Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 og á vorin var hann mættur í garðinn hjá okkur með klippurnar, nú þurfti að klippa og snyrta og fræða okkur í leiðinni um trén og eiginleika þeirra. Eftir að Gunnar hófst handa við byggingu sumarbústaðar síns í Borgarfirði kom í ljós gífurlegur áhugi hans á trjárækt og garðrækt hvers konar. Hvílíkur lystigarður sem hann bjó til á stuttum tíma. Tím- inn var líka nýttur vel og dagurinn tekinn snemma. Barnabörnin voru ósjaldan með í för, þau dvöldu í góðu yfirlæti hjá afa í bústaðnum. Skemmtileg er minningin um Gunnari þegar hann kom keyrandi til okkar, á leiðinni upp í bústað, syngjandi „undir dalanna sól“ því söngur var honum hugleikinn. Fyrir rúmum tíu árum þegar ég tók upp á því að fara sumarlangt vestur á firði að vinna og breyta að- eins um umhverfi, þá leist honum aldeilis ekki á það í byrjun, ómögu- legt að konan færi svona langt í burtu. En svo var hann boðinn og bú- inn að keyra vestur og í lok ferðar segir hann að þetta sé nú sniðugt hjá mér. Þá vissi ég hann hafði lagt blessun sína yfir þetta og skilaboðin voru skýr þegar komið var á áfanga- stað: „Þið passið hana Dísu mína.“ Góð er minningin um ferðalög okkar saman, hann kenndi okkur að bera virðingu fyrir náttúrinni. Myndlist var ofarlega á blaði hjá Gunnari, það eru ófáar myndirnar sem hanga uppi á vegg Þegar heilsunni fór að hnigna síð- ustu árin kom í ljós hans innri styrk- ur. Kímnigáfan hvarf aldrei. Þegar við sátum yfir honum síðustu dagana kom í ljós hve sterkur maður var á ferð. Það átti ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. En samt sem áður var búið að undirbúa allt sem kom að hinstu för, og „ekkert prjál“. Ég trúi því að nú sé vinnan hafin við að fegra umhverfið á öðrum góðum stað. Minningin mun lifa áfram með okkur öllum. Og þegar vorið vermir og vekur blómin sín, í hjartans helgilundum þá hlær mér minning þín. (Jón Þórðarson.) Hvíl í friði. Svandís Karlsdóttir. Elsku afi minn er látinn. Hann var flottur karl og ekki fáir sem hafa fengið að heyra sögurnar mínar um þig. Þú varst með svo stóran karakt- er og frábæran húmor sem skein í gegn bæði í gleði og í erfiðleikum. Ég var stolt af afa mínum, hann var líka svo klár í svo mörgu. Ég var svo heppin að fá að sitja með þér í kjallaranum í Skeiðarvog- inum og læra að teikna og mála hjá þér með vatnslitum. Og sagan af „Afi litar“, er ein af mörgum sem ég geymi í minningakistunni minni um þig. Þú átt stóran stað í hjarta mínu, og ég veit og fann hvað þér þótti vænt um mig. „Passaðu stelpuna mína“ sagðir þú við kærastann minn, „hún er uppáhalds“. Það er verst að hann skildi ekkert hvað þú varst að segja, en ég skal þýða skilaboðin fyr- ir hann og minna hann á þau reglu- lega. Þú talaðir oft um ömmu sem ég fékk aldrei að hitta og ég trúi því að amma Guðný og Ragnar frændi taki á móti þér í himnaríki. Ég elskaði þig, þú átt alltaf stað í mínu hjarta, og á eftir að sakna þín mikið. Guðný Ingibjörg Guðbjartsdóttir. Elsku afi minn, nú ertu farinn. Ég á eftir að sakna þín svo mikið og á aldrei eftir að gleyma þeim tíma sem við áttum saman. Það var bara fyrir nokkrum vikum sem ég, Guðný syst- ir og mamma vorum í heimsókn hjá þér. Þú hélst í hendurnar okkar og kallaðir okkur „stelpurnar þínar“. Þessi minning á alltaf eftir að vera okkur kær. Þú varst alltaf svo blíður og góður, passaðir okkur barnabörn- in svo vel. Þegar mamma og pabbi fóru til út- landa og báðu þig um að líta eftir okkur tókst þú hlutverkinu mjög al- varlega, sem var ekki vinsælt hjá okkur systrum sem vorum á há- punkti gelgjunnar. Allar sumarbú- staðaferðirnar með þér eru mér svo kærar. Að vakna snemma með þér til að flagga íslenska fánanum og að taka göngutúra með Trýnu. Ég tók vinkonur mínar oft með mér í ferð- irnar okkar og við náðum alltaf að skemmta okkur vel með þér. Þú varst mikill húmoristi og áttir alltaf auðvelt með að fá mig og vinkonurn- ar til að hlæja. Þegar Þórey Edda kom svo í heim- inn varstu svo stoltur en líka svo hræddur við að halda á henni, eins og þú héldir að hún myndi brotna, svona lítil og viðkvæm. Ég krafðist þess að þú héldir á henni því að ég veit hvað mér þótti gott að kúra í afafangi. Ég er þakklát fyrir tímann sem ég fékk með þér og minningarnar sem ég fæ að eiga. Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir. Minningar streyma fram í hugann á kveðjustund. Hann Gunnar afi eða „afi skafi“ eins og við kölluðum hann, var æðislegur. Ég man þegar hann skutlaði mér í trommutíma og sagði mér sögur af pabba sínum, bræðrum sínum og sjálfum sér. Sögur sem voru ævintýri líkastar. Hafði hann virkilega gert allt þetta í lífi sínu? Já, afi skafi minn var merkilegur kall. Í kjallaranum var alltaf líf og fjör, blendin lykt af Cigill vindlum og vatnsmálningu. Þar var alltaf kveikt á Rás 2 og svo var hann símalandi við hundinn sinn hana Trínu. Þegar ég kom niður til afa var ég stundum svo heppinn að fá ekta heitt súkkulaði, sem var ekkert nema heit mjólk og suðusúkkulaði eða After Eight. Hann sýndi mér hverju hann var að vinna að, oftast eitthvað sem maður átti erfitt með að skilja hvað væri, en ég efaðist aldrei um notkunargildi hlutanna sem afi bjó til, því hann var alltaf svo útsjónarsamur og skipu- lagði allt afskaplega vel, fyrir utan það að enginn annar en hann vissi hvar allt var. Það er svo ótal margt sem minnir mig á hann afa skafa, frímúrarasúlan í kjallaranum, sveinsstykkið og myndirnar á veggjunum, svo ekki sé minnst á ógleymanlega frasa og sög- ur. Á sumrin var farið í Asparbarð og afi var líka að bralla eitthvað þar, stækka pallinn, sá grasi, eða planta nýjum trjám sem voru ábyggilega þúsund talsins enda sagði afi alltaf við mig þegar ég var búinn að borða ávexti, að henda hýðinu bara í grasið því að þetta yrði hvort eð er bara að mold eftir smá stund. Hann afi skafi var alltaf að hugsa um sitt og sína og þegar hann fékk eitthvað vildi hann alltaf tékka á hvort einhver annar hefði meira gagn af því en hann, áður en að hann fékkst til að eiga hlutinn. Afi kenndi mér að mála, afi kenndi mér að grínast og hann kenndi mér að horfa alltaf á björtu hliðarnar. Ég mun aldrei gleyma honum og hann verður alltaf hluti af mér. Takk fyrir að vera aldrei neitt minna en þú, afi! Sveinn Óskar Karlsson. Kæri mágur Kveðjustund er runnin upp. Við kynntumst er þið Guðný systir felld- uð hugi saman. Fyrstu árin ykkar bjuggum við í sama húsi og þar fæddust börnin ykkar, Ragnar Jón, Einar Berg og Þórey Björg. Það var góður tími. Síðar byggðuð þið ykkur hús í Hvassaleitinu. Svo flytjið þið til Danmerkur og þú ferð í nám. Þar fæðist Hafdís Lilja. Það var auðvitað komið í heimsóknir og farið í alls konar ferðalög, meðal annars til Sví- þjóðar. Það var ávallt tekið vel á móti okkur. Eftir heimkomu bjugguð þið í Kúrlandinu. Guðný varð bráðkvödd 25. janúar 1979 og sonur þinn Ragnar Jón lést 4. mars 2009. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Innilegustu samúðarkveðjur, Guðbjörg Jónsdóttir (Bugga.) Í dag kveðjum við góðan vin og fé- laga, Gunnar Einarsson. Það er nær mannsaldur síðan við kynntumst í skátunum, flestir á aldr- inum 12-13 ára. Hópurinn varð fljótt samheldinn og þéttur. Við nutum okkar vel í útilegum í Lækjarbotnum og öðrum útilegum þar á eftir í skáta- starfi á Snorrabraut og seinna, er við urðum eldri, fyrst í ferðum í Þrym og svo þegar við byggðum okkar eigin skála, Bæli. Sá skáli var mikið not- aður bæði af okkur og fjölskyldum okkar þegar við eignuðumst konur og börn. Í mörg ár fórum við á nýársfagnað skáta, voru það miklar og eftirminni- legar samkomur. Þegar ferðum í Bæli fækkaði tóku aðrar ferðir við. Við fórum nokkrar ferðir saman til útlanda. Heimsóttum Kratsch þegar hann varð fimmtugur og síðar fórum við til Grikklands og enn seinna til Bandaríkjanna. Skáta- flokkurinn Rakkar hafði ávallt mikið samband og hittist reglulega, hin seinni ár hjá eldri skátum. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson.) Með þakklæti fyrir samveruna á liðnum árum. Hvíl í friði, Fyrir hönd skátaflokksins Rakka og fjölskyldna þeirra, Grétar Sigurðsson. Höfðinglegur, skeggprúður maður gekk í sal og ég fékk að vita að þar færi Gunnar G. Einarsson innan- hússarkitekt. Þetta var vorið 1982 á ráðstefnu. Nokkru seinna lágu leiðir okkar aftur saman í hönnunarvinnu við skólahús, HS, kirkjur og sjúkra- hús. Okkur gekk vel að vinna saman og varð vel til vina. Sem ungur maður hafði Gunnar oft þurft að dvelja lengi á sjúkrahúsum vegna veikinda. Þar hafði hann vak- andi auga með öllu og hvað mætti betur fara í fyrirkomulagi, í hentugri innréttingum og í betra útliti. Þessi reynsla hans nýttist honum vel síðar við eigin tillögur. Í samstarfinu fékk ég að kynnast þessari hagnýtu þekk- ingu hans. Hann lagði mikla alúð við útfærslur, svo og glöggan læsileika teikninga, sem hann magnaði oft listilega upp með vatnslitum og frí- hendisteikningum. Ég minnist smiða sem lengi höfðu unnið eftir einsleitum tölvu-teikning- um og sögðu mér hve það hefði verið ánægjulegt og uppörvandi, eins og að lesa góða og fallega bók, að vinna eft- ir teikningum hans. Gunnar lærði húsgagnasmíði hjá Kristjáni Sigurgeirssyni sem mat hann mikils og studdi hann til frek- ara náms í innanhússarkitektúr í Kaupmannahöfn. Minntist hann Kristjáns með miklum hlýhug og þakklæti. – Sem góðum söngmanni var honum fagur söngur mikið yndi. Á góðri stundu sagði hann mér, kím- inn, að einn sólríkan sumardag hefði meistarinn kallað sig upp í turninn í KS-húsinu við Laugaveginn til skrafs og ráðagerða og til að taka nokkur sumarlög í leiðinni. Hann opnaði svo gluggann til að leyfa sólskinsfólkinu á Laugaveginum að njóta söngsins. Á Hafnarárunum vann Gunnar til 1. verðlauna í samkeppni um innrétt- ingar og nýskipan fyrir Minjasafn Kaupmannahafnar og til 1. verðlauna fyrir búnað, þjónustuaðstöðu og fyr- irkomulag á tjaldstæðum fyrir Dansk Camping Union. Hér heima vann hann til verðlauna og viðurkenninga fyrir stólahönnun, innréttingar og muni, s.s. kirkjumuni sem hann lagði sérstaka alúð við. Gunnar var mikill vinur vina sinna og fengum við sem töldum okkur í þeim hópi að kynnast því ef á bjátaði og hann gat verið til aðstoðar. Sjálfur var hann trúmaður og sótti styrk í trú sína á erfiðum og sárum stundum í eigin lifi. Það var mér mikils virði að hafa getað þrýst hönd hans hljótt í þökk áður en hann kvaddi. Þakka þér, góði félagi, fyrir samfylgdina og vinátt- una. Ég votta fjölskyldu Gunnars inni- lega samúð mína. Örnólfur Hall. ✝ Ástkær bróðir okkar, vinur og frændi, FINNBOGI GUNNARSSON, Suðurvíkurvegi 8, Vík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. janúar, verður jarðsunginn frá Reyniskirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00. Magnea, Símon og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU SIGRÚNAR SNORRADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Skjóli og Eir. Birgir Þórhallsson, Snorri Sigfús Birgisson, Guðrún Sigríður Birgisdóttir, Martial Nardeau, Þórhallur Birgisson, Kathleen Bearden og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns, föður, tengdaföður og afa, GUÐBJARNA JÓHANNSSONAR húsasmíðameistara, Vesturgötu 98, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Bára Guðjónsdóttir, Jóhann Rúnar Guðbjarnason, Margrét Björg Marteinsdóttir, Guðrún Guðbjarnadóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, RÖGNVALDUR FINNBOGASON, Garðaflöt 17, Garðabæ, lést mánudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Hulda Ingvarsdóttir, Ingvar J. Rögnvaldsson,Auður Hauksdóttir, Guðný Dóra Rögnvaldsdóttir Gurstad, Kristín og Haukur Ingvarsbörn, Espen og Gøran Gurstad, Hulda Guðný, Linda Bára og Elfa Dögg Finnbogadætur, Kolbrún Sigfúsdóttir, Björg Finnbogadóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir og afi, HINRIK HINRIKSSON, Mánatúni 6, andaðist þriðjudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 13.00. Ólafía H. Bjargmundsdóttir, Ólafía K. Hjartardóttir, Ólafía Magnea Hinriksdóttir, Halldóra Guðrún Hinriksdóttir, Páll L. Sigurðsson, Bjargey Una Hinriksdóttir, Róbert Einar Jensson, Hinrik Ingi Hinriksson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.