Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 21
okkar. Hvar sem hún birtist lýsti hún upp umhverfi sitt með gæsku sinni og hlýju viðmóti. Mínar fyrstu minningar um Erlu voru úr æsku okkar í Breiðholtinu. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun þá lékum við okkur oft saman. Sérstak- lega kær í mínu hjarta er sú minn- ing þegar Erla kenndi mér á hjóla- skauta, með misjöfnun árangri í fyrstu, en ekki missti hún trúna á mér og tókst það svo að lokum. Það lýsti gjafmildi hennar vel, sem var einn af hennar mörgu kostum, þeg- ar hún gaf mér gömlu hjólaskautana sína. Leiðir okkar skildust á tímabili en við fundum hvor aðra aftur í gegn- um hárgreiðsluna og urðum á ný nánar og góðar vinkonur. Þeirra ára sem ég vann hjá Erlu á hárgreiðslu- stofunni Primadonnu mun ég ávallt minnast með mikilli ánægju og hlýju. Þegar ég lít til baka á sam- veru okkar og samskipti var Erla í raun eins og stóra systir mín sem ég leit upp til og mun ávallt gera. Elsku Ásta, Maggi, Gunni, Stef- án, börn og fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. En nú er með miklum trega kom- ið að kveðjustund þar sem þú ert komin á Guðs fund. Minning þín lif- ir. Þú varst sú eina og sanna Prima- donna. Með söknuð og sorg í hjarta. Þín frænka, Magna Huld. Það er erfitt að lýsa því hvað mér brá við að fá þær fréttir að hún Erla frænka lægi þungt haldin á sjúkra- húsi. Ég sem hitti hana kvöldið áður og hver hefði trúað því að það yrði í síðasta sinn sem við hittumst? Það er stutt á milli gleði og sorgar í þessu lífi og þau eru þung skrefin mín í dag þegar ég kveð mína elsku- legu frænku. Við sitjum eftir með sorgina og reiðina því þú varst tekin frá okkur allt of snemma, í blóma lífsins. Það er mikil sorg og eftirsjá sem fyllir tilveru okkar á þessum tíma og minningarnar um frábæra frænku hrannast upp. Minningar þegar ég var hjá ykkur í pössun í Jörfabakk- anum, eða í Hólmgarðinum hjá ömmu Gyðu þar sem margt var um manninn flesta sunnudaga hér á ár- um áður. Skemmtilegu stundirnar sem við og fjölskyldur okkar áttum saman á Spáni, eða kvöldið góða þegar þú kenndir mér að meta Sushi og allar góðu stundirnar sem við átt- um saman í Ömmu Gyðu félaginu, svo ekki sé talað um allar flottu klippingarnar og góða spjallið sem við áttum á hárgreiðslustofunni þinni. Það var svo gaman að hitta Erlu og Stefán, hvar sem þau voru var yf- irleitt strax farið að skipuleggja næsta hitting og þar var Erla oftar en ekki fremst í flokki. Hún Erla var kröftug og lífsglaður frumkvöðull, hennar verður sárt saknað og verð- ur stórt skarð í lífi okkar sem ekki verður að fullu fyllt. Elsku Erla frænka, þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman og vildi ég að þær hefðu orðið miklu fleiri. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, full af kærleika, skreytt gimsteinum sem glitraði og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Elsku Stefán, Inga Lára, Ásta Margrét, Benedikt, Birta, Sandra Líf, Ásta, Maggi, Gunni, Salóme, Kristbjörg Ásta og Magnús Ingi, Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma, hugur minn er hjá ykkur. Ásta Kristín. Í dag kveðjum við Erlu, kæra frænku. Erla átti og rak hár- greiðslustofuna Primadonna, af mikilli röggsemi og dugnaði, og var hún ein sú besta í faginu og átti mik- ið af tryggum viðskiptavinum, sem nú munu sakna hennar þegar henn- ar nýtur ekki lengur við á hár- greiðslustofunni. Erla var mikil driffjöður í ömmu Gyðu-félaginu, þar sem allir ætt- ingjar ömmu Gyðu hittust alltaf reglulega og var þá oft glatt á hjalla . Erla var skemmtileg og alltaf var hún svo glaðleg og kát. Hún var allt- af til í allt og hafði gaman af hinum ýmsu uppátækjum, hún hafði mjög gaman af að ferðast. Erla hafði ótrúlega gaman af Sálinni hans Jóns míns og fór tvær ferðir til Kö- ben til að hlusta á þá og sjá á tón- leikum. Auk þess að vera með sinn eigin atvinnurekstur var Erla með stórt heimili og áttu þau Stefán 5 yndisleg börn, það segir okkur hvað hún var mikill dugnaðarforkur að reka fyrirtæki og vera með stórt heimili og allt gekk þetta upp. Við biðjum góðan Guð að styrkja Stefán og börnin í þessari miklu sorg. Kveðjum þig, kæra frænka, að lokum með texta úr laginu „Lestin“ með Sálinni hans Jóns míns, Standið klár á stöðinni ekki missa af lestinni. Engar töskur þurfum vér aðeins það sem innra er. Þér er boðið upp í ferð, andlegt fæði af bestu gerð. Hvergi heyrist orðið „nei“ – Field er fararstjórinn May. Lestin er að fara hún leggur upp í kvöld í langferð milli tveggja heima með í för er sálnafjöld. Lestin er að fara, ég og þú við förum með, hún kemur við í hverju landi, leiðarlok ófyrirséð. Kveðja, Hilmar frændi og Unnur Elva. Dökkan skugga dró fyrir sólu þegar okkur bárust þær harma- fréttir að Erla Magnúsdóttir væri látin. Manni verður orða vant og finnst erfitt að sætta sig við að kona í blóma lífsins sé hrifin burt úr þessu lífi, burt frá maka, ungum börnum og ástkærri fjölskyldu. Á erfiðum tímum er gott til þess að hugsa hve samheldnar fjölskyld- ur þeirra Stefáns og Erlu eru, það er gæfa Stefáns og barnanna. Á þessari sorgarstundu kemur upp í hugann hluti af ljóði eftir Andrés Eyjólfsson, afa okkar, sem hann orti við fráfall eiginkonu sinn- ar: Allt í tímans ólgusjó hverfur, allt sem lifnar og sést ekki meir. Þungbær harmur að hjartanu sverfur þá horft er eftir vini sem deyr. Já vinir heilsast og vinir kveðjast vinir njótast stutt æviskeið. Vinir gráta og vinir hér gleðjast og vinir hverfa á ævinnar leið. Elsku Stebbi frændi, Inga Lára, Ásta Margrét, Benedikt, Birta, Sandra Líf og aðrir ástvinir, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur, Guðný Fjóla, Anna Jóna og fjölskyldur. Elsku Erla, það er erfitt að skilja atburðarás síðustu daga og að horf- ast í augu við að þú hafir verið tekin frá okkur, langt fyrir aldur fram. Tekin svo skjótt frá fjölskyldu þinni sem raun ber vitni. Lífið er enda- laus barátta, það er ekki alltaf sann- gjarnt og það erum við öll að upplifa í dag. Það er fátt sem kemur manni meira niður á jörðina en staðreynd- ir lífsins. Við ætlum ekki að reyna að skilja hvernig það er að missa maka sinn, barn eða systkini. Hugs- unin ein fær mann til að gráta, mað- ur fær ekki skilið hvað lífið er grimmt. Líklegast verður það þitt hlutverk að kenna okkur hinum að berjast áfram og gefast aldrei upp þó á móti blási. Að vera ævinlega þakklát fyrir það sem við höfum, því við vitum aldrei hvenær það hverfur okkur úr hendi. Hvað er hægt að segja? Við höfum varla meðtekið þetta almennilega ennþá. Svona læðast örlögin aftan að manni. Elsku Erla, við vonum svo inni- lega að þú hafir vitað hve vænt okk- ur þótti um þig og hvað við erum þér ævinlega þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Þú hefur staðið þig svo vel, búið þér og þínum svo vel í haginn og þannig munum við minnast þín. Það var aðdáunar- vert hversu dugleg þú varst, rakst fyrirtækið og með svona stóra og fallega fjölskyldu. Það geislaði alltaf af þér, þú reyndist krökkunum okk- ar svo vel og taldir það aldrei eftir þér að bæta fleirum við á heimilið, þó þið hefðuð fimm börn fyrir. Það varst svolítið þú, að vilja hafa fjör í kringum þig, sama hvað gekk á. Þegar maður leitaði til þín þá kom maður aldrei að tómum kofunum, þú varst okkur sannur vinur, alltaf tilbúin til að hlusta og ráðleggja. Það var svo bjart í kringum þig og andrúmsloftið svo skemmtilegt, því þú vildir vita svo margt. Það var oft ótrúlegt hvað þú komst yfir margt á einum degi. Hvernig þú hreinlega hafðir orku í þetta allt saman, en svona varstu. Elsku Erla, við eigum eftir að sakna þín um aldur og ævi. Við vit- um að nú ert þú komin á góða stað- inn og það er ljós í myrkrinu. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Stebbi, Inga Lára, Ásta Margrét, Benni, Sandra Líf, Birta, Magga, Benni, Ásta, Maggi, Gunni, Salóme og Erla amma, hugur okkar er hjá ykkur og þið eigið alla okkar samúð. Ásta og Árni. Hver hefði trúað því þegar aðal- skvísan á Primadonnu kvaddi okkur föstudaginn 22. janúar að það væri í síðasta sinn. Hún var full tilhlökk- unar, geislandi glöð og kvaddi með orðunum: Bless stelpur, við sjáumst! Þetta var í síðasta skiptið sem hún labbaði út af Primadonnu, fyrirtækinu sínu sem hún hafði byggt upp af elju og dugnaði í 16 ár. Erla var skvísa, töffari, gleðigjafi, fagurkeri, hörkutól, leiðtogi, dugleg, sanngjörn og treysti fólkinu sínu. Hún var vinur vina sinna og alltaf var gott að leita til hennar, hvort sem það var vegna vinnu eða per- sónulega. Alltaf var stutt í hláturinn, hún var forvitin, þurfti að vita allt um alla og fylgdist með öllum, enda vildi hún að allir hefðu það gott og væru sáttir við lífið eins og hún var með Stebba sínum. Hún kvartaði aldrei þó álagið væri mikið, hvort heldur í vinnunni eða heima. Betri yfirmann er ekki hægt að hugsa sér, hún var allt í senn stjórnandi, vinur og hlustandi. Einkunnarorð Erlu voru: Ekkert mál – minnsta mál. Erla var ótrúlega félagslynd og laðaði að sér fólk. Þann stóra og fjöl- breytta hóp vina og viðskiptavina hefði hún ekki átt nema fyrir það hver hún var. Ekki má gleyma frábærum stund- um sem við áttum saman utan vinn- unnar, árshátíðir, jólaveislur, grill- partí og ýmislegt annað. Henni var í mun að allir væru sáttir og ánægðir og hefðu gaman af og var hún þegar farin að leggja drög að fjölskyldu- ferð í Þórsmörk á komandi sumri. Eftir frábæra samveru í starfi og vináttu, allt upp í 16 ár, kveðjum við góðan vin og félaga. Fjölskyldu Erlu vottum við okkar dýpstu samúð á þessum erfiða tíma og sendum þeim styrk til að halda áfram og halda vel utan um Stebba og börnin þeirra, sem voru henni allt. F.h. starfsfólks Primadonnu, Linda. Það er föstudagur og helgin að ganga í garð, Stefán félagi minn hringir í mig rétt til að heyra í mér hljóðið. Hann og Erla eru á leið á ár- legt þorrablót um kvöldið með vina- fólki og eftirvæntingin liggur í loft- inu. Við ræðum sameiginlegt áhugamál okkar – golfið, hvenær sé best að byrja að undirbúa það fyrir sumarið og jafnvel skoða möguleika á skemmtilegri golfferð til útlanda áður en tímabilið hefst í vor. Tæpum sólarhring síðar fæ ég símtal þar sem mér er tjáð að Erla hans Stebba liggi þungt haldin á spítala og sé vart hugað líf. Í einu vettvangi er eins og heimurinn hrynji, ótal spurningar sækja að og maður finnur fyrir al- gjörum vanmætti. Erla barðist hetjulega fyrir lífi sínu í nokkra daga en sárin reyndust of stór. Hvað get- ur réttlætt að taka ástríka, um- hyggjusama og yndislega konu frá eiginmanni sínum og fimm ungum börnum? Þeirri spurningu hefur maður velt fyrir sér fram og til baka síðustu daga en engin svör fengið. Eftir stendur minning um einstaka konu sem ég kynntist fyrir tæpum 20 árum þegar þau Erla og Stebbi kynntust í fyrsta sinn. Það var eng- inn í vafa um að þarna fundu tveir einstaklingar það sem þau leituðu að, ást við fyrstu sýn lýsir því best. Erlu minnist ég sem ótrúlegs dugnaðarforks, ósérhlífinnar, elsku- legrar, umhyggjusamrar og skemmtilegrar konu sem var vinur vina sinna. Það var sama hvenær maður hitti Erlu, maður naut alltaf nærveru hennar, sem oftast var í klippistólnum á Primadonnu þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar. Stundum þurfti að hvísla en oftast var hlegið og sagt frá skemmtilegum hlutum og uppákom- um. Tíminn þar leið alltaf of fljótt og mörg mál náðum við ekki að ræða til enda. Síðustu dagar hafa verið geysi- lega erfiðir og margar minningar runnið í gegnum hugann. Söknuður- inn er mikill en þó mestur hjá Stef- áni, börnunum þeirra fimm og fjöl- skyldum þeirra. Stefán og Erla hafa alltaf verið fyrirmynd vina sinna, ástin og umhyggjan fyrir börnunum hefur verið aðdáunarverð og getur verið okkur öllum til eftirbreytni. Kæri Stefán, Inga Lára, Ásta Margrét, Benedikt, Birta og Sandra Líf, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, hugur minn er hjá ykkur í sorg ykkar og missi. Foreldrum Erlu, tengdaforeldrum, Gunnari bróður Erlu og fjölskyldu sendi ég einnig mína dýpstu samúð. Að lokum vil ég minnast orða Stef- áns við okkur vinina, „við verðum bara að halda áfram, það er ekkert annað í boði“. Þessi orð hefði Erla viljað heyra. Megi minning um einstaka konu lifa um ókomna tíð. Óskar Sveinsson. Elsku Erla. Það er sárara en nokkur orð fá lýst að standa frammi fyrir þessari kveðjustund og horfast í augu við að þú hafir verið hrifin á brott í blóma lífsins. Þú sem áttir svo bjarta framtíð og lífið lék við. Við spyrjum hvers vegna, en fáum engin svör og hugurinn fyllist vanmætti, sorg og söknuði en jafnframt þakk- læti fyrir að hafa kynnst þér og notið þinnar vináttu. Þú varst einstök kona, bæði falleg og glæsileg svo eftir var tekið og margir áttu erfitt með að trúa því að þú værir fimm barna móðir. Fas þitt var ljúft og bros blíðlegt og ávallt geislaðir þú af lífskrafti og glaðværð. Með heilsteyptum persónuleika, hjartahlýju og einlægni snertir þú fólk hvar sem þú komst og nærvera þín var alltaf notaleg. Þú hafðir þennan óútskýrða neista, kraft og dugnað og aldrei skorti þig kjark til þess að takast á við ný verkefni. Hvort sem það var að ala börn, sinna heimili, reka fyrirtæki, fara í ferða- lög eða halda matarboð og í hugann koma myndir af þér í Lækjarselinu þar sem þú eldaðir hvern veislurétt- inn á eftir öðrum með eitt og stund- um tvö börn í fanginu. Við spurðum þig oft hvernig þú kæmist hreinlega yfir þetta allt saman og þá stóð ekki á svari: „Elskan mín, þetta er ekkert mál“. Alltaf stóðstu eins og klettur með jákvæðnina að leiðarljósi og þótt álagið væri mikið léstu það ekki aftra þér frá því að rækta fjölskyldu þína og vini og alltaf varstu tilbúin að leggja þitt af mörkum við að aðstoða aðra. Oftar en ekki áttir þú frum- kvæðið að vinafundum og utanlands- ferðum og naust þín í skipulagningu þeirra og þær eru margar ljúfar minningarnar sem við eigum úr skíða-, verslunar- og dekurferðum þar sem þú varst mikill gleðigjafi. Já, það var einstaklega gaman að um- gangast þig og kynnast þeim lífsgild- um sem þú hafðir tileinkað þér. Þú varst sannur og traustur vinur, elsk- aðir mann þinn og börn og barst hag þeirra alltaf fyrir brjósti. Þú getur svo sannarlega verið stolt af þínu ævistarfi. Þú byggðir fallegt heimili, stofnaðir fjölskyldu, fyrirtæki og eignaðist yndisleg börn sem eru um- vafin ást og umhyggju í örmum föður síns. Elskulega fjölskylda, Stefán, Inga Lára, Ásta Margrét, Benedikt, Birta og Sandra Líf. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi góður Guð veita ykkur styrk og trú á þess- um erfiðu tímum. Elsku Erla, minn- ingin um þig mun ávallt lifa í hugum okkar og hjörtum. Með saknaðarkveðju, Ásdís og Jóhann. Elsku vinkona. Við erum algjörlega lömuð í djúpri sorg. Sár og reið. Stunum er eins og lífið sjálft sé stærra í sniðum en nokkurn hefði órað fyrir. Á auga- bragði erum við neydd til að horfast í augu við vanmátt okkar gagnvart gangi lífsins. Og við sitjum eftir al- gjörlega orðlaus og ráðþrota. Það að þú skulir kveðja þetta líf núna, aðeins 38 ára gömul, er okkur algjörlega óskiljanlegt. og ef tilgang- urinn er einhver, eigum við erfitt með að finna hann. Æskuvinátta Stefáns og Inga leiddi okkur saman og betri vinkonu gat ég ekki eignast. Alltaf svo bjartsýn, jákvæð, sérlega drífandi og aldrei voru vandamálin það stór að ekki var hægt að leysa þau. Og ég þreyttist aldrei á að hrósa þér fyrir dugnaðinn og jákvæðnina og var upptekin af því að segja öllum það sem vildu heyra. Af því þú áttir það svo skilið. Þú varst jákvæðasta manneskja sem ég þekkti. Þú með þetta stóra heimili og farsæla fyr- irtæki. Hefði verið mörgum um of, en ekki þér. Þú einfaldlega rúllaðir þessu upp. Við Ingi erum þakklát fyrir allar okkar samverustundir sem eru margar í gegnum tíðina. Utanlands- ferðirnar okkar allar, á sólarstrand- ir, í skíðalönd og svo borgarferðirn- ar. Veislurnar og matarboðin við ýmis tækifæri, öll samveran, í hvaða formi sem var. Fyrir allt þetta erum við óendanlega þakklát. Við erum líka þakklát fyrir hafa verið með þér þennan síðasta örlagaríka dag og kvöld. Þú varst svo kát og glöð, við skemmtum okkur svo vel. Lífið var yndislegt. Og lífið verður aftur ynd- islegt. Aldrei eins, en aftur yndislegt. Það er arfleifðin sem þú skilur eftir þig. Með þínu viðhorfi, með þína lífs- skoðun að vopni verðum við sem elskuðum þig að halda áfram. Hugur okkar Inga er hjá Stefáni, Ingu Láru, Ástu, Benna, Söndru og Birtu, sem nú fá ekki að hafa þig hjá sér lengur. Sú tilhugsun er svo óskap- lega sár. Kæra vinkona, megi guðs englar vaka yfir þeim á þessum erf- iðu tímum. Við Ingi munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda minningu þinni á lofti um alla fram- tíð. En söknuðurinn verður óendan- lega mikill. Dugnaður þinn og elju- semi átti sér engan líka. Nú er það okkar að fylgja fordæmi þínu á þess- um erfiðu tímum. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Stef- áns og fjölskyldunnar allrar í þessari miklu sorg. Þínir vinir, Thelma og Ingi.  Fleiri minningargreinar um Erlu Magnúsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.