að
sýna hlutföll vatns, fitu og vöðva.
Með þessari mælingu er konum
sýnt hvernig þær geta komið
brennslunni af stað aftur og borð-
að sig grannar. Sigga Dóra segir
mjög skemmtilegt að hjálpa fólki á
þennan hátt því það viti ótrúlega
lítið um það hvernig líkaminn
starfar.
„Dæmigerð kona í dag sem fer
oft í megrun skemmir að endingu
brennsluofn líkamans. Hann hætt-
ir að mestu að starfa og konan
verður feitari og feitari. Þetta
skilja þær ekki og segja að þær
borði ekkert en séu samt feitar og
það er einmitt vandamálið. Þessi
mæling er góður mælikvarði þar
sem ég get séð nákvæmlega
hvernig konan nærir sig. Ef
vöðvamassinn er ekkert að stækka
og brennslan minnkar þá er konan
í svelti eða borðar allt of mikið af
kolvetnum. Þetta snýst ekki um að
missa mörg kíló á stuttum tíma
því það er bara jójó-ferli heldur
viljum við frekar þetta fyrir lífstíð
eða eins og ég segi: vertu þyngri á
vigtinni en flottari í laginu! Í
slæmu líkamsástandi er magn
vatns og fitu nærri eins í lík-
amanum en í góðu ástandi er
vatnsmagnið mest, síðan vöðvar
og loks fita,“ segir Sigga Dóra.
Viðskiptavinir hjálpuðu til
Það voru tryggir viðskiptavinir
Siggu Dóru sem tóku sig til og
komu húsnæðinu í stand og lögðu
smiðir, píparar, rafvirkjar og fleiri
hönd á plóg við verkið. Starfsemi
stöðvarinnar byggist á nám-
skeiðum sem öll eru kennd í litlum
hópum þannig að stöðin hentar vel
þeim sem kjósa persónulegt and-
rúmsloft. Innan hennar er einnig
dekurstofa þar sem finna má gufu-
bað og annað til að slaka á eftir
æfingar. Það geta einnig sauma-
klúbbar og aðrir smærri hópar
nýtt sér til útleigu. Þá er salsa og
línudans kenndur á stöðinni og
hægt að koma í nudd og höfuð-
beina- og spjaldhryggjarmeðferð
og heimsækja spámiðil. „Þetta er
svona 2009-stöð þar sem góður
hópur fólks kemur saman til að
hugsa um sálartetrið, hlæja og
fíflast og hafa gaman. Ég tel mig
mjög heppna að fá að gera eitt-
hvað sem mér finnst alltaf jafn-
skemmtilegt,“ segir Sigga Dóra.
Sólarfjör Sigríður Halldóra Matthíasdóttir þjálfari hefur haldið með hópa
fólks í heilsuferðir til Flórída og en þar er næring helst í fyrirrúmi.
Á góðri stund Sigga Dóra fyrir miðju með dóttur sinni Lindu (t.v.) og Helgu, sem báðar starfa sem þjálfarar.
Líkaminn er ein formúla
Á námskeiðinu Lifðu líf-
inu lifandi er lögð
áhersla á að fólk borði
sig grannt. Unnið er að
því að koma brennslu
líkamans af stað og
stuðla þannig að heil-
brigðri líkamsstarfsemi.
» Lykilatriðið er aðvita að líkaminn er
ein formúla sem við
breytum ekki og hann
þarf alltaf að fá sitt.
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!
Pólarolía góð fyrir líkamann
Í nýlegri doktorsrannsókn Lin-
nAnne Bjelland Brun-borg kom í ljós
að selolía sem var gefin í gegnum
sondu beint niður í skeifu-görn linar
liðverki og dregur úr liðbólgum
og hefur að auki jákvæð áhrif á
þarmabólgu. Fæða áVesturlöndum
inniheldurhlutfallslega mikið magn
af omega 6 fitusýrum í samanburði
við omega 3fitusýrur. Þetta getur
orsakað ójafnvægi í líkamanum, sem
að einhverju leyti getur útskýrt af
hverju margt fólk þjáist af offitu og
ýmsum lífsstílstengdum sjúkdó-
mum eins og hjarta- og æðasjúk-
dómum, sykursýki og krabbameini.
Besta leiðin til greiða úr þessu ójafn-
vægi er að auka neyslu á sjávarfangi
sem almennt er auðugt af langkeðju
omegafitusýru og samtímisað
minnka neyslu ámatvörum sem eru
ríkar af omegafitusýrum.
Þarmabólga og liðverkir
Rannsókn Brunborgsáselkjöti
bendir tilað þaðsé bæði holl og
öruggfæða.Selspikið er mjög ríkt
aflangkeðju omega fitusýrumsem
hefur áhrif á staðbundinhormónsem
meðalannarseru mikilvæg fyrir
bólgu-viðbrögð líkamans.Virknisel-
olíunnar á bólguviðbrögðvar prófuð
í klínískri tilrauná sjúklingum með
liðverkiog IBD. IBD-sjúklingarhafa
oft minnkandi starfs-getu og lífsgæði
vegnasjúkdómsins og möguleikará
lækningueru litlir. Lyfsem dragaúr
liðverkjumgeta gertþarmabólgu-
naverri. Brunborgsýndi meðtil-
raunum að selolía semvar gefin í
gegnum sondulinar liðbólgur og
liðverkiog hefur að auki jákvæðáhrif
á þarmabólgu.Aðneyta nægilegs
sjávarfangsmeð omega fitusýru
geturhaft fyrirbyggjandi áhrifþegar
um þróun sjúkdómaeins og IBD
og annarrabólgusjúkdóma, hjarta-
ogæðasjúkdóma er að ræða.Selolía
fæst í öllum helstuapótekum og
heilsubúðumog ber nafnið Polarolje.
Linar verki og minnkar bólgur
A U G L Ý S I N G