Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 27
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Saknaðarkveðja frá
Helgu Maríu og Emilíu
Elsku frændi minn, þetta er sárt.
Þú varst svo góður, fallegur og ljúf-
ur. Þú varst alltaf tilbúinn til að
gera eitthvað skemmtilegt með mér,
prakkarast og gera hluti sem við
máttum ekki. Við vorum alltaf sam-
an þegar við vorum yngri, ég og þú.
Undanfarin ár höfum við lítið hist og
lítið haft samband en ég hef hugsað
til þín á hverjum degi. Síðast þegar
ég hitti þig varstu á spítala. Við
spjölluðum og þú baðst mig um
greiða – ég er glöð að hafa gert þér
greiða. Nú ertu farinn en ég held að
þú sért farinn á þann stað sem þú
vilt vera á, ég hugga mig við það.
Hvíldu í friði, elsku Biggi, við
sjáumst seinna. Ég elska þig.
allt var brotið, hljótt og kyrrt
veröldin sem viti fyrrt
englar himins grétu í dag
sorgin bjó sig heiman að
allt var kyrrt og allt var hljótt
miður dagur varð sem nótt
sorgin bjó sig heiman að
englar himins grétu í dag, í dag
allt var kyrrt og allt var hljótt
öllu lokið furðu fljótt
englar himins grétu í dag, í dag
(KK.)
Þín frænka,
Sjöfn Kristjánsdóttir.
Ég man þegar ég var yngri að það
var alltaf svo gaman að hitta Bigga
frænda þegar ég kom í heimsókn. Á
tímabili vorum við að safna körfu-
boltamyndum þegar það æði var
upp á sitt besta og hann gaf mér all-
ar sínar sjaldgæfustu myndir og ég
gleymi því aldrei, það var eins og
gull fyrir lítinn mann að fá. Hann
var alltaf mjög örlátur og góður við
mig og ég leit alltaf stórlega upp til
hans. Man líka þegar ég fékk að
sitja aftan á mótorhjólinu hans og
hann brunaði með mig um allan
Grafarvoginn og þegar ég veiddi
minn fyrsta fisk með honum og
pabba á uppi í Reynisvatni.
Sakna þín, elsku frændi, hef hugs-
að mikið til þín undanfarin ár og ég
vona innilega að þú sért á góðum og
hlýjum stað þar sem þér líður vel.
Þinn frændi,
Finnur Guðmundur.
Elsku frændi. Það verður seint
sagt að lífið hafi leikið við þig. Þú
greindist með krabbamein sem lítið
barn, og við tók erfiður tími í bar-
áttu við sjúkdóminn, sem stóð í
nokkur ár. Oft varstu hætt kominn
en náðir þér alltaf á strik. Þú vannst
marga litla sigra og náðir að lokum
fullum bata. Það var kraftaverki lík-
ast. En þar með var þrautagöngu
þinni ekki lokið. Annar og verri
sjúkdómur náði tökum á þér á ung-
lingsárum þínum, og við tóku erf-
iðleikar sem þér reyndist ómögulegt
að yfirstíga.
Þegar ég hugsa til þín koma upp
margar góðar minningar. Þú varst
svo fallegur drengur og mér fannst
alltaf svo gaman að koma til þín,
leika við þig og passa. Þú varst alltaf
svo ljúfur og góður, svo þægilegt og
rólegt barn.
Þegar ég var tólf ára og þú sex,
fékk ég að koma með ykkur fjöl-
skyldunni til Spánar. Það var mín
fyrsta utanlandsferð og átti ég að
passa ykkur bræðurna. Þetta var
yndisleg ferð í alla staði enda hugs-
aði mamma þín alltaf um mig eins
og sitt eigið barn frekar en systur.
Eftir að þið fluttuð í Grafarvoginn
passaði ég ykkur bræðurna mjög oft
á meðan foreldrar ykkar fóru út. Við
áttum alltaf góðar stundir saman,
fórum í leiki, spjölluðum og ég sagði
ykkur sögur fyrir svefninn. Ég man
eftir ykkur Andra, þar sem þið lág-
uð hvor sínum megin við mig í
hjónarúminu og ég sagði ykkur sög-
ur sem ég skáldaði á staðnum. Þið
báðuð alltaf um aðra sögu því þið
vilduð ekki fara að sofa strax. Ég sá
auðvitað í gegnum þetta en lét það
eftir ykkur að segja nokkrar stuttar
sögur í viðbót. Þessar minningar og
margar fleiri eru mér afar dýrmæt-
ar. Þú hefur alltaf átt þinn stað í
hjartanu mínu, elsku Biggi minn,
mér þótti svo innilega vænt um þig.
Nú sefur þú vært og rótt. Ég kveð
þig með kærleik og hlýju, elsku vin-
ur.
Elsku Guðrún, Biggi, Andri og
Birna Kolbrún, hugur minn er hjá
ykkur á þessari sorgarstund.
Anna.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Þín frænka,
Bryndís.
Elsku Biggi frændi, nú hefur þú
kvatt þennan heim langt fyrir aldur
fram. Í hjarta mínu á ég svo margar
fallegar og góðar minningar um þig
sem ég mun alltaf varðveita í sér-
stöku hólfi í mínu hjarta. Ég man
svo vel þegar þú fæddist, litli sól-
argeisli foreldra þinna, og ég kom til
þess að fá að knúsa þig og halda á
þér. Ég var líka svo lánsöm að hafa
búið í sama húsi og foreldrar þínir
þannig að við mamma þín hittumst
nánast á hverjum degi með krílin
okkar og áttum góðar og notalegar
stundir saman, við fjögur. Um sex
mánaða aldur greindist þú með
krabbamein, litli fallegi drengurinn,
ég man hvað ég grét mikið þegar ég
fékk þessar fréttir og það ríkti mikil
sorg í fjölskyldunni. Síðan tók við
löng og erfið spítalavist, lyfjameð-
ferð og geislameðferð. Foreldrar
þínir stóðu eins og klettur við hlið
þér og börðust fyrir lífi þínu alla
daga í mörg ár. Þessi þrautaganga
þín tók níu ár og öll þessi ár varstu
svo duglegur og ljúfur, þú varst ein-
stakur og áttir bestu foreldra í heimi
sem gáfust aldrei upp. Þú sigraðist á
veikindum þínum með einstakri elju
og baráttu. Þú varst mikið á mínu
heimili með Sjöfn dóttur minni og
voruð þið einstaklega góðir vinir,
nánast eins og systkini. Þið gátuð
dundað ykkur heilu tímana, hvort
sem það var úti eða inni, og svo
komu prakkarastrikin og þið hlóguð
og hlóguð. Þið gistuð svo oft saman
þegar þið voruð yngri, þá var keypt
snakk, gos og pínu nammi og þið
skröfuðuð saman langt fram á nótt.
Þessi ár á ég alltaf í minningunni og
það yljar mér í hjartanu. Á ung-
lingsárum sá ég þig sjaldnar en ég
hitti þig samt stundum og þá knús-
aðir þú frænku þína og varst svo
hlaupinn. Þú komst líka í heimsókn
eftir að þú fékkst bílprófið og tókst
Finn frænda þinn í bíltúr og mikið
var hann glaður að fá að fara með
Bigga frænda á rúntinn. Einu sinni
sóttir þú hann og fórst með hann í
Tívolí niður í bæ og svo var tekinn
rúntur og keyptur ís. Ég gleymi því
aldrei þegar sonur minn kom heim
með brosið allan hringinn og sagði,
vá mamma, Biggi leyfði mér að fara
í öll tækin og gera allt sem mig lang-
aði til, hann er sko bestur.
Síðustu 10 árin hef ég misst af þér
elsku frændi en ég fylgdist áfram
með þér og fékk fréttir af þér hjá
foreldrum þínum því mér þótti svo
vænt um þig að ég varð að fá fréttir
af þér áfram. Þú varst svo góður,
fallegur og vel greindur og sál þín
var úr gulli, það veit ég. Það var mér
mikils virði að hafa fengið að kynn-
ast þér og vera með þér þessi dýr-
mætu ár, og hugur minn fyllist gleði
og þakklæti fyrir það. Nú hefur þú
fengið hvíldina og frelsið og ert laus
undan fjötrum hins ógnvænlega
sjúkdóms sem þú barðist svo mikið
við síðustu árin. Elsku Birgir Elís
minn, takk fyrir tímann sem við átt-
um saman í þessari jarðvist, hann er
mér mjög dýrmætur. Ég hitti þig
svo seinna elsku frændi og þá spjöll-
um við saman á ný. Guð veri með
þér nú og alltaf fallegi engillinn
minn.
„Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.“
(Gísli á Uppsölum.)
Hvíl í friði.
Þín frænka,
Guðný Guðmundsdóttir.
Elsku Birgir Elís, eða Biggi eins
og þú varst alltaf kallaður.
Þú varst fyrsti sólargeisli mömmu
þinnar og pabba. Síðan komu systk-
inin þín, Andri Steinn og Birna Kol-
brún. Þegar við fjölskyldan byggð-
um okkur hús hérna í
Grafarvoginum hófst mikill sam-
gangur á milli okkar. Þið voruð ný-
flutt í fallega raðhúsið ykkar og við
rétt hjá. Það var yndislegt að fylgj-
ast með þér alla barnæskuna og
unglingsárin. Þinn helsti eiginleiki
var tillitssemi og umhyggja fyrir
öðrum en það var allt óþarfi er þú
áttir í hlut. Ætíð varst þú tilbúinn að
rétta öðrum hjálparhönd. Mér er
sérstaklega minnisstætt þegar þú
varst sjö ára gamall og langaði að fá
að gista hjá frænda þínum. Það var
óskaplegt sport fyrir ykkur. Þú
vaknaðir um nóttina og gast ekki
sofið. Þú vildir fara heim en það
mátti ekki hafa fyrir þér. Ég get al-
veg beðið til morguns, sagðir þú, en
ég keyrði þig nú samt, þótt það væri
óþarfi. Brosið og hlýjan sem ég fékk
í staðinn gleymist aldrei. Þú varst
svo ánægður þegar mamma þín tók
á móti þér um nóttina með faðmi
sínum og kærleika. Þær voru marg-
ar svefnnæturnar eftir þessa nótt
sem tókust mun betur, þar sem þið
frændur skemmtuð ykkur langt
fram eftir nóttu. Þessar minningar
ásamt fleirum góðum eigum við fjöl-
skyldan um þig.
Guð blessi þig og leiði þig inn í
ljósið Biggi minn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku Guðrún, Birgir, Andri
Steinn og Birna Kolbrún.
Megi Guðs englar vaka yfir ykkur
öllum.
Erna Harðardóttir og
fjölskylda.
Elsku Biggi minn, þá er komið að
því að kveðja þig. Það er nú bara
þannig að þegar að þessari stundu
kemur er maður ekki tilbúinn að
segja neitt. Þegar ég hugsa til baka
sé ég bara fyrir mér litla fallega
drenginn sem var alltaf svo ljúfur og
góður við alla. Litla drenginn sem
þurfti að berjast fyrir lífi sínu frá
fyrsta degi og ég man að ég hugsaði;
af hverju leggur guð svona mikla
raun á svona lítið barn? Þér tókst
svo að sigrast á þínum miklu veik-
indum og varst okkur öllum svo
mikill gleðigjafi. Litli fallegi frændi
minn sem hafðir þurft að lifa svo
margt en samt svo ungur. Ljúfi
strákurinn með fallegu augun og
hlýlega brosið. Ég man þegar þú
varst hjá okkur um jólin í Banda-
ríkjunum, þú hafðir svo gaman af
því að leika við stelpurnar mínar og
gafst þeim alla þína athygli. Eftir
þessa samveru varst þú
uppáhaldsbarnapían þeirra og
spurðu þær alltaf hvort þú gætir
komið að passa þegar við vorum að
fara eitthvað. Þeim fannst þú svo
skemmtilegur og góður.
Síðar tóku við annars konar erf-
iðleikar hjá þér og við vonuðum og
báðum fyrir því að þú myndir sigr-
ast á þeim líka en þér hefur verið
ætlað annað og meira hlutverk á
öðrum stað.
Í mínum huga lifa áfram ótal-
margar fallegar minningar um þig,
elsku frændi. Ég veit það, elsku
Biggi minn, að Guð almáttugur hef-
ur tekið vel á móti þér og þú getur
hvílt þig.
Elsku Biggi bróðir, Guðrún mág-
kona, Andri og Birna, megi Guð gefa
ykkur styrk í sorginni og hjálpa
ykkur að komast í gegnum þessa
erfiðu tíma. Góður Guð geymi
drenginn ykkar.
Þetta lag hefur hljómað í huga
mér frá því að þú kvaddir og langar
mig að láta þessi erindi fylgja hér
með sem mína hinstu kveðju til þín.
Óðum steðjar að sá dagur,
afmæli þitt kemur enn.
Lítill drengur, ljós og fagur
lífsins skilning öðlast senn.
Vildi ég að alltaf yrði
við áhyggjurnar laus sem nú,
en allt fer hér á eina veginn,
í átt til foldar mjakast þú.
Ég vildi geta verið hjá þér
veslings barnið mitt.
Umlukið þig með örmum mínum.
Unir hver við sitt.
Oft ég hugsa auðmjúkt til þín
einkum, þegar húmar að.
Eins þótt fari óravegu
átt þú mér í hjarta stað.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Guð geymi þig, elsku frændi, nú
líður þér vel.
Kveðja frá öllum í Kúrlandinu.
Þín frænka,
Edda B. Guðmunds.
Fleiri minningargreinar um Birgi
Elís Birgisson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
www.gvendur.is
Gvendur dúllari hefur opnað
fornbókabúð á vefnum.
Gott úrval bóka.
Gvendur dúllari
Alltaf góður
Húsnæði óskast
Heiðarlegt og reglusamt par
í leit að íbúð á svæði 103, 104, 105
eða 108 á bilinu 60-120 fm, m. 3-5
herb. frá 1. maí. Langtímaleiga.
Þarf að vera tengi f. uppþvottavél
í eldhúsi. S. 697 5662.
Atvinnuhúsnæði
Ártúnshöfði
Til leigu 76m² á götuhæð við um-
ferðargötu.Stórir gluggar, snyrtilegt
húsnæði, flísalagt.Leigist með hita,
rafmagni og hússjóði.
Uppl. í síma 892-2030.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-,
eftirlits- og rannsóknarvinnu
ýmiskonar. Hafið samband í síma
893 7733.
Byggingavörur
Gluggar og gler
Til sölu gluggar (ál/tré), gler og teikn-
ingar fyrir 260 fm einbýlishús á einni
hæð. Upplýsingar í 863-6323
Bílar
Til sölu Ford Windstar Base
Árg. 2002, 7 manna, ekinn 177 þ. m.,
skoðaður 2011, kr. 850.000, skipti á
ódýrari möguleg. S. 663 4457.
Mercedes Benz E 220 CDI dísel
Avandgarde sk. 09.2005 Ekinn
aðeins 38 þús km Sjálfskiptur,
topplúga ofl.
Uppl. Í s. 544 4333 og 8201070
Bón & þvottur
Vatnagörðum 16, sími 445-9090
Þvoum, bónum, djúphreinsum, þrífum
að innan alla bíla, eins sendibíla,
húsbíla og hjólhýsi, eins vélmössum
við matt lakk svo það verði sem nýtt.
Einnig bjóðum við hrað-gæðaþvott.
Öll vinna er handunnin. Opnum kl.
9.00 virka daga og 10.00 laugardaga.
Bonogtvottur.is - GSM 615-9090.
Vörubílar
MAN TGA18.430 06.2004
Ek. 283 þús. Loftpfj. Kassi 7,5 x 2,5 x
2,5 m, hátt kojuhús, vörul. 2,5 tonn,
opinn að aftan, meðf. allt efni
f/hliðaropnun. Frábær bíll, bílstjóra-
draumur. Uppl. s. 869 1235, Axel. Bílaþjónusta
Húsviðhald
Tökum að okkur að leggja PVC
dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands-
byggðinni einnig. Erum líka í
viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598.
Sisal teppi
Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108
Reykjavík, s. 5335800. www.strond.is
Til leigu 4 herb. íbúð í neðra
Breiðholti - Vel með farin 4 herb.
íbúð í Bökkunum til leigu. Verð 120
þús. á mán. Uppl. í síma 898 4596.