Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 5. F E B R Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 29. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF GLÆSILEGAR SÖNGKONUR Á GRAMMY OG RÓMANTÍSKUSTU ÁFANGASTAÐIRNIR «MENNINGFÓLK Geir Ólafsson fer til Hollywood 6 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is STJÓRNARMENN 365 hf. sem samþykktu söluna á fjölmiðlahluta fyrirtækisins til Rauðsólar í nóvem- ber 2008 gætu borið persónulega skaðabótaábyrgð vegna gjörnings- ins. Eftir að 365 hf. seldi fjölmiðla- hlutann til Rauðsólar var nafni fé- lagsins breytt í Íslensk afþreying, en það félag er gjaldþrota í dag. Þeir sem áttu skuldabréf á 365 hf., sem var skráð félag, eiga því núna kröfu í þrotabú Íslenskrar afþreyingar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kannar Landsvaki, sem átti skuldabréf á 365 hf., hvort hægt verði að krefja stjórnarmenn per- sónulega um skaðabætur fyrir dóm- stólum. Þeir sem sátu í stjórninni sem samþykkti að selja fjölmiðlahluta 365 til Rauðsólar voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson, Þorsteinn M. Jónsson, Magnús Ár- mann og Árni Hauksson. Árni greiddi atkvæði gegn því að selja fjöl- miðlahlutann og sagði sig í kjölfarið úr stjórninni. Árni hafði jafnframt selt öll sín hlutabréf í 365 í júlí sama ár, en á þeim tíma var yfirstandandi yfirtökutilboð til allra hluthafa fé- lagsins, sem átti að taka af markaði. Samkvæmt lögum um gjaldþrota- skipti er þeim skuldara sem getur ekki staðið skil á skuldbindingum sínum og sér ekki fram á að geta það í náinni framtíð skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta. Vegna þess að stjórn 365 hf. ákvað að selja fjöl- miðlahlutann eftir að fyrirtækið varð ógjaldfært, og þar með skylt að gefa það upp til gjaldþrotaskipta, geta stjórnarmenn borið persónulega skaðabótaábyrgð.  Stjórnarmenn 365 líklega | 13 Stjórn 365 gæti borið skaða- bótaábyrgð vegna sölu » 365 hf. var ógjaldfært í nóvember 2008 » Skylt var að gefa búið upp til gjaldþrotaskipta » Einn stjórnarmaður á móti sölunni MYRKRIÐ gefur smám saman eftir fyrir dagsbirtunni, þótt enn sé langt í að hún nái undirtökunum. Þess verður sérstaklega vart þegar bjart er, eins og verið hefur síðustu daga. Þau ský sem slæðast inn á himininn eru falleg á litinn við sólarlag og dagrenningu. Spáð er svipuðu veðri en þó hægara. MYRKRIÐ LÆTUR UNDAN SÍGA Morgunblaðið/RAX  ALLS voru um 2.000 erindi af- greidd hjá Ráð- gjafarstofu um fjármál heim- ilanna á síðasta ári. Það er ámóta mikið og var síð- ustu þrjú árin fyrir fall bank- anna. Brugðist var við þessu með fjölgun starfsmanna stofunnar sem urðu flestir um þrjátíu á síð- asta ári. Þeir voru sjö fyrir hrun. „Fólk vill gjarnan fá álit á því hvort bankinn sé að gera rétt og hvort þetta sé allt í lagi,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður ráð- gjafarstofunnar. Hún segir áber- andi að fólk vantreysti bönkunum sem ekki sé óeðlilegt miðað við það sem gerðist með hruni bankakerf- isins haustið 2008. »6 Skuldararnir vantreysta bönkunum og vilja ráðgjöf Ásta S. Helgadóttir  ÖSSUR Skarp- héðinsson utan- ríkisráðherra og Árni Þór Sig- urðsson alþingis- maður segjast ekki hafa haft innherjaupplýs- ingar þegar þeir seldu stofnfjár- hluti í SPRON skömmu áður en fyrirtækið var skráð á markað. Hagnaður Össurar nam um 30 milljónum króna en hann segist hafa fengið lán fyrir kaupunum. Þórarinn V. Þórarinsson hæsta- réttarlögmaður segir ýmislegt gruggugt við sölu stofnfjárhluta í SPRON. Þó nokkrir sem hafi keypt stofnfjárbréf eftir að ákveð- ið var á stjórnarfundi SPRON að skrá félagið á markað, en áður en lokað var fyrir viðskipti með stofnfjárbréf, hafi haft samband við sig vegna gruns um að þeir hafi keypt bréf stjórnenda og stjórnarmanna á óeðlilega háu verði. »12 Hagnaður Össurar af sölu stofnfjárbréfa 30 milljónir STJÓRN Arion banka hefur ákveðið að óska eftir skráningu verslunarfyrirtækisins Haga í kauphöll og selja hlut sinn í félaginu. Al- menningi og fjárfestum gefst kostur á að kaupa hlutabréfin. 15% hlutafjárins eru tekin frá fyrir núverandi stjórnendur fyrirtækisins, þar af getur Jóhannes Jónsson stjórnar- formaður keypt 10%. „Eftir að hafa vegið og metið kosti og galla við hinar ýmsu leiðir var það niðurstaðan að þetta myndi þjóna hagsmunum bankans best, starfsfólki fyrirtækisins, fyrirtækinu sjálfu og einnig frekari uppbyggingu hlutabréfa- markaðar hér á landi,“ segir Finnur Svein- björnsson bankastjóri. Hann telur þetta far- sælustu leiðina í þeirri stöðu sem upp var komin en bankinn eignaðist yfir 95% hluta- fjár Haga með yfirtöku eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. sem skuldar bankanum háar fjár- hæðir. Finnur segir ekki ljóst hversu mikið bank- inn fái upp í skuldir 1998 ehf. við sölu hluta- bréfanna. „Það fylgir því að fara í opið sölu- ferli að niðurstaðan er ekki alveg ljós fyrirfram,“ segir Finnur. Verð hlutabréfanna hefur ekki verið gefið upp. Undirbúningur Arion banka að skráningu Haga í kauphöll og sölu hlutabréfanna hefst nú þegar. Gangi allt samkvæmt áætlun gerir bankinn ráð fyrir að ferlinu ljúki fljótlega upp úr miðju ári. Ný stjórn verður skipuð í Högum til að vinna að undirbúningi málsins. Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, verður áfram for- maður stjórnar. Hann segir í tilkynningu sem Hagar sendu frá sér í gær að óvissu um framtíð Haga hafi nú verið eytt og lætur í ljós þá einlægu ósk sína að nú skapist vinnu- friður í kringum fyrirtækið. Arion selur hlutabréf í Högum  Hagar skráðir í kauphöll  Jóhannes Jónsson og núverandi stjórnendur fá forkaupsrétt að 15% hlutabréfanna  Ekki ljóst hversu mikið bankinn fær upp í skuldir eignarhaldsfélagsins 1998 ehf.  Hagar skráðir í kauphöllina | 4 Morgunblaðið/Golli STAÐREYNDIR »Hagar eru markaðsráðandi fyrir-tæki á matvörumarkaði. Þeir eru með um 60% markaðshlutdeild á höfuð- borgarsvæðinu og um 50% á landinu öllu. »Auk stórra matvörukeðja rekur fyr-irtækið fjölda tískuverslana í versl- anamiðstöðvum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.