Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 ✝ Guðjón SkagfjörðJóhannesson fæddist 13. júlí 1914 í Garði á Skagaströnd í Austur-Húnavatns- sýslu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 11. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jóhannes Páls- son, f. 23. maí 1878, d. 9. mars 1972, og Helga Þorbergs- dóttir, f. 30. apríl 1884, d. 30. sept- ember 1970. Guðjón var níunda barn þeirra hjóna en alls urðu börnin fimmtán og eru þrjú á lífi. Hinn 8. apríl 1944 kvæntist Guð- jón Guðbjörgu Magneu Jónsdóttur, f. 14. mars 1909, d. 10. ágúst 2007, eignuðust þau fimm börn en fjögur komust á legg, en fyrir átti Guðjón eina dóttur Helgu Jóhönnu, maki Skarphéðinn Haraldsson. Magnea átti þrjá syni frá fyrra hjónabandi sem eru 1) Jón Þórens, maki Rósa Arngrímsdóttir, 2) Róbert Jóhann- es, maki Aðalheiður Guðmundsdóttir, 3) Vignir, maki Fjóla Tyrfingsdóttir. Börn Guðjóns og Magneu eru 1) Grétar Skag- fjörð, maki Sudwan Sonpukdee, 2) Magn- ea Skagfjörð, 3) óskírður drengur, lést um tveggja mán- aða aldur, 4) Þorleif- ur Guðjón, maki Elín Bjarnadóttir, 5) Gísli Þorberg, maki Kol- brún Ósk Þórarins- dóttir. Guðjón lætur eftir sig hóp af barnabörnum og barna- barnabörn. Mjög ungur að árum fór hann að vinna fyrir sér margvísleg störf, m.a. sveitastörf, og er hann eltist tók við sjómennska, frysti- húsvinna og akstur ýmiskonar, einnig vann hann á Vellinum í mörg ár. Guðjón verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 17. febrúar, og hefst athöfnin kl. 13. Jæja stjúpi minn, nú ert þú búinn að fá hvíldina. Ég man þegar ég hitti þig fyrst, það var í september 1940. Ég var sendur til móður minnar og þín til að leita mér læknishjálpar. Þú sótt- ir mig á Hverfisgötuna og fórst með mig heim til ykkar. Ég man þegar þú svo ókst mér austur yfir fjall og við vorum stöðv- aðir af breska hernum við varðstöð sem var ofan Lækjarbotna. Ég man þegar hægra framhjólið á vörubílnum hætti að sinna sínu hlutverki og fór sína leið, á miðri Áffallsbrúnni. Ég man þegar þið móðir mín komuð í heimsókn. Ég man stríðnisglamppann í aug- unum þínum. Ég man brosið þitt sem aldrei var langt undan. Ég man smitandi hláturinn og fannn hjartahlýjuna sem þú áttir svo mikið af. Ég man þegar þú varst að hlúa að móður minni af þinni sönnu alúð. Ég veit að eftir að móðir mín dó í ágúst 2007 var lífið breytt fyrir þér og hvíldin því kærkomin þreyttum líkama. Ég trúi því að nú sért þú kominn heim, og sé fyrir mér stríðnis- glampann í augunum þínum þegar þú breiðir út faðminn og segir: „Magga mín, ég er kominn til þín.“ Hvíl í friði. Vignir. Elsku afi, nú ert þú farinn frá okkur, og eftir er ég svo tóm og döpur, ég reyni að hugga mig við það að þú sért þar sem amma er og þér líði vel, þú varst nú orðinn 95 ára og búinn að segja að þú vildir fara að komast til hennar Möggu þinnar, en eigingirnin er svo mikil að ég vil hafa þig hjá mér lengur, við viljum það öll. Þeim fækkar óð- um styrku stoðunum mínum við frá- fall þitt. Þú varst besti afi sem nokkur gat hugsað sér. Sjaldan byrstirðu þig eða skammaðist en ég man eftir einu atviki þar sem þú varst pínu reiður, það var veturinn sem ég bjó hjá ykkur ömmu, ég þá 16 ára og mamma og pabbi í Færeyjum. Ég hafði lent í vatnsslag einn föstudag- inn í vinnunni og var hundblaut og labbandi á leið heim þegar þú komst keyrandi og ætlaðir að sækja mig í vinnuna af því það var frost og of- ankoma, en þá var ég komin hálfa leið heim. Þú varst nú ekki kátur yf- ir því að ég skyldi hafa ætlað að labba svona heim, þetta væri stór- hættulegt og framvegis ætti ég að hringja ef svona lagað gerðist aftur! Þegar heim var komið skipaðir þú mér að fara í sturtu og fá svo kakó á eftir því ég skyldi sko ekki veikjast. Minning mín um þig frá Skaga- strönd ert þú að borða gellur og skrælandi kartöflur fyrir mig og settir fullt, fullt af smjöri og salti á þær svo ég myndi borða þær. Það var svo róandi að sitja með þér og horfa á sjónvarpið og heyra þig humma og snúa puttum, þau skilja sem þekkja þetta. Þið amma voruð hreint gull fyrir okkur systkinin og erum við mjög rík að hafa fengið að alast upp í svo mikilli nánd við ykkur, og búum alltaf vel að því. Þær eru margar minningarnar og ég veit að þær munu ylja mér síðar meir. Allar ferðirnar til ykkar í Þjórsárdalinn í hjólhýsið ykkar fína, þið amma svo stolt af því og þú hélst því fram að það væri himna- ríki á jörð. Þú naust þín svo vel þar í kyrrðinni og sagðir að þetta bjarg- aði ykkur eftir að við fluttum í bæ- inn. Og að sama skapi gladdist þú með okkur Palla þegar ég sagði þér að við værum að flytja norður aftur, komst meira að segja í heimsókn og kíktir í fjárhúsin, og svo kom mamma með þig í haust í heimsókn í síðasta sinn. Ég er svo þakklát fyr- ir að stelpurnar mínar skyldu fá að kynnast þér og að ég sjálf hafi feng- ið þau forréttindi að alast upp ná- lægt þér og ömmu. Ég veit að amma og pabbi taka vel á móti þér og það verður glatt á hjalla og mikið hlegið og trallað. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku afi minn, hafðu þökk fyrir allt, ég mun ávallt sakna þín, og ég verð dugleg að tala um þig við dæt- ur mínar. Þín Lillý. Elsku afi. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir að hafa verið til því þú hef- ur gefið mér svo margt ómetanlegt í lífinu. Ég er svo þakklát fyrir að þú varst afi minn og þú og amma voruð mér svo góð. Nú ertu kominn þang- að sem þú vildir fara – til hennar elsku ömmu, sem ég sakna einnig svo mikið. Það eru að verða komin þrjú ár síðan amma kvaddi þennan heim og þú varst aldrei samur eftir fráfall hennar. Elsku afi. Það er sárt að kveðja þig en innst inni veit ég að þú ert kominn á góðan stað og þér líður vel. Þú hefur fengið friðinn og ég er viss að nú ertu bæði glaður og líður betur. Hvíldu í friði elsku afi minn. Ég mun aldrei gleyma þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Guðbjörg Guðný Grétarsdóttir. Guðjón Skagfjörð Jóhannesson Yndisleg, falleg, með gott hjartalag – af hverju hún? Þetta var það fyrsta sem kom upp í hugann þegar ég frétti af skyndilegu andláti þínu, sennilega hefur Guð vantað svona góða manneskju til að hjálpa sér. Ekki hittumst við oft en alltaf þegar við hittumst þá geislaði af þér fegurð og gleði, alltaf svo hress og kát og til í að spjalla, þannig að það var alltaf eins og við hefðum hist síðast í gær. Fyrsta skiptið er ég hitti þig heima hjá mömmu þinni fyrir rúm- um tuttugu árum þá hugsaði ég vá, ekkert smá falleg frænka sem Ing- ólfur á. Svo kynntumst við betur bæði í gegnum Sibbu og svo þegar eldri drengirnir okkar voru litlir og fjölskyldan hittist á ættarmótum fyrir austan og í Víðidalnum þar Halldóra Benediktsdóttir ✝ Halldóra Bene-diktsdóttir fædd- ist í Reykjavík 8.10. 1964. Hún lést af slys- förum 30.1. sl. Útför Halldóru fór fram frá Vída- línskirkju 12. febrúar sl. sem þið fjölskyldan voruð oft með mömmu þinni og pabba. Alltaf þegar maður var á leið aust- ur eða suður og sá bíl í hlaðinu, þá droppaði maður við bara svona til að segja hæ og bæ, og síðasta skiptið sem við hittumst var ein- mitt í einni slíkri ferð sumarið 2008 og ég þá á ferðalagi ásamt manni, dóttur og tengdaforeldum mín- um og vorum við öll drifin inn í kaffi og spjall, þannig að stutt kveðja varð að löngu spjalli. Það er alltaf hrikalega erfitt þegar fólk í blóma lífsins hverfur á braut og maður skilur ekki tilganginn, en mín trú er sú að allt í lífinu hafi til- gang og kveð ég þig í þeirri trú. Takk fyrir alla hlýju í minn garð og minna, vonandi hittumst við seinna, ég votta eiginmanni þínum, honum Kristjáni, börnunum ykkar, foreldrum og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð og megi Guð og góðar vættir styrkja þau og blessa. Kær kveðja, Anna Aðalheiður Arnardóttir. Elsku amma mín. Þó að heimsóknirnar hafi verið fáar undanfarin ár þá man ég eftir heimsóknunum til þín í Naustahlein eins og þær hefðu verið í gær. Eins og það hafi verið í gær sem þú stóðst í dyrunum og veifaðir okkur þangað til bíllinn var farinn, þegar maður fór inn í kompu og náði í kubb- ana og skoðaði allt dótið í leiðinni. Allt dótið sem var í kompunni og mér fannst svo merkilegt. Ég man eftir því þegar ég var lítil og fékk að gista. Þú lánaðir mér alls konar potta, skál- ar og sleifar sem ég dundaði mér við og eldaði ljúffenga rétti handa þér og bauð þér svo í mat. Þér fannst það ekkert alltaf gaman en þú sagðir mér oft í leiðinni frá hinum og þessum listamönnum sem þú varst svo hrifin af. Þær eru alveg ótal margar minn- ingarnar sem ég á um þig og þær mun ég varðveita og geyma þangað til við hittumst aftur og fáum okkur bláan Aðalheiður Rósa Benediktsdóttir ✝ Aðalheiður RósaBenediktsdóttir fæddist hinn 9. júní 1917 á Mosfelli í Svínavatnshreppi, A- Húnavatnssýslu. Hún lést hinn 1. febrúar sl. Útför Aðalheiðar fór fram frá Nes- kirkju 12. febrúar sl. Ópal saman. En ef eitt- hvað er öruggt í þessu lífi þá er það að við munum öll á endanum deyja. En þá hittumst við aftur í ríki Guðs, þar sem endalaus kær- leikur og friður er. Og þangað ert þú komin og líður vel. Og hafðu ekki áhyggjur af litla rauðhærða hrekkju- svíninu þínu, honum pabba. Við mamma og Loftur skulum passa hann vel fyrir þig. En elsku amma ég er búin að sakna þín lengi og mun halda áfram að sakna þín og minnast tímanna okkar saman þangað til við hittumst aftur. Elska þig. Þín Heiða. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Vélar & tæki MultiOne Eigum á lager nýjar MultiOne fjölnotavélar í ýmsum stærðum. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími 534-3435 Heitir pottar og þín vellíðan! Grill og góð stemning. Frábær að- staða fyrir hópa í Minniborgum. Hver segir að ættarmót þurfi alltaf að vera á sumrin?? Við sjáum um grillveisl- una og morgunverð fyrir þinn hóp. www.minniborgir.is Spennandi gisting á góðum stað. Sendibílar Til leigu stór sendibíll Tilvalinn til langflutninga. Sanngjörn leiga. Trygging. S. 845-0454. GistingÖkukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Húsviðhald Pípulagnir Pípulagnameistarar geta bætt við sig verkefnum. Allar almennar pípulagnir. Óttar s: 695 0170 - Gunnar s: 695 8615. G.Ó. Pípulagnir. Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Upp. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Smáauglýsingar augl@mbl.is Farðu inn á mbl.is/smaaugl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.