Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010
KREPPAN eftir
hrunið er í algleymi og
enn eru skiptar skoð-
anir um hvernig á að
bregðast við ástandinu.
Vegna mismunandi
sjónarmiða hjá máls-
metandi fólki í landinu
hef ég verið að velta
fyrir mér hvort það
væri ástæða fyrir
venjulegan Íslending
að blanda sér í þá umræðu á op-
inberum vettvangi, ég er svona
kaffitímauppreisnarmaður með fullt
af skoðunum. Nú hef ég ákveðið að
stíga fram því mér ofbýður alger-
lega. Það er svo komið að í þessu
þjóðfélagi okkar búa greinilega tvær
þjóðir, þ.e.a.s. þeir sem hagnast á
ástandinu og lágu gengi krónunnar
og vilja engu breyta og við hin sem
töpum þúsundum króna í hverjum
mánuði vegna þess að lítið er gert til
að leysa málin.
Hvað er það sem veldur því að
ekkert gerist til end-
urreisnar þjóðfélaginu
og til hjálpar okkur
fólkinu í landinu sem á
enga sök aðra en þá að
hafa trúað stjórn-
málamönnum sem lof-
uðu stöðugleika og
bankamönnum sem
máluðu svart malbikið
grænt? Jú, það sem
veldur þessu er að við
erum föst í helj-
argreipum pólitísks
valds (studds af auð-
valdinu) sem hefur ekki víðari sýn en
sem snýr að því að halda stöðu sinni
og fylgja stefnu flokksins með hvaða
ráðum sem er og hvaða afleiðingum
sem það hefur og á það bæði við um
stjórn og stjórnarandstöðu.
Samfylkingin er við völd og hefur
aðeins eitt stefnumál að því er virð-
ist en það er að ganga í Evrópu-
bandalagið og til þess hafa þau svín-
beygt Vinstri græna sér til fulltingis.
En til að umsóknin verði tekin til
skoðunar þarf að ganga frá þeim
arma samningi sem kallast Icesave,
en þann samning eigum við ekki að
skrifa upp á eins og er. Það sem við
eigum að gera er að „deponera“ fyr-
ir Icesave-kröfunni eins og gert var
stundum hér áður fyrr þegar skuld-
ari var ekki sáttur við innheimtuna
gat hann lagt tilsvarandi upphæð inn
á reikning og farið í samninga við
hlutaðeigandi og ef það endaði með
málaferlum og tapaðist/vannst var
upphæðin til reiðu í banka. Þetta er
það sem við eigum að gera, rík-
issjóður á að fá lánað hjá lífeyr-
issjóðunum upphæð eða aðgengi að
eign sem samsvarar Icesave kröf-
unni, leggja veðið inn hjá hlutlausri
þjóð (t.d. Kanada) láta síðan AGS,
Breta, Hollendinga og Norð-
urlandaþjóðirnar vita að tryggingin
sé komin, þá ætti að vera svigrúm til
að snúa sér að uppbyggingunni og
láta lögfróða aðila sjá um Icesave.
Við eigum ekki að ganga í Evrópu-
bandalagið, ég tel okkur ekkert hafa
þangað að gera (en að sjálfsögðu má
fá inntökuskilyrðin upp á borðið svo
allir sjái hverju við erum að hafna.)
Við eigum að ganga til samninga
við Norðmenn, Grænlendinga og
Færeyinga (jafnvel Kanada) um að
mynda einslags Norðurhafs-
bandalag því að við og þessar þjóðir
sitjum að eftirsóknarverðustu auð-
æfum jarðar, fiskinum í hafinu,
hreinu vatni, olíu, hreinni orku og
ekki síst að á þessu svæði er minnsta
loftmengun í heimi sem tryggir líf-
ræna ræktun á landbúnaðarvörum.
Við eigum að taka þjóðareignina
kvótann til okkar aftur, útgerð-
armenn verða bara að sætta sig við
að taka meiri þátt í uppbyggingunni
þó að hagnaðurinn hjá þeim minnki,
við verðum að hafa eitthvað annað
en skattpeninga til að semja með.
Við eigum að bjóða Noregi og/eða
Kanada hluta af kvótanum og olíu-
vinnslurétt á landgrunninu í skipt-
um fyrir það að þeir standi á bak við
íslensku krónuna til að hún styrkist.
Restina af kvótanum á síðan að
leigja út til íslenskra útgerða á föstu
verði með skilyrði um fullvinnslu
ákveðins hluta hér heima. Verði eitt-
hvað eftir þá verður það boðið hæst-
bjóðanda til nýtingar, útgerðir megi
ekki framleigja ónýttan kvóta held-
ur skila honum inn til þjóðarinnar
aftur sem þá leigir hann öðrum.
Við eigum að klára uppbyggingu
þeirrar stóriðju sem komin er í gang
ef það tryggir tekjur og vinnu, og að
taka þátt í að fullnýta afurðirnar en
ekki senda þær óunnar úr landi. Við
eigum nóg af ósnertri náttúru og
hreinu lofti til að markaðssetja okk-
ur sem náttúruparadís enda á sér-
staða okkar Íslendinga að vera þeg-
ar til framtíðar er litið, hreint
umhverfi og fullvinnsla allra afurða
til sjávar og sveita, í því liggur fjör-
egg þjóðarinnar og sjálfstæði.
Af hverju gerist ekki neitt?
Eftir Ægi
Björgvinsson » Það sem við eigum
að gera er að „depo-
nera“ fyrir Icesave-
kröfunni eins og gert
var hér áður fyrr, þegar
skuldari var ekki sáttur
við innheimtuna.
Ægir Björgvinsson
Höfundur er rennismiður.
MATVÆLA-
STOFNUN boðaði til
fundar um varnarlínur
og sauðfjársjúkdóma á
Heimalandi undir
Eyjafjöllum 13. janúar
sl. Fundarmenn voru
um 50. Allnokkrar um-
ræður urðu. Í fund-
arlok voru samþykkt
með þorra atkvæða
Rangæinga og Skaft-
fellinga, sem fundinn sátu, harðorð
mótmæli til ráðuneytis landbún-
aðarmála og Matvælastofnunar við
niðurfellingu varnarlínanna Ytri-
Rangár og Jökulsár á Sólheima-
sandi með auglýsingu nr 793/2009.
Umræður um afleiðingarnar og
fræðsla áður höfðu verið of litlar,
jafnvel engar sögðu menn. Fimm
voru á móti samþykktinni. Nokkrir
sátu hjá. Þeir sem búa austan Ytri-
Rangár skilja flestir og láta sig
varða hættuna, sem að svæði þeirra
steðjar, þegar Ytri-Rangá er felld
niður sem varnarlína. Flutningar á
fé byrjuðu strax í haust með og án
vitundar Matvælastofnunar. Eftir
fá ár kann smitsjúkdómaástand að
verða hið sama austan og vestan
megin. Enn er hægt að afstýra
slysi. Langur meðgöngutími bjarg-
ar því. Hliðstæð mótmæli hafa
heyrst frá Hornafirði og Aust-
fjörðum, einnig úr Borgarfirði
vestra. Varað er við
því að slaka um of á
vörnum gegn smit-
sjúkdómum. Það er of
snemmt. Skorað er á
forustumenn bænda á
þessum svæðum og
stjórn Landssamtaka
sauðfjárbænda að
beita sér fyrir því að
auglýsingin verði
dregin til baka, málið
undirbúið betur.
Ýmsar varnarlínur
má leggja niður. Ekki
þessar. Um er að ræða garnaveiki,
sem er landlæg vestan Ytri-Rangár
frá Landsveit og niður í Ásahrepp,
síðast 2009. Garnaveiki hefur fund-
ist á aðeins einum bæ austan ár síð-
ustu 10 árin. Með því að einbeita
sér að þessum eina bæ og næstu
bæjum mætti uppræta veikina þar
fyrr en ella og hætta þá bólusetn-
ingu á svæðinu frá Ytri-Rangá að
Markarfljóti. Það væri hagsbót fyr-
ir bændur þar. Riðuveiki gæti bor-
ist yfir Þjórsá við fjársamgang á af-
rétti. Framkvæmdir við virkjanir
gætu spillt vörnum. Ytri-Rangá
hefur verið líflína svæðisins austan
ár að Markarfljóti varðandi riðu-
veiki og tryggir öruggari viðbrögð,
ef illa fer.
Þegar riðuveiki kom upp á
Reynifelli um 1982 þurfti að elta
uppi fjárhópa, sem seldir höfðu ver-
ið um svæðið milli Ytri-Rangár og
Markarfljóts. Þá fannst Land- og
Holtamönnum gott að hafa Y-
Rangá sem varnarlínu. Tannlos og
kýlaveiki hafa ekki greinst austan
Ytri-Rangár en eru útbreidd um
allt svæðið vestan ár: Landsveit,
Holt, Ásahrepp og Þykkvabæ. Út-
breiðslu þeirra er auðvelt að verj-
ast, ef ekki eru felldar niður varn-
arlínur. Áin hefur í 30 ár varið
svæðið austur til Markarfljóts gegn
þeim pestum og gæti kannske dug-
að í önnur 30 ár til.
Lungnapest og kregða eru land-
læg í Rangárvallasýslu. Varist eins
og heitan eldinn að hýsa afbæjarfé
með heimafé og takið ekki heim fé,
sem hýst hefur verið á sýktum bæ
eða svæðum. Rangæingar og Skaft-
fellingar þurfa að standa saman um
varnir sýslnanna, hvorum megin
varnarlínu sem þeir búa. Jökulsá á
Sólheimasandi hindrar útbreiðslu
lungnapestar og kregðu til Skafta-
fellssýslu, sem aldrei hafa sést þar.
Jökulsá á Sólheimasandi hefur stór-
mikla þýðingu til framtíðar, ef nýir
sjúkdómar koma fram eða berast á
svæðið.
Nefnd landbúnaðarráðherra lagði
mat á varnir gegn smitsjúkdómum
(skýrsla 2006). Hún skildi þetta við-
horf og vill halda Jökulsá sem varn-
arlínu. Ekki má slaka á vörnum,
þar sem Rangárvallasýsla og V-
Skaft. mætast á afrétti. Garnaveiki,
tannlos, kýlapest, lungnapest,
kregða og stutt í riðuveiki vestan
frá, en enginn þessi sjúkdómur er í
Vestur-Skaftafellssýslu, nema riða í
Skaftártungu, síðast fyrir um 20 ár-
um, óvarlegt er að gleyma því
strax. Fluttar hafa verið óskoðaðar
geitur til Vestur-Skaftafellssýslu úr
Þistilfirði frá bæ þar sem geit er að
drepast úr lungnaveiki en tannlos
og kýlaveiki landlæg. Ótrúlegt!
Fræðsla gefin fyrr hefði vakið
sveitarstjórnir og bændur til skiln-
ings á hugsanlegri hættu.
Sveitarstjórnirnar ættu að end-
urskoða afstöðuna frá því í vor og
taka við mikilvægum línum, ef rík-
isvaldið vill engu breyta. Enginn
viðhaldskostnaður fylgir viðtöku
Ytri-Rangár og lítill Sólheimasand-
slínu. Landvættirnar sjá um að-
alvörnina. Sérstök reglugerð no
423/1979 um varnir gegn smitandi
búfjársjúkdómum í Rang-
árvallasýslu er í gildi að mati Sig-
urðar Líndals prófessors, þrátt fyr-
ir auglýsinguna. Voru
varnarlínurnar Ytri-Rangá og Sól-
heimasandslína lagðar niður í heim-
ildarleysi? Sé svo, ættu Matvæla-
stofnun og landbúnaðarráðuneyti
að hlutast til um flutning til baka
eða förgun strax á því fé, sem flutt
var í góðri trú í haust yfir Ytri-
Rangá og Sólheimasandslínu. Það
sem gerst hefur tel ég vera herfileg
mistök bæði hvað varðar lögfræði
og sjúkdómafræði. Verst er, ef
bændur skilja þetta ekki og vinna
gegn eigin hagsmunum. Þetta er
ekki andstaða gegn yfirdýralækni,
ekki gegn lögfræðingum Mat-
vælastofnunar eða ráðuneytis, ekki
gegn ráðuneyti og ráðherra land-
búnaðarmála. Þetta er andstaða
gegn útbreiðslu smitsjúkdóma og
sérhyggju fárra. Árangur, sem
náðst hefur á mörgum áratugum
með miklum tilkostnaði ríkis og
fjölda bænda, er í húfi.
Bændur mótmæla
Eftir Sigurð
Sigurðarson »Hinn 22. sept. 2009
auglýsti ráðuneyti
landbúnaðarmála varn-
arlínur gegn sauð-
fjársjúkdómum. Um 16
varnarlínur féllu út.
Lögmæti þessa er dreg-
ið í efa.
Sigurður Sigurðarson
Höfundur er dýralæknir, sérfróður
um sauðfjársjúkdóma og með 40 ára
reynslu af sjúkdómavörnum.
ÞETTA er saga af
ríki þar sem mikil
velmegun ríkti og var
öfundað af nágrönn-
um sínum vegna vel-
gengni sinnar. Íbúar
þess voru vel mennt-
aðir og stjórn helstu
auðlinda þess var
með þeim hætti að
mikil auðæfi voru
sköpuð, þvert á þá
venju sem ríki í nágrannaríkjum
þess. Af þeim ástæðum var litið
til þessa lands í allri umræðu í
nágrannaríkjunum um betri auð-
lindanýtingu. Þrátt fyrir vel-
gengni ríkti mikil óánægja vegna
skiptingar og eignarhalds á hin-
um takmörkuðu auðlindum, þá
sérstaklega þeirri sem viðkom
matvælaframleiðslu. Stór hluti al-
mennings hafði lengi krafist þess
að auðlindin yrði tekin af þeim
sem réðu yfir henni og yrði skipt
upp á nýtt á meðal almennings á
sanngjarnan hátt, sem svo var
kallaður. Útbreidd skoðun var að
auðlindinni hefði verið rænt af
þjóðinni, þó svo að það hefði gerst
löngu áður. Þeir sem nú fóru með
reksturinn komu ekki nálægt því
hvernig staðið var að upphaflegri
útdeilingu á þessum takmörkuðu
gæðum en voru þó samt þjóf-
kenndir.
Ráðamenn höfðu lengi nýtt sér
þessa óánægju sér til framdráttar
með allskyns loforðum um breyt-
ingar en aldrei tekið af skarið eða
haft vilja til þess að breyta neinu
að ráði. Á þessu varð breyting
þegar niðursveifla hófst í efna-
hagslífinu og deilur stóðu yfir við
voldug erlend ríki. Ráðamenn sáu
sér þá leik á borði, til að auka
eigin vinsældir og sefa reiði al-
mennings vegna ástands efna-
hagsmála, með því að fara í end-
urúthlutun á auðlindinni.
Almenningur fagnaði ákaft og
voru ráðamenn hvattir til að fara
hraðar í endurúthlutunina. Þeir
sem áður höfðu farið með stjórn
auðlindarinnar hrökkluðust frá.
Stjórnvöld endurúthlutuðu auð-
lindinni til nýrra aðila sem tóku
við rekstrinum. Oft á tíðum voru
þessir nýju aðilar flokksgæðingar,
ættingjar eða aðrir aðilar ná-
komnir ráðamönnum.
Árangurinn af beinni aðkomu
stjórnvalda á nýtingu auðlind-
arinnar, og svo afskipti af því
hverjir fóru með
rekstur hennar, var
ekki bara slæmur
heldur hreint út sagt
hræðilegur. Þjóð-
arframleiðsla hrundi
á nokkrum árum,
gjaldmiðill landsins
hrundi í verði og
verðbólgan fór á flug
og náði nýjum hæð-
um. Upphófst svo
hrina gjaldþrota og
atvinnuleysi óx upp
að því marki að auðveldara var að
telja þá sem höfðu vinnu en þá
sem voru atvinnulausir. Þetta
leiddi síðan til þess að þriðjungur
þjóðarinnar flúði land í leit að
tækifærum til betra lífs. Margir
telja sig eflaust kannast við þessa
umfjöllun og því ber að taka fram
að hér er ekki verið að fjalla um
Ísland eða mögulega framtíð-
arsýn ef fyrningarleiðin og end-
urúthlutun á auðlindum hafsins
yrði farin. Þetta er söguleg lýsing
á þeim ákvörðunum og afleið-
ingum þeirra sem teknar voru af
ráðamönnum í ríkisstjórn Ro-
berts Mugabe, forseta Zimbabwe,
þegar ákveðið var að hefja eign-
arnám og endurúthlutun á jarð-
næði þar í landi. Hér á Íslandi
hafa margir kvatt sé hljóðs um að
við ættum að taka önnur ríki okk-
ar til fyrirmyndar í hinu ýmsu
málum, reyna að læra af reynslu
þeirra og jafnvel gengið svo langt
að segja að við ættum að miða
löggjöf og skattamál okkar við
það sem gerist öðrum ríkjum.
Það er gott að geta lært af
reynslu annarra í því sem vel hef-
ur tekist. Mikilvægara er þó að
læra af reynslu þeirra sem gert
hafa afdrifarík mistök. Við eigum
ekki að endurtaka mistök ann-
arra og vonast til að niðurstaða
okkar verði öðruvísi og að hjá
okkur gildi önnur lögmál. Sú orð-
ræða um ný lögmál og að þau
gömlu gildi ekki lengur heyrist
ávallt rétt fyrir hrun.
Afleiðing endurút-
hlutunar auðlinda
Eftir Fannar
Hjálmarsson
Fannar Hjálmarsson
» Þetta leiddi síðan til
þess að þriðjungur
þjóðarinnar flúði land í
leit að tækifærum til
betra lífs.
Höfundur er nemi og er áhugamaður
um stjórnmál og sögu Afríku sunnan
Sahara.