Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Fimm daga vetrardjasshá-tíð og á annan tug tón-leika; allt frá kamm-erdjassi Reynis Sigurðssonar til villtrar djamm- sessjónar Bebopfélags Reykjavík- ur. Á sunnudagskvöldið var mátti heyra djassleikara framtíðarinnar spreyta sig á kunnum standörðum á Kúltúrabarnum áður en tríó Ey- þórs Gunnarssonar hóf að leika í djasskjallara Kúltúra. Þarna komu fram tveir tenóristar, hljómborðs- leikari og gítarleikari og skipuðu þrír reynsluboltar hrynsveitina. Efnilegir piltar sem gaman verður að fylgjast með – en hvar eru stúlkurnar? Makalaust hversu fá- mennt er í kvennaliði alheims- djassins. Kristjana Stefánsdóttir söng á hátíðinni og Sunna Gunn- laugsdóttir lék hina stór- skemmtilegu Bill Frisell-efnisskrá sína og þær voru báðar mættar til að hlusta á Eyþór. Eyþór hóf leikinn með söng- dansi Coles Porters „Night and day“ og lauk tónleikunum á öðrum söngdansi, „September in the ra- in“ eftir Harry Warren. Porter var með latínskotnu yfirbragði og mikill hljómaveggur reistur í sóló- um en í dansi Warrens ríkti ein- faldleiki og mínimalismi í spuna Eyþórs; allt tært og hreint og tríóið þétt, þótt þetta væri í fyrsta skipti sem þeir léku þennan dans saman. Eyþór er margbrotinn píanisti og spannar allt frá fönki til im- pressjónisma og er utan Íslands lítt þekktur fyrir annað en Mezzo- forte. Við landar hans vitum þó flestir að hann er einn fremsti djasspíanisti sem við höfum átt og það er ávallt veisla þegar hann er í fararbroddi. Nær aldrei kýs hann að leika tríódjass, líður oftast betur í kvartett, en snilli hans kristallaðist á þessum tónleikum í túlkun á verkum tveggja af stór- tónskáldum djasssögunnar: „In a mellow tone“ Dukes Ellingtons og „Nefertiti“ Waynes Shorters. Shorter leið áfram í draumi langra ljóðrænna lína en Ellington var blúsaður og áslátturinn stundum garnerískur; eða kannski frekar í anda Reds Garlands. Þannig sýnir Ey- þór jafnan á sér margar hliðar og „Someday my prince will come“ var eng- inn draumavals heldur krafthljóma vökuljóð. Aftur á móti lék Eyþór glans- númer Sinatra, „In the wee small hour of the morning“, af jafnheitri tilfinningu og meistarasöngvarinn lagði í það – og er það nokkuð. Það þarf varla að taka fram að Matthías og Þor- leifur skiluðu sínu með prýði þótt tríóið sé ekki vel samspilað, hvað sem seinna verð- ur. Vetrardjass á Café Kultura Tríó Eyþórs Gunnarssonar bbbbn Eyþór Gunnarsson píanó, Þorleifur Jónsson bassa og Matthías M.D. Hem- stock trommur. Sunnudagskvöldið 14. febrúar. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Hinar mörgu ásjónur Eyþórs Píanóleikari Eyþór Gunnarsson. Morgunblaðið/Golli HIN mjög svo fjölhæfa poppdrottning Ma- donna mun bregða sér í hlutverk hjóna- bandsráðgjafa í nýjum bandarískum sjón- varpsþætti, The Marriage Ref. Madonna er sjálf tvífráskilin. Þátturinn gengur út á að sætta deilandi hjón og munu margir frægir einstaklingar bregða sér í hlutverk sátta- semjara. Deilur hinna ýmsu hjóna verða teknar upp á myndband og sýndar í þættinum, en hinir frægu sáttasemjarar munu skera úr um hvort hefur rétt fyrir sér, eiginmað- urinn eða eiginkonan. Auk Madonnu hefur leikarinn og grínist- inn Ricky Gervais verið orðaður við þáttinn, grínistinn Jerry Seinfeld og leikararnir Alec Baldwin og Eva Longoria. Þáttaröðin verður framleidd af NBC-sjónvarpsstöðinni. Hjónarifrildin verða af ýmsum toga, m.a. um hvort rétt sé að geyma mótorhjólið sitt í stofunni og að láta stoppa upp hundinn sinn. Frægt fólk kryfur hjónaerjur Reuters Madonna Kemur víða við. Gervais Skælbrosandi og hress. Seinfeld Hjónaerjur heilla. Í GREIN um endurútgáfu Megas- arheftanna sem birt var í blaðinu í gær sagði að þau væru gefin út í samstarfi við Háskólaútgáfuna. Hið rétta er að þau eru gefin út í sam- starfi við Háskólaprent. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Háskólaprent, ekki -útgáfa ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ „Besta leiksýning ársins“ Mbl., GB Mbl., IÞ Uppl. um sýningar og miðasala 551 1200 www.leikhusid.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Faust (Stóra svið) Fös 19/2 kl. 20:00 9.K Lau 6/3 kl. 20:00 Sun 11/4 kl. 20:00 Ný auka Lau 20/2 kl. 20:00 10.K Lau 13/3 kl. 20:00 Fim 15/4 kl. 20:00 Ný auka Fim 25/2 kl. 20:00 Sun 14/3 kl. 20:00 Sun 18/4 kl. 20:00 Ný auka Fös 26/2 kl. 20:00 Lau 20/3 kl. 20:00 Fös 5/3 kl. 20:00 Sun 28/3 kl. 20:00 í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Fim 18/2 kl. 19:00 Fim 4/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00 síð. sýn Lau 27/2 kl. 19:00 Fös 12/3 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Sýningin snýr aftur næsta haust. Góðir íslendingar (Nýja svið) Fös 19/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 síð, sýn Snarpur sýningartími, sýningum líkur 26. febrúar Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Sun 21/2 kl. 12:00 Lau 6/3 kl. 14:00 Lau 20/3 kl. 12:00 Sun 21/2 kl. 14:00 5.K Sun 7/3 kl. 12:00 Lau 20/3 kl. 14:00 Lau 27/2 kl. 12:00 Sun 7/3 kl. 14:00 Sun 21/3 kl. 12:00 Lau 27/2 kl. 14:00 Lau 13/3 kl. 12:00 Sun 21/3 kl. 14:00 Sun 28/2 kl. 12:00 Lau 13/3 kl. 14:00 Sun 28/3 kl. 12:00 Sun 28/2 kl. 14:00 Sun 14/3 kl. 12:00 Sun 28/3 kl. 14:00 Lau 6/3 kl. 12:00 Sun 14/3 kl. 14:00 Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 19/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 19:00 Lau 20/2 kl. 19:00 Fös 5/3 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 22:00 Fös 26/2 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 19:00 Sýningum lýkur í mars Fjölskyldan ,,Besta leiksýning árins“ Mbl, GB Harry og Heimir - drepfyndnir! Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is 39 þrep (Samkomuhúsið) Fös 19/2 kl. 19:00 Fös 26/2 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 19:00 Lau 20/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Fös 12/3 kl. 19:00 Ný sýn Fim 25/2 kl. 19:00 Fös 5/3 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 19:00 Ný sýn Sýningum lýkur í mars Munaðarlaus (Rýmið) Lau 20/2 kl. 19:00 Aukas Aðeins nokkrar sýningar verða í Rýminu á Akureyri TÓNAR ÚR NÝJA HEIMINUM Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn að undanförnu og nú kemur hún í fyrsta sinn fram sem einleikari með SÍ. Stjórnandi verður Susanna Mälkki sem er ein þeirra kvenna sem lengst hefur komist í sínu fagi. Tryggðu þér miða á www.sinfonia.is eða í síma 545 2500 Fim. 18.02.10 » 19:30 • Ígor Stravinskíj: Scherzo a la Russe • Antonín Dvorák: Sellókonsert • Béla Bartók: Konsert fyrir hljómsveit Susanna Mälkki hljómsveitarstjóri Sæunn Þorsteinsdóttir einleikari „Af hverju sagði mér enginn að það væri hægt að semja svona sellókonsert?“ Johannes Brahms um konsert Dvoráks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.