Morgunblaðið - 16.02.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 16.02.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is BJÖRGUNARSVEITARMENN lýsa því sem mikilli heppni að skosk kona og 11 ára sonur hennar hafi fundist við leit á Langjökli aðfara- nótt mánudags. Aðstæður voru afar erfiðar, kolniðamyrkur, kuldi, úrkoma, hvassviðri og skyggni lítið sem ekkert. „Maður er þakklátur fyrir að finna fólkið svo það þyrfti ekki að hafast þarna við um nóttina,“ segir Guðmundur Arnar Ástvalds- son, einn þriggja félaga úr Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík sem fundu mæðginin um klukkan hálftvö um nóttina. „Við vorum heppnir. Tveir sleðar í miðjunni ramba beint á týnda sleðann og hinir fóru rétt framhjá. Við sáum þarna þúst, en trúðum þessu varla og þurftum að hemla til að lenda ekki á henni. Við stukkum af sleðunum og sáum strax hreyfingu.“ Rúmar 8 klukkustundir liðu frá því mæðg- inin urðu viðskila við vélsleðahópinn sem þau ferðuðust með á Langjökli og þar til þau fund- ust. Þrátt fyrir hrikalegar aðstæður, um 10°C frost og 18-20 metra vind á sekúndu, voru þau ótrúlega vel á sig komin og má það þakka hár- réttum viðbrögðum konunnar sem björguðu sennilega lífi þeirra beggja. Þau höfðu búið sér til skjól með því að velta vélsleðanum á hliðina. Konan lagðist ofan á drenginn til að halda á honum hita og skýldi þeim með vélarhlífinni. Þau fundust um 40-50 metrum frá þeirri línu sem ferðahópurinn var á og skipti miklu máli að þau höfðu haldið kyrru fyrir. Konan þrekuð og kalin á hendi Björgunarsveitarmenn voru hinsvegar orðnir vonlitlir þegar þarna var komið sögu og töldu tvísýnt að þau hefðu nóttina af enda að- stæður erfiðar. Það braust því út mikil gleði þegar mæðginin komu í leitirnar. Konan er þrekuð og auk þess kalin á hendi og dvaldi á Landspítalanum í nótt til aðhlynningar. Svo virðist sem nokkurra sekúndna mistök hafi ráðið því að mæðginin týndust, þegar hún náði ekki beygju og missti sjónar á hópnum, sem taldi alls 13 manns auk fjögurra leiðsögu- manna. Veður hafði þá skipast skjótt í lofti og skyggni ekki nema 3-4 metrar. Hvarf hennar uppgötvaðist nánast strax en þá sást hvergi til hennar. „Veðrið skellur á fyrirvaralaust á 5 mínútum, fólkinu var sýndur íshellir og eftir það var skyndilega komið fár- veður,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snow- mobile.is, sem stóð fyrir ferðinni. Veðurspá hafi verið skoðuð ítarlega áður en lagt var af stað og samkvæmt henni hafi óveðrið ekki verið væntanlegt fyrr en síðar um kvöldið. Því var talið að óhætt yrði að ljúka síðustu ferðum dagsins þótt öllum ferðum mánudagsins hafi þegar verið aflýst. Vél- sleðaleigan mun fara yfir öryggisreglur en auk þess hyggst sýslumaðurinn á Selfossi rann- saka atvikið og af hverju farið var af stað þrátt fyrir spána. Fólki aldrei stefnt vísvitandi í hættu Skilmálar hjá flestum vélsleðaleigum eru m.a. þeir að ef aflýsa þarf ferð vegna veðurs eru þær endurgreiddar með öllu. Nikulás seg- ir að oft verði ferðamenn mjög óánægðir þeg- ar hætt sé við ferðir og vissulega sé litið til kostnaðarins en hann ráði aldrei úrslitum þeg- ar ákveðið sé hvort aflýsa eigi ferð eða ekki. „Við myndum aldrei nokkurn tíma stefna fólki vísvitandi í hættu vegna þessa. Maður teflir ekkert í tvísýnu, við vitum að það væri dauðadómur yfir fyrirtækinu auk þess sem það er mikið andlegt áfall að týna fólki og ekki eitthvað sem við leikum okkur að.“ Römbuðu á týnda sleðann  Leitarmenn voru orðnir vonlitlir þegar skosk kona og sonur hennar fundust eftir að hafa verð týnd í 10 tíma á Langjökli í ofsaveðri  Hárrétt viðbrögð konunnar við aðstæðum björguðu lífi þeirra beggja Ljósmynd/Þór Kjartansson Blindbylur Skyggnið var lítið sem ekkert á Langjökli í fyrrinótt og því ótrúleg heppni að mæðginin skyldu finnast. Rúmlega 300 björgunarsveit- armenn tóku þátt í leitinni en veðurskilyrði voru slík að það var á mörkunum að stætt væri úti. Til stóð að efla leitina til muna þegar í birtingu. Bláfell Kj alv eg ur Þórisjökull Geitlandsjökull L AN GJ ÖK UL L Hrútfell Eiríksjökull Húsafell Hveravellir 10 km Hvítárvatn Skálpanes Morgunblaðið/RAX Bjargvættir Guðmundur Arnar Ástvaldsson og Þór Kjartansson óku fram á mæðginin á Langjökli. ENGAR samræmdar reglur eru um jöklaferðir á Íslandi og er það því undir hverju og einu ferðaþjónustu- fyrirtæki komið við hvað er miðað. Grundvallaratriðin sem þurfa að vera í lagi eru ýmis, s.s. að klæðn- aður og búnaður sé við hæfi, farið sé yfir rétt viðbrögð við neyðar- tilvikum áður en lagt er af stað og að ekki séu of margir óreyndir á hvern leiðsögumann. Jón Gauti Jónsson, leið- sögumaður hjá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum, segir að öryggis- vitund á fjöllum fari vaxandi, jafnt hjá göngufólki, jeppa-, og vél- sleðamönnum. Sú menning að fara með ferðamenn á fjöll og jökla sé þó þrátt fyrir allt mjög ung á Íslandi. Hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönn- um er hið almenna viðmið að jökla- göngum á skriðjöklum er aflýst ef vindhraði fer yfir 15 metra á sek- úndu. Hins vegar eru spálíkönin til fjalla ekki orðin nógu góð, að sögn Jóns Gauta, víða fáist t.d. ekki stað- arspá eða snjóflóðaeftirlit. „Ég vil ekki meina að það eigi að horfa blint í veðurspána upp á hvort ferð sé aflýst eða ekki, þetta er reynsla sem þarf að safna. Sem betur fer er það mjög sjald- gæft að við þurfum að snúa við og sumpart er það vegna þess að við erum orðnir ansi vanir að eiga við veðrið og vitum hvernig það er á svæðinu sem við ferðumst um mið- að við veðurspá á stöðvum í kring.“ Sem dæmi nefnir Jón Gauti að á Sólheimajökli sé veðrið afleitt þeg- ar það er hvass vindur af suðaustri en sé vindur meira af austri séu ferðamenn jafnvel í algjöru skjóli. Spá um vindhraða á veðurstöðvum í kring segi því e.t.v. ekki alla sög- una. M.a. vegna þessa segir Jón Gauti erfitt að samræma viðmið- unarreglur í ferðaþjónustu. Hins vegar sé það staðreynd að þegar slysin verði hafi oftast eitt- hvað mátt betur fara. „Þegar mað- ur lendir í slysum, og ég upplifði nú eitt síðasta vetur, þá dæmir maður það oft fyrst sem tilviljunarkennt óhapp, en eftir á að hyggja má allt- af finna eitt eða tvö atriði sem hefðu getað afstýrt slysi, hvort sem það er vanmat á veðri eða ofmat á sjálfum sér og samferðamönnum. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en hlutverk leiðsögumanns er ekki að koma fólki á toppinn heldur að koma því öruggu heim.“ „Hlutverk leiðsögumanns að koma fólki öruggu heim“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.