Morgunblaðið - 16.02.2010, Qupperneq 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010
Tölvur
Bílaþjónusta
Blekhylki f. Canon prentara.
Tölvuleikir - Ódýr ný prenthylki fyrir
Canon prentara (HP). Sjá vefsíðu
www.ishof.is. Erum einnig með úrval
tölvuleikja: PS2, PS3 ... Á góðum
verðum. Sjá vefsíðu www.ishof.is.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
www.gvendur.is
Gvendur dúllari hefur opnað
fornbókabúð á vefnum.
Gott úrval bóka.
Gvendur dúllari
Alltaf góður
Spádómar
ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI
– Spámiðill
Spái í spil og kristalskúlu
Heilunartímar
Fyrirbænir
Algjör trúnaður
Sími 618 3525
www.engill.is
Þjónusta
Hreinsa þakrennur
hreinsa veggjakrot, vörudreifing,
akstur, vélavinna og ýmis smærri
verk. Uppl. 847 8704 eða
manninn@hotmail.com
Vélar & tæki
Sand- og saltdreifarar
Til sölu vandaðir sand- og saltdreifar-
ar í ýmsum stærðum.
Orkuver ehf.
www.orkuver.is
Sím: 534 3435.
Sendibílar
Til leigu stór sendibíll
Tilvalinn til langflutninga.
Sanngjörn leiga. Trygging.
S. 845-0454.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Skipti um rennur og bárujárn
á þökum, einnig smávægilegar
múrviðgerðir og ýmislegt fl.
Þjónum landsbyggðinni einnig.
Upplýsingar í síma 659-3598.
Pípulagnir
Pípulagnameistarar geta bætt við sig
verkefnum. Allar almennar pípulagnir.
Óttar s: 695 0170 - Gunnar
s: 695 8615. G.Ó. Pípulagnir.
Smáauglýsingar augl@mbl.is
Farðu inn á mbl.is/smaaugl
Ég hefði viljað
byrja þessa grein á
öðrum orðum en „nú
er komið að þessu“ en
þau orð koma því mið-
ur upp í huga mér núna. Ég hef
samið þessa grein í huganum í mörg
ár en undanfarið var ég farin að
vona að þessi grein yrði óþörf og þú
myndir verða gamall maður og ég
myndi hitta þig á förnum vegi eftir
mörg ár og við gætum rifjað upp
gamla tíma.
Við Björgvin bjuggum saman fyr-
ir þó nokkrum árum og við ætluðum
okkur að vera saman alla ævi en
ýmislegt fer öðruvísi en ætlað er.
Ég kynntist honum á góðum tíma
en hann var á sjó og ég nýflutt til
landsins aftur árið 2001. Ég hafði
vitað af honum í mörg ár en þetta
haust smullum við saman og við
tóku langir mánuðir þar sem Björg-
vin var á sjó á Flæmska hattinum
lengst norður í hafi. Og ekki voru
gervihnattasímtölin ódýr þar sem
mínútan kostaði eitthvað í kringum
200 krónur að mig minnir.
Fyrstu jólin okkar fengum við
lánaðan jeppa hjá pabba og fórum
austur og ég kynntist fjölskyldunni
hans, yndislegu fólki sem þarf að
kveðja son sinn núna vegna sjúk-
dóms sem gefur ekkert eftir. Við
áttum góðan tíma saman, ferðuð-
umst um landið, fluttum til Eyja þar
sem ég fór að kenna og þú fékkst
loks pláss á humarbát, en það var
ekki auðvelt að koma nýr inn í fiski-
samfélagið þar og fá vinnu. Það var
ansi ljúft líf að fá humarveislu
nokkrum sinnum í viku. Við höfðum
það gott í Eyjum, þar var rólegt og
gott að vera. Bökunar- og skáld-
hæfileikar þínir komu í ljós og við
Björgvin Ómarsson
✝ Björgvin Óm-arsson fæddist í
Reykjavík 21. ágúst
1971. Hann lést í
Reykjavík 25. janúar
2010.
Björgvin var jarð-
sunginn frá Fella- og
Hólakirkju 3. febrúar
2010.
vorum búin að rúnta
hvern einasta veg-
slóða sem í boði var
20 sinnum á gamla
Pontiacnum.
En svo fór að halla
undan fæti og ljóst
varð að sambúðin
væri ekki á réttri leið.
Við héldum samt vin-
skap lengi eftir sam-
búðarslit og vorum
kannski bara í nokk-
urs konar fjarbúð
næsta árið eða svo.
Síðustu ár heyrði
ég ekki oft í þér, hringdi samt alltaf
á afmælinu þínu en í hittiðfyrra hef-
urðu fengið þér nýtt númer og ég
varð mér aldrei úti um það nýja. Ég
heyrði síðast í þér fyrir um tveimur
árum og það var reyndar mjög gott
samtal, við náðum að útkljá ýmis-
legt. Þú sagðir að þú hefðir bara
ekki vitað almennilega hvernig ætti
að bera sig að í sambandi en sam-
gladdist mér fyrir að vera komin
með góðan mann og mér þótti mjög
vænt um það. Ég sagði honum að
ég óskaði þess að hann tæki sig á og
kynntist góðri konu því Björgvin
var góður maður og hafði upp á ým-
islegt að bjóða ef allt var með
felldu. Við töluðum líka um dreng
sem lést um þetta leyti og hversu
sorglegt það væri að svona ungur
maður skyldi deyja, en þú þekktir
ófáa sem höfðu látist vegna of-
neyslu og líklega hefurðu verið orð-
inn hræddur sjálfur. Þú þekkir allt
of marga sem hafa látist svo við vit-
um að þú verður ekki einmana þar
sem þú ert núna og loks geturðu
hitt systur þína sem þú saknaðir
svo mikið, sem lést í bílslysi 1994.
Ég trúi því að þú hafir það gott
núna og þurfir ekki að berjast við
fíknir lengur.
Kæra Hanna Stína, Ómar,
Dagný, Kristrún og fjölskylda,
megi Guð gefa ykkur styrk á þess-
um erfiða tíma.
Margrét Sævarsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓNA BERGÞÓRA HANNESDÓTTIR,
Reynigrund 81,
Kópavogi,
sem lést miðvikudaginn 10. febrúar, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
17. febrúar kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi.
Steinar Vilberg Árnason, Guðrún Norðfjörð,
Þyri Kap Árnadóttir, Trausti Leósson,
Jón Atli Árnason, Salvör Jónsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
STELLA OLSEN,
Suðurási 32,
Reykjavík,
sem andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi þriðjudaginn 9. febrúar, verður
jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn
18. febrúar kl. 14.00.
Birgir Ólafsson,
Telma Birgisdóttir, Finnur Kolbeinsson,
Snorri Birgisson, Martha Sandholt Haraldsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og
mágur,
INGI JÓN JÓHANNESSON,
sem lést sunnudaginn 7. febrúar, verður
jarðsunginn frá Hafnarkirkju Hornafirði laugar-
daginn 20. febrúar kl. 14.00.
Minningarathöfn verður í Hjallakirkju Kópavogi
miðvikudaginn 17. febrúar kl. 15.00.
Birna Kristín Ómarsdóttir,
Haraldur Smári,
Björn Ómar,
Valgerður Jóhannesdóttir, Valgeir Birgisson,
Íris G. Valberg, Trausti Guðlaugsson,
Anna Bj. Samúelsdóttir, Bjarni Danival Bjarnason.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og
langafi,
PÁLL JÓSTEINSSON,
verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu Sand-
gerði miðvikudaginn 17. febrúar kl. 14.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á D-deild Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja fyrir frábæra umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Pálsson, Ólöf Bolladóttir,
Jóna Björg Pálsdóttir, Birgir Elíasson,
Páll Kristberg Pálsson, Ása Guðný Árnadóttir,
Kristinn Jónsson, Lucyna Augustynowicz,
Nanna Jónsdóttir, Vífill Björnsson,
Jón B. G. Jónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
BIRNU BJÖRNSDÓTTUR,
Ægisgötu 15,
Akureyri.
Bestu þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð
fyrir góða umönnun.
Axel Jóhannesson,
Ásdís Axelsdóttir Colbe, Anker Colbe,
Björn Þröstur Axelsson, Anna Halldóra Karlsdóttir,
Steingerður Axelsdóttir,
Jóhannes Axelsson, Sigrún Arnsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar,
ÓLÖF GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR TRAMPE,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn
9. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 18. febrúar kl. 13.30.
Börn hinnar látnu.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA MARGRÉT ELÍASDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Boðahlein 26,
andaðist á heimili sínu föstudaginn 12. febrúar.
Útför verður auglýst síðar.
Ragnar Stefán Magnússon, Guðlaug P. Wíum,
Svanhvít Magnúsdóttir,
Elín Guðmunda Magnúsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein.
Minningargreinar