Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is S vokölluð TFT-meðferð eða Thought Field Therapy hefur verið í þróun í Bandaríkjunum í meira en aldarfjórðung en Jóhanna Harð- ardóttir, hjúkrunarfræðingur og Bowen-tæknir, er eini Íslending- urinn sem hefur lært og boðið upp á TFT. Að sögn Jóhönnu beinist meðferðin gegn ýmiss konar sál- rænum, andlegum og tilfinninga- legum vandamálum og er ætlað að hjálpa fólki við að yfirvinna þrösk- ulda eða hindranir sem geta haft verulega hamlandi áhrif á daglegt líf þess. „TFT-meðferðin nýtir vökvaþrýstingspunkta sem ein- staklingurinn virkjar með því ein- faldlega að banka eða pikka létt með fingurgómunum um leið og hann einbeitir sér að vandamálinu sem ætlunin er að leysa. Notast er við ákveðið kerfi eða röð aðgerða eftir því sem við á hverju sinni. Þessi aðferð getur gert tilfinn- ingaleg og sálræn vandamál óvirk og oft jafnvel útrýmt þeim alveg. Markmiðið með TFT-meðferðinni er að koma á jafnvægi í orkukerfi líkamans.“ Varanleg meðhöndlun Jóhanna talar um að Roger J. Callahan sálfræðiprófessor hafi útbúið þessa meðferð sem gengur út á að banka á líkamann á ákveðna staði. „Á meðan það er gert er viðkomandi að hugsa um vandamál sitt og við það opnast orkubrautir í líkamanum. En til þess að þetta virki er nauðsynlegt að hugsa um vandamálið á meðan en þetta gerir ekkert gagn ef verið er að banka og á meðan er hugsað um hvað eigi að vera í matinn,“ segir Jóhanna og bætir við að í raun banki viðkomandi sjálfur á sig en hún sýni á hvaða staði eigi að banka og í hvaða röð. „Oftast er nóg að gera þetta einu sinni og þá er kvíðinn eða vandamálið horfið. Það er bara í undantekningar- tilfellum sem þessi lausn er ekki varanleg en stundum getur þurft að meðhöndla vandann í aðstæð- unum sjálfum, til dæmis eins og fólk sem er flughrætt.“ Tekur á kvíða og þráhyggju Jóhanna talar um að TFT- meðferðin geti tekið á öllu mögu- legu, þar á meðal afleiðingum áfalla, kvíða, hræðslu, þunglyndi, líkamlegum verkjum og þráhyggju. Í raun sé þetta mjög einföld tækni sem virki en Jóhanna segist hafa kannað virkni meðferðarinnar, bæði á háskólanemum sem og börnum sínum. „Þegar ég var nýbúin að læra TFT tók ég þrettán nemendur í Háskólanum á Akur- eyri í meðferð og lét þá banka fyrir prófkvíða og hann fór niður um 67%. Ég prófaði þetta líka á börn- unum mínum því þau eru svo hrædd við flugur og fóru til dæmis ekki að pissa ef það var fluga á baðherberginu. Ég lét þau ímynda sér að það væri stór röndótt fluga að labba á hendinni og þá sást hræðslusvipur koma í andlit þeirra. Svo lét ég þau banka fyrir kvíð- anum og aftur að ímynda sér að það væri fluga að labba á hand- leggnum á þeim og þá kom enginn skelfingarsvipur,“ segir Jóhanna sem kynntist TFT-meðferðinni fyr- ir tilviljun. „Ég var að panta mér bækur á Amazon og rakst þá á bók um meðferðina. Svo fór ég til Chi- cago og sótti námskeið hjá Callah- an Techniques í notkun meðferð- arinnar.“ Líkamleg viðbrögð Jóhanna rekur stofu á Akureyri þar sem hún tekur fólk í TFT- meðferð sem og Bowen-meðferð. Auk þess hefur hún haldið nám- skeið til að kenna fólki TFT- meðferðina og hyggst halda annað bráðlega. „Þar kenni ég hvar stað- irnir eru sem þarf að banka á og hvernig röðin er því það er mis- munandi röð og staðir eftir því hvert vandamálið er. Meðferðin er kennd nákvæmlega eins og upp- hafsmaðurinn vill láta kenna þetta en meðferðin er alls staðar kennd eins og eftir ákveðinni bók sem bú- ið er að þýða yfir á íslensku. Það sem meðferðin gengur út á er að slíta tengslin á milli hugsunar og líkamlegu viðbragðanna, því þegar maður verður hræddur fer maður að svitna, skjálfa eða hleypur í burtu. Með því að slíta þessi tengsl á milli hugsunarinnar og líkamlegu viðbragðanna þarf maður ekki að bregðast svona við þó að maður hugsi um það sem maður er hræddur við.“ Tengsl á milli hugsunar og líkamlegra viðbragða slitin Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jóhanna Harðardóttir: „Það er í undantekningartilfellum sem þessi lausn er ekki varanleg en stundum þarf að meðhöndla vandann í aðstæðunum.“ Það eru margir sem þjást af alls kyns kvíða, þrá- hyggju eða hræðslu en Jóhanna Harðardóttir segir að hægt sé að lækna slíkt á einfaldan hátt með TFT-meðferð. Þá eru vökvaþrýstings- punktar virkjaðir með ein- földu banki á rétta staði um leið og hugsað er um vandamálið. Að sögn Jó- hönnu er meðferðin var- anleg. »Meðferðin er kennd nákvæmlega eins og upphafsmaðurinn vill láta kenna þetta en meðferðin er alls staðar kennd eins. Meðferð TFT-meðferðin nýtir vökvaþrýstingspunkta sem einstaklingur- inn virkjar með því einfaldlega að banka eða pikka létt með fingurgóm- unum um leið og hann einbeitir sér að vandamálinu sem hann vill leysa. ® HEILSURÆKT FYRIR KONUR ÞAÐ EINA SEM ÞÚ ÞARFT ERU 30 MÍNÚTUR! Brennsla, þol- og styrktarþjálfun sérsniðin fyrir konur. Reglulegar mælingar, persónuleg og góð þjónusta. Komdu og æfðu í þægilegu og heimilislegu umhverfi. Komdu í Curves, Þarabakka 3, og sjáðu hvernig aðeins 30 mín. geta breytt lífi þínu. Þarabakki 3 | 109 Reykjavík | sími 566 6161 | www.cfk.is Curves líkamsrækt er ein mest rannsakaða líkamsþjálfum í heimi. Yfir 4.000.000 kvenna eru meðlimir í Curves á yfir 10.000 stöðvum víðsvegar um heiminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.