Morgunblaðið - 05.02.2010, Síða 17

Morgunblaðið - 05.02.2010, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 Hænufet Hænur í Húsdýragarðinum vita að þeim verður ekki slátrað fyrir neytendur og geta því leyft sér þann munað að horfa í kringum sig, spá í spilin og virða fyrir sér aðrar hænur. Árni Sæberg SL. LAUGARDAG birti Morgunblaðið grein eftir undirritaðan sem bar yfirskriftina „Kvik- myndir í hruni“. Þar setti ég fram þá hug- mynd að stjórnvöld end- urskoðuðu afstöðu sína til niðurskurðar fjár- framlaga til Kvikmynda- miðstöðvar gegn því að kvikmyndagerðin sam- þykkti að taka þátt í endurreisn ímyndar þjóðarinnar næstu 4 árin eða svo. Að samstaða yrði mynduð með kvikmyndagerðarfólki og stjórn- völdum um að fara þá leið að nýta kvikmyndina sem vopn í því stríðs- ástandi sem ríkir á Íslandi, út á við jafnt sem inn á við, eftir hrun. Minnt var á hve stóru hlutverki kvikmyndin sem miðill hefur gegnt í stríði í gegn- um tíðina og hve öflug hún væri þeg- ar kæmi að því að glæða samúð með þeim sem lenda í hamförum. Í þessu sambandi væri nauðsynlegt fyrir okkur öll að hugsa allt okkar ráð upp á nýtt, grundvalla uppbyggingarstarf okkar á nýrri, frjórri hugsun, eins og hvolfdist yfir drenginn í völundarhús- inu í kvikmynd Stanley Kubricks, „Shining“ og gerði honum kleift að hoppa út af sporinu. Komið hefur fram hjá einstaka kvikmyndagerðarmönnum ótti við að hugmyndin kunni að ógna frelsi þeirra sem listamanna. En er það ekki gamaldags hugsunarháttur og laus úr tengslum við ástandið í þjóð- félaginu eins og það er nú? Um það má að sjálfsögðu rökræða. Daginn eftir að grein mín birtist í Morgunblaðinu barst mér, og vænt- anlega flestum kollegum mínum í hópi kvikmyndaframleiðenda, tilboð frá Evrópusambandinu um þátttöku í samkeppni sem varpar ljósi á þessa hugmynd. Um er að ræða gerð 3ja mínútna langrar kvikmyndar sem á að lýsa persónulegri sýn kvikmynda- gerðarmannsins á Evrópu. Myndin þarf að búa yfir þeim galdri að geta fangað hugi ungs fólks og breiðs áhorfendafjölda gegnum netið og hreyfanlega miðla á grundvelli frum- legrar útfærslu og skapandi og fag- urfræðilegrar nálgunar. Höfundar fá þá forskrift að þeir noti safnaefni frá Evrópusambandinu, sem það útveg- ar, ásamt efni sem þeir kvikmynda sjálfir. Þeir eiga að búa til jákvæða en persónulega mynd af Evrópu út frá þeirra eigin listrænu sýn. Sitthvað fleira er upp talið sem hafa þarf í huga við gerð mynd- arinnar. Athyglisvert er að það miðar allt að því að sköpuð verði frumleg sýn á Evrópu þar sem hin listræna og fagurfræðilega nálgun skiptir höfuðmáli. Verðlaunin fyrir þessa 3ja mínútna löngu kvik- mynd eru 10 þúsund evrur sem sam- svara um 1.780.000 íslenskum krón- um. Af þessu litla dæmi má sjá hvað Evrópusambandið leggur mikið upp úr kvikmyndinni í sambandi við sköp- un jákvæðrar sjálfsmyndar Evrópu. Margir munu segja: „Já en bíddu, já- kvæða mynd? Er ekki eitthvað bogið við það?“ Það má að sjálfsögu ræða. Spurningin gæti hins vegar beinst að Menningarmálaráðuneytinu og hljóð- að einhvern veginn svona: Gæti ráðu- neytið séð fyrir sér sem svar við ákalli kvikmyndagerðarinnar um að það reiði ekki til höggs að það bætti nokkrum krónum inn í kvikmynda- sjóðinn í ár sem varið yrði sér- staklega til gerðar heimild- arkvikmynda og stuttmynda sem hefðu svipuð markmið og litla 3ja mínútna mynd Evrópusambandsins og yrðu verðlaun í boði til að skapa samkeppni og eldmóð? Taka svo slag- inn af fullum krafti næstu árin með fjárfestingu í öllum greinum kvik- myndagerðar okkar sem beindi afli sínu að hinum stóru stefjum hruns- ins. Þá gæti það gerst að íslensk kvik- myndagerð yrði ekki lengur í hruni heldur á uppleið og það svo um mun- aði fyrir land og þjóð. Eftir Erlend Sveinsson » Af þessu litla dæmi má sjá hvað Evrópu- sambandið leggur mikið upp úr kvikmyndinni í sambandi við sköpun já- kvæðrar sjálfsmyndar Evrópu. Erlendur Sveinsson Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður. Kvikmyndir á uppleið? ÞÓRÓLFUR Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, skrifaði grein í norska stórblaðið Aftenposten, sem vakið hefur athygli. Ég, á meðal annarra, hef gagnrýnt skrif Þórólfs harðlega. Hann hefur brugðist við gagnrýni minni, m.a. á vefmiðl- inum Pressunni. Heldur hann sig við sama heygarðshorn og í Aften- posten þar sem hann gerir því skóna að gagnrýnendur Icesave- samningsins hér á landi fari með ósannindi og máli skrattann á vegginn. Staðreyndir? Lítum aðeins á „staðreyndir“ Þórólfs. Hann segir að þegar upp verði staðið þurfi Íslendingar að- eins að greiða 6 til 8 milljarða norskra króna og sé það vel viðráð- anlegt. Verðgildi norsku krónunnar er nú tuttugu og tvöfalt verðgildi hinnar íslensku þannig að um er að ræða 130 til 176 milljarða greiðslu. Nú er það svo að gangi björtustu vonir eftir innheimtast 90% af eignum Landsbankans sem ganga eiga upp í meintan Icesave- reikning. Það þýðir að eftir standa af rúmlega 700 milljörðum 70 millj- arðar. Það breytir því ekki að allur höfuðstóllinn stendur á vöxtum eins og hann hefur gert frá 1. jan- úar 2009. Það gerir um 40 millj- arða á síðasta ári og aðra 40 millj- arða á þessu ári að öðru óbreyttu. Samtals eru þetta 150 milljarðar. Með öðrum orðum, samkvæmt þessu er ekki annað að sjá en reikningar Þórólfs gangi upp. Um fegrun og skrök Þórólfur biður okkur sérstaklega um það í skrifum sínum „að fegra ekki myndina“. En hvað gerir hann sjálfur? Í fyrsta lagi gefur hann sér allra hagstæðustu líkur á inn- heimtum sem mögulegar eru en lætur þess að engu getið að um bjartsýnustu líkindaspá er að ræða. Í annan stað gefur hann sér að eignirnar innheimtist allar á þessu ári eða því næsta, ella þyrfti að reikna með vöxtum og vaxtavöxt- um í mun lengri tíma. Landsbankinn hefur látið Alþingi í té mat sitt á því hve langan tíma taki að innheimta allar eignir, og er þar talað um allt að heilan ára- tug. Hjá Skilanefnd hef- ur komið fram að ekki verði greitt út fyrr en séð er fyrir endann á hugsanlegum málaferl- um og er það talið ólík- legt fyrr en árið 2011. Á meðan koma mjög lágir vextir á fjármagn sem innheimtist í Bret- landi fyrir eignir á sama tíma og vaxtak- vörnin malar á Ísland með 5,55% vöxtum og síðan vaxtavöxtum. Spár sem birst hafa opinberlega, og teljast bjartsýnisspár, hafa gert ráð fyrir að mun hærri upphæðir lendi á íslenskum skattborgurum miðað við óbreyttan samning, en Þórólfur gerir ráð fyrir eða um 3 hundruð milljarðar, svartsýnni spár gera ráð fyrir þrisvar sinnum hærri upphæð en Þórólfur nefnir, eða rúmlega 5 hundruð milljörðum, sbr. grein Jóns Daníelssonar við London School of Economics í Morgunblaðinu 15. janúar sl. Hann gerir ráð fyrir 120 milljarða greiðslu vegna höfuðstóls, 387 í vexti og vaxtavexti, samtals 507 milljörðum. Hafa ber í huga að all- ir þessir útreikningar eru byggðir á líkindareikningi. Þar skiptir máli að menn sýni yfirvegun og hafi góða yfirsýn. Þórólfur víkur að þessu á vef- miðlinum Pressunni: „Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært af Icesave málinu, þá er það það, að það að skrökva er lélegt viðskiptalíkan… Ég held að skrök sé ekki betra viðskiptalíkan í sam- bandi við lausn Icesave-deilunnar en það var þegar til Icesave- vandans var sáð í upphafi að því er virðist með fegrun og skröki.“ En eru hans útlistanir ekki harla óskhyggjukenndar? Þær koma mér fyrir sjónir sem einmitt sú „fegr- un“ sem hann varar við. Og hvað er langt frá „fegrun“ yfir í „skrök“? Háskóli Íslands í 15 ár Ég læt í þessu greinarkorni liggja á milli hluta hversu léttvæga menn telja milljarðana vera sem eiga að fara úr ríkiskassanum til að borga upp Icesave. Það hefur vakið undrun mína að sjá jafnvel há- skólaprófessora í hagfræði færa það fram sem rök til varnar Ice- save-samningnum að hann sé létt- vægur því hann sé lítið hlutfall af öðrum skuldbindingum ríkissjóðs og er þá meðal annars vísað til lána sem tekin eru til að stoppa upp í geigvænlegan fjárlagahalla. Í mínum huga vegur Icesave- skuldbindingin einmitt þyngra vegna þess hve aðrar skuldbind- ingar eru miklar! 150 milljarðar – bjartsýnistala Þórólfs – er jú rekstrarframlag ríkisins til Há- skóla íslands í 15 ár. Slæmt ef Norðmenn vilja hjálpa? Í grein sinni hvetur Þórólfur norsk yfirvöld til að leiða Íslend- ingum – okkur – það fyrir sjónir að við eigum að samþykkja Icesave- samninginn einsog hann stendur, möglunarlaust. Ella munum við hafa verra af. Hvers vegna? Jú, væntanlega vegna þess að við yrð- um að öðrum kosti beitt þving- unum af hálfu annarra ríkja. En bíðum við. Norðmenn eru í þeim hópi. Hvers vegna ekki beina því til þeirra að láta af þvingunum í garð Íslendinga – fyrst á annað borð er verið að skrifa í norsk blöð? Er það kannski slæmt ef sú stefnubreyting yrði í Noregi að þarlend stjórnvöld hættu að skil- yrða lánveitingar frágangi Icesave á forsendum Breta og Hollend- inga? Svindlarar að hætti Madoffs? Þórólfur Matthíasson segist frá- biðja sér öll ósannindi. Skrök hafi leitt til hrunsins. Menn eigi að vanda málflutning sinn. En hvað þá með að líkja okkur sem gagnrýnum Icesave-samninginn eins og hann nú stendur við bandaríska stór- svindlarann Madoff? Sá fékk 150 ára fangelsisdóm fyrir einhver sví- virðilegustu fjársvik í samtímanum. Er svona framsetning kennd í hag- fræði við Háskóla Íslands? Var ekki meiningin að hverfa frá blekk- ingartali – hvort sem því er beint að okkur sjálfum eða öðrum? Eftir Ögmund Jónasson »Er það kannski slæmt ef sú stefnu- breyting yrði í Noregi að þarlend stjórnvöld hættu að skilyrða lán- veitingar frágangi Ice- save á forsendum Breta og Hollendinga? Ögmundur Jónasson Höfundur er þingmaður VG. Hættum blekkingum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.