Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 Stuttar fréttir ... ● BJÖRN Ingi Sveinsson, fyrrver- andi forstjóri Sax- byggs, segir að ekki sé rétt að eig- endur félagsins hafi lánað sjálfum sér peninga úr sjóðum þess, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Fréttablaðið greindi frá því í gær að skiptastjóri þrotabús Saxbyggs hefði stefnt Nóatúnsfjölskyldunni og eig- endum Byggingarfélags Gunnars og Gylfa vegna sölu á erlendum fasteigna- verkefnum til félags í þeirra eigu. „Um var að ræða björgunaraðgerðir og hefði þrotabú Saxbyggs ella orðið fyr- ir mun meira tjóni. Þegar íslensku bank- arnir hrundu og á einn þeirra voru sett hryðjuverkalög í október 2008 var ljóst að vandræði þeirra gætu orðið til þess að verðgildi þessara eigna myndi hrynja. Því var gripið til þess ráðs að koma þess- um erlendu eignum Saxbyggs undir stjórn annarra félaga,“ segir í yfirlýsing- unni. „Var þetta gert í samráði við er- lenda meðeigendur sem eðlilega höfðu áhyggjur af stöðu mála á Íslandi. Skipta- stjóri hefur verið upplýstur um þessar aðgerðir og aðdraganda þeirra og að fyr- irhugað sé að greiðslur komi fyrir eign- irnar þegar verkefnunum lýkur – en það er eðli fasteignaþróunarverkefna að af- raksturinn af þeim skilar sér við verklok og húsnæðið er selt eða leigt. Áð- urnefndar eignir voru seldar að und- angengnu ítarlegu verðmati.“ Aðgerðir til að bjarga eignum eftir hrunið ● VÍRUSVARNATÆKNI Lykla-Péturs hefur hlotið VB100-gæðastimpilinn frá hinu virta Virus Bulletin-tímariti fyrir desember 2009 og febrúar 2010. Í til- kynningu frá Friðriki Skúlasyni ehf. seg- ir að þessi niðurstaða Virus Bulletin setji Lykla-Pétur í hóp öflugustu vírus- varna heims. Virus Bulletin er óháður aðili sem prufukeyrir reglulega allar helstu vírusvarnir sem í boði eru. Lykla-Pétur fyrir Windows (F-PROT Antivirus) er íslenskur hugbúnaður sem byggir á margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu helstu veiruvarna- sérfræðinga heims. Lykla-Pétur býður upp á svokallaða Small Business- útgáfu, ásamt sérstakri útgáfu fyrir stærri fyrirtæki. Lykla-Pétur fær gæða- stimpil erlends tímarits verandi stjórnarformaður Glitnis og núverandi stjórnarformaður Víf- ilfells, og Árni Hauksson. Árni var eini stjórnarmaðurinn sem greiddi atkvæði á móti því að selja fjölmiðlahluta 365 hf. til Rauð- sólar, en hann sagði sig úr stjórn fé- lagsins daginn eftir að ákvörðunin um söluna var samþykkt í stjórn með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði hans. Árni hafði jafnframt selt öll sín hlutabréf í 365 í júlí sama ár, en fyrir lá yfirtökutilboð upp á 1,2 krónur á hlut svo hægt væri að taka félagið af markaði. Í varastjórn 365 á þessum tíma sátu Matthías Imsland og Soffía Lárusdóttir. Fjárhagslegur skaði Landsvaki, rekstrarfélag Lands- bankans, átti skuldabréf á 365 hf. á þeim tíma sem félagið seldi Rauðsól hf. fjölmiðlahluta fyrirtækisins. Greiðslur af því skuldabréfi munu því koma úr þrotabúi Íslenskrar afþrey- ingar. Við vinnslu fréttarinnar tókst ekki að afla upplýsinga um hversu háa kröfu Landsvaki átti á 365 hf., en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er um verulegar fjárhæðir að ræða. Vegna þess að krafan er nú í bú Íslenskrar afþreyingar mun Lands- vaki verða fyrir nokkrum fjárhags- legum skaða. Í 64. grein laga um gjald- þrotaskipti segir að skuldari geti krafist þess að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta, ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lán- ardrottna sína og talið er ósennilegt að greiðsluörðugleikar muni líða hjá innan skamms. Jafnframt er skuld- ara, sem er bókhaldsskyldur, skylt að gefa upp bú sitt til skipta þegar svo er orðið ástatt fyrir honum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins vinnur Landsvaki nú að því að stefna fyrrverandi stjórn- armönnum, þar sem þeir beri per- sónuleg ábyrgð vegna ráðstafana sem áttu sér stað eftir að félagið var orðið ógjaldfært, enda myndaðist skylda að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnarmenn 365 líklega skaðabótaskyldir vegna sölu  Taka hefði átt 365 hf. til gjaldþrotaskipta í stað þess að selja fjölmiðlahluta Morgunblaðið/Heiddi Gjaldþrota Fjölmiðla- og afþreyingarfyrirtækið 365 hf. var ógjaldfært í nóvember 2008 og hefði þar af leiðandi átt að fara í gjaldþrotameðferð. Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is ÞEIR sem sátu í stjórn 365 hf., sem tók þá ákvörðun að selja fjölmiðla- hluta fyrirtækisins til Rauðsólar ehf. í nóvember 2008, gætu verið persónu- lega skaðabótaskyldir gagnvart kröfuhöfum Íslenskrar afþreyingar (áður 365 hf.) vegna sölunnar. Sökum þess að félagið var ógjaldfært þegar salan fór fram hefðu stjórnarmenn átt að gefa bú félagsins upp til gjald- þrotaskipta í stað þess að selja hluta þess annað. Einn á móti sölunni Þeir sem sátu í stjórn félagsins á þeim tíma sem ákvörðunin var tekin eru Jón Ásgeir Jóhannesson, núver- andi eigandi 365 miðla, Magnús Ár- mann, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, Pálmi Haraldsson, sem var annar eigenda fjárfestingafélags- ins Fons, Þorsteinn M. Jónsson, fyrr- Í HNOTSKURN »365 hf. var ógjaldfært þeg-ar fjölmiðlahlutinn var seldur til Rauðsólar. Stjórn- armönnum var þess vegna skylt að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. »Stjórnarmenn gætu boriðpersónulega skaðabóta- ábyrgð vegna sölunnar til Rauðsólar. Þeir stjórnarmenn 365 sem sam- þykktu að selja fjölmiðlahluta fé- lagsins til Rauðsólar í nóvember 2008 eru líklega skaðabóta- skyldir gagnvart kröfuhöfum Ís- lenskrar afþreyingar ehf. Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is HAGVÖXTUR á Íslandi þyrfti að vera 15% á hverju ári frá árunum 2016 til 2024 eigi greiðslubyrði rík- isins vegna Icesave-samkomulagsins að nema að meðaltali 1,5% af vergri landsframleiðslu á tímabilinu. Þetta kemur í ljós þegar forsendum út- reikninga Jóns Daníelssonar, lektors í hagfræði við London School of Economics, er breytt til þess að fá 1,5% meðaltalið. Greining Jóns á efnahagslegri áhættu vegna Ice- savsa-samkomulagsins er aðgengi- leg á vefslóðinni risk.lse.uk/icesave. Sé gert ráð fyrir 4% hagvexti á hverju ári frá árunum 2016 til 2014 er niðurstaðan að afborganir af Ice- save nemi að meðaltali 3,1% á tíma- bilinu. Þessir útreikningar styðjast við hagvaxtarspá Seðlabanka Ís- lands sem nær til fyrsta ársfjórð- ungs 2013. Veðjað á efnahagslegt kraftaverk eftir 2016 Sem kunnugt er hafa hagfræð- ingar deilt um hversu hátt hlutfall af landsframleiðslu muni fara í að borga af Icesave-skuldbindingunum eftir árið 2016. Sumir hafa spáð því að hlutfallið muni einungis nema á bilinu 1 til 2% af landsframleiðslu. Sé hvort tveggja, greining og útreikn- ingar Jóns, haft til hliðsjónar er ljóst að efnahagslegt kraftaverk þurfi til að sú spá rætist: 15% hagvöxtur á hverju ári í níu ár. Sé gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 4% á hverju ári á þessum tíma fæst sú niðurstaða að hlutfall Icesave af landsframleiðslu nemi 3,1% á tímabilinu. Taka verður fram að 4% hagvöxtur á hverju ári í níu ár myndi teljast til meiriháttar tíðinda. Forsendur útreikninga Jóns byggjast á núverandi Icesave- samkomulagi, þar með 5,5% föstum vöxtum á láninu, og miða þeir við gengi krónunnar í byrjun janúar í ár og það haldist óbreytt á öllu spá- tímabilinu. Ennfremur gengur Jón út frá áætlun skilanefndar Lands- bankans um að 88% forgangskrafna þrotabúsins verði greidd og að greiðslurnar muni endurheimtast á löngu tímabili – þar af 29% eftir 2015. Auk gengisáhættu er ekki tek- ið tillit til verðbólguþróunar – verð- bólga erlendis myndi saxa á Icesave- skuldina svo dæmi sé tekið. En sé tekið tillit til þróunar undanfarna áratugi ætti verðbólguþróun ekki að breyta þeirri niðurstöðu að kraft- mikið hagvaxtartímabil, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, þarf að ríkja á Íslandi frá og með árinu 2016 til þess að hlutfall af Icesave-afborgunum verði undir 2% af landsframleiðslu. Ótrúlegan hagvöxt þarf til  15% hagvöxt á ári þarf svo að hlutfall Icesave verði innan við 2% af VLF Hagvaxtarspá og Icesave Afborganir af Icesave sem hlutfall af VLF miðað við: 4% hagvöxt og 15% hagvöxt Spá um verga landsframleiðslu (VLF) miðað við: 4% hagvöxt og 15% hagvöxt 3,3% 3,2% 2,8% 2,6% 3,1% 3,6% 3,3% 3,0% 2,9% 2,2% 2,0% 1,6% 1,3% 1,4% 1,5% 1,2% 0,9% Tö lu re ru ím ill jö rð um kr ón a 0, 92 m a 1,8 1m a 1,8 9 m a 1,9 7 m a 2, 04 m a 2, 13 m a 2, 21 m a 2, 30 m a 1,1 3 m a 1,3 8 m a 2, 94 m a 3, 38 m a 3, 89 m a 4, 47 m a 5, 14 m a 5, 91 m a 6, 80 m a 3, 61 m a 1,0% 2016* 30,1 2017 57,4 2018 53,8 2019 50,1 2020 63,4 2021 76,7 2022 73,1 2023 69,5 2024** 33,4 Afborganir af Icesave (íma. kr.): *Seinni árshelmingur **Fyrri árshelmingur ● TÓLF óskuldbindandi tilboð í hlutafé Sjóvár Almennra trygginga hf. hafa bor- ist, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Til- boðin voru opnuð á þriðjudaginn, í við- urvist löggilts endurskoðanda. Þeim sex tilboðsgjöfum sem áttu hæstu óskuldbindandi tilboðin, sem jafnframt teljast hafa fullnægjandi fjár- hagslega burði, verður gefinn kostur á áframhaldandi þátttöku í söluferlinu og veittur aðgangur að nánari upplýs- ingum um starfsemi og fjárhag fyr- irtækisins. Af þeim sex sem boðin verð- ur áframhaldandi þátttaka í ferlinu eru þrír erlendir aðilar. Tilboðum með fyr- irvara um áreiðanleikakönnun ber að skila í síðasta lagi 22. febrúar 2010, að því er fram kemur í fréttatilkynning- unni. 12 tilboð í Sjóvá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.