Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Morgunblaðið/Ómar Steypuvinna Byrjað er að steypa kjallaraveggina á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Reiknað er með að jarðhæðarplatan verði komin eftir mánuð. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Á ANNAN tug starfsmanna Eyktar hefur smátt og smátt verið að fikra sig upp úr jörðinni á byggingar- reitnum á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Byrjað er að steypa veggi kjallarans og þegar kemur fram í maímánuð verður mikið um að vera á reitnum og húsin farin að taka á sig mynd. Áætlað er að heild- aryfirbragð svæðisins verði orðið klárt í sumar. Búið er að steypa neðri botnplötu undir húsin og er hún 1,60 metrar á þykkt þar sem hún er þykkust, en þynnist til endanna, samkvæmt upp- lýsingum Einars H. Jónssonar, deildarstjóra hjá framkvæmdasviði borgarinnar. Platan er undir kjall- ara allra húsanna þriggja og er höfð svona voldug til að vinna á móti upp- drifi vegna grunnvatnsstöðu um- hverfis húsið. Byrjað er að steypa kjallaravegg- ina og eftir um mánuð má reikna með að jarðhæðarplatan verði kom- in. Í framhaldi af því fara húsin þrjú að rísa hvert af öðru, Austurstræti 22, Lækjargata 2 og nýtt gamalt Nýja bíó. Öll eyðilögðust þau í brun- anum mikla vorið 2007. Timburhúsin eru tvö þ.e. Austur- stræti 22 og Lækjargata 2, en Nýja bíó er hins vegar uppsteypt frá grunni. Nýja bíó var reist 1919-20 og stendur aftast á lóðinni. Lækjargata 2 og gamla Nýja bíó verða samtengd og hönnuð í anda liðins tíma. Torg og göngugata verða á milli húsanna. Hækkað um eina hæð Húsið á Lækjargötu 2, sem byggt var í mörgum áföngum frá 1852- 1980, verður hækkað um eina hæð; þ.e. byggð ný fyrsta hæð og eldri hlutar endurgerðir ofan á hana. Húsið verður því þrjár hæðir og ris. Þegar húsið var tekið niður var heil- legt efni geymt í gámum. Timbur hefur verið keypt til viðbótar og vinna 16 manns í svokölluðu Völund- arverkefni að því að snikka efnið nið- ur og samnýta með því sem bjarg- aðist úr brunanum. Því verður raðað saman og stillt upp í skemmu úti í Örfirisey. Síðan verður það tekið niður aftur og reist á staðnum og standa vonir til að byrjað verði að reisa það í aprílmánuði, að því er Einar segir. Húsið við Austurstræti 22 var upprunalega reist fyrir rúmlega 200 árum og þar var í eina tíð aðsetur Landsyfirréttar og Haraldarbúð var í húsinu stóran hluta síðustu aldar. Húsið er talið vera fyrsta húsið, sem byggt var við Austurstræti. Eld- stæði hússins verður gert í upp- runalegri mynd. Á hafnarbakkanum bíður nú timb- ur, sem verður notað í stokka húss- ins. Þeim verður raðað upp á ná- kvæmlega sama hátt og þegar þetta gamla stokkahús var byggt í byrjun 19. aldar. Húsin seld eða leigð Reiknað er með að húsin verði seld eða leigð að framkvæmdum loknum. Hönnun húsanna að innan miðast við fjölþætta starfsemi og að þar geti verið veitingahús, verslanir eða skrifstofur. Eins og er þá er ekki vitað hvernig starfsemi verður í þeim og því reynt að halda öllum möguleikum um nýtingu þeirra opn- um, að sögn Einars. „Borgin vill standa vel að þessari framkvæmd, en það er samt aldrei svo að ekki verði einhver truflun af svona miklum framkvæmdum. Um leið viljum að þessi vinna verði sýni- leg fyrir þá sem eiga leið um mið- borgina og með það í huga er net- girðing um vinnusvæðið þannig að fólk getur fylgst með,“ segir Einar. Ný, gömul hús á næstu vikum  Botnplata sameiginlegs kjallara á brunareitnum allt að 1,6 metrar að þykkt  Hátt í 40 manns vinna að verkefninu  Hönnun miðast við fjölþætta starfsemi Uppbygging Þessi götumynd mætir borgarbúum er líður á sumar. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt að maður, sem fékk reynslulausn í september, þurfi að afplána eftir- stöðvarnar, 540 daga, þar sem hann teljist hafa brotið gróflega gegn skil- yrðum reynslulausnar. Maðurinn er grunaður um að hafa framið sex auðgunarbrot, aðallega þjófnað úr verslunum, frá því hann var látinn laus. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að mað- urinn skyldi afplána eftirstöðvarnar þar sem maðurinn hefði ekki rofið skilyrði reynslulausnar gróflega, í skilningi laga. Hæstiréttur vísar hins vegar til þess, að skilyrði Fangelsismála- stofnunar fyrir reynslulausn sé, að aðili gerist ekki sekur um nýtt brot á reynslutímanum. Maðurinn hafi ját- að að hafa gerst sekur um fimm brot og sé grunaður um eitt brot að auki. Sé með þessu fullnægt lagaskil- yrðum um að hann hafi á reynslu- tíma rofið gróflega almenn skilyrði reynslulausnarinnar. Afpláni afganginn TÆTING og förgun tóbaks frá Pól- landi hefur verið stöðvuð að beiðni Umhverfisstofnunar. Stofnunin mun hafa samband við yfirvöld í Póllandi vegna málsins og í framhaldinu taka frekari ákvarðanir í málinu, þ.m.t. um mögulega endursendingu. Í Morgunblaðinu 11. febrúar sl. var sagt frá því að nú stæði yfir förgun á tóbaki sem flutt hefði verið til landsins. Kom fram að tóbakið hefði verið flutt hingað í þeim eina tilgangi að farga því. Umhverfis- stofnun hóf athugun málsins þar sem óheimilt er að flytja úrgang til förgunar hér á landi nema fyrir liggi tilskilin leyfi. Umhverfisstofnun telur ljóst að áður en ráðist var í innflutninginn hafi legið fyrir að um úrgang sé að ræða, en ekki vöru, og því hafi verið skylt að tilkynna innflutninginn til stofnunarinnar og óska eftir leyfi. Þar sem stofnuninni barst ekki til- kynning telur hún að hér hafi verið um að ræða ólögmætan flutning úrgangs til landsins. Förgun tób- aks stöðvuð Heim á ný Pólska tóbakið verður hugsanlega endursent. Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Myndakvöld FÍ Leyndarmál jökla og fegurð landslags Myndakvöldið er að þessu sinni í umsjá hjónanna Helga Björnssonar jöklafræðings sem sýnir ljósmyndir af íslenskum jöklum og fjallar um hið sýnilega og ósýnilega landslag sem jöklarnir búa yfir. Bók Helga, Jöklar á Íslandi sem kom út fyrir síðustu jól hefur hvarvetna vakið aðdáun enda um stórvirki að ræða. Jöklar á Íslandi fékk hin íslensku bókmenntaverðlaun í flokki fræðirita. Eftir hlé heldur Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræðingur fyrirlestur um fegurð landslags en Þóra hefur gert tilraunir til þess að meta fegurð landslags með vísindalegum aðferðum og eru niðurstöðurnar allfróðlegar. Aðgangseyrir kr. 600 Skráðu þig inn – drífðu þig út Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „ÞETTA svar sýnir svart á hvítu að ákvörðunin um að hverfa frá sjó- mannaafslættinum, sem öll ríkis- stjórnin hefur tekið, felur í sér sér- tæka skattahækkun í sjávarbyggðunum,“ segir Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins, um svar fjármála- ráðherra við fyrirspurn hans um skiptingu sjómannaafsláttar eftir sveitarfélögum o.fl. Í svari ráðherra kemur fram að á árinu 2008 fór langstærstur hluti sjó- mannaafsláttarins til sjómanna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Í svarinu er að finna sundurgreindar upplýsingar um fjárhæð sjómanna- afsláttarins eftir sveitarfélögum og hlutfall afsláttarins af heildarupp- hæðinni yfir landið allt á árinu 2008 fyrir hvert byggðarlag fyrir sig. „Það er alveg ljóst mál að mikil- vægi sjómannaafsláttarins er hlut- fallslega miklu meira í sjávarbyggð- unum en annars staðar og þessi ákvörðun um að hverfa frá honum er þess vegna skattahækkun sem mun draga sérstaklega úr umsvifum í efnahagslífi þessara byggðarlaga og mun hafa neikvæð áhrif á eftirspurn og umsvif,“ segir Einar Kristinn. „Það munar um það fyrir stað eins og Ísafjarðarbæ að missa þarna út 50 milljóna króna tekjur, eða fyrir Fjarðabyggð að missa 40 milljónir og Vestmannaeyjar að missa út 94 milljónir. Það gefur augaleið að hlut- fallslegu áhrifin af þessu verða þess vegna miklu þyngri í þessum byggð- arlögum, að ekki sé talað um mörg minni byggðarlög sérstaklega.“ „Felur í sér sértæka skatta- hækkun í sjávarbyggðum“ Afnám sjómannaafsláttar kemur misjafnlega við byggðarlög Í HNOTSKURN »Í Reykjavík var hlutfallsjómannaafsláttarins 11,90% en íbúar eru 37,29%. »4,08% afsláttarins runnutil Grindavíkur en íbúa- hlutfallið er 0,89% og í Vest- mannaeyjum var afslátturinn 8,51% en íbúar 1,30%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.