Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ horfum upp á að Íransstjórn, erkiklerkurinn, forsetinn og þingið eru að víkja fyrir öðru stjórnarfari og að Íran er að færast í átt til ein- ræðis þar sem herinn fer með völd,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á málþingi Al Jazeera í Katar í fyrradag. Clinton fór einnig yfir stöðuna í Íran á fundi með Saud Al Faisal, ut- anríkisráðherra Sádi-Arabíu, þar sem hún gaf til kynna að Íranar ættu yfir höfði sér harðari refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar sinnar. Yfirlýsingar Clinton hafa vak- ið athygli enda hefur Obama Bandaríkjaforseti reynt að höfða til lýðræðisafla í Ír- an, en sú viðleitni er talin hafa ýtt undir háværar kröfur um um- bætur í kringum og eftir forseta- kosningarnar í fyrrasumar. Clinton lýsti yfir vonbrigðum með skort á sáttaviðleitni Íransstjórnar sem hefði ekki viljað heimila eftirlit með því að kjarnorkuáætlunin væri unnin í friðsamlegum tilgangi heldur tilkynnt Alþjóðakjarnorkustofnunni nýverið að hún hygðist byrja að framleiða meira auðgað úran, en með því færist stjórnin nær því að geta smíðað kjarnavopn þvert á vilja Bandaríkjastjórnar. Ráðandi afl í írönsku samfélagi Clinton lýsti jafnframt yfir þung- um áhyggjum af þróuninni í írönsk- um stjórnmálum, með þeim orðum að sífellt stærri hluti íransks sam- félags, efnahagslífið jafnt sem varn- argeirinn, væri kominn undir stjórn Byltingarvarðarins, sem væri þar með orðið að einskonar ríki í ríkinu. Clinton boðar hertar aðgerðir gegn Íran Gefur í skyn að nálgun Obama forseta hafi ekki borið árangur Hermenn 100.000 Sjóherinn 20.000 Landgönguliðar 5.000 Virkar sveitir 300.000 Basij-sveitirnar Allt að 1 milljón manna tilbúnir í aðgerðirStjórnar HERSTYRKUR ÍRANA Herinn 350.000 Samtals 545.000 Sjóherinn 18.000 Flugherinn 52.000 Sveitir Byltingar- varðarins 125.000 VIÐSKIPTAHAGSMUNDIR Umsvifamiklir í olíu-, gas- og hergagnaiðnaðinum. Koma einnig að samgöngum- og verklegum framkvæmdum. Taldir fara fyrir neðanjarðar- hagkerfi með svartamarkaðs- vörur sem er smyglað til Írans. Bandaríkjastjórn telur að Íran sé að þróast út í einræðisríki þar sem herinn fer með völdin og að Byltingarvörðurinn sé að koma í stað ÍRANSKI BYLTINGARVÖRÐURINN Heimildir: GlobalSecurity.org, The Military Balance, Rand Corp. Qods-sveitirnar eru sérsveitir sem beitt er í aðgerðum utan landsins. Þjálfa erlendar byltingarsveitir. Stjórnar eldflaugakerfi Írana og hefur gegnt lykilhlutverki í að hanna þróuð eldflaugakerfi. Shahab-3- eldflaug Ali Khamenei erkiklerkur Komið á fót eftir íslömsku byltinguna árið 1979 til að vernda valdhafana fyrir innri og ytri ógnum og til að viðhalda gildum byltingarinnar. Vörðurinn heyrir undir trúarlegan og veraldlegan leiðtoga Írans, Ali Khamenei erkiklerk. Hillary Clinton FRÉTTASKÝRING Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is EVRÓPUSAMBANDIÐ þrýstir nú á grísk stjórnvöld um að grípa til harkalegra aðgerða til að draga úr fjárlagahallanum og grynnka á skuldum ríkisins. Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, sagði í gær að fulltrúar framkvæmda- stjórnarinnar, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins myndu fara til Grikklands á næstu dögum til að kanna hvernig grískum stjórn- völdum gengi að standa við þau fyr- irheit, sem þegar hefðu verið gefin. Verði niðurstaðan sú að þær að- gerðir dugi ekki til verður lagt að stjórnvöldum í Aþenu að grípa til þeirra aðgerða, sem mælt er fyrir um í áætluninni, sem fjármálaráð- herrar aðildarríkja Evrópusam- bandsins undirrituðu í gær. Aðgerðir stjórnvalda hafa mætt harðri andstöðu heima fyrir og þrýstingur ESB er illa séður. Starfsmenn tollyfirvalda og fjár- málaráðuneytisins brugðust við kveðju fjármálaráðherranna með því að blása til þriggja daga verk- falls. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan þúsundir manna lögðu niður vinnu í tvo sólarhringa til að mót- mæla niðurskurði. Forsvarsmenn grískra stéttarfélaga hafa varað við því að allt sé á suðupunkti í sam- félaginu. George Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, var í Moskvu í gær til að ræða við rússneska ráða- menn. Hann á vandasamt verk fyrir höndum. Meðal aðgerða til að koma böndum á ríkisfjárhaginn er fryst- ing launa opinberra starfsmanna, hækkun eftirlaunaaldurs og stöðvun bónusgreiðslna til sumra rík- isstarfsmanna. Fjárlagahallinn er nú 12,7% af vergri þjóðarfram- leiðslu, en viðmiðið á evrusvæðinu er 3%. Grikkir hafa skuldbundið sig til að minnka þetta hlutfall um fjög- ur prósentustig miðað við þjóð- arframleiðslu á þessu ári. Í raun hefur Evrópusambandið tekið for- ræði af gríska ríkinu í fjármálum og yfirlýsing fjármálaráðherranna í gær ber því vitni. Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, hefur lýst yfir því að Grikkir verði að ganga mun lengra ætli þeir sér að ná settu marki. Án metnaðarfyllri aðgerða muni árásir alþjóðlegra fjármálafyrirtækja á Grikkland sem hafa leitt til þess að evran hefur lækkað gagnvart Bandaríkjadollaranum halda áfram. Borg hvatti einnig til aukins eftirlits Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Jean-Claude Juncker, formaður þeirra sextán ríkja, sem eru með evruna, og forsætisráðherra Lúx- emborgar, sagði að hvatning Borgs væri fráleit og að baki henni væru „engilsaxneskar raddir“ sem væru fjandsamlegar hinni sameiginlegu mynt, evrunni. Juncker sagði að verið væri að undirbúa aðgerðir til að styrkja evr- una og hefur lýst yfir því að „fjár- málamörkuðunum skjátlist hrap- allega haldi þeir að þeir geti eyðilagt Grikkland“. „Ef Kalifornía ætti við endurfjármögnunarvanda að stríða færu Bandaríkjamenn ekki til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,“ sagði Juncker. Evrópskir leiðtogar sögðu í liðinni viku að Grikkjum yrði hjálpað, en ekki hvernig. ESB þrýstir á Grikki um niðurskurð Eiga að hemja fjárlagahalla og skuldir Fjármálaráðherrar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins undirrituðu í gær áætlun, sem miðar að því að knýja Grikki til að undirbúa frekari aðgerðir til að rétta af þjóðarbúið fyrir 16. mars. Í HNOTSKURN »Paul Krugman, nóbels-hagfræðingur, segir í New York Times að „evruklúðrið“ sé ekki vegna óábyrgs ríkis- rekstrar heldur hroka emb- ættismanna, sem tóku upp evru er það var óraunhæft. »Grikkir hafi vissulega ver-ið óábyrgir, en ógöngur þeirra skipti aðeins máli þar sem þær bitni á öðrum ríkjum. Hinn raunverulegi vandi sé ósveigjanleiki evrunnar. NEMENDUR Mangueira-sambaskólans njóta augna- bliksins þar sem þeir fylgjast með vegfarendum á kjöt- kveðjuhátíðinni í Ríó, einhverri mestu hátíð veraldar. Sambaskólar há harða hildi um hylli áhorfenda og er hver með sérútbúinn vagn með sérstöku þema. Eins og sjá má gleymist allt annað um stund í litadýrðinni. DANSINN DUNAR Í RÍÓ Reuters HLÝNUN jarðar frá árinu 1995 er á mörkum þess að vera marktæk sem vitnisburður um loftslagsbreyt- ingar af mannavöldum, jafnframt því sem henni svipar til þriggja hlý- indaskeiða á síðustu 150 árum. Þetta kemur fram í svari Phil Jones, stjórnanda loftslagsdeildar háskólans í Austur-Anglíu (CRU), við fyrirspurn breska útvarpsins, BBC, sem nálgast má á vefnum. Jones kvaðst aðspurður telja að ekki væri tölfræðilega marktækur munur á hlýskeiðunum 1860-1880, 1910-1940 og 1975-1988, með þeim fyrirvara þó að gögn um hitafar á fyrsta skeiðinu væru ekki jafn ýtar- leg og á síðari skeiðum. Þá væri hlýskeiðið árin 1860-1880 aðeins 21 ár. Jones var enn- fremur spurður hvort hann væri sammála þeirri fullyrðingu að frá árinu 1995 hefði ekki orðið mark- tæk hækkun á hitastigi jarðar. Ytri breytur gætu haft áhrif Svaraði Jones því þá til að út- reikningar hans bentu til að hlýn- unin væri um 0,12 gráður á Celsíus á áratug. Sú hlýnun hefði tölfræði- lega þýðingu en félli þó ekki í svo- nefndan 95% flokk, þar sem full- vissa um breytu er talin mikil. Spurður hvort náttúrulegar breytur kunni að hafa haft áhrif á þróun hitafars á árunum 1975 til 1998 benti Jones á að tvö stór eld- gos, í eldfjöllunum El Chichon 1982 og Pinatubo 1991, ættu að hafa leitt til kólnunar [með því að dreifa ögn- um úr jarðefni sem endurvarpa sólargeislum út í geim]. Hvað áhrif sólarvirkni snerti hefði hún verið því sem næst stöðug yfir tímabilið. Hann kvaðst þó 100% viss um að loftslag hefði hlýnað og að vísbend- ingar væru um að hlýnun frá sjötta áratugnum væri af mannavöldum. Óvissa um hlýnun  Stjórnandi loftslagsdeildar háskólans í Austur-Anglíu segir hitastig jarðarinnar hafa hækkað ómarktækt frá 1995 Phil Jones

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.