Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 NI © IL V A Ís la n d 20 10 einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is NULÚT ÖS LÝKUR SUNNUDAGINN 7. FEBRÚAR YFIR 1000 VÖRUNÚMER Á LÆKKUÐU VERÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is „EFTIR að ég ræddi við kollega minn og hann hafði tjáð mér að nokkrum mánuðum áður hefði hann varað [ís- lensku ríkisstjórnina] við taldi ég að logið hefði verið að okkur,“ sagði No- ut Wellink, hollenski seðlabankastjór- inn, en hann kom fyrir rannsókn- arnefnd hollenska þingsins í gærmorgun. Þar átti hann við fund sinn með Davíð Oddssyni, þáverandi seðlabankastjóra, í svissnesku borg- inni Basel 8. september 2008. Wellink sagði áhyggjur sínar af Icesave í Hollandi hafa aukist mikið í júlí 2008. Þá þeg- ar hafi hann kraf- ið Fjármálaeft- irlitið íslenska um upplýsingar. Hann hafi fengið þau svör 24. ágúst að bankarnir stæðust álagspróf. Hinn 3. sept- ember hafi hann á ný spurt Fjármálaeftirlitið út í stöðu bankanna. „Svarið sem ég fékk var: frábær! Og í kjölfarið ræddi [viðmæl- andinn] um íslenska efnahagslífið, gríðarlega möguleika þess, um hveri, vatnið og fiskinn,“ sagði Wellink sem áður tjáði nefndinni að Íslendingar beittu ávallt því herbragði að tefja málin stæðu þeir frammi fyrir vanda- málum. „Þeir gerðu það þá og þeir gera það í dag í deilunni um fjár- munina sem þeir skulda okkur.“ Því má við bæta að í seinni fréttum RÚV í gærkvöldi var greint frá því að 15. ágúst hefði hollenska seðlabank- anum borist tölvupóstur frá íslenska Fjármálaeftirlitinu. Í honum væri lýst undrun vegna þess að hollenski seðla- bankinn hefði rætt um að frysta starf- semi Landsbankans í Hollandi. Engin ástæða væri til þess því bankinn væri við góða heilsu. Var afar áhyggjufullur  Hollenski seðlabankastjórinn segir upplýsingagjöf íslenska Fjármálaeftirlitsins um stöðu bankanna til þess fallna að valda töfum  Það sé herbragð Íslendinga » Sendi fulltrúa sína til Íslands í ágúst 2008 með þau fyrirmæli að beita hótunum » Þeir voru sendir heim til Hollands með þau skilaboð að aðeins yrði rætt við Wellink Nout Wellink ÞÆR kvörtuðu ekki yfir veðrinu, stúlkurnar þrjár sem dunduðu sér við að kríta myndir á stéttina við frí- stundaheimili Laugarnesskóla. Og skal engan undra, á meðan veturinn hefur verið jafn mildur og raun ber vitni getur ungviðið leikið sér í hinum ýmsu leikjum sem oftar eru bundnir við sumartímann. VEÐRIÐ HENTAR TIL SUMARLEIKJA Morgunblaðið/Golli Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „HANN gekk mjög vel. Við útskýrð- um okkar mál og svo hlustuðum við á þingmennina. Það voru tveir á okkar bandi, annar frá Miðflokknum og hinn frá Sósíalíska vinstriflokkn- um, en jafnaðarmaðurinn var óhagg- anlegur eins og þeir eru heima,“ sagði Einar Már Guðmundsson rit- höfundur um fjölsóttan fund Attac- samtakanna um Icesave-málið í Ósló síðdegis í gær. Með Einari Má í för voru Bjarni Guðbjartsson og Gunnar Skúli Ármannsson, sem einnig eru í Attac, en rithöfundurinn var kominn með annan fótinn í mynd- ver norska ríkissjónvarpsins þar sem hann var á leið í „Kastljósviðtal“ þegar Morgunblaðið náði tali af hon- um í gær. Hann segir fundargesti á bandi Íslands. „Algerlega. Almenningur skilur vel okkar sjónarmið þegar hann heyrir hvað þetta er há upphæð í norskum krónum ef hún væri yfirfærð á hvern Norð- mann.“ Inntur eftir áhuga norskra fjöl- miðla kvaðst Einar Már hafa farið í viðtöl hjá fimm til sex blöðum í gær og að frekari viðtöl væru í bí- gerð í dag. Thomas Vermes, blaðamaður hjá ABC Nyheter, sat fundinn en hann segir hafa mátt skilja af mál- flutningi Steinars Gullvåg, þingmanns Verkamanna- flokksins, að stjórnin hafi ekki gengið lengra í Ice- save-málinu vegna þess að hún hafi ekki fengið beiðni um slíkt frá Íslandi. Þá sagði Per Olaf Lundteigen, þingmaður Mið- flokksins, í samtali við Morgunblaðið að stjórnin myndi koma Íslandi til hjálpar færu samninga- viðræður um Icesave út um þúfur í kjölfar þjóð- aratkvæðagreiðslunnar. Norskur almenningur hefur samúð með Íslandi  Dagblöð í Noregi sýna Icesave-málinu mikinn áhuga Einar Már Guðmundsson Per Olaf Lundteigen Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is DAVÍÐ Odds- son, ritstjóri Morgunblaðsins, staðfesti í sam- tali í gær að hann hefði sem formaður banka- stjórnar Seðla- banka Íslands átt fund með Nout Wellink, seðla- bankastjóra Hollands, í fyrri hluta september árið 2008. Fundurinn var haldinn í Basel að frumkvæði Wellink. Um trúnaðarfund var að ræða en þar sem Wellink hefur nú greint frá þessu samtali opin- berlega fyrir þingnefnd hollenska þingsins segist Davíð geta staðfest ummæli hans. „Hann spurði mig álits á stöðu bankakerfisins á Íslandi,“ segir Davíð um samtal hans og Wellinks. „Ég sagði honum að ég hefði af því mjög miklar áhyggjur, sem lægi í augum uppi, því þá höfðu allir að- drættir að endurfjármögnun banka- kerfisins verið stíflaðir í 13 mán- uði,“ segir hann. Ekki talsmaður ríkisstjórnar „Þá spurði hann mig að því hvort ég hefði greint ríkisstjórninni frá þessari skoðun minni. Ég sagði honum að ég hefði gert það. Ég hefði þegar í febrúar á því ári og oft síðar, greint forsætisráðherra og eftir atvikum öðrum ráðherrum frá því að ég hefði þungar og vax- andi áhyggjur af stöðu bankakerf- isins. En ég tók fram að það væri ekki mitt að segja til um hvort rík- isstjórnin deildi minni skoðun því ég væri ekki talsmaður hennar.“ Lýsti þungum áhyggjum Davíð Oddsson Sagði Wellink frá viðvör- unum vegna bankanna UM 350 fulltrúar koma erlendis frá á ferðakaupstefnuna Mid-Atlantic 2010 sem sett var í gærkvöldi og hefst formlega í dag. Alls verða 500 fulltrúar frá 14 löndum á kaup- stefnunni sem er sú fjölmennasta sem hér hefur verið haldin. Sam- koman er í Laugardalshöll. Fjölmenn kaupstefna EFTIRLITSNEFND með fjár- málum sveitarfélaga hefur lagt til við Kristján Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að Sveitar- félaginu Álftanesi verði skipuð fjár- haldsstjórn sem hafi forystu um endurskipulagningu fjármála sveit- arfélagsins. Ákvörðun ráðherra verður kynnt í dag eða fljótlega eftir helgi. Nefndin segir að fjárhaldsstjórnin muni hafa forystu um end- urskipulagningu fjármála sveitarfé- lagsins og leita allra tiltækra leiða til lausnar á vanda þess. Gerður verði samningur um samskipti og verka- skiptingu fjárhaldsstjórnar og sveit- arstjórnar um fjárhaldslegar að- gerðir á skipunartíma stjórnarinnar. Ef ráðherra tekur ákvörðun í samræmi við tillögu eftirlitsnefnd- arinnar er sveitarstjórnin í raun svipt fjárræði. Pálmi Þór Másson, bæjarstjóri Álftaness, segir það ekki koma sér á óvart og tekur fram að eftir sem áður myndi bæjarstjórnin starfa áfram og stjórnkerfið vera með hefðbundnum hætti. Fram hefur komið að sveitarfélag- ið er komið í greiðsluþrot og hefur þegar fengið fyrirframgreiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að greiða brýnustu útgjöld og skammt er í næstu bráðagreiðslur. Taka ber fjárráð af bæjarstjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.