Morgunblaðið - 16.02.2010, Síða 26

Morgunblaðið - 16.02.2010, Síða 26
26 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 ÞAÐ ER sennilega réttast að ég hefji þetta greinarkorn á því að taka fram að ég starfa ekki við sjávarútveg og að hvorki ég né nokkur mér nákominn á kvóta. En hvers vegna er ég þá á móti fyrn- ingarleiðinni, fyrst ég er hvorki sæ- greifi né barinn þjónn kvótakónga? Einfalda svarið er að ég er Vest- mannaeyingur og stoltur af því, en kannski ekki síður vegna þess að ég er stoltur af því að vera „lands- byggðarpakk“. Sjávarútvegurinn er undirstaða samfélagsins í Vestmannaeyjum. Nálægðin við miðin er ástæða þess að Vestmannaeyjar eru í byggð, svo og flestir þéttbýliskjarnar utan höfuðborgarinnar. Ef málum væri eins fyrir komið hér á landi og víð- ast hvar í heiminum væri ekki sér- staklega lífvænlegt á landsbyggð- inni. Ísland er nefnilega eitt fárra ríkja þar sem sjávarútvegur er ekki ríkisstyrkt atvinnubótavinna. Ástæða þess er einföld – afla- markskerfið. Tilkoma aflamarkskerfisins hvatti þá sem störfuðu í sjávar- útvegi til að hagræða og leggja meiri áherslu á gæði en magn. Veiðiheimildirnar leituðu á hendur þeirra sem gátu skapað úr þeim mest verðmæti sjálfum sér, sveitar- félaginu og þjóð- félaginu öllu til heilla. Þau reglu- bundnu inngrip sem ríkið hafði fyrir tilkomu kerfisins þurft að beita með geng- isfellingum og viðlíka æfingum lögðust af. Sjáv- arútvegsfyrirtækin fóru að skila hagnaði og borga meira til ríkisins í formi skatta. Í dag höfum við vel rekinn sjáv- arútveg sem starfar í kerfi sem að mati margra erlendra sérfræðinga er það besta í heimi. En hvers vegna vilja menn þá fyrna kvótann? Ég hef svo sem ýmsar skýringar heyrt, en enga sem ég get fyllilega skilið. Margur besservisserinn gól- ar um ósanngirni „gjafakvótans“ og virðist hafa einhverjar rómantískar hugmyndir um að hægt sé að leið- rétta nærri 30 ára gamlar ímynd- aðar misgjörðir með því að innkalla kvótann og úthluta honum aftur. Kvóta sem á sínum tíma var út- hlutað eftir veiðireynslu, kvóta sem hefur nær allur gengið kaupum og sölum á þessum tæpu 30 árum. Aðrir góla um að sægreifarnir verði að borga til ríkisins fyrir af- notin af fiskveiðiauðlindinni. Ein- hverra hluta vegna telja þessir bes- servisserar að þeir sem starfa í sjávarútvegi verði að leggja meira til samfélagsins en aðrir, meira en skattana sem þeir borga. Þó ég eigi erfitt með að skilja þá kröfu þá gera útgerðirnar það nú þegar í formi auðlindagjalds. Svo ekki þarf að fyrna kvótann þess vegna. Mér er því spurn hvers vegna verði að keyra fyrirtækin sem starfa í sjávarútvegi í þrot, eins og til dæmis Deloitte hefur sýnt fram á að fyrningarleiðin hafi í för með sér. Trúa menn því að fyrning- arleiðin verði til þess að skapa fleiri störf í sjávarútvegi? Varla fjölgar fiskunum í sjónum við það eitt að aðrir rói eftir þeim. Hvers vegna vill þá ríkisstjórnin ólm fara fyrn- ingarleiðina? Telja þeir það svo nauðsynlegt að stjórnmálamenn fái að véla um það hver fái að róa til fiskjar og hver ekki að sjáv- arútvegsfyrirtækjunum sé fórn- andi? Eru þeir svo sannfærðir um eigin yfirburði að þeir telji sig verða að hafa vit fyrir öðrum? Er það virkilega það umhverfi sem við viljum búa íslenskum sjávarútvegi að kvótinn verði að bitlingum sem stjórnmálamenn geti dreift til út- valinna vina? HELGI ÓLAFSSON, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.. Fyrningarleiðin – Feigðarflan ríkisstjórnarinnar Frá Helga Ólafssyni Helgi Ólafsson FORSETINN brást rétt við þegar hann neitaði að undirskrifa lög um Icesave og gaf þjóðinni kost á að velja sjálf um það sem í boði var. Ýmsir hafa legið honum á hálsi fyrir þessa afstöðu, ekki síst gaml- ir stuðningsmenn og samherjar hans í stjórnmálunum. Þessir fyrrrum samherjar eru því miður heillum horfnir. „Vinstri“ stjórnin sem nú situr, það er vafamál hvort hægt er að kalla hana vinstri stjórn, brást illa við og fór hamförum í taugaveikl- uðum viðbrögðum sínum. Forfeður mínir og stór- fjölskyldan fyrir vestan, hinir frá- bæru Ísafjarðarkratar, sem komu á legg góðu samfélagi þar vestra á millistríðsárunum og stofnuðu m.a. útgerðarfélagið „Samvinnu- félag Ísfirðinga“ sem segja má að hafi verið forveri bæjarútgerð- anna, hefðu ekki kannast við margt af því fólki sem nú situr á Alþingi Íslendinga sem jafn- aðarmenn, sem slíka. Þeim hefði vafalaust fundist margt keimlíkt með því og þeim sem þeir kölluðu „íhaldið“ í gamla daga. En nú eru bæjarútgerðirnar horfnar af sjónarsviðinu og komnar í kjaftinn á kvótagreifunum. Sama er að segja um gömlu góðu Ísafjarð- arkratana. Hannibal Valdimarsson var e.t.v. „síðasti móhíkaninn“ í þessu tilliti. (fyrirgefðu Jón Bald- vin, þú ert ekki alvöru krati, þú ert það sem þú uppnefndir mig fyrir nokkrum árum síðan, „und- anvillingur“ eins og flestir stuðn- ingsmenn Samfylkingarinnar í dag). Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórn- arliðsins við ákvörðun forsetans við hinum vafasömu lögum um Icesafe sem samþykkt voru með undanbrögðum á Alþingi og nú koma til kasta þjóðarinnar að leggja dóm á í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Nokkrir þingmennn VG brugðu á það ráð að flýja af þingi og kalla til varamenn til þess að þurfa ekki að bregðast samvisku sinni með því að greiða atkvæði sér þvert um geð. Ég hef samúð með þeim. Ég vil einnig þakka forsetanum fyrir að bregðast við með þessum hætti og dáist að hugrekki hans og réttsýni í þessu máli. Jafnframt vil ég lýsa yfir aðdáun minni á framgöngu hans í viðtölum við er- lenda fréttasnáka, ekki síst í BBC, sem ráðherrar núverandi rík- istjórnar geta lært margt af. Ég vil að síðustu lýsa yfir vanþóknun minni á framkomu fréttamanna gagnvart forsetanum á blaða- mannafundum. Ég tel að menn eigi að sýna embættinu þá virðingu sem því ber. Ef við skoðum framkomu fréttamanna t.d. á fundum með forseta Bandaríkjanna, þá sjáum við greinilega þann mikla mun sem er á framkomu fréttamanna hér á landi og t.d. í Bandaríkj- unum, þar sem menn leggja sig í líma við að koma fram af virðingu við forsetann. Þó ekki væri nema að menn kæmu virðulega klæddir á fund forseta lýðveldisins, æðsta manns þjóðarinnar. Þrátt fyrir að þéringar séu almennt aflagðar á Íslandi tel ég að menn eigi að þéra herra forseta Íslands eins og biskupinn yfir Íslandi. Að lokum vona ég að þjóðin beri gæfu til að hafna þessum lögum sem ríkisstjórnin hefur fengið samþykkt á Alþingi, með þving- unum. Áfram Ísland! Heill forseta vor- um og fósturjörð! HERMANN ÞÓRÐARSON, fv. flugumferðarstjóri og flokks- bundinn sjálfstæðismaður. Til stuðnings forseta Íslands Frá Hermanni Þórðarsyni NÚVERANDI bæjarstjóri Kópa- vogs, Gunnsteinn Sigurðsson, (Fréttablaðið 8.02) reynir að verja gjörðir bæjarstjórnar vegna gjald- töku á eldri borgurum í sundlaugar bæjarins er kom eins og blaut tuska framan í ellilífeyrisþega án nokkurs samráðs við þá. Hvað sem líður einróma samþykkt bæj- arstjórnar er hún brot á siðferði- legum grunnstoðum velferðarkerf- isins er talið hefur verið eitt það besta í vestrænum lýðræðissam- félögum. Umrædd gjaldtaka er ekki tekin upp vegna slæmrar afkomu bæj- arins, fremur árás á samfélagsleg gildi er hingað til hafa verið í heiðri höfð í okkar samfélagi, að veita fólki er lokið hef- ur starfsdegi sín- um viðurkenn- ingu og hvatningu með sundi án endur- gjalds, hollri hreyfingu sér til heilsubótar and- lega og lík- amlega; auk þess sparað félagslega þjónustu/umönnun við aldraða lengur en ella. Eldri borgarar í félögum á Stór- Reykjavíkursvæðinu hafa gjaldfrían aðgang innbyrðis í sundi en með ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs er samkomulagið rofið, sundverðir hér í bæ verða eftirleiðis að vísa frá eldri borgurum utan sveitarfé- lagsins og eldri borgarar Kópavogs munu heldur ekki fá gjaldfrían að- gang í nágrannasveitarfélögunum. Bæjarstjórinn útlistar gjaldtök- una eingöngu í krónum talið en er í raun að taka stórt skref í „gjald- fellingu“ velferðarkerfisins án þess að hafa nefnt það á nafn við sam- tök aldraðra. Samfélagssáttmáli velferðarkerfisins við eldri borgara er rofinn, siðferðileg gildi fótum troðin; ekki nóg með það heldur býður bæjarstjórinn eldri borg- urum þann hluta sáttmálans er þeim tilheyrir til sölu á „sérstökum vildarkjörum“. SIGRÍÐUR LAUFEY EINARSDÓTTIR, BA í guðfræði/djákni. Félagi eldri borgara í Kópavogi og Vopna- firði/Bakkafirði. Velferðarkerfið á útsölu í Kópavogi Frá Sigríði Laufeyju Einarsdóttur Sigríður Laufey Einarsdóttir Fyrr í vetur kom út nærri 600 blaðsíðna skýrsla svokallaðrar „staðreyndaleit- arnefndar“ um Gaza- stríðið á síðasta ári, sem gerð var að beiðni mannréttinda- nefndar SÞ (UNHRC) og var unnin undir forystu suður-afríska dómarans Richards Goldstone. UNHCR- nefndin er frægust fyrir að hafa í gegnum árin gefið út fleiri álykt- anir vegna ætlaðra mannréttinda- brota Ísraelsríkis eins og sér, en gegn öllum hinum aðildarríkjum SÞ samanlagt, alls 191 ríki! Þarf einhver orð um trúverðugleika þessarar nefndar? Eða ætli meg- inhluti allra mannréttindabrota og glæpa gegn mannkyni fari fram í litla gyðingaríkinu við Miðjarðarhaf? Meðal ríkja sem aldrei hafa verið fordæmd af Mannréttindanefnd SÞ eru Súd- an, Sádi-Arabía, Angóla, Pak- istan, Kúba, Kína, Egyptaland, Bangladesh, Nígería, Indónesía og Sambía. Alan Dershowitz ritar grein (The U.N’s blood libel) þann 17. september á Frontpagemagaz- ine.com og segir þar: Mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna er hneyksli. Hún á sér langa sögu einhliða fordæmingar á Ísrael og þess að líta framhjá alvarlegum brotum verstu mannréttinda- brjóta heimsins, sem reyndar drottna yfir störfum nefnd- arinnar. Dershowitz nefnir sem dæmi um hlutdrægni skýrsluhöfunda, að þeir hafi kynnt sér framburð Hamas-foringjans Fathi Hammad (sjá myndskeið á Youtube.com, sláið inn nafn foringjans), þar sem hann segir: Fyrir palest- ínsku þjóðina er dauðinn iðn- grein, sem konur glansa í og sömuleiðis allir aðrir í þessu landi. Hinir öldruðu glansa í þessari iðngrein og sömuleiðis vígamennirnir og börnin. Þess vegna hafa þeir myndað mann- lega skildi úr konunum, börn- unum, hinum öldruðu og víga- mönnunum til að standa gegn sprengjuvélum síonistaóvinarins. Það er eins og þau vilji segja við síonistana: Við þráum dauðann eins og þið þráið lífið. Þennan vitnisburð Hamas-leiðtogans taldi nefndin alls ekki nægja sem sönnun um að Hamas beiti óbreyttum borgurum fyrir sig sem mannlegum skjöldum eins og Ísraelsher fullyrðir að sé gert. Upptökur Ísraelsmanna af þess- um ástmönnum dauðans að skjóta eldflaugum frá skólum og íbúð- arblokkum dugðu heldur ekki til. Getur verið að þessi æruverðuga sendinefnd hafi verið sannfærð fyrirfram um sekt Ísraela, t.d. fyrir tilverknað Pallywood- áróðursmaskínu Hamas og vegna pólitískra skoðana sinna? Sjá Go- ogle: Pallywood. Kannski hljómar það ekki trú- lega, að sæmdarfólk heimsins láti ginna sig til að gerast kengúrur í sýndarréttarhöldum af þessu tagi, en það hljómaði heldur ekki trúlega rétt fyrir hrun haustið 2008 þegar fréttir bárust af því að íslensk stjórnvöld hefðu boðið palestínskum hryðjuverkafor- ingjum til dýrlegs fagnaðar og samstöðufundar á Bessastöðum og vísuðu stuttu seinna sendi- mönnum Ísraels, yfirlýsts vina- ríkis okkar, á bug og sýndu þeim nánast fingurinn! Það hljómaði ekki trúlega, en það gerðist nú samt! Eitt minnisstæð- asta atvikið úr stríð- inu, sem nefndin fjallar um í skýrslu sinni, er árás Ísr- aelsmanna við Al- Fakhura-skóla Sam- einuðu þjóðanna (UNRWA) á Gaza (í Jabalya). Þar segj- ast Ísraelsmenn hafa fellt sex eða sjö Hamas-liða og þrjá óbreytta borgara. Palest- ínumenn segja að um fjörutíu manns og m.a. fjöldi barna hafi fallið þar. Goldstone-nefndin metur þær ásakanir trúverðugar og byggir þær niðurstöður m.a. á vitnisburði embættismanna Ha- mas-stjórnarinnar. Trúverðugt? Á Youtube.com og víðar á net- inu úir og grúir af myndskeiðum frá þessum atburði, sem flest sýna Palestínumenn draga lík fallinna fram og aftur í miklu fáti, en aldrei sjást í myndramm- anum fleiri en þrjú til fjögur lík í einu. Það afar einkennilega er, að það eru engar yfirlits- eða heildarmyndir finnanlegar af þessum hrikalega blóðvelli með fjörutíu látnum og hundrað særðum, þótt slíkar myndir hlytu að vera til, hefði þessi atburður gerst. Miðað við mjög almenna farsíma- og myndavélaeign Pal- estínumanna (sjá www.palt- rade.org) og þann mannfjölda, sem hlýtur að hafa verið á svæð- inu, hafi svona mikið mannfall orðið, þá hljóta einhverjir þeirra að hafa náð slíkum myndum. Hvar eru þær myndir? Skyldu gyðinglegir gammageislar hafa eytt þeim? Er málið ekki bara, að þessi atburður átti sér aldrei stað með þeim hætti sem Palestínumenn og fjölmiðlar lýstu, af því að sú útgáfa er einfaldlega lygi og til- búningur áróðursmeistara Ha- mas-stjórnarinnar? Er ekki lang- líklegast að atvik við UNRWA-skólann hafi einfald- lega orðið með þeim hætti sem Ísraelar lýsa og að þar hafi að mestu fallið Hamas-liðar og ást- menn dauðans, en ekki fjörutíu blásaklausir borgarar og börn, eins og dómararnir frá SÞ voru svo tilbúnir að trúa? Ýktur lygaáróður Palest- ínuaraba og vina þeirra hefur átt greiðan aðgang að vestrænum fjölmiðlum undanfarin ár. Eftir því sem fleira frægðarfólk tekur undir hatursraus þeirra, því sjaldnar eru arabarnir rukkaðir um smámuni eins og traustar sannanir fyrir ásökunum sínum. Upplognar ásakanir og ærumeið- ingar hryðjuverkahyskis flokkast nú sem fullgildar sannanir og al- þjóðasamfélagið heimtar að grip- ið sé til aðgerða gegn hverjum? Hryðjuverkaliðinu? Nei, ekki aldeilis, heldur fórnarlömbum þess! Er þetta alþjóðaréttlæti að hætti Hitlers eða hvað? Sýndarréttarhöld Sameinuðu þjóðanna á Gaza Eftir Hreiðar Þór Sæmundsson Hreiðar Þór Sæmundsson » Fyrir palestínsku þjóðina er dauðinn iðngrein, sem konur glansa í og sömuleiðis allir aðrir í þessu landi. Hinir öldruðu glansa í þessari iðngrein og sömuleiðis vígamenn- irnir og börnin. Höfundur er kaupmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.