Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 ✝ Rósu Eiríks-dóttur, „Rósu í Dagsbrún“ í Neskaup- stað var við skírn gef- ið nafnið Ölveig Rósa- mund, nefnd eftir föðurmóður sinni. Hún fæddist 11. ágúst 1907. Hún lést á hjúkrunardeild Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað 26. jan- úar 2010. Hún fæddist og ólst upp á Krossa- nesi við Reyðarfjörð til 6 ára aldurs, næst- yngst 10 al- og hálfsystkina. For- eldrar hennar voru hjónin: Aldís Stefánsdóttir, f. 1868, d. 1945, frá Efri-Ey í Meðallandi, dáin í Nes- kaupstað og Eiríkur Þorleifsson, f. 1869, d. 1958, frá Kirkjubóli í Vöðla- vík, útvegsbóndi á Krossanesi og síðar í Neskaupstað. Þau giftust 1898 og eignuðust 7 börn í Krossa- nesi. Þau voru: Þorleif (Þóra), f. 1899, d. 1983, Ármann, f. 1900, d. 1988, Björn, f. 1903, d. 1996, Guð- jón, f. 1904, d. 1939, Stefán, f. 1905, d. 1978, Rósa og Sigríður, f. 1909, d. 1912. Fyrir átti Aldís 4 börn með Ármanni Hildibrandssyni, f. 1864, d. 1896. Þau giftust 1887. Börn þeirra voru: Sigurbjörg, f. 1888, d. 1974, Gestsson, f. 1960, framkvæmda- stjóri. Börn þeirra: a) Elísabet, f. 1984, viðskiptafræðinemi. b) Rakel, f. 1988, verkfræðinemi. Sambýl- ingur: Matthías Vilhjálmsson, f. 1987, viðskiptafræðinemi. Barn þeirra er Vilhjálmur Atli, f. 2008. c) Geir, f. 1989, nemi. Þorsteinn, f. 1963, framkvæmdastjóri. Maki: Stefanía Guðmundsóttir, f. 1964, snyrtifræðingur. Dætur þeirra eru: a) Íris Hrund, f. 1985, þjónustu- fulltrúi. b) Sóley, f. 1991, nemi. Gunnar Ellert, f. 1968, verkfræð- ingur. Maki Ingibjörg Hlínardóttir, f. 1970, táknmálsfræðingur. Börn þeirra eru: a) Emil Örn, f. 2001, b) María Rós, f. 2004, c) Daníel Örn, f. 2007 og d) Perla Dís, f. 2009. Auður Edda f. 1973, myndmennta- og sér- kennari. 2) Þórdís Kristinsdóttir, f. 1950, hjúkrunarfræðingur. Frv. maki: Kristján Karlsson, f. 1949, raf- magnstæknifræðingur og kennari við HR. Dætur þeirra: Katla, f. 1980, tæknifræðingur. Maki Gunnar Kristinn Magnússon, f. 1973, fram- kvæmdastjóri. Börn þeirra: a) Krist- ján, f. 2002, b) Gunnhildur Hekla, f. 2005, og c) Lilja Guðrún, f. 2009. Kristín Rós, f. 1985, mannfræðinemi og Kristrún, f. 1988, félagsráðgjaf- arnemi. Rósa verður kvödd og jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju í Neskaup- stað í dag, föstudaginn 5. febrúar, og hefst athöfnin kl.14. Stefanía Halldóra, f. 1889, d. 1951, Eiríkur, f. 1892, d. 1967, og Pálína, f. 1893, d. 1982. Rósa giftist árið 1935 manni sínum Hans Kristni Mar- teinssyni, f. 1907, d. 1984, frá Litlu Breiðu- vík í Reyðarfirði, skipstjóra. Þau eign- uðust tvær dætur: El- ísabetu og Þórdísi. 1) Elísabet Krist- insdóttir, f. 1935, hús- móðir og frv. bókasafnsstarfs- maður. Elísabet eignaðist með unnusta sínum Pétri Hafsteini Sig- urðssyni, f. 1932, d. 1957, Kristin, f. 1956. Fv. sambýliskona Kristins er Rósa Benónýsdóttir, f. 1957. Dóttir hennar og fósturdóttir Kristins er Aina Björk Másdóttir, f. 1978, fulltrúi. Maki hennar er Steinn Ein- ir Sveinsson, f. 1976. Börn þeirra eru: a) Birkir Snær, f. 2005, og b) Brynja Eik, f. 2007. Núverandi sam- býliskona Kristins er Pála Svanhild- ur Geirsdóttir, f. 1958, nuddari. Maki Elísabetar er Geir H. Þor- steinsson, f. 1928, læknir. Börn þeirra: Rósa, f. 1961, meinatæknir og húsmóðir. Maki: Tómas Jennþór Fyrsta minningin um ömmu mína er þegar hún tekur mig fagn- andi í fang sér og kyssir snáðann rembingskossi á flugvellinum í Neskaupstað. Eflaust hefur þetta verið ein af mörgum sumarferðum mínum til ömmu og afa og alltaf hlakkaði ég jafn mikið til að vera hjá gömlu hjónunum. Æska mín og ömmu minnar var ólík, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Ásamt ættmennum sínum fluttist hún barnung úr Meðallandinu til Neskaupstaðar. Farið var yfir mörg og erfið vatnsföll á leiðinni til „fyrirheitna landsins“ en amma mín sat þá hnarreist í kistli sem dreginn var yfir vatnsföllin af hesti sem riðið var á sund. Án efa mót- uðu kröpp kjör og hörð lífsbarátta þess tíma hana Rósu í Dagsbrún, en amma var ávallt kölluð því nafni. Lífsferill ömmu var bæði langur og merkilegur. Rósa amma náði því að verða 102 ára gömul og er mér sérlega minnisstætt 100 ára afmæl- ið hennar. Stór hópur vina og ætt- menna samfagnaði henni á þessum merka áfanga í lífi hennar með söng og ræðum. Það er um margt lýsandi fyrir kímnigáfu hennar og lífsgleði að þegar staðið var upp frá veisluhöldunum sagði hún: „ Þetta geri ég aldrei aftur“ og svo skríkti hún og brosti eins og henni var einni lagið. Já, amma var góð kona, alveg eins og ömmur eiga að vera. Fyrir tveimur árum var ég svo lánsamur að taka þátt í að und- irbúa ættarmót fjölskyldunnar, Dagsbrúnarættarinnar. Eitt af þeim verkum sem vinna þurfti var að taka saman sögu ættarinnar. Við lestur sögunnar kemur margt fram sem enn einkennir fólkið hennar ömmu, Dagsbrúnarfólkið. Lífsgildi Rósu í Dagsbrún og saga ættarinnar er einn samofinn þráð- ur: Áræðni, dugnaður, framsýni, heiðarleiki og hógværð eru sterk einkenni ættarinnar en þessi lífs- gildi finnst mér hafa verið einkenn- andi fyrir ömmu mína. Eitt það fallegasta sem amma mín og afi sögðu um samferðamenn sína var samofið lífsgildum þeirra. Ef segja átti eitthvað fallegt um samferðamanninn þá var það gjarnan viðkvæðið að segja að við- komandi væri duglegur. Það var dyggðin æðsta! Þetta þótti mér alltaf mjög sérstakt en eftir því sem árin liðu skynjaði maður hið raunverulega inntak lýsingarinnar. Eins og nærri má geta spiluðu for- lögin rullu í lífi ömmu minnar og höguðu þau því til þannig að amma ól bróður minn Kristin upp frá barnsaldri. Amma bar hag hans fyrir brjósti sem væri hann hennar eigið. Í samræðum okkar brást það aldrei að hún spyrði frétta af „Kidda sínum“. Rósa amma reynd- ist bróður mínum svo sannarlega vel og fyrir það ber að þakka. Hin síðari ár hefur mér fundist hún amma mín mikið lífsins undur, já og gott ef ekki Dagsbrúnarundr- ið eina og sanna. Blessuð sé minning góðrar konu og ömmu, Þorsteinn Geirsson og fjölskylda. Láti öldungs tökum við alla jafna með jafnaðargeði, vitandi að mann- legu lífi eru takmörk sett en ljúfar minningar hrannast upp og verða gleðigjafi. „Rósa í Dagsbrún“, tengdamóðir mín, hefur leyst land- festar, 102 ára. Hún lifði tímana tvenna sem við gerum okkur litla grein fyrir: Lélegur húsakostur, ekkert rafmagn eða vatn í húsum. Þessi kynslóð vann að þessu með ótrúlegum dugnaði og nægjusemi til að búa næstu kynslóð betri daga. Rósa vandist vinnu strax og hún var nokkurs megnug enda vann hún langan vinnudag á stóru heimili foreldra sinna. Árið 1914 fluttu foreldrar hennar með 10 börn sín frá Krossanesi til Ness Norðfjarðar. Þau keyptu: „Dags- brún“, síðar Nesgata 32. Systkinin eru nú öll horfin yfir móðuna miklu. Í „Dagsbrún“ var hópur va- skra systkina: 5 stúlkna og 5 pilta. Þau reyndust öll vönduð og vel gerð til munns og handa. Afkom- endur þeirra eru dreifðir víða um land og erlendis. Auk þeirra bjó: Sveinn Þorleifur Guðmundsson „Denni í Dagsbrún“ frændi þeirra á heimilinu og vann með þeim í út- gerð. Rósu verður vart minnst án þess að manns hennar: „Kristins í Dags- brún“ sé getið í sömu andrá. Hans verður lengi minnst sem fumlauss og öruggs skipstjóra. Minningar hrannast upp. Marg- ar ánægjustundir áttum við hjónin og krakkarnir er við komum í heimsókn. Krakkarnir nutu sam- vista við ömmu og afa á sumrin: Í berjamó, í bíltúr á Volkswagninum og bátsferðum á „sjettunni“. Ég minnist ferða um nærsveitir, Reyð- arfjörð og um Hérað og heimsóknir þeirra til okkar. Rósa þjónaði alltaf öllum sem best hún gat. Hún var bráðskynsöm kona, lág vexti, snaggaraleg og lét hendur standa fram úr ermum enda sjómanns- kona. Heimsóknir til hennar á Breiðablik voru líka ánægjulegar, gestrisni og elskulegheit alltaf í fyrirrúmi. Hún undi sér vel í heimabyggð: Í Dagsbrún, á Breiða- bliki og á hjúkrunardeild FSN. Hún margrómaði og þakkaði alla umhyggju, umönnun og hjúkrun sem hún naut. Það var henni of- arlega í huga er hún var heimsótt eða talað við hana í síma. Nú þegar ég hugsa til háaldraðrar tengda- móður minnar minnist ég þess að svo gömul sem hún var orðin og nærminni farið að förlast, þá spurði Rósa stundum hve gömul hún væri orðin. Að svari fengnu var rétt eins og hún slægi sér á lær og segði: „Það er bara svona!“ Mér er ljúft og skylt að þakka „Rósu og Kristni í Dagsbrún“ inni- lega fyrir samveruna. Barnabörnin eiga indælar minningar um þau og þakka af heilum hug. Sum af lang- ömmubörnum muna eftir Rósu frá 100 ára afmæli hennar í samkomu- sal kirkjunnar í Neskaupstað 11. ágúst 2007. Þar var húsfyllir. Við hjónin þökkum frændfólki, vinum og samferðafólki í Neskaupstað, starfsfólki heimilishjálparinnar og hjúkrunardeildar sjúkrahússins alla vináttu, tryggð, hjálp og umönnun. Nú þegar Rósa er horfin á hljóðlátan hátt, sem hennar var vandi, kemur mér erindi úr kvæði Matthíasar Jochumssonar í hug: Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Geir H. Þorsteinsson. Rósa Eiríksdóttir ✝ Steinunn Jó-hannsdóttir fædd- ist að Lágafelli syðra í Miklaholtshreppi 3. ágúst 1924. Hún lést á heimili sínu 25. jan- úar 2010. Foreldrar hennar voru Jóhann Magnús Kristjánsson, f. 1883, d. 1965, og Borghildur Júlíana Þórðardóttir, f. 1897, d. 1971. Steinunn var elst átta barna þeirra Jó- hanns og Borghildar. Systkini hennar eru Jóhann Gunn- ar, f. 1928, d. 2001. Kristján, f. 1929, d. 1999. Sigurður, f. 1930. hönnu Borghildi, f. 1946, Svein, f. 1948, Kristján Má, f. 1951, og Ingi- björgu, f. 1958. Magnús lést árið 2009. Júlíana er fráskilin. Börn hennar eru Fríða Björk Gylfadóttir, f. 1965, og Halldóra Sif Gylfadóttir, f. 1967. Jóhanna er fráskilin. Börn hennar eru Magnús Björnsson, f. 1964, Ágúst Björnsson, f. 1968, og Torfi Björnsson, f. 1972. Kona Sveins er Guðrún Hinriksdóttir. Börn Sveins eru Magnús, f. 1966, Hinrik, f. 1973, Gunnar, f. 1975, og Steinar, f. 1979. Kona Kristjáns Más, er Snjólaug Brjánsdóttir. Börn hans eru Jón Magnús, f. 1973, Sandra Hlíf, f. 1980, Krista Björk, f. 1991, og Matthías Már, f. 1995. Eig- inmaður Ingibjargar er Sigurður Guðmundsson. Börn hennar eru Ragnar, f. 1985, og Steinunn, f. 1988. Barnabarnabörn Steinunnar eru 28. Útför Steinunnar fer fram frá Ví- dalínskirkju í dag, föstudaginn 5. febrúar, og hefst athöfnin kl. 15. Þórir, f. 1929. Sig- valdi, f. 1932. Sess- elja, f. 1934 , d. 2009. Vigdís, f. 1939. Steinunn giftist Magnúsi B. Sveins- syni 1945. Þau skildu 1967. Árið 1971 gift- ist hún Ragnari Ragn- arssyni. Síðustu þrjá- tíu og sex árin hafa þau búið í Goðatúni 12 í Garðabæ, en áður í Safamýri og Rauða- læk í Reykjavík. Ragnar og Steinunn áttu ekki börn saman. Magnús og Steinunn eignuðust fimm börn: Júlíönu, f. 1945, Jó- Minning um hlýja, góða og kær- leiksríka ömmu birtist okkur þegar við hugsum til ömmu Steinunnar, lífshlaupi hennar hér er því miður lokið en ótal minningar lifa með okk- ur. Við bræður erum að eilífu þakk- látir fyrir að hafa átt ömmu Stein- unni að sem fyrirmynd og vin, á sinn hægláta hátt var hún alltaf kjarninn í fjölskyldunni. Nú, sem aldrei fyrr, stöndum við með Ragga afa, hinum góða og trausta vini, kærleiksríkt hjónaband þeirra var okkur öllum fyrirmynd. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Með virðingu og söknuði, minning þín mun lifa með okkur. Magnús, Ágúst og Torfi. Steinunn Jóhannsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RÖGNVALDAR ÁRNASONAR, áður til heimilis Einilundi 2, Akureyri. Lína Þorkelsdóttir, Þorkell Ingi Rögnvaldsson, Una Sigurlína Rögnvaldsdóttir, Óskar Smári Haraldsson, Heiðar Rögnvaldsson, Heimir Rögnvaldsson, Guðrún Björg Steinþórsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, SIGURGEIRS GUÐMUNDSSONAR vélstjóra. Þórunn Jónsdóttir, Ágústína Sigurgeirsdóttir, Bjarni Friðriksson, Guðrún Leifsdóttir, Sigurður Óskarsson, Arndís Leifsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Bragi Þór Leifsson, Hildur Ríkharðsdóttir, Jón Trausti Leifsson, Oddný S. Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS ÁRNA GUÐMUNDSSONAR húsasmíðameistara, Máshólum 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi. Guðlaug Kristófersdóttir, Birgit Guðjónsdóttir, Christian Alexander Klempert, Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, Kristinn Helgi Guðjónsson, Jóna Svava Sigurðardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.