Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. F E B R Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 39. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «ÍÞRÓTTIRNBA STJÖRNURNAR TAKI Á SIG LAUNALÆKKUN «MENNINGFÓLK Látlausir og haust- legir litir ́áberandi 6 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SEÐLABANKI Íslands hefur stofn- að einkahlutafélagið Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ). Félag- ið var stofnað 30. desember síðastlið- inn samkvæmt gögnum frá fyrir- tækjaskrá, en skráður stjórnarformaður þess er Már Guð- mundsson seðlabankastjóri. Endur- skoðendafyrirtækið KPMG veitti Seðlabankanum ráðgjöf um málið og sendi stofngögn til fyrirtækjaskrár. Tilgangur ESÍ er eignarhald á kröfum og fullnustueignum Seðla- banka Íslands í kjölfar bankahruns- ins. Þau veð sem Seðlabankinn leysti til sín í kjölfar bankahrunsins eru því inni í félaginu, þar með talinn danski bankinn FIH. Einnig hefur ESÍ til umsýslu kröfur á fjármálafyrirtæki sem ganga nú í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Samkvæmt upplýsingum frá Seðla- banka Íslands hefur flutningur eign- anna inn í einkahlutafélagið engin áhrif á samstæðureikning Seðlabank- ans. Bankinn segir jafnframt að ESÍ verði lagt niður þegar allar eignir þess hafa verið seldar. Mun þá koma í ljós hvert raunverulegt tap Seðla- bankans verður af veðlánaviðskiptum við hina föllnu íslensku banka. Óljós tímarammi Samkvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum verða eignir félagsins seldar eftir því sem markaðsaðstæð- ur leyfa. Erfitt sé að marka tíma- ramma fyrir félagið, þar sem sölu- tækifæri séu háð þróun efnahagsmála hérlendis sem og erlendis. Bandaríski seðlabankinn hefur starfrækt sam- bærileg eignarhaldsfélög, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Sömu meðulum hafi verið beitt í Sví- þjóð. Seðlabanki Íslands stofnar eigið eignaumsýslufélag » Félag stofnað utan um kröfur Seðlabankans » Verður lagt niður er eignir hafa verið seldar » Segja félagið að erlendri fyrirmynd MAGN stera sem Tollgæslan hald- lagði jókst mikið á síðasta ári. Í fyrra tók tollurinn tólf lítra af fljót- andi sterum, 2.062 ampúlur og 84.522 töflur, sem er mikil aukning frá 2008 þegar tollgæslumenn tóku 1,45 af lítra af fljótandi sterum og 12.364 töflur. Ungur maður, sem í gær var dæmdur í sex ára fangelsi vegna skotárásar á hús í Breiðholti í Reykjavík sl. haust, var m.a. undir áhrifum stera og áfengis þegar hann framdi verknaðinn. Að sögn geðlæknis er þekkt að steranotkun auki árásargirni manna og hvatvísi. Á bráðadeild Landspítalans verð- ur starfsfólk vart við steraneyslu. „Við verðum alltaf vör við ofbeldi sem er tengt ofneyslu örvandi lyfja eða stera, þá oft jafnhliða áfengis- neyslu. Ég treysti mér þó ekki til þess að segja til um hvort tilvikum í tengslum við steraneyslu hafi fjölg- að að undanförnu,“ segir Elísabet Benedikz, yfirlæknir bráðadeildar- innar. Hún segir að á næturvöktum um helgar leiti oft á bráðadeild fólk sem orðið hafi fyrir líkamsárásum frá mönnum í vímuástandi, til að mynda vegna lyfjaneyslu. Afleið- ingarnar geti verið mjög slæmar. sbs@mbl.is | 4 Steramet slegið í tollinum Sterar sem tollstjóri hefur lagt hald á 2008 2009 Fljótandi sterar (lítrar) 1,45 12,013 Ambúlur: 2.062 Stykki: 12.364 84.522  Aldrei meira haldlagt  Fljótandi og töflur  Margir koma á bráðadeild Fátt fylgir jafn fastri áætlun og ferðir strætisvagnanna. Æska landsins lagar sig fljótt að því gangvirki, sem er í raun ágæt æfing í stundvísi, sem er öllum er mikilvæg. Strætó klikkar aldrei og er býsna öruggur sam- göngumáti, hvert sem leiðin liggur og erindið er. En þegar stund gefst er þó í lagi að líta út úr röðinni og brosa til ljósmyndarans, framtíðarinnar og daganna sem nú verða sífellt lengri. BÖRNIN BÍÐA EFTIR STRÆTÓ Morgunblaðið/Ómar  TILEFNI þyk- ir til bjartsýni í viðræðum í Ice- save-deilunni. Íslenska samn- inganefndin hamrar á því að komi til þjóðar- atkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð á þeim samningi sem Alþingi hef- ur samþykkt verði lögin senni- lega felld. Þetta óttast Bretar og Hollendingar. Vonir standa til að fundað verði fram eftir vikunni. Þá mun útfærð áætlun nýrra samningaviðræðna verða kynnt, þar sem Bandaríkjamaðurinn Lee Buchheit yrði lykilmaður. »2 Bjartsýni um árangur í við- ræðunum ytra um Icesave  LANDSSAMBAND smábáta- sjómanna er ekki sátt við tillögur bankanna vegna skuldavanda fé- lagsmanna sinna og leggur til að erlend lán smábátasjómanna verði færð aftur til 1. mars 2008. Því sem eftir standi verði breytt í óverðtryggð lán sem beri ekki vexti. Örn Pálsson, formaður sam- bandsins, segir að illa hafi gengið að fá fram afstöðu banka og stjórnvalda til þessarar tillögu. »12 Vilja að gengið verið fært aftur til 1. mars 2008  LÖGREGLUNNI á höfuðborgar- svæðinu barst síðdegis í gær ábend- ing þess efnis að sjóliðar á þýsku herskipi við Miðbakkann væru að bjóða ungum stúlkum, allt niður í 14 ára, sem þeir rákust á í miðborg- inni, í teiti um borð í skipinu þar sem boðið yrði upp á áfengi. Lög- reglan hafði í framhaldinu sam- band við yfirmenn skipsins sem tóku hart á uppátæki sjóliðanna og ákváðu að tvöfalda gæsluna við skipið, enda eiga engir Íslendingar að komast um borð. Hart tekið á fyrirhuguðu teiti þýskra sjóliða Morgunblaðið/Golli ÍSLAND var einn þeirra staða sem Betötu Morzine Scott hafði lengi langað til að heimsækja, en hún hefur alltaf haft gaman af ferðalögum. Hún er hins vegar ekki viss um að sá áhugi haldist óbreyttur eftir erfiða lífs- reynslu á Langjökli nú um helgina, er hún var týnd í átta tíma í ofsaveðri ásamt ellefu ára gömlum syni sínum, Jeremy. Betata hefur litla þekkingu á jökla- ferðum og segir almenna skynsemi og umhyggju fyrir syni sínum einu skýr- inguna á að hafa brugðist hárrétt við erfiðum aðstæðum. „Jeremy var mjög hugrakkur, ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði byrjað að gráta,“ segir Betata sem hélt ró sinni við erfiðar aðstæður þrátt fyrir að vera orðin vonlítil um björg- un. „Jeremy hefur hins vegar sagt: Engar fleiri vélsleða- ferðir,“ segir Betata sem kann ís- lensku björgunarsveitunum góðar þakkir fyrir lífsbjörgina. |2 Var orðin vonlítil um að þeim yrði bjargað Betata Morzine Scott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.