Morgunblaðið - 16.02.2010, Síða 21

Morgunblaðið - 16.02.2010, Síða 21
Umræðan 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 DUGLAUS stjórn- völd og máttlaust Al- þingi auka enn á óhamingju landsins. Það er átakanlegt að horfa upp á dugleysi stjórnvalda þegar kemur að því að verja hagsmuni landsins á erlendum vettvangi eða aðstoða skuldug heimili og fyrirtæki. Taktur hrunadansins var að vísu byrjaður löngu fyrir fall bankanna og aðgerðarleysi þáverandi rík- isstjórnar í aðdraganda hrunsins, þrátt fyrir fulla vitneskju um hvert stefndi, er sífellt betur að koma í ljós. Í ringulreiðinni eftir fall bank- anna varð ráðaleysi ríkisstjórn- arinnar algjört vegna þeirra þögg- unar sem hún var sek um í aðdraganda hrunsins. Í miklum flýti og með samþykki Alþingis (Þskj. 189 — 161. mál. 2008) varð til sam- komulag við AGS sem tryggði ítök erlendra ríkisstjórna á stjórn landsins. Þessi stórkostlegu mistök stjórnvalda og Alþingis sköpuðu Bretum og Hollendingum það þvingunartól, sem AGS er, fyrir samningi um Icesave. Icesave og AGS Fólk verður að átta sig á því að viðurkenn- ing á skuldbindingum Icesave var frá upphafi forsenda fyrir samningnum við AGS. Í viljayfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar um fyrirgreiðslu frá AGS frá 15. nóvember 2008 segir m.a.: …„Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli inn- stæðutrygginga-kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi er- lendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar for- fjármögnunar…“ Hér var Ísland strax komið í þvingunarskrúfu Breta og Hollend- inga. Þessi yfirlýsing, þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld bæru ekki ábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innistæðueigenda, sýnir dugleysi stjórnvalda við að verja hagsmuni þjóðarinnar. Hún var líka gegn anda sem fram kom í yfirlýsingu Íslands og ESB um málið í hinum svo- nefndu Brusselviðmiðunum. Einleikur fjármálaráðherra Þessi yfirlýsing til AGS var ekki ígildi samnings. Hún batt ekki hendur nýrrar ríkisstjórnar, sem gat í ljósi brottfarar þeirrar fyrri tekið upp bæði samkomulagið við AGS svo og Icesave-málið á pólitísk- um og lagalegum grunni við ESB. Það kom því á óvart hvernig nú- verandi stjórnvöld, undir forystu fjármálaráðherra, ákváðu að halda áfram með bæði þessi mál. Vilji Samfylkingarinnar var eflaust að draga ESB að samkomulagi um Ice- save, þetta viðhorf speglast í yfirlýs- ingu fyrrverandi formanns Samfylk- ingarinnar fyrir stuttu, í orðum núverandi forsætisráðherra í Kast- ljósi um að betra hefði verið að hafa reyndan erlendan samningamann í forsvari fyrir hönd Íslands og nú síðast í grein Kristrúnar Heim- isdóttur í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. Ákvörðun fjármálaráðherra um að skipa einkavinanefnd til að ganga til samninga við Breta og Hollend- inga hefur eflaust verið til að forð- ast þessi tengsl við ESB af flokks- pólitískum ástæðum. Ganga átti hratt til verka. Þjóðinni var tilkynnt um „glæsilega niðurstöðu“. Þegar málið dróst varð það að „besta samningi“ sem völ var á. Fjár- málaráðherra heimilaði undirritun samningsins í skyndingu án sam- ráðs við Alþingi. Þjóðin þekkir framhaldið. Málið hefur verið keyrt áfram af mikilli hörku og stjórnin haldið fram hagsmunum Breta og Hollendinga fremur en hagsmunum þjóðarinnar. Nú hefur forseti lands- ins sett stjórnina út í horn og vísað málinu til þjóðarinnar. Áhrif á þjóðarhag Niðurstaða þess fordæmalausa samnings sem Alþingi samþykkti og forseti landsins hefur vísað til þjóð- arinnar til samþykktar eða synj- unar, hljóðar upp á 500 milljarða (með vöxtum.) Skuld sem þjóðin á að taka á sig og greiða á árunum 2016 til 2024. Núvirði þessarar upphæðar sam- svarar: framlögum til Landspítalans í 15 ár eða framlögum til Háskóla Íslands í 50 ár eða framlögum til aldraðra í 50 ár eða öllum tekju- skatti í 4 ár. Stjórnvöld hafa reynt að blekkja almenning með margvíslegum hætti, leynt upplýsingum og gert lít- ið úr alvarleika þessa stórhættulega samnings fyrir þjóðina. Skuldir þjóðarbúsins eru miklar fyrir, m.a. vegna lána Seðlabankans til fjár- málafyrirtækja sem nú eru töpuð. Það styður ekki efnahagslegt sjálf- stæði landsins að samþykkja um- deilanlegar skuldir sem þjóðin aldr- ei tók og ber ekki ábyrgð á. Eðlilegra væri að ríkisstjórnin berð- ist fyrir pólitískum og lagalegum stuðningi við málið á erlendum vett- vangi. Þjóðin felli ríkisábyrgð Með því að hafna ríkisábyrgð á Icesave vísar þjóðin málinu aftur til stjórnvalda um betri lausn. Þetta tækifæri sem þjóðin fær til að segja vilja sinn í mikilvægu máli sem snertir hagsmuni hennar, getur haft mikla þýðingu fyrir lýðræði á Ís- landi. Þjóðin áttar sig á því að hún getur haft síðasta orðið um hags- muni sína, en ekki flokkshagsmunir eða pólitísk þröngsýni einstakra ráðherra. Knýja þarf fram breyt- ingar á kosningarfyrirkomulagi með áherslu á auknu beinu lýðræði al- mennings til aðhalds fram- kvæmdavaldinu. Óhamingja landsins Eftir Sigurbjörn Svavarsson » Þessi fordæmalausa ríkisábyrgð sem Al- þingi samþykkti og for- seti landsins hefur vísað til þjóðarinnar, hljóðar upp á 500 milljarða (með vöxtum.) Sigurbjörn Svavarsson Höfundur er rekstrarfræðingur og er í stjórn Samtaka fullveldissinna. Í KVÖLD- FRÉTTUM Rík- isútvarpsins laug- ardaginn 30. janúar var greint frá því að stjórn- arráðið hefði á seinni hluta ársins 2009 keypt ráðgjöf og þjónustu frá ákveðnu fyrirtæki (Capacent) fyrir 35 milljónir króna „í það minnsta“ eins og kom- ist var að orði í fréttinni. Það var ekki alveg ljóst hvað var fréttnæmt við þetta. Voru þetta óeðlilega mikil við- skipti eða óeðlilega lítil viðskipti? Eða var fréttin sú að þarna var skipt við einkaaðila? Þetta er álíka há upp- hæð og stærstu fyrirtæki landsins greiða á mánuði fyrir ráðgjafaþjón- ustu, a.m.k. þar sem undirritaður þekkir til. Hver er hin raunverulega frétt, ef hún var þá einhver? Hér á landi sinna fleiri þúsund manns nauðsynlegri sérfræðiþjón- ustu í fögum eins og tölvunarfræði, rekstrarráðgjöf, lögfræði, endur- skoðun, verkfræði, arkitektúr, aug- lýsingum, þýðingum, ráðningum og þannig mætti lengi telja bæði við einkageirann og opinberar stofnanir. Þetta eru fyrirtæki sem hafa byggt upp þekkingu, þróað lausnir, ráðið og þjálfað dýra sérfræðinga, komið sér upp húsnæði og fullkomnum tölvu- kerfum, sérhæft sig enn frekar á fjöl- breyttum sviðum ráðgjafarþjónustu til þess að bjóða framúrskarandi lausnir í harðri samkeppni við inn- lenda jafnt sem erlenda aðila. Þetta eru jafnt stór sem smá fyrirtæki sem eiga það sameig- inlegt að byggja á hug- viti okkar Íslendinga og við getum með stolti nefnt þekkingariðnað. Sú skoðun virðist út- breidd á Íslandi að kaup fyrirtækja og stofnana á utanaðkom- andi sérfræðiráðgjöf séu kostnaður sem beri að forðast í lengstu lög. Þegar harðnar í ári sé jafnvel betra fyrir fyrirtæki og sérstaklega op- inberar stofnanir að koma sér upp starfskröftum innanhúss frekar en að kaupa vinnu utanaðkomandi sér- fræðings. Staðreyndin er hins vegar sú að kaup á sérfræðiþjónustu geta falið í sér gríðarlega mikinn sparnað fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í viðamikilli skýrslu Viðskiptaráðs um fjármál hins opinbera sem hægt er að nálgast á heimasíðu ráðsins má sjá að starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu fjölgaði um 55% frá 2001 til 2008. Á sama tíma fjölgaði störf- um í einkageiranum um 12%. Getur verið að neikvætt viðhorf gagnvart kaupum á utanaðkomandi sér- fræðiráðgjöf eigi einhvern þátt í þessari þróun? Það væri athyglisvert ef fréttamenn gerðu sér far um að kanna það. Einnig væri athyglisvert ef fréttamenn könnuðu hvort stærstu opinberu aðilarnir hefðu dregið jafnmikið úr kostnaði við mannahald og þeir hafa dregið úr kaupum á sérfræðiþjónustu í kjölfar hrunsins. Ég leyfi mér að fullyrða að svo er ekki. Í þessu liggur kannski ansi stór frétt. Að vegna þess að hið opinbera hefur farið þá leið að vernda „eigin“ störf á kostnað dýrra starfa í þekk- ingariðnaðinum, sem mörg hver krefjast mikillar sérhæfingar, þá er- um við að missa öflugt og gott fólk úr landi. Skv. opinberum gögnum fluttu 7900 manns fyrstu 9 mánuði ársins 2009 frá landinu, þar af 4000 íslensk- ir ríkisborgarar. Ég óttast að þarna sé á ferðinni raunverulegur þekking- arflótti sem til lengri tíma litið verð- ur ansi dýru verði keyptur. Það væri fréttnæmt að sjá greiningu á því hvort eitthvert samhengi sé á milli þess og þess hvernig hið opinbera sker niður sinn kostnað. Og það væri enn frekar fréttnæmt ef hið opinbera reyndi að vernda störf í þekking- ariðnaðinum með því að skera jafn niður í eigin umsvifum og gert er í kaupum á utanaðkomandi sér- fræðiþjónustu. Ekkifrétt um aðkeypta sérfræðiþjónustu Eftir Tómas Má Sigurðsson » Sú skoðun virðist út- breidd á Íslandi að kaup fyrirtækja og stofnana á utanaðkom- andi sérfræðiráðgjöf séu kostnaður sem beri að forðast í lengstu lög. Tómas Már Sigurðsson Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands. einfalt & ódýrt! Saltkjöt og baunir... Krónu saltk jöt ódýrt398kr.kg ...túkall! 45% FYRIRTÆKJA ÞURFA AÐ FÆKKA STARFSFÓLKI VEGNA SKATTABREYTINGA STJÓRNVALDA Samkvæmt könnun meðal forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja Nánar á Viðskiptaþingi 2010 - Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf? Skráning og nánari upplýsingar á www.vi.is og í síma 510-7100 MIÐVIKUDAGINN 17. FEBRÚAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.