Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 20
✝ Erla Magnúsdótirfæddist í Reykja- vík 17. ágúst 1971. Hún lést á Landspít- alanum 27. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Erlu eru Magnús Theodórsson, f. 16.4. 1949, og Ást- ríður Ingadóttir, f. 30.11. 1948. Erla átti tvo bræður. Gunnar Magnússon, f. 9.9. 1977, eiginkona hans er Salóme Huld Garð- arsdóttir og eiga þau tvö börn, Kristbjörgu Ástu og Magnús Inga. Lárus Ingi Magn- ússon, f. 22.2. 1979, d. 28.6. 1979. Maður Erlu er Stefán Þór Bene- diktsson, f. 7.11. 1972, hann er son- ur Benedikts Stefánssonar og Mar- grétar Árnmarsdóttur. Erla hóf sambúð með Stefáni árið 1992. Börn Erlu og Stefáns eru: 1) Inga Lára, f. 18.4. 1997. 2) Ásta Margrét, f. 25.3. 2001. 3) Bene- dikt, f. 19.7. 2002. 4) Sandra Líf, f. 17.8. 2005. 5) Birta, f. 17.8. 2005. Erla ólst upp í Reykjavík. Hún út- skrifaðist sem hár- greiðslumeistari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1993. Hún opnaði sína eigin hárgreiðslustofu, Primadonnu, 3. maí árið 1994, og gegndi hún því starfi alla tíð. Hún byggði sína stofu upp frá grunni af mikilli alúð og metnaði. Erla vann til fjölda viðurkenninga fyrir hinar ýmsu keppnir í grein- inni. Hún helgaði sig fjölskyldu sinni og heimili af mikilli alúð og umhyggju. Útför Erlu fer fram frá Selja- kirkju í dag, föstudaginn 5. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku mamma okkar. Við eigum mjög erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Takk fyrir allar frábæru stundirn- ar sem við áttum saman og við mun- um geyma þessar fallegu stundir í hjarta okkar að eilífu. Þín börn, Inga Lára Stefánsdóttir, Ásta Margrét Stefánsdóttir, Benedikt Stefánsson, Sandra Líf Stefánsdóttir og Birta Stefánsdóttir. Elsku hjartans Erla okkar, sorg okkar er meiri en orð fá lýst. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku Erla okkar. Mamma og pabbi. Með fátæklegum orðum langar mig að minnast elskulegrar systur minnar sem lést langt fyrir aldur fram. Erla var ekki bara stóra systir mín heldur líka einn minn besti vin- ur. Hún var mín stoð og stytta og mín fyrirmynd í öllu, nema kannski í barneignum. Við höfum alla tíð verið mjög náin og sumir hafa sagt að við værum ekki eðlileg systkini því við rifumst aldrei. Þegar við vorum lítil misstum við Lárus Inga, bróður okk- ar, aðeins 4 mánaða gamlan. Eftir það verndaði Erla mig af mikilli alúð og passaði alltaf vel upp á mig. Erla var fjörugur unglingur, sem betur fer man ég ekki mikið eftir gelgjuskeiðinu hennar, en ég gleymi aldrei þegar hún var að passa mig á sínum unglingsárum. Þegar vinirnir komu í heimsókn hafði hún gott lag á að plata mig í hin ýmsu hlutverk. Ég var annað hvort í uppvaskinu eða plötusnúður, já, hún kunni sko að nýta litla bróður. Eftir að Erla fór að læra hárgreiðslu þurfti hún að æfa sig reglulega heima, auðvitað var það hausinn á mér sem var fórnar- lamb þeirra æfinga. Að æfingu lok- inni fór hún með mig í klippingu og bannaði mér að segja frá því hver hefði verið að klippa mig. Ég hef allt- af sagt það að fórnfýsi mín eigi stór- an þátt í því hversu fær fagmaður hún var. Ég man vel eftir því þegar Erla kynnti mig fyrir Stebba í fyrsta skiptið, ég verð að viðurkenna það að ég var frekar fúll í fyrstu því mig dreymdi alltaf um að Erla ætti íþróttastjörnu sem kærasta. Þrátt fyrir að Stebbi hafi hvorki verið í handbolta né fótbolta þá var hann ekki lengi að sanna sig fyrir mér og urðum við strax góðir vinir. Betri lífsförunaut gat Erla ekki fengið og geisluðu þau af hamingju og ást. Þau eiga fimm yndisleg börn sem hún var svo stolt af. Það voru ófá samtölin sem við áttum um gullmolana okkar og okkur fannst svo gaman hvað börnin hennar voru góð við börnin mín. Erla var ekki bara með stóra fjöl- skyldu heldur rak hún hárgreiðslu- stofu sem hún byggði upp frá grunni. Ég hef aldrei skilið hvar hún fékk allan þennan kraft og orku sem hún var með. Það er svo erfitt að skilja og sætta sig við að þú sért farin, sökn- uðurinn er meiri en orð fá lýst. Eftir standa ógleymanlegar minningar sem við áttum saman. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mér og ég mun segja börnunum okkar sögur af þér þegar þau verða eldri. Ég mun segja þeim frá konunni sem vissi alltaf öll svörin þegar maður leitaði eftir að- stoð. Konunni sem kvartaði aldrei þótt álagið væri mikið á heimilinu og í vinnu. Konunni sem stóð eins og klettur bak við vini sína og var alltaf tilbúin að hjálpa þeim ef á þurfti að halda. Konunni sem var svo stolt af bróður sínum. Konunni sem var svo góð við foreldra sína og ömmur. Konunni sem var með hjartað úr gulli. En fyrst og fremst konunni sem elskaði manninn sinn og börnin sín af öllu sínu hjarta. Elsku Erla, þér er örugglega ætl- að stórt hlutverk á nýjum stað. Ef ég þekki þig rétt þá ertu komin með Lárus Inga í fangið og farin að greiða ömmu Gyðu. Hvíl í friði, elsku systir. Þinn bróðir, Gunnar Magnússon. Í dag er kvödd hinstu kveðju ung kona í blóma lífsins og mikill harmur er kveðinn að fjölskyldu og vinum vegna ótímabærs fráfalls hennar. Ég vil þakka þér, kæra Erla, fyrir þær notalegu samverustundir sem ég hef átt með þér og fjölskyldu þinni, þær minningar eru mér dýr- mætar. Hvað fær betur lýst Erlu okkar en þessar ljóðlínur skáldsins. Fegurðin er frá þér barst fullvel þótti sanna að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér þú hafðir leyst af hendi, af þeim sökum eftir þér Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér var gleðisólin bjarta sem skína skal til heiðurs þér skært í okkar hjarta. (B.H.) Elsku Stefán, Inga Lára, Ásta Margrét, Benedikt, Birta, Sandra Líf og aðrir aðstandendur, Guð vaki yfir ykkur. Megi minningin um góða konu lífa í hjörtum okkar allra að eilífu. Kveðja frá Unu Sigríði (Siggu) ömmu á Reyðarfirði. Elsku Erla, ég kveð þig með sorg og söknuði í hjarta. Það er ekki hægt að skilja tilganginn með þessu öllu. Við erum mörg sem höfum misst svo mikið við sviplegt fráfall þitt. Þú varst kletturinn í hafinu sem allir gátu leitað skjóls hjá. Það var sama hvort það var lítið eða smátt, alltaf varst þú tilbúin til þess að hjálpa til. Þú tókst mér opnum örmum þeg- ar við Gunni byrjuðum að vera sam- an. Okkur tókst vel að skipta honum á milli okkar. Við urðum strax góðar vinkonur enda ótrúlega gott að tala við þig og þú alltaf tilbúin til að hlusta. Ég man þegar við ræddum tvíburana í fyrsta skipti, þá vorum við saman að styðja við bakið á okk- ar manni á handboltaleik þegar þú sagðir mér fréttirnar. Þú varðst líka fyrst til að sjá það á mér þegar ég var ólétt og studdir vel við bakið á mér í bæði skiptin. Velferð barnanna minna skipti þig miklu máli. Ef þau urðu veik þá hringdir þú oft á dag til að athuga með þau og í eitt skiptið pantaðir þú tíma hjá barnalækni fyr- ir okkur. Allt saman gert til þess að hjálpa til. Þú varst alltaf til í að passa fyrir okkur, þig munaði ekkert um eitt eða tvö börn í viðbót. Börnin þín voru líf þitt og yndi, þú varst afskaplega stolt af þeim og hafðir mikinn metnað til að þeim gengi sem allra best í því sem þau voru að taka sér fyrir hendur og fengju allan þann stuðning sem þau þurftu að fá. Það voru ófá símtölin sem við áttum varðandi nám barnanna og alltaf hringdir þú stolt í mig þegar börnin þín höfðu fengið einkunnirnar sínar. Við höfum eytt löngum tíma sam- an á Spáni í húsi foreldra þinna. Það hefur verið frábær tími og við hvor- ugar í rónni fyrr en búið var að panta sumarfrí til Spánar. Við nut- um þess báðar að vera þar og slappa af og leyfa börnunum að leika sér í sundlauginni. Það verður skrítið að fara þangað án þín. Hvernig er hægt að halda áfram og horfa fram á veginn án þín? Ekki veit ég það. En eitt er víst að minn- ingin um góða og glæsilega konu lifir áfram. Takk fyrir allt, elsku Erla. Þín mágkona, Salóme Huld Garðarsdóttir. Snöggt og óvænt var eins og ský drægi fyrir sólu við fráfall elskulegr- ar tengdadóttur okkar og stórt skarð hefur myndast í okkar fjöl- skyldu. Orð fá ekki lýst, elsku Erla, hversu allt er tómlegt án þín. Þegar við sitjum hér buguð af sorg er gott að eiga trú, trú á lífið og að dauðinn marki aðeins þáttaskil í lífinu í átt til meiri þroska. En dauðinn er sár og erfitt að sættast við hann. Líkt og nú þegar hann tekur frá okkur yndis- lega manneskju í blóma lífsins, burt frá ungum börnum, manni, ástkær- um foreldrum, vinum og ættingjum- .Við spyrjum en fáum ekki svör, hvers vegna þér, elsku Erla, var ætl- uð svo fljótt önnur tilvera? Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Það var fyrir 17 árum sem þú komst inn í líf okkar þegar þið Stef- án fóruð að vera saman. Frá fyrstu kynnum litum við ekki bara á þig sem tengdadóttur heldur varst þú okkur líka sem dóttir og góð vin- kona. Við sáum hvað Stefán var lán- samur að kynnast þér, þú sem varst allt í senn, kröftug, lífsglöð, skemmtileg og góð kona. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur einkenndist af dugnaði, samviskusemi og ósér- hlífni. Nærvera þín var einstök, og þó að þú hefðir nóg á þinni könnu varstu ávallt tilbúin að hjálpa til og gleðja aðra. Þú varst fyrirmyndar- móðir sem ræktaðir þína eigin fjöl- skyldu af miklum myndarskap og við vorum stolt af því hvað þið Stef- án voruð samstiga í að ala upp barnahópinn ykkar og búa þeim fal- legt og gott heimili. Sú umhyggja og metnaður sem þið hafið lagt í upp- eldi þeirra frá fyrstu tíð mun áfram verða þeim gott veganesti. Á þessari sorgarstundu leitar hugurinn til lið- inna samveru- og gleðistunda, þær minningar munum við geyma í hjört- um okkar um ókomin ár. Það sem stendur upp úr núna er þakklæti fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eyða síðustu jól- um með ykkur. Við erum þakklát fyrir þau ár sem þú hefur verið hluti af lífi okkar og minningar um góða konu munu lifa í hjörtum okkar að eilífu. Samtaka- máttur stórfjölskyldunnar er mikill og saman munum við vinna úr þeirri sorg sem skall svo fyrirvaralaust á við fráfall þitt. Margrét og Benedikt. Erla frænka hefur alltaf reynst mér vel, enda verið mér eins og hin besta systir. Hún hjálpaði mér og studdi alla tíð og fannst mér gott að leita til hennar, sama hvað það var. Maður hefur alltaf verið meira en velkominn í Lækjarselið, þar sem Erla og Stefán boðuðu ekkert nema hlýju og gestrisni. Erla var falleg kona, með stórt hjarta og vildi öllum vel. Hún var einstaklega góð móðir sem rak stórt heimili og fyrirtæki og ól upp fimm yndisleg börn. Sýndi það dugnað hennar og styrkleika. Þegar ég hugsa um Erlu frænku streyma fram minningarnar. Allt sem við höfum gert og upplifað sam- an frá því ég fæddist, enda var ég litla frænka hennar. Efst er mér í huga dvölin á Spáni síðastliðið sum- ar þegar öll fjölskyldan var þar sam- an komin til að eiga góðar stundir. Einnig minnist ég allra gamlárs- kvöldanna og allra skemmtilegu stundanna sem við áttum saman í Lækjarselinu. Áfallið var mikið en söknuðurinn er enn meiri og erfitt er að trúa því að Erla frænka sé ekki lengur með okkur. Ber ég með mér mikinn tóm- leika. Stefán minn, megi Guð vera með þér og börnunum, hugur minn mun alltaf verða hjá ykkur. Erla María. Það er með erfiðismunum að ég sit hér og skrifa minningarorð um frænku mína sem var tekin á brott frá okkur. Ég á margar góðar minningar um Erlu frænku frá okkar æskuárum. Það fyrsta sem kemur í huga mér er mynd af Erlu og mér nýkomin úr baði í Hófgerðinu. Þessi mynd hefur alltaf fylgt mér þegar ég hef hugsað um þig. Minnist þess að við bjuggum í Noregi og við heimsóttum ykkur í Svíþjóð og við dönsuðum við öll ABBA lögin sem voru svo vinsæl. Það er mér líka mjög minnisstætt þegar mamma og pabbi fóru til út- landa, við systkinin fengum að vera hjá ykkur í Jörfabakkanum ein- hverja daga. Við komum heim úr skólanum og fengum ristað brauð með osti og djús að drekka hjá Ástu frænku sem var alltaf svo gaman. Já, þær eru margar minningarnar um Erlu frænku mína og þær lifa allar áfram í mér. Elsku Stefán, Inga Lára, Ásta Margrét, Benedikt, Birta og Sandra Líf, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi ljós Erlu lýsa yfir ykk- ur alla tíð. Elsku Maggi, Ásta, Gunni og amma Erla. Sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur öllum og gefa ykkur styrk í þessari sorg. Elsku frænka, hvíl í friði. Theodór Ólafsson (Teddi frændi). Það er erfitt að sitja hér og skrifa minningarorð um frænku sína, unga konu sem tekin var burt í blóma lífs- ins. Ég hef þekkt þig allt mitt líf og þó svo að samskipti okkar hafi minnkað á fullorðinsárunum vorum við mikið saman á okkar yngri árum og á ég margar góðar minningar frá því í Jörfabakkanum og þegar við fórum saman í skemmtilega ferð til Hollands með fjölskyldum okkar. Alltaf hefur þó verið haldið í þá hefð að vera saman á jóladag og þegar við vorum orðin of mörg fyrir íbúðina hjá ömmu Erlu fannst þér ekki mikið mál að taka að þér að bjóða okkur öllum til þín í íbúðina niðri í Lækjarselinu. Já, þú varst ávallt kröftug kona og kletturinn í því að halda saman fjölskyldunni þó að það væri ekki nema þennan eina dag á ári. Fyrir það þakka ég þér mikið og nú sér maður hvað það er mikilvægt að halda tengslunum. Þegar pabbi var nýdáinn var ég í klippingu hjá þér og töluðum við mikið um að við þyrftum að hittast meira og þá sérstaklega með börnin okkar. Þú varst alltaf tilbúin að bjóða okkur heim ef eitthvað var og gerðir það nokkrum sinnum. Þú studdir okkur mikið þegar pabbi var veikur og líka þegar hann dó. Mér er svo minnisstæð góða kvöldstundin sem við frændsystkinin ég, þú, Teddi og Björg áttum saman með ömmu Erlu heima hjá þér þegar pabbi var far- inn. Þú vildir endilega fá okkur í mat, við pöntuðum okkur kínversk- an og sátum og rifjuðum upp góðar minningar. Ég man líka þegar þú hringdir í mig þegar pabbi lá bana- leguna til að spyrja hvernig mér liði. Þér fannst svo óréttlátt að fólk þyrfti að missa foreldri sitt svona ungt og þú talaðir líka um það að þú vissir ekki hvað þú myndir gera ef þú misstir mömmu þína eða pabba og það á besta aldri. Já, Erla mín, þetta símtal situr í mér og nú hugsa ég til barnanna þinna fimm sem þurfa að ganga í gegnum það erfiða verkefni að missa foreldri sitt, mömmu sína sem var alltof ung til að vera tekin frá þeim, klettinn í lífi þeirra. Þetta er erfitt líf og óréttlátt stundum. Það er sagt að þeir deyi ungir sem Guðirnir elska en maður hugsar með sér af hverju þú, svona ung og kröftug kona tekin frá fimm börnum og eiginmanni, það finnst manni óskiljanlegt. Elsku Erla frænka, nú er komið að kveðjustund. Ég veit að þú ert komin á fallegan stað núna og það er tekið vel á móti þér. Ég bið góðan Guð að geyma þig og vernda. Elsku Stefán, Inga Lára, Ásta Margrét, Benedikt, Birta og Sandra. Votta ykkur mína dýpstu samúð og megi ljós Erlu og minning hennar lýsa ykkur áfram í lífinu. Elsku Ásta, Maggi, Gunni og amma Erla. Mínar dýpstu samúðar- kveðjur til ykkar. Stórt skarð er höggvið í okkar litlu fjölskyldu. Guð geymi ykkur og gefi ykkur styrk í sorginni. Hvíl í friði, elsku frænka, Kristín Ásta Ólafsdóttir (Kiddý). Svo snögglega féll Erla frænka mín frá að ég á enn mjög bágt með að trúa því. Eflaust mun það taka langan tíma að sætta mig við það að þessi undurfallega og brosmilda frænka mín sé ekki lengur meðal Erla Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA Þakklæti fyrir vinskapinn þakklæti fyrir trúnaðinn þakklæti fyrir hláturinn þakklæti fyrir jákvæðni þína. Dugnaður þinn verður mér leiðarljós inn í framtíðina. Hanna Birna. 20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.