Morgunblaðið - 16.02.2010, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.02.2010, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 Ashton Kutcher, Julia Roberts, Jessica Alba, Bradley Cooper, Jamie Foxx, Anne Hathaway, Jennifer Garner, Patrick Dempsey, Queen Latifah og fjöldi annarra þekktra leikara SUMIR ERU HEPPNIR Í ÁSTUM AÐRIR EKKI! FRÁBÆR, GAMANSÖM OG RÓMANTÍSK MYND SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI FRÁ RAGNARI BRAGASYNI KEMUR EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS! BJARNFREÐRobert Downey Jr. og Jude Law erustórkostlegir í hlutverki Sherlock Holmes og Dr. Watson Besti leikarinn, Robert Downey Jr. 11 TILNEFNINGAR TIL ESÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAU NA HHH „BÍÓMYND SEM UNDIRRITAÐUR GETUR MÆLT MEÐ...“ „SENNILEGA EINHVER ÖFLUGASTA BYRJUN SEM ÉG HEF SÉÐ...“ - KVIKMYNDIR.IS – T.V. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FRÁ SAMA LEIKSTJÓRA OG FÆRÐI OKKUR PRETTY WOMAN HHH „Flottur stíll, góðar brellur, af- bragðs förðun og MIKIÐ blóð. Ég fékk semsagt allt sem bjóst við og gekk alls ekki út ósáttur.” T.V. -Kvikmyndir.is SÝND Í ÁLFABAKKA 600 kr. 600 kr. 600 kr. / KRINGLUNNI VALENTINE'S DAY kl. 5:40D - 8:10D - 10:40D L MAYBE I SHOULD HAVE kl. 6 L THE BOOK OF ELI kl. 8:10D - 10:40D 16 UP IN THE AIR kl. 10:20 L BJARNFREÐARSON kl. 6 - 8:10 L PLANET 51 m. ísl. tali Sýnd á föstudag L / ÁLFABAKKA VALENTINE'S DAY kl. 5:30 - 8D - 10:40D L DIGITAL THE BOOK OF ELI kl. 10:20 16 VALENTINE'S DAY kl. 8 - 10:40 VIP-LÚXUS WHERE THE WILD THINGS ARE kl. 5:50 7 THE WOLFMAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 16 UP IN THE AIR kl. 8 L TOY STORY 2 - 3D m. ísl. tali kl. 5:50 3D L 3D-DIGITAL SHERLOCK HOLMES kl. 8 - 10:40 12 AN EDUCATION kl. 8 L BJARNFREÐARSON kl. 5:50 - 10:10 L AN EDUCATION kl. 5:50 VIP-LÚXUS PLANET 51 m. ísl. tali Sýnd á föstudag L GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÞAÐ liggur fyrir ákvörðun um það að Spaugstofan haldi sínu striki og klári sitt prógramm fram á vor. Það hafa ekki verið teknar endanlegar ákvarðanir um næstu vetrardagskrá, það er sú vetr- ardagskrá og rekstraráætlun sem verður end- urgerð núna, í ljósi aðstæðna. Nýtt rekstrarár tekur við hjá okkur 1. sept- ember með upp- hafi vetrardag- skrár og það hafa engar ákvarðanir verið teknar um þá dagskrá,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri, spurður að því hvort Spaugstofan verði á dagskrá næsta vetur eða ekki. Á forsíðu DV í gær blasti við fyrirsögnin „Endalok Spaugstof- unnar: Látnir fjúka“ og í grein í blaðinu var vísað í heimildir um að Spaugstofan yrði ekki á dagskrá næsta vetur, en heimildarmaður eða -menn þó ekki nefndir. En veit útvarpsstjóri hvenær það mun liggja fyrir hvort Spaug- stofan verður á dagskrá næsta vetur eða ekki? „Þetta mun liggja fyrir núna í vor og þá verða teknar endanlegar ákvarðanir um þetta. Við erum að vinna í alls konar drögum að vetr- ardagskrá næsta árs, næsta rekstrarár byrjar hjá okkur 1. september og það liggja ekki fyrir neinar endanlegar ákvarðanir um það og þær endanlegu ákvarðanir liggja ekki fyrir fyrr en í vor. En auðvitað er verið að vinna að þessu, drögin fyrir næsta vetur liggja alveg fyrir og það er verið að fínpússa og taka ákvarðanir um einstaka þætti,“ svarar Páll og því hafi ekki verið tekin ákvörðun um einstaka þætti, hvorki Spaugstof- una né aðra. „Það er auðvitað verið að vinna með alls konar drög, alls konar hugmyndir og útreikninga, hvort þessi þáttur eigi að vera frekar en annar en við höfum heldur ekki svarað þeim í þá veru að það sé ákveðið að þeir verði,“ segir Páll. Dýrasti fasti þátturinn – Þetta er væntanlega dýrasti þátturinn í framleiðslu í Sjónvarp- inu? „Þetta er dýrasti fasti þátturinn í Sjónvarpinu, já. Af þeim þáttum sem eru í fastri dagskrá og viku- lega, alla vetrardagskrána, þá er Spaugstofan auðvitað sá dýrasti. Síðan eru til dýrari þættir auðvit- að, leikið efni í stökum seríum, þar er hærra mínútuverð nátt- úrlega,“ segir Páll og nefnir sem dæmi Hamarinn. Það sé þó ekki aðeins hægt að rýna í fram- leiðslukostnað af leiknu íslensku sjónvarpsefni, það verði líka að horfa á nettóáhrifin, áhorf og aug- lýsingatekjur m.a. Margt þurfi að vega og meta, til dæmis tekjur og áhorf. – En það hlýtur að vera fullur vilji fyrir því að halda Spaugstof- unni á dagskrá? „Dagskrárlega séð þurfa menn svo sem ekki að horfa á neitt ann- að en tölurnar. Þessi þáttur er náttúrlega búinn að halda 50% áhorfi áratugum saman þannig að það er auðvitað mikill akkur í því að vera með svoleiðis þátt á dag- skrá.“ Fremstir í flokki – Og það er ekki búið að slá Spaugstofuna af þannig að aðdá- endur þurfa ekki að örvænta … „Það er ekki búið að slá Spaug- stofuna af. Hvað sagði ekki skáld- ið: Þessar fréttir af dauða mínum eru stórkostlega ýktar. Þetta eru s.s. ótímabærar andlátsfréttir því ákvörðunin hefur ekki verið tek- in.“ – Spaugstofan hefur líka verið á blússandi siglingu í kreppunni? „Jájájájá og það má alveg segja að það sé partur af þeim skyldum sem við þurfum að uppfylla, að vera með paródíu á þetta samfélag sem við lifum í, og þeir hafa farið fremstir í þeim flokki.“ „Ótímabærar andlátsfregnir“  Útvarpsstjóri segir ekkert ákveðið um framtíð Spaugstofunnar  Má segja að það sé partur af skyldum RÚV að vera með paródíu á samfélagið, segir Páll Spaugstofan Örn, Sigurður og Karl við tökur á Spaugstofuþætti í vetur. Páll Magnússon Morgunblaðið/RAX KARL Ágúst Úlfsson segir þær líkur alltaf hafa verið fyrir hendi að hver vetur yrði sá síðasti hjá Spaugstofunni. - Þið hljótið að vera dálítið uggandi um stöðu ykkar vegna fyrirhugaðs niðurskurðar RÚV? „Já, já, nú ef svo fer að við verðum ekki á dagskrá næsta vetur þá er það bara þannig og við myndum kveðja algjörlega án alls biturleika.“ – Hafið þið rætt það að vera annars staðar en hjá RÚV? „Jú, jú, auðvitað höfum við rætt það og svo er sjónvarp ekki eini miðillinn sem við getum hugsað okkur. En við höfum haldið tryggð við RÚV í öll þessi ár og RÚV haldið tryggð við okk- ur þannig að þetta er svona ákveðið hjónaband sem er kannski engin ástæða til að slíta á meðan ekki er allt upp í loft.“ Spurður hvort hrunið, kreppan og allt í kringum hana sé ekki gósentíð fyrir Spaug- stofuna, nóg að gera grín að, segir Karl: „Sannarlega er mikið í gangi og margt að koma upp á yfirborðið sem aldrei hefur sést áður á Íslandi, allt þetta misferli eða hvaða nafni við kjósum að nefna það, sem er núna að birt- ast en hefur tekist að halda undir yfirborðinu fram að þessu, það er ákveðin gósentíð fyrir okkur. Hins vegar liggur ástandið sjálft svo þungt yfir öllu þjóðlífinu að það er svo lítið um annað efni, og oft óskar maður þess að maður mætti bara fjalla um sauðburð eða rússneska skautaparið, eitt- hvað svoleiðis, eitthvað sem tengist ekki endilega kreppunni eða hruninu.“ Myndu kveðja án biturleika BANDARÍSKU Razzie-kvikmynda- skammarverðlaunin verða afhent 6. mars næstkomandi, degi áður en þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, Óskarsverðlaunin. En hverjir skyldu nú vera kóngur og drottn- ing skammarverð- launanna sem kennd eru við hindber? Jú, Sylvester Stallone og Madonna. Stallone hefur oftast orðið fyrir valinu sem versti leikari ársins, alls átta sinnum en hef- ur auk þess hlotið tvenn önnur verð- laun fyrir afrek tengd hvíta tjald- inu. Sly hlaut verðlaunin síðast árið 2003 fyrir Spy Kids 3-D: Game Over. Verðlaunin hefur hann einnig hlotið fyrir Rhine- stone, Rambo II og Rocky IV (þar sem hann þótti einnig versti leikstjóri og handritshöf- undur), sem versti leikari 9. áratugarins og þá var hann helmingur versta kærustupars árs- ins á hvíta tjaldinu árið 1994, þegar hann átti vingott við Sharon Stone í The Specialist. Næstversti leikari í sögu verðlaunanna er Kevin Costner, 16 tilnefningar og sex verðlaun. Í kvennadeildinni er það söng- konan, barnabókahöfundurinn og leikkonan Madonna. 15 tilnefningar þar og 9 verðlaun. Seinast hlaut hún verðlaun árið 2002 fyrir auka- hlutverk í Die Another Day, en auk þess hlaut hún verðlaun fyrir að vera helmingur versta pars hvíta tjaldsins það ár, í kvikmyndinni Swept Away. Þá hefur hún verið verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í Shanghai Sur- prise, Who’s that Girl?, Body of Evi- dence og Four Rooms, svo nokkrar séu nefndar. Næst á lista yfir verstu leikkonur allra tíma, að mati Razzie, er Bo Derek. Versta kvikmynd allra tíma er I Know Who Killed Me frá árinu 2007, með leikkonunni Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Sú mynd fékk átta verðlaun og þar af hlaut Lohan tvisv- ar sinnum verðlaun fyrir verstan leik í aðalhlutverki, en hún lék tvíbura. Battlefield Earth er í öðru sæti og Showgirls í þriðja. Stallone og Madonna hindberjakonungshjón Sly Lék margar persónur í Spy Kids 3-D: Game Over og hlaut Gullhindber. Lohan Heldur ráðvillt í verstu mynd allra tíma, I Know Who Killed Me.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.