Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 Í gærmorgun átti sér stað athygl-isvert spjall á Bylgjunni. Þar voru saman komnir þingmennirnir Pétur H. Blöndal frá Sjálfstæð- isflokki og Atli Gíslason frá Vinstri grænum og ræddu meðal annars um störf þingmanna á öðrum vett- vangi.     Pétur viðraðiþá skoðun að æskilegt væri að þingmenn kæmu að atvinnurekstri og hefðu þannig skilning á því sem þar fer fram.     Atli var öf-ugrar skoðunar og um þetta sagði hann: „Þegar ég fór inn á þing 2007 ákvað ég að draga mig út úr mínum rekstri.“     Atli sagðist hafa gert þetta vegnaþess að þingmannsstarfið væri miklu meira en fullt starf og að þjóðin ætti rétt á því að menn sinntu ekki öðru á meðan.     Til að leggja áherslu á orð sínbætti Atli við: „Við skulum líka, Pétur, hugsa svolítið um siðferði, pólitískt siðferði. Ekki alltaf að velta okkur upp úr því hvort þetta sé löglegt eða ekki löglegt.“     Fyrst Atli vill leggja þessaáherslu á siðferði málsins má minna á að í desember síðast- liðnum, mitt í Icesave-afgreiðslunni á þingi, tók hann sér frí frá þing- störfum.     Skýringin sem hann gaf var sú aðhann væri að flytja og að svo hefði „verið mikið vinnuálag á þinginu þannig að ég hef ekki get- að sinnt verkefnum sem ég er með á lögfræðiskrifstofu minni“. Í svarinu kom fram að hann hefði einnig gert þetta árin 2007 og 2008. Atli Gíslason Siðaboðskapur Atla Gíslasonar Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 0 skýjað Lúxemborg 5 skýjað Algarve 17 skýjað Bolungarvík -1 snjókoma Brussel 9 heiðskírt Madríd 8 skýjað Akureyri -5 heiðskírt Dublin 8 súld Barcelona 10 skúrir Egilsstaðir -12 þoka Glasgow 4 skýjað Mallorca 15 skúrir Kirkjubæjarkl. 1 skýjað London 9 heiðskírt Róm 12 léttskýjað Nuuk 3 léttskýjað París 9 heiðskírt Aþena 10 heiðskírt Þórshöfn 3 léttskýjað Amsterdam 8 skýjað Winnipeg -18 upplýsingar bárus Ósló -5 skýjað Hamborg 1 þoka Montreal -11 léttskýjað Kaupmannahöfn 0 þoka Berlín 1 skúrir New York -1 heiðskírt Stokkhólmur -1 snjókoma Vín 0 þoka Chicago -2 alskýjað Helsinki -4 skýjað Moskva -10 heiðskírt Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 5. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.40 0,7 10.51 3,5 17.00 0,8 23.24 3,4 9:56 17:29 ÍSAFJÖRÐUR 0.36 2,0 6.49 0,5 12.48 1,9 19.10 0,5 10:15 17:19 SIGLUFJÖRÐUR 3.02 1,2 8.57 0,2 15.26 1,1 21.29 0,3 9:59 17:02 DJÚPIVOGUR 1.48 0,3 7.46 1,8 13.55 0,4 20.16 1,9 9:29 16:54 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag Austlæg átt, 10-15 m/s við S- ströndina, en annars hægari vindur. Dálítil él við S- og A- ströndina. Annars víða bjart- viðri, en skýjað og úrkomulítið A-lands fram að helgi. Frost- laust með suðurströndinni og allvíða á annesjum, en annars 1 til 13 stiga frost, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag Útlit fyrir suðaustlæga átt með rigningu eða slyddu vestan til með hlýnandi veðri, en áfram kalt og bjart fyrir austan. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hægari en í gær og léttir til sunnanlands, annars svipað veður. Frost 1 til 14 stig, kaldast inn til landsins, en hiti víða ná- lægt frostmarki við ströndina. ÍBÚÐAREIGANDINN sem hefur staðið í deilum við nágranna sína í fjölbýlishúsi á Fornhaga, við húsfélagið og Húseigendafélagið, segir að deilurn- ar snúist ekki um samskiptaerfiðleika heldur um fjármálaóreiðu í rekstri húsfélagsins. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og kom m.a. fram að maðurinn hefði stefnt húsfélag- inu þrisvar á rúmlega einu ári. Maðurinn bendir á að húsfélagið hafi einnig stefnt honum þrisvar. Í eitt skipti hafi stefna verið dregin til baka, í annað skipti hafi lögmaður hús- félagsins ekki mætt til þinghalds og hann fengið dæmdan málskostnað en þriðja málið sé skulda- mál. Þá greiði hann samviskusamlega húsgjöld inn á vörslureikning en þó ekki eftir útreikningum húsfélagsins því þeir séu kolrangir. Húseigendafélagið ekki hlutlaust Maðurinn gerir margvíslegar athugasemdir við fjármál húsfélagsins sem hann segir í mikilli óreiðu og telur ýmsar ákvarðanir þess ólögmætar. Húseigendafélagið sé ekki hlutlaus aðili í þessari deilu enda fái félagið aðildargreiðslur frá hús- félaginu. runarp@mbl.is Húsfélagið einnig stefnt þrisvar Gerir margvíslegar athugasemdir við fjármál og einstakar ákvarðanir húsfélagsins Morgunblaðið/Heiddi MÁLÞINGIÐ Kyn og loftslags- breytingar verður haldið í Háskóla Íslands, stofu 101 í Lögbergi, kl. 14.30-16.45 í dag. Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Jafnrétt- isstofa, Stofnun Vilhjálms Stef- ánssonar og EDDA –öndvegissetur standa að málþinginu. Á málþinginu verður fjallað um ýmsar hliðar umræðunnar um lofts- lagsbreytingar út frá kynjasjónar- horni, frá heimskautsbaugi til heitra Afríkulanda. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flytur ávarp og að loknum erindum Kristínar Ást- geirsdóttur, Sólveigar Önnu Bóas- dóttur, Önnu Karlsdóttur og Magn- fríðar Júlíusdóttur verða pallborðsumræður. Irma Erlingsdóttir, forstöðumað- ur RIKK og framkvæmdastjóri EDDU, verður fundarstjóri. Kyn og loftslagsbreytingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.