Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 32

Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 32
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is O ft vill fólk tengja fimleika við börn eða afreksmenn en þó er töluvert um að fólk sem hefur aldrei stundað fimleika ákveði að æfa þá á fullorðinsaldri. Það er í raun sífellt að verða vinsælla eins og Erlendur Kristjánsson, yfirþjálfari hjá Gerplu, tjáði Morgunblaðinu: „Við erum með tvo stóra hópa af fólki sem hefur ekki stundað fimleika áð- ur en þetta er fólk frá aldrinum 14 og upp í 50 ára. Það eru alls um 80 manns sem eru skráðir í hópana og það skiptist í tvo tíma en við skiptum í tímana eftir getu. Það er alltaf að bætast við tímana og fólk virðist al- veg vera tilbúið að leggja frekar mikið á sig. Við erum til dæmis með morguntíma á þriðjudögum og fimmtudögum en þá er mætt korter í sjö og hamast í klukkutíma.“ Byggður upp styrkur Aðspurður hvernig æfingarnar séu uppbyggðar segir Erlendur að fyrsti klukkutíminn fari í að hita upp með styrktaræfingum. „Fimleikar geta verið hættuleg íþrótt en þeir eru mun hættulegri ef viðkomandi er ekki með styrkinn til að fram- kvæma hlutina. Það er ekki sjálf- gefið að allir geti gert kollhnís rétt svo fyrri hluti tímans fer í grunnæf- ingar þannig að við getum byggt á því. Með því að byggja upp góðan styrk og liðleika eru minni líkur á að slys verði,“ segir Erlendur og bætir við að utan þess séu þetta bara hefð- bundnar fimleikaæfingar. „Þá skipti ég hópnum eftir getu og við reynum að fara á öll áhöldin en þetta eru þó ekki bara áhaldaæfingar heldur reynum við að blanda öllu saman.“ Öðruvísi heilsurækt Erlendur talar um að fólk sé mjög fljótt að taka framförum í tímunum ef það hefur verið duglegt að mæta og tekur vel á því. „Við erum með mjög traustan hóp af þjálfurum sem halda við fólk ef það er að gera eitt- hvað sem það hefur ekki gert áður, til dæmis á trampólíninu. Ef fólk á til að mynda að gera tvöfalt heljar- stökk í fyrsta skipti þá erum við með tvo þjálfara sem standa við og fylgja aðilanum alveg eftir. Æfingarnar eru mjög skiptar því við byggjum upp styrk og einblínum á allan búk- inn, sem er kannski um 60% af æf- ingunum, og restin er brennsla,“ segir Erlendur og bætir við að fólk virðist sækja í fimleikana því þetta sé ólíkt því sem flestir eru vanir. „Þetta er öðruvísi og er ekki eins og þetta hefðbundna strandvöðva- pump. Fólk er að prófa nýja hluti og mórallinn er mjög góður. Þau eru öll mjög jákvæð og oft er þetta fólk sem vildi prófa fimleika sem börn en hafði sig ekki út í það enda voru boltaíþróttir alltaf vinsælli.“ Morgunblaðið/Kristinn Erlendur Kristjánsson: „Það er ekki sjálfgefið að allir geti gert kollhnís svo fyrri hluti tímans fer í grunnæfingar þannig að við getum byggt á því. Með því að byggja upp góðan styrk og liðleika eru minni líkur á að slys verði.“ Fjölbreytt Um 80 manns sem hafa ekki æft fimleika sem börn æfa nú hjá Gerplu en fólkið er á aldrinum 14-50 ára. Öðruvísi heilsurækt fyrir fólk á öllum aldri Hópur fullorðins fólks stundar fimleika þrátt fyrir að hafa aldrei æft fimleika sem börn en hópurinn er á aldrinum 14-50 ára. Í fimleikunum er mikið um styrktaræf- ingar og þjálfarinn segir hópinn tilbúinn að leggja mikið á sig. 32 | MORGUNBLAÐIÐ Sigurpáll Örn Birgisson er einn af þeim sem æfa fimleika í GGG en það stendur fyrir Gamlir góðir Gerplu- félagar. Hann segist þó ekki hafa stundað fimleika sem barn. „Ég var í öllum öðrum íþróttum en fim- leikum. Bróðir minn plataði mig á æfingu með Halastjörnunum í Garðabæ en þar var hann að æfa fimleika með félögum sínum. Þaðan fór ég í Björkina því það er aðeins öflugri hópur og síðan endaði ég í GGG-hópi hjá Gerplu þar sem ég hef verið í eitt og hálft ár. Alls er ég bú- inn að vera í þrjú ár í fimleikum,“ segir Sigurpáll og viðurkennir að margir verði mjög hissa þegar hann segist æfa fimleika. „Ég verð 41 árs á þessu ári þannig að fólk er mjög hissa á að ég skuli vera að hoppa og skoppa í þessu.“ Góð brennsla Sigurpáll segir að það sé rosalega gaman að æfa fimleika og hann ætli sér að halda því áfram. „Það er fólk- ið sem ég æfi með og metnaðurinn í þjálfurum sem gerir þetta skemmti- legt. Það þarf allavega mikið að gerast hjá mér til að ég missi úr æf- ingu. Það er líka mjög góð brennsla í tímunum. Það læra náttúrlega allir ákveðna grunntækni og maður fær Sigurpáll Birgisson: „Það læra náttúrlega allir ákveðna grunntækni og maður fær mjög góða hreyfingu, að hoppa á trampolíni, gera heljar- stökk og fara í handahlaup.“ Morgunblaðið/Ómar Skemmtilegt Sigurpáll Birgisson hefur æft fimleika í rúmlega þrjú ár en hann segir fimleika vera einstaklega skemmtilega líkamsrækt. mjög góða hreyfingu, hoppar á trampólíni, fer heljarstökk og handahlaup. Síðan sér Elli þjálfari um að passa upp á að við fáum nóg þrek. Ég kunni ekkert svona áður og hugsaði bara um neyðarlínuna þegar ég þurfti að hoppa í fyrsta sinn á trampólíni en þetta er rosa- lega gaman.“ Missi nær aldrei af æfingu STAFG ANGA ÁHRIFA RÍK LE IÐ TIL LÍK AMSRÆ KTAR Stafgöngunámskeið hefjast 12. janúar 2010 stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á: BYRJENDANÁMSKEIÐ ERU AÐ HEFJAST Upplýsingar eru veittar í síma 551 4003 og á heimasíðu félagsins www.thorshamar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.