Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 www.rita.is Ný sending Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Hvítar skyrtur frá bómull m/stretch str. 38-54 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Nýjar vörur frá Str. 40-56 Laugaveg 53 • sími 552 3737 • Opið virka daga 10-18 • laug. 10-17 Verðhrun síðustu dagar útsölunnar Buxur . . . . . 2.000 kr Peysur 2.000-4.000.kr Bolir . . . . 800-1500 kr Joggingbuxur .1.000 kr Leggings . . . 1.000 kr Skyrtur . . . . . 2.000 kr Kjólar . . . . . 2.500 kr Nýjar vörur streyma inn Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 - www.selena.is 25-50% afsláttur af völdum vörumÚtsala Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær tvo karlmenn, Jónas Inga Ragnarsson og Tind Jónsson, í tíu og átta ára fangelsi fyrir að hafa staðið saman að fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði á árinu 2008. Jónas Ingi hlaut þyngri refsingu þar sem hann var að auki sakfelldur fyrir að hafa í vörslum sín- um rúm átján kíló af marijúana og tæp 700 grömm af amfetamíni. Mennirnir neituðu sök og sögðust aðeins hafa framleitt upphafsefni sem ekki teldust til fíkniefna. Fjöl- skipaður héraðsdómur og svo Hæsti- réttur taldi sannað að um amfeta- mínframleiðslu hefði verið að ræða. Fylgst með þeim um hríð Lögregla hleraði og fylgdist með mönnunum í nokkra mánuði áður en látið var til skarar skríða og þeir handteknir í október 2008. Í tölvum þeirra fundust meðal annars ítarleg- ar greinar um framleiðslu amfeta- míns; sama skráin hjá báðum sem bar heitið Stórfelld framleiðsla me- tamfetamíns. Tveir starfsmenn lyfjadeildar Europol aðstoðuðu við rannsókn málsins. Í skýrslu þeirra kemur fram að búnaðurinn hafi verið sérhæfður og gæði hans mjög mikil. Talið var að hægt hefði verið að framleiða rúm- lega 14 kíló af hreinu amfetamíni og með því að drýgja efnið hefði mátt fá úr því allt að 353 kíló. Mennirnir voru báðir á reynslu- lausn þegar þeir voru handteknir. Jónas Ingi var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2005 fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svo- nefnda og Tindur var vorið 2006 dæmdur í sex ára fangelsi fyrir til- raun til manndráps með sveðju og fjórar aðrar líkamsárásir. Amfetamínframleiðendur í tíu og átta ára fangelsi  Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur Hjúkrunarfræð- ingarnir Lilja Steingrímsdóttir og Maríanna Csillag eru á leið til Haítí þar sem þær munu starfa á tjaldsjúkrahúsi þýska Rauða krossins. Tjald- sjúkrahúsið sinn- ir 700 sjúklingum á dag, og er stað- sett við íþróttaleikvang í Carrefour, einu fátækasta hverfi höfuðborg- arinnar Port-au-Prince, en þar hafa tugþúsundir manna leitað skjóls við mjög slæmar aðstæður. Lilja heldur til Haítí næsta sunnu- dag, 7. febrúar. Hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu- deild Landspítalans. Lilja hefur tvisvar áður starfað fyrir Rauða krossinn, á Taílandi og í Pakistan. Maríanna er einn reynslumesti sendifulltrúi Rauða kross Íslands og hefur starfað við fjölmargar neyð- araðgerðir Rauða kross hreyfing- arinnar í Afríku, Asíu og Evrópu. Maríanna fer til Haítí 15. febrúar. Fara til Haítí til hjálparstarfa Vinna Neyðarað- gerðir á Haítí verða æ meiri. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt fyrrverandi starfsmann á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum á heimilinu. Honum var að auki gert að greiða stúlkunum bætur, annars vegar 1,25 milljónir króna og hins vegar 500 þúsund krónur. Brot mannsins gegn stúlkunum voru fyrst til rannsóknar árið 2008 en málið fellt niður með vísan til þess að fram komin gögn væru ekki talin nægileg eða líkleg til að leiða til sak- fellingar í refsimáli. Hann var í kjöl- farið fluttur til starfa á öðru með- ferðarheimili en hóf svo aftur störf í Árbót. Hafði samræði við aðra Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa látið aðra stúlkuna fróa sér, eiga við sig munnmök og hafa haft samræði við hana tvívegis. Á hinni stúlkunni káfaði maðurinn, m.a. á brjósti og rassi, lét hana fróa sér og hafa við sig munnmök. Fram kemur í dóminum að önnur stúlkan hafi meira og minna verið undir handarjaðri barnaverndaryfir- valda alla ævi og var hún vistuð á meðferðarheimilinu á árunum 2005 til 2006 og aftur á árunum 2007 til 2008. Hin stúlkan var vistuð á meðferð- arheimilinu á árunum 2007 til 2008 að undangenginni innlögn á barna- og unglingageðdeild Landspítala. Braut gegn tveimur stúlk- um í meðferðarstarfi  Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisafbrot HRAFNINN er sérlega áberandi í byggð yfir veturinn og mikið ber á hröfnum innan borgarlandsins. Svífa þeir iðulega í hnapp vængjum þöndum eins og sjá má á myndinni sem tekin var við olíutankana í Örfirisey. HRAFNAÞING Í ÖRFIRISEY Morgunblaðið/Árni Sæberg AÐALFUNDUR Lögreglufélags Norðurlands vestra mótmælir sinnuleysi samninganefndar ríkisins gagnvart samninganefnd Landssambands lög- reglumanna í ályktun. Lögreglumenn hafi verið án kjarasamnings í á ann- að ár. „Lögreglumenn hafa sýnt mikið langlundargeð en þolinmæði þeirra er á þrotum. Við skorum á samningsaðila að setjast niður og ná sam- komulagi um nýjan kjarasamning fyrir lögreglumenn. Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt og þurfa því að beita óhefðbundnum aðferðum til að leggja áherslu á stöðu sína,“ segir í ályktun lögreglumannanna. Þolinmæði lögreglumanna á þrotum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.