Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 36
36 | MORGUNBLAÐIÐ
Þótt margir ætli að byrja á
heilsusamlegra líferni á nýju
ári er þó alltaf þessi löngun
í sætindi. Henni má eyða
með því að búa sér til eitt-
hvað hollt sem er sætt en
möguleikarnir eru marg-
víslegir. Þannig er hægt að
búa til ferskt ávaxtasalat
með sýrðum rjóma, bökuð
epli með kanil og margt
fleira. Oft er hægt að breyta
uppskriftum að sætum rétt-
um þannig að þær verði holl-
ar og góðar. Eins er hægt að
nota þurrkaða ávexti og
hnetur í alls kyns eftirrétti
en sætir ávextir gefa mikið
sætindabragð.
Hnetur og ávextir Það er
ýmislegt til sem er hollt en
samt mjög sætt á bragðið.
Sætt og hollt
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Þ
rátt fyrir nafnið, þá er ekki
bara meðferð fyrir barns-
hafandi konur á heilsu-
miðstöðinni 9 mánuðir. Þó
segir Guðlaug María Sigurðardóttir
ljósmóðir að þegar hún stofnaði
fyrirtækið árið 2002 þá hafi það aðal-
lega verið ætlað barnshafandi kon-
um. „Heilsumiðstöðin hefur þróast
þannig að við tökum á móti öllum en
kappkostum ennþá að þjónusta sér-
staklega meðgöngu og fæðingu.
Okkur hefur til dæmis fundist eldra
fólk og sérstaklega eldri konur hafa
orðið út undan hjá heilsumið-
stöðvum almennt og við erum því að
fara af stað með jóga fyrir konur
sem eru eldri en 65 ára. Margar af
þessum konum vilja ekki fara á nám-
skeið því þeim finnst hóparnir oft of
stórir en við erum með lítinn hóp,
10-12 manns sem verða í litlum og
huggulegum sal. Þannig er það í öll-
um okkar jógatímum. Við höfum
þétt og gott utanumhald þannig að
það myndist góð stemning.“
Myndapakki úr móðurkviði
Það er ýmislegt sem 9 mánuðir
bjóða upp á og þar á meðal
þrívíddarsónar sem á einmitt fjög-
urra ára afmæli í janúar. „Það er
alltaf hæg aukning í þrívíddarsónar
sem reyndar má tengja við fjölgun
fæðinga. Þegar fyrst var boðið upp á
þrívíddarsónar hér á landi var fólk
hrætt og fannst þetta skrýtið en
þetta er framtíðin. Þrívíddarsónar
er framkvæmdur nákvæmlega eins
og venjulegur sónar, sett er gel á
magann og nema er strokið yfir
magann. Eini munurinn er sá að í
tvívíddinni fara allar bylgjur á einn
stað en í þrívíddinni þá dreifast þær.
Markmiðið með þrívídd er nátt-
úrlega annað en í tvívídd vegna þess
að í tvívídd geturðu skoðað inn í lík-
amann, hægt að skoða heilahólf,
hjarta, blöðrur og nýru og það til-
heyrir greiningunum en við erum
ekki í greiningum. Okkar markmið
er að kíkja á barnið og gefa for-
eldrum tækifæri á að fá fyrsta
myndapakkann úr móðurkviði.“
Sjálfsdáleiðslutækni
Á árinu munu 9 mánuðir bjóða
upp á svokallað Hipno Birth sem
gengur undir nafninu sjálfsdá-
leiðslutækni á íslensku. „Hipno
Birth er tækni fyrir konur til að tak-
ast á við sjálfan sig og hræðsluna við
fæðingu. Í rauninni er þetta
sjálfsdáleiðslutækni þannig að þegar
konan fær hríðar og verki sem hún
er hrædd við þá er hún búin að læra
ákveðna tækni til að fara inn í sig og
takast á við það sem er að gerast,“
segir Guðlaug og bætir við að það
séu fleiri nýjungar á miðstöðinni.
„Fríða Hauksdóttir er nýbyrjuð hjá
okkur en hún er osteópati en osteó-
patían er mjög vanmetin grein á Ís-
landi því hún er svo lítið þekkt.
Sjálfri finnst mér osteópatían mjög
spennandi en osteópatar læra að
greina og meðhöndla stoðkerfis-
vandamál. Þetta er nokkurra ára
nám sem er skylt sjúkraþjálfun en
þó er meira unnið með höndunum.“
Tekist á við hræðslu við fæðingu
Morgunblaðið/Golli
Guðlaug María Sigurðardóttir: Þrívíddarsónar er framkvæmdur nákvæmlega eins og venjulegur sónar, sett er gel
á magann og nema er strokið yfir magann. Munurinn er sá að í tvívíddinni fara allar bylgjur á einn stað.“
Heilsumiðstöðin 9 mán-
uðir var í upphafi ætlað
einungis barnshafandi
konum en tekur nú á móti
öllum, enda segir Guð-
laug María Sigurðardóttir
ljósmóðir, sem stofnaði
miðstöðina, að hún hafi
mikið af góðu og hæfi-
leikaríku fólki með sér á
miðstöðinni. Þar má til
dæmis fara í jóga fyrir 65
ára konur, þrívíddarsónar
og margt fleira.
» Í raun er þetta
sjálfsdáleiðslu-
tækni þannig að þegar
konan fær hríðir þá er
hún búin að læra
ákveðna tækni til að
fara inn í sig.
Fréttir á SMS