Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 ELDRI BORGARA FERÐIR um fornar byggðir á Suður-Grænlandi. Fjögurra daga ferðir í júlí og ágúst. Allt innifalið. Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776. Einnig hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is REYKJAVÍK Grænland Narsarsuaq ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 49 00 0 01 .2 01 0 flugfelag.is SIGSTEINN Pálsson, fyrrum bóndi á Blika- stöðum í Mosfellsbæ, er látinn 104 ára að aldri. Hann var því elsti karlmaður Íslands. Sigsteinn var fædd- ur í Tungu á Fáskrúðs- firði 16. febrúar 1905 en fluttist þaðan um miðjan fjórða áratug- inn til Mosfellssveitar. Sigsteinn kvæntist Helgu Magnúsdóttur frá Blikastöðum árið 1939 og hófu þau bú- skap þar árið 1942 þegar faðir Helgu, Magnús Þorláksson bóndi þar, féll frá. Sigsteinn var hreppstjóri Mos- fellshrepps í tvo áratugi og tók virk- an þátt í félags- og uppbygging- arstarfi Mosfellssveitar. Hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Mosfells- bæjar og elsti starfandi Lionsfélagi í heimi. Jafnframt var hann einn af stofnfélögum karlakórsins Stefnis og heiðursfélagi kórsins. Sigsteinn og Helga eignuðust tvö börn, Magnús f. 1944 og Kristínu f. 1945. Barna- börnin eru 7 talsins og barnabarnabörnin 15. Sigsteinn og Helga hættu kúabúskap árið 1973 en bjuggu áfram á Blikastöðum til ársins 1992 en þá fluttu þau að Hlaðhömrum, dvalarheimili aldraðra í Mosfellsbæ. Helga lést árið 1999 en Sigsteinn dvaldi síðustu mánuði sína á dvalarheimilinu Eir, en hann lést þar að morgni 4. febrúar. Andlát Sigsteinn Pálsson Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is JÓHANNES Jónsson getur eignast tíu prósenta hlut í Högum við skrán- ingu þeirra í Kauphöllina og aðrir stjórnendur fyrirtækisins samtals fimm prósent. Jóhannes verður áfram stjórnarformaður Haga. Stjórn Arion banka, sem eignaðist hlut í Högum við yfirtöku á móð- urfélagi þess, 1998 ehf., hefur ákveðið að óska eftir skráningu Haga í kaup- höll og verður almenningi og fagfjár- festum boðið að kaupa hluti í félaginu. Munu Jóhannes og aðrir stjórn- endur Haga geta keypt sína hluti á sama gengi og aðrir fjárfestar, en ekki er enn vitað hvert skráning- argengi hlutabréfanna verður. Segir í tilkynningu frá stjórn Arion banka að þessi leið þjóni hagsmunum bankans, viðskiptavina og starfsfólks Haga. Með skráningu fari félagið í gagnsætt og opið söluferli, þar sem dreift eign- arhald verði tryggt og Hagar muni lúta lögboðnum kröfum um upplýs- ingagjöf. Í sátt við stjórnendur Í tilkynningunni segir einnig að markmið bankans við skuldaúrlausn félagsins hafi verið og sé að hámarka endurheimtur í lánasafni og tryggja rekstur Haga til framtíðar. Því hafi bankinn talið mikilvægt að vanda undirbúning málsins og taka sér nauðsynlegan tíma til að gaumgæfa alla kosti í stöðunni. Þá segir að ákvörðun Arion banka hafi verið tek- in í sátt og samvinnu við núverandi stjórnendur félagsins. Ný fimm manna stjórn verður skipuð í Högum, en í henni verða Guðbrandur Sigurðsson, Erna Gísla- dóttir, Steinn Logi Björnsson, Svana Helen Björnsdóttir og Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, sem verð- ur áfram starfandi stjórnarformaður Haga. Undirbúningur Arion banka að kauphallarskráningu og sölu Haga hefst nú þegar og er gert ráð fyrir að söluferlinu ljúki fljótlega upp úr miðju ári. Ljóst má vera af þessu að áform stjórnenda og fyrrverandi eigenda 1998 ehf. og Haga um að draga að nýtt erlent fjármagn hafa ekki borið árangur. Allt frá því í ágúst í fyrra hefur töluvert verið rætt um mögu- lega aðkomu erlendra fjárfesta, eink- um breskra fjárfesta, en vissulega er ekki útilokað að slíkir erlendir fjár- festar kaupi hlutabréf í Högum á markaði. Kauphallarskráning og útboð verða kynnt ítarlega þegar samþykki Kauphallarinnar liggur fyrir. Hagar skráðir í Kauphöllina  Jóhannes Jónsson og stjórnendur Haga munu geta keypt samtals 15 prósent í félaginu  Almenningi og fagfjárfestum boðið að kaupa  Tryggja á dreifða eignaraðild  Söluferli ætti að geta lokið um mitt ár Morgunblaðið/Heiddi HAGAR eru umsvifamesta verslunarfyrirtæki landsins. Það rekur margar verslanir og keðjur, á dagvöru- og tískumarkaði, ásamt dreifingarfyr- irtækjum. Bónus, Hagkaup, 10-11, Debenhams, Karen Millen og Top shop eru dæmi um verslanir sem eru innan vébanda Haga. Stærsta verslunarfyrirtækið JÓHANNES Jónsson, stjórn- arformaður Haga, segir að óvissu um framtíð Haga hafi verið eytt með þeirri ákvörðun Arion banka að óska eftir skráningu fyrirtæk- isins í íslensku Kauphöllina og setja það þar með í söluferli. Segir hann það einlæga von sína að nú skapist vinnufriður í kringum Haga, svo starfsmenn geti einbeitt sér að því að reka fyrirtækið og þjóna viðskiptavinum sínum. „Nú sitja allir við sama borð og söluferlið eins opið og gegnsætt og hægt er,“ er haft eftir Jóhannesi í tilkynningu frá Högum. Í tilkynningu Haga segir að margir fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, hafi sýnt áhuga á fé- laginu, enda sé hér um að ræða eitt öflugasta verslunarfyr- irtæki landsins. Stjórnendur Haga vonist til að skráning félags- ins verði til þess að auka áhuga á íslensku Kauphöll- inni og ekki síður íslensku atvinnu- lífi. Rekstur Haga hafi gengið vel á erfiðum tímum og félagið hafi stað- ið við allar sínar skuldbindingar. Staðan sé því sterk á þessum tíma- mótum. Óvissu eytt um framtíð Haga Jóhannes Jónsson ARION banki hefur það markmið að selja eins mikið af hlut sínum í Hög- um og mögulegt er við skráningu fé- lagsins í kauphöll. Finnur Svein- björnsson bankastjóri segir líklegt að bankinn annist viðskiptavakt með hlutabréf Haga og muni þess vegna þurfa að eiga áfram lítinn hlut í fé- laginu. Arion banki eignaðist 95,7% í Hög- um þegar hann tók yfir eignarhalds- félagið 1998 ehf. Finnur segir að fé- lagið sjálft eigi hluta af þeim eignarhlut sem eftir er og lyk- ilstjórnendur eigi um 2% vegna kaupréttaráætlunar. Hann tekur það fram að þessi 2% verði hluti af þeim 15% eignarhlut sem stjórn- endum verður gefinn kostur á að kaupa. Finnur segir að ekki sé ætlunin að lána kaupendum hlutabréfanna fyrir þeim. Tekur hann sérstaklega fram í samtali við mbl sjónvarp að það sé alls ekki í umræðunni að lána stjórn- arformanni Haga eða starfsfólki. „Hann hefur átt mestan þátt í að byggja upp þetta félag,“ segir Finn- ur þegar hann er spurður hvers vegna Jóhannesi Jónssyni hafi verið boðið að kaupa 10% hlut. „Við teljum mikilvægt að skapa sátt um þessa lausn, meðal stjórnenda, starfsfólks félagsins og bankans líka vegna þess að bankinn hefur mikla hagsmuni af því að reksturinn gangi vel og útboð- ið heppnist vel. Aðkoma Jóhannesar mun eiga þátt í að skapa þessa sátt,“ segir Finnur en leggur jafnframt áherslu á að ekki sé verið gefa Jó- hannesi neitt, hann þurfi að greiða fyrir hlutabréfin sama verð og aðrir. Stefnt er að dreifðri eign- araðild að Hög- um. Finnur segir að reglur Kaup- hallarinnar gildi, til dæmis um yf- irtökuskyldu, ef einhver eignast tiltekinn hlut. Engar aðrar tak- markanir verði í útboðinu um það hverjir megi kaupa eða hversu mikið. Finnur segir ekki ljóst hvað bank- inn fái mikið upp í skuldir félgsins 1998 ehf. við sölu hlutabréfanna. Til- gangur sölunnar sé að fá sem mest upp í þessar skuldir. „Það fylgir því að fara í opið söluferli að nið- urstaðan er fyrirfram ekki alveg ljós,“ segir Finnur. Spurður að því hvort gengið verði að ábyrgðum sem eru á hluta skulda 1998 ehf. segir bankastjórinn að ákvörðun um það sé seinni tíma mál sem ráðist af því hvað bankinn fái mikið fyrir eignina. Hann segist hafa trú á því að útboðið heppnist vel. Finnur segir, þegar hann er spurður hvers vegna ákvörðun um sölu hlutarins í Högum hafi tekið þetta langan tíma, að bankinn hafi viljað vanda vel til verka. Hann hafi mikla hagsmuni af því að reksturinn verði fyrir sem minnstum skakka- föllum. Aðalatriðið sé að komast að góðri niðurstöðu. Arion vill selja sem mest Finnur Sveinbjörnsson VEFVARP Mun styrkja hlutabréfamarkað SALA áfengis í vínbúðum ÁTVR dróst saman í janúar um 9% í lítr- um talið miðað við sama mánuð ár- ið 2009. Alls seldust 1.168 þúsund lítrar í mánuðinum samanborðið við 1.284 þúsund lítra í fyrra. Sala dróst saman í öllum flokk- um áfengis. Sala á lagerbjór dróst saman um 8,5%, sala rauðvíns um tæplega 8%, hvítvíns um 6,8%, á ókrydduðu brennivíni og vodka um 25,6% og blönduðum drykkjum um 36%. Lagerbjórinn er sem fyrr uppistaðan í sölunni, en alls seld- ust 931 þúsund lítrar í mán- uðinum. Samkvæmt upplýsingum ÁTVR er ekki er hægt að draga ályktanir um mikinn samdrátt út frá þessum tölum einum saman. Langflestir viðskiptavinir komi í Vínbúðirnar á föstudögum og hafa verði í huga að í janúar 2010 voru fjórir föstu- dagar en í janúar 2009 voru föstu- dagarnir fimm. sisi@mbl.is Samdráttur í sölu áfengis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.