Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 15
ÞÓ hápunktur Grammy-verðlaunahátíð- arinnar felist í því að vita hverjir hljóta þessi virtu tónlistarverðlaun ár hvert er ekki síður spennandi að fylgjast með kjólum, skóm, fylgi- hlutum og hárgreiðslu stjarnanna. Hér verður fjallað um fimm tónlistarkonur sem slógu allar í gegn á síðasta ári og hlutu sumar hverjar verðlaun á hátíðinni sem fram fór um síðustu helgi. Beyonce Knowles Söngkonan Beyonce Knowles hlaut sex Grammy-verðlaun um liðna helgi. Hún á því aurana til að breyta reglulega til í hárgreiðsl- unni og gerir það ítrekað. Stundum leyfir hún krullunum að njóta sín en á hátíðinni um helgina bætti hún við slatta af hárlengingum, hafði lýst hárið töluvert og sléttað frá rót til enda. Til að toppa þetta allt bætti hún nokkr- um þunnum, glitrandi silfurþráðum í hárið sem settu punktinn yfir i-ið. Miley Cyrus Ungstirnið Miley Cyrus hafði ekki fyrir því að setja hárið upp en þessi kæruleysislega hár- greiðsla kemur engu að síður vel út. Hárið er með rauðum tón og þunnum gylltum strípum. Miley er þekkt fyrir að hafa hárið slegið á rauða dreglinum og leyfa liðunum að njóta sín í síðu hárinu. Carrie Underwood Sveitasöngkonan vinsæla Carrie Underwo- od gætti hófs í hárgreiðslunni á Grammy- hátíðinni. Hárið er millisítt og í styttum og tók hún toppinn til hliðar með dökkri spennu sem kom vel út í ljósu hárinu. Hér er blásturinn lykilatriði. Hárið er þurrkað vel og síðan farið í gegnum það með rúllubursta frá rót og að- eins rúllað upp á það í endunum. Pink Þó hárið sé stutt er ýmislegt hægt að gera til að breyta til. Þetta sannar rokkarinn Pink aft- ur og aftur. Hárið var uppsett með spennu hátt á höfðinu og ljósgrái liturinn fer vel við per- sónuleika hennar. Með þessu móti er líka hægt að láta stóra eyrnalokka njóta sín. Taylor Swift Breiðskífa Taylor Swift var valin besta plata ársins á Grammy hátíðinni en stúlkan var þó róleg í fasi þegar hún mætti til hátíðarinnar með hárið skemmtilega kæruleysislega upp sett. Við vitum þó að það er meira en að segja það að setja hár svona glæsilega upp! Gald- urinn er að hafa hárið laust upp sett og leyfði Taylor nokkrum lokkum að falla fram á ennið. Leit hún út eins og kvikmyndastjarna frá fyrri hluta 20. aldarinnar á rauða dreglinum. Carrie Underwood Reuters Glæsilegar söngkonur á Grammy- hátíðinni Beyonce Knowles Miley Cyrus Pink Taylor Swift Oft er þeirri skemmtilegu spurningu velt upp hvað maður myndi gera fyndi maður veski troðfullt af seðlum á förnum vegi. Myndir þú hafa uppi á eig- andanum og skila veskinu? Myndirðu láta veskið kyrrt? Yrkja jafnvel klúra drápu og draga ýsur? Eða kalla til lögreglu? Myndirðu máske hirða seðlabúntið og spreða í mellur, sprútt og fíknilyf? Þessi spurning hefur herjað á manninn síðan ein- hver forfaðir okkar hrópaði upp yfir sig „Fjandinn fjarri mér að ganga með alla þessa peninga í vasanum!“ Gróf- lega má skipa fólki í nokkra meginflokka eftir því hvernig það svarar þessari áleitnu siðferðisspurningu. Í fyrsta lagi eru þeir sem láta veskið eiga sig. Þeir eru leiðinlegir og verða ekki til frekari umfjöllunar. Næst ber að minnast þeirra sem signa sig og jesúsa og leggja sig í líma við að koma veskinu í hendur rétts eiganda. Eftir atvikum hringja hinir réttsýnu á pólití og njóta fulltingis þess við rannsókn máls- ins. Þeir vænta engrar umbunar, aðeins ær- unnar og stoltsins af sjálfum sér. Í Dun- geons & Dragons borðspilinu nefnist þessi grúppa lawful-good, einnig þekkt sem lawful-stupid. Ekki spyrja af hverju ég veit það. Þriðja sortin er sú sem tekur veskið og slær eign sinni á það. Innihaldinu sólundar þessi síðasta sort í hvað það sem hugurinn girnist þann daginn, með samviskubiti eða án þess. Ekki eru glögg skil milli flokkanna, þau óskýrast af ýmsum smáatriðum. Stærstu faktorarnir eru hve miklir peningar eru í spilinu og hve mikið vesen er fyrirsjáanlegt af því að koma veskinu í hendur réttmæts eiganda. Milljónkall í fjólurauðum og hættara er við að fólk falli flatt í freistingu. Félagsskírteini Línu Dís- ar, þokkadísar í Salsaklúbb Alþýðunnar með heim- ilisfangi, hæð og skónúmeri í veskinu er víst til að stýra finnanda í átt að því að þefa uppi eiganda. Engin skýr svör liggja þannig fyrir um hvar fólki skal skipað í flokk því eitt er um að tala, annað í að komast. Nema hvað, ég fann auðvitað veski á förnum vegi nú rétt fyrir síðustu jól. Spennan helltist yfir mig þegar ég sá það, rauðbrúnt, niðurrignt og tælandi á gangstéttarbrúninni. Ég leit í kringum mig til að sjá hvort eigandinn væri mögulega ekki farinn langt. Eða var það til að athuga hvort nokkur myndi sjá mig stinga því á mig? Það var eng- an að sjá þannig að ég teygði mig eftir veskinu. Strax og fingurnir námu við það sá ég fyrir mér hvernig allir pen- ingarnir í þessu þykka veski myndu afgreiða jólin á einu bretti og áramótin líka. Ég gæti splæst í eitthvað sætt handa mömmu, látið gera við bíl systu, gert upp við pápa, keypt mér þetta blessaða úr, fest kaup á auka- nýra á svarta markaðnum, kíkt á Grillið í hádeginu og til Hondúras í kveldmat. Og svo videre og svo vid- ere. Já og svo enn videre! Púkinn á öxl mér og ég lögðum á ráðin, neyslufyllerí í vændum. Kannski fimmþús- undkall í mæðrastyrksnefnd, engillinn hin- um megin höfuðs míns kom því að. Mig myndi hvort eð er ekki muna um það. Á endanum fór það svo að ég skilaði veskinu í nálægan banka, kortin í veskinu voru merkt honum. Ekki varð af stórtækum, hedónískum áformum mínum og púkans; engillinn hafði betur, ég fetaði hinn þrönga og beina veg. En það var líka enginn peningur í veskinu. Og gaurinn á kreditkortinu var ekkert líkur mér. Skúli Á. Sigurðsson | skulias@mbl.is ’Engillinnhafði betur, ég fetaði hinn þrönga og beina veg. HeimurSkúla Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 Á þessum árstíma er rómantíkin allsráðandi, enda bundin í dagatalið bæði á bónda- og konudegi að ógleymdum Valentínusardegi. Marga dreymir um að stinga af á sólríkari stað með elskhuganum og nú hafa notendur síðunnar Tripad- visor.com valið 10 rómantískustu áfangastaði í heimi: 1. Moorea í Frönsku-Pólýnesíu Hjartalaga paradísareyja með hvítar strendur við Kyrrahafið. 2. Santorini á Grikklandi Kríthvít hús umlukin dimmbláu hafi og ógleymanlegu sólsetri. 3. Brugge, Belgíu. Sjarmerandi miðaldahús og skipa- skurðir, mjóar götur og góður bjór. 4. Dubaí, arabísku furstadæmin Endalaus sól, lúxushótel, lúx- usmatur, tax free og almennt dek- ur. 5. New York, Bandaríkjunum Hvergi er betra að hverfa í mann- hafið og drekka í sig stórborgarlífið 6. Key West, Flórída Aldrei frost og á veturna rignir nán- ast ekkert. Sól og vatnasport. 7. Bath, Englandi Eins og sögusafn undir beru lofti á slóðum Jane Austen og heitra hvera. 8. Búdapest, Ungverjalandi Drottning Dónár þykir ein sú falleg- asta Evrópu og svo er verðlagið gott. 9. Marrakech, Marokkó Iðandi af framandi lífi og lykt. Æv- intýraleg en samt svo nálæg. 10. Punta Cana, Dóminíska lýðveldið Karabískur draumur með 40 km langri hvítri strönd og pálmatrjám. 10 rómantískustu áfangastaðirnir Þær sem vilja mála sig á hlutlausan og nátt- úrulegan hátt geta óhikað leitað í nýju „Warm & Cozy“ línuna frá Mac. Litirnir eru hlýlegir en lág- stemmdir og henta vel fölri vetrarhúð. Óhætt er að mæla sérstaklega með hinum s.k. „shadestick“, mjúkum augnskuggastiftum í fjórum litum. Það er mjög auðvelt að bera skuggann á með stiftinu, frá- bært fyrir þær sem ná ekki að mála sig fyrr en í bílnum á morgnana. Hann er vatnsheldur og helst að því er virðist að eilífu. Stiftin virka mjög vel sem smá krydd með öðrum, mattari skuggum. Þegar kemur að vörunum er húðlitir (e. nude) eða hlutlausir litir alveg málið þetta misserið. Mac er með þrjár ágætar útgáfur en „Warm and cozy“ er sérstaklega fallegur í daufbleikum, algjör klass- ík. Shadestick skuggastiftið kostar 4.490 kr, varalit- irnir eru á 3.990 og mattir augnskuggar á 3.490 kr. Hlýtt og notalegt á varir og augu Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 8. febrúar, kl. 18.15 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Gunnlaugur Blöndal Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17 og mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.