Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 ✝ Jóna B. Hann-esdóttir fæddist að Hæli í Vest- mannaeyjum 27. mars 1925. Hún lést á líknardeild Landspít- alans 10. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru þau Hannes Hreinsson, verka- maður og fiskimats- maður, f. 2. október 1892, d. 28. maí 1983, og Vilborg Guðlaugs- dóttir, f. 29. október 1892, d. 23. október 1932. Systur Jónu eru Magnea G. Hannesdóttir Waage, verslunarmaður, f. 21. des- ember 1922, Ásta S. Hannesdóttir, snyrtifræðingur, f. 10. mars 1929, og Hrönn V. Hannesdóttir, leið- beinandi í leikskóla, f. 22. febrúar 1939. Eiginmaður Jónu var Árni Guð- mundsson, f. 25. júní 1926, d. 12. nóvember 2000. Árni var sonur Guðmundar Eyjólfssonar og Árnýj- ar frá Eiðum í Vestmannaeyjum en fósturforeldrar hans voru Kapitóla Atli læknir, sérgrein gigtarlækn- ingar, f. 19. september 1959, eig- inkona hans er Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur. Börn þeirra: a) Magnús háskólanemi (tónlist), b) Una háskólanemi (hagfræði). Jóna og fjölskylda bjuggu í Vest- mannaeyjum fram að Heimaeyj- argosi 23. janúar 1973. Og eftir það var heimili þeirra í Kópavogi. Langskólanám hennar varð ekki langt, tíðarandinn í þá daga var sá að hafna ekki vel boðnu framtíð- arstarstarfi og strax eftir fyrsta árið í gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja bauðst henni eitt slíkt sem var skrifstofu- og versl- unarstarf hjá Helga Benediktssyni, kaupmanni og útgerðarmanni, sem hún vann þar til hún giftist 1946. Að vísu tókst henni áður að láta draum sinn rætast, að fara til náms á húsmæðraskóla á Ísafirði en nám við húsmæðraskóla var eftirsótt þá. Hún gekk til liðs við Oddfellow- regluna árið 1972 og eignaðist þar góða félaga. Útför Jónu Bergþóru fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 17. febr- úar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Jónsdóttir frá Hlíð og Jón Þorleifsson vöru- bílstjóri. Jóna og Árni gengu í hjóna- band 1. nóvember 1946. Börn þeirra eru 1) Steinar Vilberg, lífeindafræðingur með háskólapróf í rómönskum málum, skjalaþýðandi og dómtúlkur í spænsku, f. 16. ágúst 1946, eig- inkona hans er Guð- rún Norðfjörð sér- kennari. Börn Steinars og Guðrúnar eru: a) Árni Bergþór, viðskiptafræðinemi og ís- lenskufræðingur. b) Brynja lækna- nemi, í sambúð með Trausta Skúla- syni, og eiga þau tvö börn. 2) Þyri Kap menntaskólakennari, f. 6. nóv- ember 1948, eiginmaður hennar er Trausti Leósson byggingafræð- ingur og eiga þau þrjú börn: a) Silja arkitekt, gift Florian Zink. Þau eiga tvö börn. b) Tumi, líf- fræðingur/doktorsnemi, kvæntur Jennifer Arseneau. c) Sindri lífeðl- isfræðingur/doktorsnemi. 3) Jón Elskuleg amma mín, Jóna Hann- esdóttir, hefur kvatt þennan heim. Eitt af því sem minnir mig á ömmu eru fögur ljóð en hún var afar ljóð- elsk. Eftir hana á ég fjölmörg afmæl- is- og jólakort sem geyma fallega rit- uð ljóð, ásamt hlýjum orðum og hamingjuóskum. Þessi kort eru mér nú dýrmæt minning um glæsilega konu. Ég þakka ömmu samfylgdina og bið þess að ljúfir englar ljóss og friðar leiði hana yfir í annan heim. Ég kveð þig, ljóð mitt, í ljóði – Þú líður ennþá um bláinn sem söngur úr skógi, sem blærinn ber með blómilmi út yfir sjáinn. Við sungum það eina sumarnótt – Við syngjum það aftur við djúpið rótt, þegar dagurinn hinzti er dáinn. (Tómas Guðmundsson) Brynja Steinarsdóttir. Lýsi þér ljósið bjarta og leggi þér að hjarta allt sem best og blíðast er. Þetta er upphaf einnar af mörgum vísum sem Jóna systir okkar samdi í tilefni afmæla í fjölskyldunni til mik- illar ánægju þeirra sem urðu þess að- njótandi í það og það sinnið. Utan þessa var hún oft beðin um vísur eins og við brúðkaup barna okkar systra og við fleiri hátíðleg tækifæri þeirra sem næst henni stóðu. Jóna var mikill viskubrunnur á ljóð yfirleitt og var oft leitað til hennar ef texta vantaði og greiddi hún oftast úr því sem beðið var um, hvort sem það voru ættjarðarljóð, dægurlög eða þjóðhátíðarlög og þótt þau Árni frá Eiðum, maður hennar, flyttu ekki aftur til Eyja eftir gosið 1973 voru þau og börnin þeirra þrjú, sem bera foreldrum sínum fagurt vitni, sannir aðdáendur heimabyggðar sinnar, Vestmannaeyja, þar sem þau áttu heimili lengst af. Jóna var miklum hæfileikum prýdd til munns og handa og þótt hún væri heilsutæp stóran hluta ævinnar er ótrúlegt hversu mörgu hún fékk áorkað af mikilli reisn. Hún hafði sterka tilfinningu fyrir því að vinna verk sín vel í stóru og smáu á fullkominn og óaðfinnanlegan hátt, var mikill fagurkeri í heimilis- haldi og matartilbúningi, unni tónlist og ljóðum enda alin upp við ljóðalest- ur og tónlist á bernskuheimili sínu sínu Hæli í Vestmannaeyjum allt frá unga aldri. Faðir okkar, Hannes Hreinsson, var góður bassasöngmaður, söng mikið með okkur stelpunum heima og lærðum við systur bassaröddina í öllum helstu lögum og sálmum sem hann var þá að æfa í sínum kórum, sem voru Vestmannakór og Kirkju- kór Vestmannaeyja, hann var líka mikill dansmaður og kenndi okkur að dansa gömlu dansana á eldhúsgólfinu heima. Móðir okkar, Vilborg frá Hall- geirsey, sem við misstum ungar árið 1932, var víst enginn eftirbátur hans á mörgum þessum sviðum enda voru þau þátttakendur í ungmennafélags- hreyfingunni í upphafi í Landeyjum áður en þau fluttust alfarið til Eyja 1920 og bjuggu fyrst í Breiðholti en árið 1922 fluttust þau að Hæli við Brekastíg sem þá var nýbyggt hús. Við vorum svo gæfusöm að faðir okkar kvæntist aftur góðri konu, Jó- hönnu Sveinsdóttur, sem hjálpaði honum við uppeldi okkar og gekk okkur í móðurstað og 1939 eignuðust þau svo saman systur okkar Hrönn. Við systur Magnea og Ásta minn- umst ljúfra liðinna stunda með systur okkar gegnum lífið. Við biðjum elsku Jónu okkar bless- unar í æðri heimkynnum og þökkum henni allan systurkærleika. Magnea G. Waage og Ásta S. Hannesdóttir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Elskuleg systir mín Jóna Berg- þóra er látin eftir erfið veikindi. Hún var ein af dætrum Hannesar á Hæli hér í Eyjum og Vilborgar konu hans sem lést 1932 frá þremur ungum dætrum, einnig var á heimilinu Þor- steinn Gíslason fósturfaðir pabba og afi okkar systra. Í hönd fóru erfiðir tímar því pabba var mikið í mun að halda fjölskyld- unni saman. Móðir mín Jóhanna Sveinsdóttir kemur á heimilið, þau Hannes giftast og ég bætist í systra- hópinn, þá tóku við góðir tímar, allir unnu heimilinu sem best þeir gátu, með reglusemi og ráðdeild blessaðist allt. Í þá daga höfðu flestir lítið milli handa en aldrei liðum við skort. Syst- ur mínar voru stálpaðar þegar ég fór að muna eftir mér, en mér er minn- isstæður kærleikurinn og söngurinn á heimilinu og eins þegar þær voru að búa sig á böllin, ég starði agndofa og fannst þær eins og prinsessur í æv- intýri. Já, söngurinn, þau voru þrjú sem sungu í kirkjukór Landakirkju, Jóna, Ásta og pabbi sem söng þar í 30 ár. Eftir hefðbundna skólagöngu vann Jóna skrifstofu- og verslunarstörf og einn vetur var hún á húsmæðraskól- anum Ósk á Ísafirði. Ung kynntist hún Adda sínum, Árna Guðmunds- syni vélstjóra, fósturforeldrar hans, Kapitóla Jónsdóttir og Jón Þorleifs- son, reyndust ungu hjónunum og börnunum þremur mjög vel í alla staði, enda voru börnin sólargeislar í lífi þeirra. Árni stundaði sjómennsku í nærri 40 ár, lengst á Ísleifi VE. Við Jóna bjuggum báðar í Eyjum fyrir gos og áttu fjölskyldur okkar margar ánægjustundir á afmælum, jólum og oft þess utan, var þá gjarnan tekið í spil, líka aðstoðuðum við hvor aðra við veisluhöld eða sláturgerð, hvað þá barnapössun. Við systur gengum til liðs við Oddfellowregluna 1972 og átt- um þar margar ánægjustundir í fé- lagi góðra vina. Jóna systir mín var falleg og hæfi- leikarík kona og bar heimili hennar þess fagurt vitni, allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel, vildi helst gera betur. Hún talaði kjarngott mál, hafði mikinn orðaforða, var víðlesin, ljóðelsk og sérlega hagmælt, hafa flestir í fjölskyldunni notið þess á stórum stundum. Jóna og Addi fluttu ekki aftur heim til Eyja eftir gosið, en settust að í Kópavogi, þeirra var saknað. Árni gerðist húsvörður við Þinghólsskóla og samdi vel bæði við börn og stjórn- endur, hann andaðist 12. nóvember 2000, eftir það bjó Jóna ein í Reyni- grundinni, en átti góða nágranna- konu, hana Irmu, hafi hún þökk fyrir sína umhyggju. Við Þórður og dætur okkar kveðj- um Jónu með þakklæti og virðingu og biðjum guð að blessa minningu henn- ar. Innilegar samúðarkveðjur til barna hennar og fjölskyldna þeirra. Kæra systir: Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Hrönn V. Hannesdóttir. Jóna Bergþóra Hannesdóttir ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hóli, Önundarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 11. febrúar. Minningarathöfn verður í Digraneskirkju Kópavogi fimmtudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Jarðsungið verður frá Holtskirkju í Önundarfirði mánudaginn 22. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð Kópavogi njóta þess. Aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir og amma, SIGÞRÚÐUR INGÓLFSDÓTTIR, Dúa, hjúkrunarfræðingur, Krummahólum 10, lést á Landspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 2. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 19. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Helga Kr. Olsen, Ingvar Valgeirsson, Ingólfur M. Olsen, Tinna Sigurðardóttir, Eydís E. Olsen, Sean Maverich, Ívar Örn Eðvarðsson, Sandra Dögg Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, WALTER HJALTESTED, Geitastekk 3, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 10. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. febrúar kl. 13.00. Svandís Guðmundsdóttir, Kjartan Hjaltested, Katrín Sverrisdóttir, Margrét Hjaltested, Eiríkur Benónýsson, Sólrún Hjaltested, Hákon Ísfeld Jónsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRMANN SNÆVARR prófessor, fyrrv. háskólarektor og hæstaréttardómari, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 15. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valborg Sigurðardóttir, Sigríður Ásdís Snævarr, Kjartan Gunnarsson, Stefán Valdemar Snævarr, Sigurður Ármann Snævarr, Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, Valborg Þóra Snævarr, Eiríkur Thorsteinsson, Árni Þorvaldur Snævarr og barnabörn. ✝ Kær systir okkar, ÁRNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR fv. yfirhjúkrunarkona, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 15. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Kristín Guðmundsdóttir, Aðalbjörg Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, stjúpsonur og bróðir, RÖGNVALDUR ÁMUNDASON, sem lést á heimili sínu mánudaginn 15. febrúar, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Anatta Ámundason, Ámundi Rögnvaldsson, Benoný Þorsteinn Rögnvaldsson, Eva Jónsdóttir, Benoný Þ. Gunnarsson, Helga Ámundadóttir og fjölskylda, Ásdís Ámundadóttir og fjölskylda, Hrönn Ámundadóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.